Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 12
Ferðcsskrlistolcs rákisins undir- býr þrjór ferðir til útlanda í vor 2 NorSurlandaferSir, 2 fil SuSur-Evrópu og eina fil íslendingabyggSa i Kanada Ferðaskrifstofa ríkisins hefur undirbúið fimm hópferð- ir til útlanda á komandi vori og sumri. Em 2 til Norður- landa, 2 til Suöur-Evi'ópu og 1 til Ameríku, um íslend- ingabyggðir í Kanada. Ferðaskrifstofan hefur á undanförnum árum skipu- lagt nokkrar slíkar ferðir er notið hafa almennra vin- sælda og aukinnar þátttöku og hafa þegar borizt fyrir- spumir um væntanlegar ferðir í ár. Ferðaskrifstofa ríkisins skipu- leggur ferðir sínar erlendis sjálf, þannig að hún lætur ekki einhverja erlenda ferða- skrifstofu semja um alla ferð- ina, heldur koma íslenzku hóp- arnir fram sem sjálfstæður ís- lenzkur aðili í hverju landi. Á undanförnum árum hefur Ferða skrifstofan öðlazt haldgóða reynzlu í þessum ferðum enda vinsældir ferðanna vaxið. Far- arstjórar hafa verið og verða íslenzkir. Leiðin í fyrra Þorleifur Þórðarson ræddi við blaðamenn i gær. Fórust honum orð á þessa leið: Á sl. ári voru, auk ferða til nágrannalandanna, skipulagð- ar ferðir um meginland Evr- ópu. Feðast var með íslenzk- um farartækjum, undir stjórn íslenzkra manna. Leiðin sem farin var, var í aðalatriðum, sem hér segir: Reykjavík, Ed- inborg (Leith), Kaupmanna- höfn, Hamborg, Köln, Heidel- berg, Basel, Ziirich, Montrea- ux, Genf, Simplon, Stresa, Míl- anó, Geneva, Monte Carlo, Nissa, Cannés, Grenoble, Par- ís, Reykjavík. Ferðast var með skipi til Kaupmannahafnar, þá með ágætum íslenzkum bifreiðum, um meginlandið, til Parísar. Tveir ferðamannaflokkar tóku þátt í ferðalögum þess- um, undir leiðsögn íslenzkra fararstjóra. Sá fyrri hóf meg- inlandsferðina í Kaupmanna- höfn, hinn síðari í París, en Kirkjnsöngor á Áknreyri Einar Sturluson söngvari hefur undanfarnar 3 vikur dvalið á Akureyri við þjálfun kirkjukórsins þar. Á fimmtudaginn kemur held- ur kórinn samsöng í kirkjunni á Akureyri. Einar Sturluson starfar nú á vegum Kirkjukórasambandsins og mun næst fara til Akraness. Ingólfur Runólfs- son, kennari á Akranesi, látinn Akranesi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Ingólfur Runólfsson, kennari, lézt hér í sjúkrahúsinu í fyrri- nótt. Ingólfur var um eitt skeið einn af forystumönnum sósíal- ista hér á Akranesi og átti sæti í bæjarstjórn kjörtimabilið 1946—50. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. þangað kom hann með flug- vél, sem fyrri flokkurinn flaug með til íslands. Síðari ferða- mannahópurinn ferðaðist nú með bifreiðum suður til Mið- jarðariiafástranda, og þaðan norður (Evrópu, til Kaup- mannahafnar, og sigldi með ms. Gullfossi um Leith til Reykjavíkur. Farartækin fullnýtt Með því að skipuleggja ferðirnar þannig, voru farar- tækin notuð fram og til baka, og nýttust til hins ýtrasta. En það, að farartæki nýtist að fullu, er afgerandi atriði í viðleitni Ferðáskrifstofu rík- isins, og gerir ferðimar bæði hagkvæmari og ódýrari fyrir ferðafólkið. Ferðir þessar, sem vom þær fyrstu skipulagðar eins og að framan segir þóttu takast vel. Ferðafólkið var ánægt, skemmti sér, kynntist löndum og þjóðum og naut margs. Hver dagur hafði upp