Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 3
Neskaupstaður hlutfallslega einn mesti útflutningsbær á landinu Þrír Mýtr hátar í smíðum — leyff fyrir þrem ÍMÍrimi Afkoma manna í Neskaupstaö var á s.l. ári jafnari og betri en nokkurt annaö ár. Norðfirðingar eiga nú 9 báta og þrjá í smíðum og leyfi fyiir þrem til viðbótar. Nes- kaupstaður er nú að verða ein mesta útflutningshöfn landsins — miöaö viö fólksfjölda. Fréttaritari Þjóöviljans segir hér frá framkvæmdum og málum manna í Neskaupstað: Fimmtudagur 27. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (Í5 Ferðaskrifsfofa ríkisins Neskaupstað, 17. jan. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Afkoman s. 1. ár Afkoma bæjarbúa árið sem leið mun hafa verið ágæt og t'ekjur manna jafnari og hærri i en nokkru siimi fyrr. — Tekjur verkafólks virðast hafa hækkað talsvert, tekjur fastlaunamanna eru svipaðar, tekjur bátsjó- manna munu hafa vaxið talsvert og umsetning verzlunar- og iðn- fyrirtækja sömuleiðis. Vöxtur sparifjárins Sparifjórsöfnun hefur jafnan verið talin gefa vísbendingu um hag og afkomu almennings. Spariinnlög í Sparisjóð Norð- fjarðar hækkuðu um 611 þús. kr. s. 1. ór og um 541 þús. kr. árið 1953. Alls námu sparifjárinn- stæður í Sparisjóðnum 3.6 millj. kr. 1. jan. sl. — Auk þess eru svo talsverðar sparifjárinnstæður í innlánsdeildum samvinnufélaga. Utgerð og skipastóll Norðfirðingar eru sæmilega settir með skipastól, en flestir eru nú bátarnir teknir að eldast og þarfnast flotinn endurnýjun- ar. — Fjórir bátar voru keyptir hingað árið sem leið, þar af að- -eins einn nýr og allir voru þeir fremur litlir. Burt úr bænum voru seldir þrír bátar og tveir þeirra úr hópi stærri bátanna. Aflabrögð voru hér í sumar og haust óvenju góð, en róðrar urðu endasleppir vegna stöðugra ógæfta í haust. Bátaútvegurinn hafði mikla þýðingu fyrir at- vinnulíf bæjarins í sumar og auka bátastólinn. Vitað er um einn 15 lesta bát í smíðum fyrir Norðfirðing á ísafirði og einn 50—60 lesta fyrir félag hér í bænum í Danmörku. Loks var í skipasmíðastöðinni hér lagður í haust kjölur 55 lesta báts, sem byggður verður fyrir Norðfirð- inga. — Þá er og þess að geta, að Norðfirðingar hafa fengið inn- flutningsleyfi fyrir a. m. k. þrem- tir bátum. Niu Norðfjarðarbátar eru gerðir út í vetur, 2 í Hafnarfirði, 2 í Keflavik, 4 í Sandgerði og einn verður í útilegu. Allir bát- arnir, nema einn, eru farnir. Enginn Norðfjarðarbátur er í vetur gerður út frá Hornafirði, en það hefur ekki borið við í áratugi. Ekkert hefur verið reynt að róa héðan að heiman í vetur og bendir þó hinn ágæti afli á Suð- urfjörðunum til þess, að það gæti svarað kostnaði. — En út- gerðarmenn hafa svo mikla van- trú á að hér geti fiskazt að vetrinum, að þeim dettur ekki í hug að reyna. Mundi þó ólíkt hagkvæmara að róa héðan að heiman, ef aflabrögð væru sæmileg. Fjöldi manna hefur horfið til Suðurlands á vertíðinni. Togaraútgerðinni vegnaði ekki vel árið sem leið og er það baga- legt hve sá þýðingarmikli at- vinnurekstur á erfitt uppdráttar. Báðir munu togaramír leggja