Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 4
| *■■■■■■■■•■•■■••■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• 4) — í>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. janúar 1955 Safít er að þegar fálkinn hefur dr-epið rjúpur sér til mat- ar cg' rífur í sig hið gómsæta kjot’j ? elú hann upp vein mikið er h|injj kemur að hjartanu, og‘er sagt að þá fyrst átti haniifsig. á þvi að rjúpan er háífsystir hans, og veinar þá af sárnvizkubiti. En þetta er aðeins stundar- iðiun en ekki varanlegt aftur- hvarf, og hann er áfram sami ráníuglinn, sem heldur áfram að .drepa rjúpuna. Hér á landi er flokkur, sem valið hefur þennan ránfugl sem tákn flokks síns, og er slíkt vel tii fundið. Hver elskar sér líkt. Nú hafa þeir sjálfsögðu hlutir gerzt hér undanfarið að frost- hörkur miklar hafa gengið yfir landið, og hafa þeir sem hýrast verða í grenjum þeim sem íhaldsránfuglinn kallar íbúðir: bröggunum, fengið grimmilega að gjalda amlóðaskapar íhalds- meirihlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur, þar sem í fjölda bragga hefur ríkt hartnær neyðarástand vegna kulda. En íhaldsmeirihlutinn hefur ekki rekið upp vein og sízt af öllu vegna samvizkubits, en það er eins og hann hafi rumsk- að svolítið, eins og sofandi dýr sem vaknar við óværð og klór- ar sér, en sofnar svo aftur. Qg það kom sannarlega ekki til af góðu að hann rumskaði. í>að var aðeins af hræðslu við réttíátan dóm vegna þess glæps að láta konur, börn og gamal- menni hafast við í bröggum Og hann brást illa við þegar leitað var aðstoðar handa þeim sem erfiðast áttu, og þannig og ekki öðruvísi getur íhald brugð- þórSuf ffTcitiJOn GrcUugotu 3, íiiur 60360. Snjóbaxur Skíðabuxur á börn og fullorðna og all- ar aðrar tegundir af síðbux- um úr vönduðum og góðum ullarefnum. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. : Otsalan j stendur yfir í aðeins 2 daga j ennþá. Kattabúðin HULD, | Kirkjuhvolt— Sími 3660. • i Nei, það er ekki sem þið hyggið: þetta er ekld bráðabirgðaskýli landkönnuða á norðurskaut- inu. Þvert á móti: þetta eru ,,varanlegar“ íbúði r barna og gamalmenna í höfuðborg menning- arlandsins fslands á stjórnarárum Gunnars Thoroddsens og lagsbræðra hans. izt við neyðarkalli þeirra sem erfitt eiga. Það gerðist sem sagt ekkert óvænt. „Borgar- stjóri kvað þetta mál viðkvæmt mjög“, segir Morgunblaðið. Jæja, eru nú braggarnir farn- ir að fara í fínu taugarnar á borgarstjóranum. Morgunblaðið segir ennfrem- ur: „Sagði Jóh. (þ. e. Jóhann Hafstein) að það hlyti að verða mikils verðast að losna við braggana." Sami Jóh. Hafstein sagði Hka á Alþingi 18. nóv. s.l. að það hefði ekki nokkra þýðingu að samþykkja frum- varp tveggja sósíalistaþing- manna um lausn húsnæðisvand- ræða braggabúa. Það hefur að- eins vantað kjarkinn til að^ segja það á bæjarstjórnarfund- inum um daginn að það væri þýðingarlaust að gera nokkuð. Okkur reynast skjóllítil glam- uryrði sem slík að það sé mik- ilsverðast að losna úr bröggun- um. Okkur er mikils verðast að losna við þá raunverulega. Það er ekki nóg að æpa: Bær- inn ætlar að byggja yfir braggabúana! Fyrir kosning- arnar s.l. vetur var æpt: „Út- rýma sem fyrst braggaibúðum og öðru lélegu húsnæði og greiða sérstaklega fyrir því að það fólk sem þar býr komist í betra húsnæði." Síðan er liðið heilt ár og hvað hefur verið gert? Jú vegna þess að þið sem sagt voruð neyddir til þess, hef- ur verið byrjað á hinum svo- kölluðu raðhúsum, 45 íbúðum, og þar að auki eiga þau mjög langt í land að verða íbúðar- hæf. Svo er hitt önnur saga hvort það verður ekki líka svikið að láta braggabúa hafa þessi hús, a. m. k. fyrirfinnast nú þegar menn sem segjast hafa loforð fyrir íbúðum þar, menn sem aldrei hafa í bragga að annað lélegt húsnæði kom- ið, og eru ekki á flæðiskeri staddir í húsnæðismálum, en eru kannski í Sjálfstæðisflokkn- um og kannski er það nóg? Það var í upphafi látið heita svo að þessi hús væru byggð handa herskálabúum. Þess- vegna er það skilýrðislaus krafa þeirra að þau verði veitt þeim undanbragðalaust og með þeim skilmálum sem ekki eru of- vaxnir fjárhagslegri getu þeirra. En hvenær er búið að tæma braggana með svona háttalagi? Fjörutíu og fimm íbúðir sem kannski verða tilbúnar tveim- ur árum eftir að ráðgert var að byggja þær, og 542 bragga- íbúðir, upplýsir Jóhann Haf- stein á Alþingi, 18. nóv. s.l. að séu í notkun, og sú tala er víst frekar of lág en of há. Svo geta sérfræðingar íhaldsins FINNST ykkur það ekki lygi- legt að í svo til nýju hverfi í höfuðstað landsins á miðri tuttugustu öld, skuli vatns- skorturinn vera svo geigvæn- legur, að vatn