á mikið að bjóða, fegurð og furðuverk. Það eina sem skyggði á, var að dagarnir 18 sem til umráða vom á megin- landinu, voru alltof fljótir að líða. Islandskynning — útvarps- ávörp — fræðslurit En ferðir þessar voru eklci aðeins skemmti- og kynnisferð- ir ferðafólksins, þær vom einn- ig Islandskynning. Ferðafólkið frá svo norðlægu landi, og langferðabifreiðin, sem bar ein- kenni Islands, vöktu hvarvetna athygli. Fyrir milligöngu inn- lendra og erlendra sendifull- trúa, var fararstjómm og öðr- Framhald á 3. síðu. Skólastjóri Eyjabúa um- gengstsann- leikann Umgengni manna hér á landi um eigin híbýli og á almannafæri hefur batnað mjög á síðustu ámm, og nú orðið yfirieitt litið á þá sem gera sig bera að miklum sóðaskap sem brjóstumkenn- anlega menn. Þorsteinn Víglundsson skólastjóri í Vestmannaeyj- um lét í gærkvöld útvarps- hlustendum landsins í té vitneskju um hvernig hann umgengst sannleikann. Sagði hann þar að vegna deilu sjómanna og útgerðarmanna hefði enn ekkert verið ró- ið í Vestmannaeyjum á þessu ári! Sannleikurinn er hinsveg- ar sá að samningarnir um fiskverðið ganga ekki úr * gildi fyrr en um næstu mán- aðamót. Sjómanna vegna hefði því verið hægt að róa þar hvern einasta dag til þessa — ef útgerðamenn hefðu ekki sett á róðrabann! Eftir kvöldstundina í gær vita menn að skólastjórinn Þorsteinn Víglundsson kýs frekar að þjóna atvinnurek- endum en sannleikanum. 1ÓÐV1UINN Fimmtudagur 27. janúar 1955 — 20. árgangur — 21. tölublað Dr. Skúli Guðjónsson pró- fessor í Árósum lófinn Dr. Skúli V. Guðjónsson prófessor viö háskólann í Ár- ósum lézt í fyrradag. Skúli Guðjónsson var fæddur í Vatnskoti á Hegranesi 26. nóv. 1895 og því á 60. aldursári er hann lézt. Hann varð stúdent 1917. Lauk embættisprófi í lækn- isfræði við Háskóla íslands 1923. Þýzkt læknapróf tók hann í Berlín 1924 og gegndi síðan læknisstörfum í Danmörku, enda jlgii! í>'< V /' ' • • >t þótt hann tæki ekki danskt emb- ættispróf í læknisfræði fyrr en 1931. Árið 1938 gerðist hann kenn- ari í heilsufræði við framhalds- nám hjúkrunarkvenna í Árósum og árið eftir prófessor við Árósa- háskóla í manneldisfræði og heilsuvísindum og gegndi því starfi til dauðadags. Dr. Skúli Guðjónsson naut mikils álits og var víðkunnur fyrir rannsóknir í fræðigrein sinni og gegndi mörgum mikil- vægum læknisstörfum. Fyrst starfaði hann sem kandidat, m. a. við ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn og aðstoðarlæknir í Sönderborg. Árin 1926—29 var hann aðstoðarmaður við heil- brigðisrannsóknir í Hafnarhá- skóla og jafnframt yfirmaður Otto Mönsteds smjörlíkisverk- smiðjanna. Árið 1931 gerðist hann umsjónarmaður vítamín- rannsóknastofu og heibrigðis- rannsóknarstofu danska ríkisins í Kaupmannahöfn. Sama ár varð hann ráðunautur verksmiðju- og atvinnueftirlitsins danska varð- andi atvinnuheilsufráeði og yfir- læknir þeirrar stofnunar 1933 og næstu ár, ennfremur ráðu- nautur slysatrygginganna dönsku varðandi atvinnusjúkdóma. Dr. Skúli Guðjónsson var full- trúi Dana á ráðstefnum í mörg- um löndum átti sæti í mörgum vísindalegum nefndum og hlaut ýmiskonar viðurkenningu frá háskólum og vísindafélögum. Hann skrifaði fjölda vísindarit- gerða, m. a. í ýmsar alfræðibæk- ur. — Dr. Skúli