afla sinn upp hér heima í vetur og eru báðir .nú á veiiðtmr. Horf- ur eru á míkilli atvinnu, en þó nokkur hætta á verkafólksskorti. Mikill útfíutningur Útflutningur sjávarafurða var mjög mikill árið sem leið og sýnilega miklu meiri en nokkru sinni áður. — Ekki er hægt að segja um það að svo stöddu hve mikið verðmæti útflutningsins er, en samkv. síðustu verzlunar- skýrslum Hagstofunnar um árið 1952, var útflutningur héðan 19.8 millj. kr. það ár og er það hæsti útflutningur, sem nokkurt lögsagnarumdæmi hafði þá, mið- að við fólksfjölda. Meira að segja Vestmannaeyjar, sem annað slagið eru að minna á að þagr séu tiltölulega langstærsta út- flutningshöfnin, eru til muna lægri en Neskaupstaður. Hér er þó ekkert talið með af vertiðar- afla Norðfjarðarbáta eða síldar- afla. Sá afli er allur talinn með útflutningi annarra hafna. F r amkvæmdir Framkvæmdir einstaklinga voru með minnsta móti árið 1954 og lítið var unnið að húsa- byggingum. — Á vegum Hafn- bæjarsjóðs var sjúkrahússbygg- ingin helzta viðfangsefnið og mikið unnið að henni. Ráðgerðar framkvæmdir bæj- arins á þessu ári eru einkum: 1. Áframhald sjúkrahússbygg- ingarinnar og standa nokkrar vonir til að þetta ár liði ekki svo að sjúkrahúsið taki ekki til starfa. Þetta er mikil bygging og rúm fyrir um 30 sjúklinga og elliheimili fullnægjandi fyrir bæinn. Þetta sjúkrahús kemur til með að bæta úr brýnni þörf, því Austfirðingar eru mjög illa settir hvað sjúkrahúsakost áhrærir. 2. Vatnsveita. Ákveðið er að gera nýjan vatnsgeymi og leggja vatnsæð frá honum í vatnsveitu- kerfið. Lagast þá stórum ástand- ið í vatnsveitumálunum, sem er hvergi nærri gott. — Brunabóta- félag .íslands hefur lánað fé til þessara framkvæmda. 3. Féiagsheimili. Stofnað hefur félagsheimilis og er ráðgert að hefja bygginguna að \*ori. Gert er ráð fyrir að félagsheimilasjóð- ur greiði 407o kostnaðar, bæjar- sjóður 30% og félög þau, er hlut eiga að máli 30%. Þá eru og á prjónunum ííafn- arframkvæmdir, en úndirbúning- ur er það skammt á veg kom- inn, að ekki er rétt að skýra frá þeim ráðagerðum að svo stöddu. Brunamál Á síðasta ári gerði bæjarstjóm samning við Brunabótafélag ís- lands um brunatryggingar hús- eigna i kaupstaðnum næstu 5 ár- in. Lækkuðu brunabótagjöld til muna við samning þennan og .verðúr hann að teljast hagstæður Norðfirðingum eftir atvikum. Bærinn trýggði sér jafnframt nokkurt lánsfé' ti'l brunamála, vatnsveituframkvæmda og hafn- arframkvæmda. Að undanförnu hafa bruna- málin ekki verið í góðu lagi, en það hefur nú breytzt mjög til batnaðar. Keypt hafa verið ný slökkvitæki og slökkvistöðinni fengið gott húsnæði til afnota. f vor verður komið fýrir 10 brunahönum og verður þá að telja að málum þessum sé komið í viðunanlegt horf. Bæjarsjóður fær í ágóðahlut 20% af árlegum ágóða Bruna- bótafélagsins af tryggingunum í bænum. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Bæjarstjórn hefur afgreitt til annarrar umræðu fjárhagsáætl- un þessa árs. — Útsvörin hækka nokkuð og eru áætluð 1.9 millj. kr. — Framlag til Bæjarútgerð- ar er hækkað úr 150 í 350 þús. kr., til félagsheimilis á að verja 100 þús. kr. (nýr liður), , til sjúkrahússbyggingar 150 þús. og til íþróttavallar 50 þús. kr. — Aðrir helztu gjaldaliðir eru: Stjórn kaupstaðarins 145 þús., framfærslan 120 þús., vegamál 175 þús., menntamál 250 þús., alþýðutryggingar 267 þús., vext- ir 90 þús. og afborganir lána 198.1 þús. í framsöguræðu sinni fyrir fjárhagsáætluninni gat bæjar- stjóri þess, að margt hefði breytzt til batnaðar I rekstri bæjarins s. 1. ár, skuldamálunum hefði að mestu verið komið í lag, vikú- legar útborganir launa hefcíú farið fram nokkum veginn reglu- Framhald á 11. síðu. Sandgerðingar segja upp samningum Sandgerði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Verkalýðs- og ajómammfé- la.gið í Sandgerði saniþykkti ný- lega að segja upp samningura og hefur nú tílkynnt atvinnu- rekendum þá ákvörðun. Kjarasamningar félagsins við atvinnurekendur ganga úr gildi frá og með 1. marz. Gæftir hafa verið slæmar Framhald af 12. síðu. um ferðalöngum gefið tækifæri til þess að koma fram í útvarpi þriggja landa, og um þessi ferðalög íslendinganna, sem þóttu allmerkileg .birtust grein- ar í blöðum. Ennfremur var upplýsingaritum um land og þjóð dreift þar sem vænlegt þótti til árangurs. Ferðimar Iengdar — Fjórum dögum í Feneyjum bætt rið í vor er ákveðið að efna til tveggja ferða um meginland Evrópu. Tilhögun ferðanna verður í aðaldráttum hin sama og lýst hefur verið hér að framan. Dagarnir á meginlandinu verða fleiri en í fyrra, eða 24 í' stað 18; alls tekur hvor ferð 30 daga. Nú vei-ður því hægt að fara hægara yfir, og dveljast lengur á fögrum og merkum stöðum. Feneyjar verða teknar með inn í áætlun- ina, og gefinn kostur á þriggja daga dvöl í þeirri víðfrægu borg. Við Adríahafið og Mið- jarðarhafið verður hægt að synda og sóla sig í 8-9 daga. Gerð hefur verið áætlun í meginatriðum. Verður farið með Gullfossi héðan til Kaup- mannahafnar og með íslenzk- um bíl um Sjáland til Þýzka- lands, um Sviss, ítalíu og Frakkland og flogið þaðan heim. Seinni hópurinn flýgur til Parísar, tekur bílinn þar og fer heimleiðis sömu leið — í öf- ugri röð — og hinn fór að heiman. Þessar ferðir munu kosta 7500.00 kr. Norðurlandaferðir Þá eru ákveðnar tvær hóp- ferðir til Norðurlanda, og verð- ur hin sama tilhögun höfð hér á og í fyrra. Ferðast verður með skipi og flugvélum. Fyrri ferðamannaflokkurinn fer með flugvél þann 1. júní til Kaupmannahafnar. Ferðast verður um Dánmörku, S\Tþjóð og Noreg. Frá Kristiansand verður síðan farið heim, um Færeyjar. Ferðin tekur 22 daga. Seinni ferðamannaflokk- urinn, til Norðurlanda, fer þ. 11. júní með ms. Heklu til Bergen, þaðan í járnbraut til Osló, og eftir að hafa ferðazt um í Noregi, liggur leiðin um Svíþjóð og til Danmerkur. Frá Kaupmannahöfn verður farið með skipi eða flugvél til ís- lands. Ferðin tekur alls 21 eða 26 daga, eftir því hvort ferð- azt verður með flugvél eða skipi til íslands. ■; Ferðamannahóparnir mætast í Osló; seinni hópurinn ferð- ast með sömu bifreið sem hinn fyrri kom með til Osló, frá Noregi, um Sviþjóð og