Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 7
Nefnd sú er úthlutar frið- arverðlaunum Stalíns kunn- gerði hinn 21. desember síð- astliðinn hverjir skylduhljóta verðlaunin fyrir árið 1954. í hópi þeirra er verðlaunin hjutu var Felix Iversen, próf- essor við háskólann í Hels- inki. Hinn 4. janúar þ. á. voru prófessor Felix Iversen afhent verðlaunin við hátíðlega at- höfn er fram fór í Kreml. Viðstaddir athöfnina voni fjölmargir sovézkir vísinda- menn, meðilar akademíu Sov- étríkjanna, prófessorar og kennarar Moskvuháskóla, full- trúar félagssamtaka, iðnfyrir- tækja og samyrkjubúa. Viðstaddur var og sendi- hen-a Finnlands í Sovétríkj- unum, O. Qarts. Meðili úthlutunarnefndar friðarverðlauna Stalíns, Alex- ander Fadééff, rithöfundur, afhenti prófessor Iversen verðlaunin og flutti aðalræð- una. Hann sagði meðal ann- ars: ,,Við heilsum yður sem framúrskarandi forystmnanni friðarsinna í Finnlandi og ó- þreytandi baráttumanni fyrir málstað friðarins á alþjóða- vettvangi. 1 þinni peraónu heilsum við hinni finnsku þjóð, sem á síðustu árum hef- ur ekkert sparað til að efla friðsamleg og vinsamleg sam- ekipti þjóða á milli. Hinar friðarsinnuðu þjóðir Norðurlanda komast ekki hjá því að hlýða á rödd yðar er þér segið, og hafið þá fyrst og fremst Noreg, Danmörk og ísland í huga: „Við hljótum að krefjast þess að Norður- lönd losni úr hinni niðurlægj- andi ánauð Atlanzhafsbanda- lagsins." Milljónir manna í öllum löndum heims styðja hina ötulu baráttu yðar fyrir banni á múgmorðstækjum, og ekki sízt nú er stjórnendur hins árásarsinnaða Norður- Atlanzhafsbandalags hafa gert ráðstafanir til að beitt verði kjamorkuvopnum í styrjöld þeirri sem aftur- haldssöm öfl æsa stöðugt til. Ástæða er þó til að ætla að þjóðir heimsins láti ekki aft- urhaldsöflum þessum haldast það uppi að fremja þann glæp gegn mannkyninu. Tæplega er ástæða til að efast um að afl milljóna manna í öllvun lönd- um heims geti komið í veg fyrir endurreisn hernaðar- stefnu í hjarta Evrópu og klofningu álfunnar í tvær mótstæðar fylkingar og að sameinað afl þessa fjölda komi í framkvæmd sameigin- legu öryggiskerfi fyrir Evr- ópu.“ Margir fleiri fluttu við þetta tækifæri ræður til heið- urs Felix Iversen og lögðu áherzlu á mikilvægi starfs hans sem gamalreynds for- ystumanns pasífistahreyfing- arinnar á Norðurlöndum og varaforaeta félags finnskra friðarsinna. Að lokum tók heiðursgest- urinn, prófessor Felix Iversen til máls og mælti á þessa leið: Ég harma að ég skuli ekki geta ávarpað ykkur á móður- máli ykkar því að verið gæti að í því máli gæti ég fundið orð til að lýsa þeim tilfinn- ingum sem nú ríkja í hug mér. Á engu því máli sem EFLUM ÁLSTAÐ ARINS Eæða iinnska prófessocsins Feiix Iversen við mótiöku friðarverðlaunanna 14. þ.m. mér er kunnugt gæti ég lát- ið í ljós þær tilfinningar þakklætis og vnrðingar sem nú hafa gripið mig fyrir þann heiður og vináttuvott sem mér hefur verið sýndur. Ég get einungis borið fram mínar einlægustu þakkir og ieitast við í starfi mínu að vera verður þessa mikla heiðurs. Ég veit vel — og það ger- ir mér léttara fyrir — að ég Felix Iversen er hér sem fulltrúi þjóðar minnar og lands og er hingað kominn til að taka á móti votti viðurkenningar er þjóð mín hlýtur fyrir framlag sitt til málstaðar friðarins í heiminum. Ég veit að baki mér standa þúsundir ein- lægra finnskra friðareinna og árnaðaróskir þeirra fylgja mér hingað. í>að er mér því mikil ánægja að flytja yður hinar hjartanlegustu kveðjur þeirra. Kæru vinir: Er þið hafið nú kallað mig hingað á þenn- an stað þá