hverfur á há- degi og kemur ekki aftur fyrr en einhvem tíma eftir mið- nætti. Það er dreitill í krön- um á morgnana og hægt með sæmilegu móti að láta renna í potta og könnur til þess að bjarga sér yfir daginn. Oft hefur þetta verið slæmt hér á Háteigsveginum, en í kulda- kastinu um daginn keyrði þó um þverbak. Og kvörtunum svaraði vatnsveitan með þeim orðum að fólk léti renna svo mikið vatn til þess að ekki frysi í pípunum og af því stafaði vatnsleysið. Þetta gat ef til vill staðizt, en því var þá ekki vatnslaust í næstu götum? Ekki var frostið minna við Flókagötuna. Og í reikningslist spreytt sig á að reikna hvenær búið er að tæma braggana með sama fram- kvæmdahraða. Hítt hvorki geta þeir né vilja reikna út hvaða tjón bragga- vistin. er þá búin að vinna á heilsu kvenna, barna og gam- almenna. Heldur ekki hvaða tjón hún er búin að vinna á sálarlífi barna og unglinga sem dæmd eru til braggavistar. Ég held að borgarstjórinn se’m var að tala um viðkvæm mál í sambandi við braggana ætti að kynna sér þá hlið þessa máls, sem er ekki þýðingarlítil. Kannski hérna væri verk- þegar hann fór að hlána var þessi afsökun úr sögunni en ekki vatnsleysið. Að vísu leið einn sunnudagur svo að vatn hvarf aldrei til fulls úr kjall- aranum og bjartsýnin sem aldrei lætur á sér standa lýsti sér í því að maður tók ekkert vatn frá á mánudag og hélt að þíðan hefði kinpt þessu í lag. En nei, ónei. Aldrei hefur verið vatnslaus- ari dagur en þessi rigningar- mánudagur. Ekki kominn dropi í kjallarann um mið- nættið! Hvers á Háteigsveg- urinn að gjalda? FÓSTRA skrifar: — „Kæri Bæjarpóstur. — Mig langar til að biðja þig fyrir kvörtun í sambandi við akstur bílazina á götunum. Nú um daginn vorum við nokkrar fóstrur í gönguferð með börnin okkar, fjörutíu og sex talsins, og Vatnsleysi í frosti — Vatnsleysi í þíðu — Hvað veldur? — ökuníðingar — Öafsakanlegur akstur efni fyrir „sálfræðing“ íhaldsins að kynna sér hvað íhaldið vinn- ur mikið tjón á sálarlífi barna með því að láta þau búa í bröggum, því það er staðreynd sem ekki þýðir að mæla í móti, að braggabörnin verða fyrir að- kasti barna og jafnvel fullorð- inna, fyrir þá sök að þau eiga heima í bragga. Fyrir tveimur árum byrjaði sex ára .gamall drengur sína fyrstu skóiagöngu í tíma- kennslu. Hann átti þá heima í bragga. Fyrstu tvo dagana var hann samferðá telpu á sama aldri sem átti heima í húsi rétt hjá, en á þriðja degi þegar drengurinn ætlaði að verða samferða telpunni úr skólanum, sagði hún: „Hún mamma sagði að ég ætti ekki að vera sam- ferða þér, af því þú átt heima í bragga“. Fjölskylda teípunnar er hátt- sett í innsta hring Sjálfstæðis- flokksins. Það þarf ekki sál- fræðing til að sjá hvað svona getur verið hættulegt, hve djúp spor svona atvik og önnur svip- uð hafa á sálarlíf bamanna. Hefur þetta nokkurn tíma snert yðar viðkvæmu taugar, herra borgarstjóri? Á laugardaginn var er Vísir látinn birta forystugrein um útrýmingu bragganna. Það er aðeins samsafn . innantómra slagorða um að það verði að út- rýma bröggunum, en samt sem áður smásýnishorn þess, að í- haldsránfuglinn hefur rumskað. En íhaldið gerir ekki neitt í málefnum braggabúa fyrr en það má til, ekki fyrr en það þorir ekki annað en gera eitt- hvað, Það gerir ekkert fvrir þá af öðrum hvötum, það hræðist dóm almenningsálitsins, sem er að snúast meir og meir á sveif með okkur. Og fleiri og fleiri munu snúast til liðs við okkur og halda áfram baráttunni þangað til þessi smánarblettur er þurrkaður burt. I. B. f. G. eins og gefur að skilja þarf slíkur hópur mikið eftirlit og yfirleitt eru vegfarendur og bílstjórar skilningsgóðir á seinagang svona ferðalaga. En í þetta sinn ofbauð okkur alveg framkoma sumra bíl- stjóranna. Þeir létu sér ekki muna um að keyra inn í miðjan krakkahópinn meðan hann var að fara yfir götu og kom þetta fyrir oftar en einu sinni á þessu stutta ferðalagi. Þó stóð ein okkar á miðri göt- unni meðan á yfirferðinni stóð, en það dugði ekki til. Ökumönnunum lá svo mikið á að þeir óku beint á hópinn svo að hver átti fótum f jör að launa, og það var ekki þeim að þakka að ekki skyldi slys hljótast af. Eg fæ ekki skilið að bílstjórunum liggi svo mik- ið á að komast leiðar sinnar að þeir þurfi að aka eins og hrottar. Fyrir jólin urðum við oftar en einu sinni fyrir þessu, en þá afsökuðum við það með jólaönnum bílstjór- anna, en nú er svona fram- koma óafsakanleg. Og réttast væri að taka upp númer þeirra bílstjóra sem aka svona fantalega og birta þau. — Ef til vill yrði það til þess að ökuníðingunum fækkaði. — Fóstra“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.