Dan- mörku. — Norðurlandaferðim- ar munu kosta 5000,00 kr. Hópferð til meginlands Ameriku Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur lengi haft hug á að efna til skipulagðrar ferðar til Islend- ingabyggða í Ameríku, og koma á nánari tengslum við frændur og vini þar. Á sínum tíma var slík ferð í undirbún- ingi undir fararstjórn sr. Hall- dórs Johnsson, en eftir fráfall hans varð ekki af framkvæmd- um. í vor hefur verið ákveðið að stofna til slíkrar ferðar og bráðabirgðaáætlun verið gerð. Gert er ráð fyrir að hér vterði um slciptiferð að ræða, þ.e.a’s að 45-50 íslendingar fari héð- an, og á móti komi jafnmarg- ir Vestur-íslendinga eða aðrir, sem kunna að hafa áhugá á ferðinni. Tilhögun ferðaáætlunarinnar er í aðalatriðum þessi: Flogið frá Reykjavík til New York, en þar yrðu Vestur-íslendingar fyrir og tækju flugvélina heirn til íslands. Gert er ráð fyrir að Vestur- Islendingar komi til New York í sérstökum leigubifreiðum, er Islendingar ferðast með til Winnipeg, sbr. bráðabirgðaáætl- un. — Um ferðaáætlun þessa r er ákveðið að hafa samvinnú við Manitoba Government Tour- ist Bureau og The Icel. Canad* ian Societies. Fáum \ið senn að sjá Eskimóamyndir Með Þorleifi var Vest.ur-ú- lendingur, Glenn Eyford, sem hér hefur dvalizt skamman tíma á vegum National Film Board of Canada, en Eyford er vfirmaður Manitoba-deildarinn- ar. EyTord á ættir sínar að rekja til Eyjafjarðar. Afi hans og faðir Ingólfs Davíðssonar grasafræðings voru bræður. Ey- ford talar þó ekki íslenzku. —• Fyrmefnd kanadiska ríkisstofn- unin framleiðir stuttar fræðsla- og landkynningarmyndir um Kanada og samdist svo um við fræðslumálastjóra að hingað yrðu sendar nokkrar fræðslu- myndir, m.a. er von til þess að við fáum að sjá Eskimóamynd- ir. Markaður fyrir ullarvörur og leirmuni Eyford lét í ljós þá skoðua að markaður myndi vera í Kanada fyrir íslenzkar ullar- vörur og leirmuni. Hingað kem- ur Eyford frá Norðurlöndum og kvað hann íslenzku ullar- vörumar betri en í Svíþjóð og Noregi. I sambandi við starf sitt var hann spurður hvað Kánada- stjórn léti kvikmyndafyrirtæk- inu í té og kvað hann það vera 3 millj. dollara á ári. — Manni verður á að spyrja hvenar Ferðaskrifstofa ríkisins, er lá ið hefur gera nokkrar laná- kynningarmyndir, fær meira ea 3 til 30 þús. kr. árlega til þess starfs. Samninqavið- rœður í gcer Samningaviðræður milli fuli- trúa Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna og fulltrúa útgerðarmanna hófust kl. 5 síð- degis í gær. Eftir matarhlé í gærkvöid hófust samningaviðræður aftur kl. 9 og stóðu enn yfir þegar blaðið fór í pressu. Tregur afli á Akranesi Akranesi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Flestir bátanna hér af Akra* nesi voru á sjó í fyrradag eia afli þeirra var mjög tregur. ! gær réru allir bátarnir og var talið að afli þeirra yrði heki'uí betri en í fyrradag. verið til samtaka um byggingu undanfarið og afli tregur. mikill hugur er í mönnum að arslóðs var gerð allmikil uppfyll- ing við höfnina og á vegum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.