er það fyrst og fremst sökum starfa minna sem vísindamanns og félags- málafrömuðar. Verið getur að ég hafi náð nokkrum árangri á þessum sviðum, en þegar á unga aldri lét ég að baki mér alla viðleitni til að ná frægð og hylli en gekk í flokk þeirra sem börðust fyrir friði meðal manna og á þessu sviði hef ég alla tíð gegnt hlutverki sáðmannsins. Ég hreifst af hugsjónum pasífismans sem berst fyrir afnámi hverekyns vopnaðs valds. Ég fékk áhuga fyrir fyrstu kvekurunum í Ameríku, þangað sem þeir fóru vopnlausir til að lifa við hlið Indíánanna sem vinir, ráðgjafar og samverkamenn þeirra, enda þótt aðrir evr- ópískir landnemar óttuðustþá og hötuðu. Ég fékk virðingu fjuir hinum sænska konungi Öskari n. sem hætti við styrj- aldarfyrirætlanir gegn Noregi árið 1905 að áeggjan alþýðu í Stokkhólmi, en tók í þess stað upp samningaviðræður og lyktaði þeim með því að bandalag Svíþjóðar og Noregs leystist upp. Við mótun hinn- ar friðareinnuðu lífsskoðunar minnar varð ég einnig fyrir áhrifum frá Léf Tolstoj og Victor Hugo. Hin friðareinnaða lífsskoð- un mín er óhagganleg. En hún hefúr aldrei hindrað það að ég Ieitaði samvinnu við aðra friðarsinna og friðar- sinnuð samtök. I samtökum pasífista studdi ég ávallt hugmynd hinnar víðtækustu'®" samvinnu og víðsýni í skoð- unum varðandi málstað frið- arins. Innan félaga Samein- uðu þjóðanna, en ég er vara- formaður heimssambands þeirra, hef ég ávallt stutt hugsjón mannúðar: að í starfi Sameinuðu þjóðanna gæti meir mannúðar og samhugar. En, eins og ég sagði, starf mitt er einungis starf sáð- mannsins. Það að úthlutunar- nefnd friðarverðlauna Stalíns hefur séð sér fært að veita einnig slíku starfi í þágu friðarins viðurkenningu, enda þótt það sé unnið á þessum sérstöku sviðum og árangur- þess láti ekki mikið yfir sér, álít ég sem viðurkenningu hennar á hverskonar starfi í þágu friðarins hvar sem það fer fram. Það að mér skuli á síðast- liðnum fimm árum hafa ver- ið fæi't að taka þátt í starfi alheims friðarhreyfingarinn- ar, lít ég á sem mikinn við- burð í hinu margra ára starfi mínu til varnar friðnum. Heimurinn á í dag við hin alvarlegustu vandamál að stríða. Hin gamla pólitík hef- ur nú fengið í hendur ný vopn, kjarnorkuna, og ógnar nú tilveru alls mannkyns. Samþykki franska þingsins nýlega við endurhervæðingu .Vestur-Þýzkalands er alvar- legt áfall fyrir viðleitni —— Fimmtudagur 27. janúar manna til vemdar friði. Við slíkar aðstæður er eðli- legd: að margur hallist að þeirri skoðun að friðaröflin séu of veik til að veita mót- stöðu öflum styrjaldar og eyðingar. Á þeim 35 árum sem ég hef tekið þátt í starf- semi til verndar friði hef ég oft heyrt setningar sem þessa: „Leggið þið niður baráttu ykkar fyrir friði, þið hljótið að sjá að í þessum heimi er ekki hægt að mæta vaidi nema með valdi.“ En ef ég hagaði mér eftir þessu þá myndu r fyrsta lagi mótsetningarnar ekki leysast með því: friðsam- leg lausn þeirra yrði einung- is enn erfiðari. I öðru lagi, þeim mun meir sem valdbeit- ingartæki liaugast upp, þeim mun hörmulegri afleiðingar hefur beiting þeirra, (vopna). 1 þriðja lagi, ef ég, og at- kvæðamiklir baráttumenn fyr- ir málstað friðarins, hyrfum fi'á málstað okkar og gengj- urn í lið stríðsæsingamanna og valdbeitingareeggja, þá myndu hernaðarsinnarnir hrósa sigri. Þeim myndi þá heppnast að þjappa sér sam- an í enn hættulegri klíku stjTjaldarsinna, klíku sem við erum reiðubúin að berj- ast gegn og reyna að sundra. Kæru vinir: Öfl friðarins eru ekki á undanhaldi. Þau efiast stöðugt., öllum til mik- illar hamingju: — getum við sagt. Að öðrum kosti væi'i allt tapað. Öfl fi’iðarins, og ein- ungis þau, geta leyst það vandamál hversu örðugt sem það annars reynist. Eflum málstað fi'iðarins, berjumst f^TÍr framkvæmd hugsjóna friðar og vináttu. 