Guðjónsson var þríkvæntur. Fyrri konur hans voru báðar íslenzkar, en sú þriðja dönsk og eignuðust þau þrjár dætur. Verkamenn og atvinnurekend- ur í Eyjum hafa gert samninga oð jbvi tilskildu oð rikisstjórnin standi viS loforS sitt frá 1952 um mjólkurverSiS Sanmingar hafa nú tekizt milli Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Vinnuveitendafélagsins par um kaup og kjör verkamanna — að pví tilskyldu að ríkisstjórnin standi við loforð sitt frá 1952 um rétt mjólkurverð í V estmanndeyjum. Samningaumræðurnar milli fulltrúa verkamanna og at- vinnurekenda í Eyjum báru þann árangur í gær að sam- komulag var undirritað með þeim fyrirvara að ríkisstjórnin efni loforð sitt frá 1952 um mjólkurverðið. Ráðherrafundur um orðheldni Verkamenn sneru sér til Al- þýðusambandsstjórnarinnar í gær og báðu hana að ræða þetta við ríkisstjórnina. Lagði hún málið fyrir landbúnaðar- ráðherra, sem tók nú líklega í það að ríkisstjórnin efndi nú loks á þessu ári þetta loforð sitt. Heldur ríkisstjómin fund um málið í dag. Hækki kaup í Reykjavík 1 þessu samkomulagi skuld- binda verkamenn í Eyjum sig til þess að segja ekki upp samningum fyrr en í sumar, og atvinnurekendur skuldbinda sig jafnframt til þess að ef kaup- hækkanir verða hjá verka- mönnum í Reykjavík á þessum tíma skuli þeir greiða verka- möimum í Vestmanaeyjum sama kaup og verkamenn í Reykjavík fá. Þrennskonar mjólkurverð Rikisstjórnin hefur alla tíð síðan desember-samkomulagið var gert 1952 svikið Vest- mannaeyinga um rétt mjólkur- verð, eða 2.70 kr. lítrann. Algengasta verðið á mjólk í Eyjum hefur verið kr. 2.85, en annars hefur verðið verið þrennskonar. Bæjarbúið selur mjólkina á kr. 2.70. Mjólk sem flutt var úr landi var áður kr. 3.00, en var lækkuð niður í kr. 2.85. Einstakir bændur í Eyj- um hafa hinsvegar haldið sig við þriggja kr. verðið. | Af 9 millj. kr. | gjaldeyristekj- j umkomaðeins I áaðramillj. I fram . Þegar stjórn Ferðamála- : félagsins ræddi við blaða- : menn skýrði hún frá því að | gjaldeyristekjur af komu : ferðamanna til landsins ■ : 1953 myndu verða 9 millj. | kr., og töldu þeir það hóf- : lega og áreiðanlega áætlun, : en það ár komu 6 þús. er- ■iendra ferðamanna til lands- ■ : ins. ■ Jafnframt skýrðu þeir frá ■ að til bankanna hefðu ekki ■ j komið beint nema eitthvað ■ á aðra millj. kr. af þessari |upphæð. : I sambandi við þetta er : þess að geta að mikill hluti : hinnar áætluðu upphæðar er j innifalinn í fargjöldum, en j skipa- og flugfélög munu : hafa heimild til að ráðstafa • ■ slíkum gjaídeyri verulega I sjálf. • Talið er að raunveruleg- • ar gjaldeyristekjur af komu | ferðamanna hafi a.m.k. orð- ■ ið eins og forstjóri Ferða- : skrifstofunnar áætlaði, en j sá hlutinn sem ekki kemur : fram hefur hinsvegar verið j seldur á svörtum markaði. j Mun það ekki fátítt að ís- j lendingar séu á höttum eftir ! erlendum ferðamönnum til ■ j að kaupa af þeim gjaldeyri j — fyrir hærra verð en hið j skráða gengi. ■ 1 þessu sambandi má [ ■ minna á að Islendingur sem | ætlar að ferðast til annarra • landa sem venjulegur ferða- j maður verður að greiða 26% j af þeim gjaldeyri er hann j fær í ferðaskatt til ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.