1 því er von okkar, þar við liggur framtíð og liamingja barna okkar. Að lokum ætla ég að segja ykkur af mynd sem ég sá í æsku og enn stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum. 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (7 Hún var sem slík ekki svo mjög frumleg. Verið getur að helzti sérkennileiki hennar liggi fyrst og fremst í því að ég hef aldrei gleyrnt henni. Styrjöld hafði skollið á og herlið fór yfir landamæri ná- grannai'íkis. En hermennimir urðu furðu lostnir er þeir mættu engum óvini. Þeir höfðu þegar lagt um tug kiló- metra að baki er þeir heyrðu söng úr fjareka, söng er þeir könnuðust við, angurværan söng um náttúruna., heimilið og átthagana. Og brátt komu þeir auga á fólk, konur, karla og börn í fögrum búningum. Allt þetta fólk kom til móts við þá með söng og blómum. Nokkrir karlmannanna og kvennanna bái'u reifabörn á handlegg sér. Ég man eftir einum stað í þessum söng er háar og silfurskærar raddir kvennanna runnu saman í fagran samhljóm. Ég hef og heyi't þetta nú í mörgum . verkum. Hjarta mitt fylltist gleði yfir hinni miklu fegurð lífsins, yfir hinu mikla afli sem með manninum býr. Og hjarta hermannanna viknaði undir vígklæðunum. Nokkur riffilskot heyrðust, en brátt tóku allir að syngja saman, og styi’jöldinni lauk. Allt varð svo sem það var áður en hún hófst..... Þessi mynd hefur aukið mér þor i fjölmörgum erfið- leikum. En einni spurningu lætur hún ósvarað: Hver er sú þjóð sem hefur til að bera þá óhvikulu trú á lífið, þá dirfsku og það hugrekki sem þarf til að sigra illt með góðu? En þetta vandamál hefur nú þegar tekið að skýrast fyrir mér. Kæru vinir: Enn þá einu sinni læt ég í ljós hjartan- legt þakklæti mitt fyrir allt það sem gert hefur mér þenn- an dag ógleymanlega fagran. Jón Eyþórsson sextugur Fyrir 60 árum í dag fæddist Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur á Þingeyrum norður. Hann varð stúdent 1917. Las veðui'- fræði og náttúrufræði við Hafnarháskóla og síðan vcð- urfræði og jarðeðlisfræði í Jón Eyþórsson Oslo og lauk cand. mag. prófi þar. Árin 1921-’26 vann hann sem veðurfræðingur við veð- urstofuna í Bergen, en árið 1926 gerðizt hann veðurfræð- ingur hjá Veðui'stofunni hér og hefur verið það síðan. Ann- að aðalstarf hans og áhuga- mál hefur verið jöklarann- sóknir og hefur hann haft með höndum samfelldar mæl- ingar á breytingum skriðjökla hér á landi í aldarfjórðung, eða síðan 1930. Eru það fyretu samfelldu rannsóknirn- ar á íslenzkum jöklum. Árið 1936 annaðist hann undirbún- ing Vatnajökulsleiðangursins og var fararetjóri ásamt. próf. Ahlmann. Og 1950 lagði hann aftur til atlögu við Vatnajök- ul og undirbjó og stjórnaði íslenzk-franzka leiðangrinum er mældi með bergmálsmælum landið undir Vatnajökli og gerði síðan landslagskort af landinu undir jöklinum. Sama ár var hann helzti hvatamað- ur að stofnun Jöklarann- sóknafélags íslands og hefur verið formaður þess síðan og ritstjóri Jökuls, tímarits þess. Auk þess hefur hann með höndum athuganir á ísreki í hafinu norðan íslands. Hefur Jón Eyþórsson því valið sér ærið verkefni í þessu mesta jöklalandi álfunnar. — Hefur hann skrifað margt ritgerða um þessi efni, auk annars, svo sem þiággja bóka um fjalla- ferðir í félagi við Pálma Hann- esson rektor. Þá hefur hana Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.