Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (S Stjórn USA höfðor mól eftlr lagaókvæði föllnu úr gildi MálshöfSun gerð fil að hœgt verSi að dœma menn fvívegis fyrir sömu sakir! Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn manni fyrir þær einu sakir, að hann er félagi í stjórnmálaflokki sem er í andstöðu við hina allsráðandi tvo stóru flokka og er það í fyrsta sinn í sögu Banda- ríkjanna að það eitt er talið refsivert. Málið er höfðað gegn þekktum svertingjaleiðtoga í Chicago, Claude Lightfoot, sem er einnig ritari deildar kommúnistaflokks- ins í fylkinu Illinois. Mólshöfðunin er byggð á einu • . landaríkin sek un íhlutun Framhald af 1. síðu. ekki falla þar frá neinu því sem hún teldi rétt sinn. Sögufölsun, segir Attlee Attlee kvað staðhæfingar Ed- ens um sérstöðu Taivan stangast við sögulegar staðreyndir. Eyj- an hefði verið hluti af Kína þangað til Japanir - tóku hana með ofbeldi um síðustu aldamót. Á styrjaldarárunum hefðu Churchill og Roosevelt lýst yfir að hana bæri að teija hluta af Kína og sú yfirlýsing hefði verið ítrekuð í stríðslok eftir uppgjöf Japana. Eden neitaði að svara afdrátt- arlau'st ítrekuðum fyrirspurnum Verkamannaflokksþingmanna um hvort brezka stjórnin væri ailt í einu hætt að álíta Taivan hluta af Kína. „J>etta er einhver sú alversta máláflækja sem ég hef haft kynni af á alþjóðavett- vangi“, sagði ’hanrf að lokum. Fellt að takmarka aðgerðir við Taivan Á sameiginlegum fundi utan- ríkismálanefndar og landvarna- nefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings í gær var samþykkt ályktunartillaga um að heimila Eisenhower að beita hervaldi til að halda Taivan, Takistueyjun- um „og svæðum sem þeim til- heyra“. Samþykktin var gerð með 27 atkv. gegn tveimur. Felldar voru tvær breytingar- tillögur frá demókrötum. Önnur var um það að láta heimildina aðeins ná til Taivan og Takistu- eyja en undanskilja með öllu Kvimoj, Matsu og aðrar eyjar uppi í landsteinum Kína, sem enn eru á valdi Sjang Kaiséks. Hin var um að leita heimildar SÞ til allra aðgerða. 4 flugvélasklp Útvarpið í Peking skýrði frá því í gær að öll herskip sjöunda flota Bandaríkjanna væru nú komin undir Kínastrendur frá höfnum í Japan, á Filippseyjum og víðar. f flotanum eru fjögur flugvélaskip, þrjú beitiskip, tvær sveitir tundurspilla og fjöldi smærri skipa. Bandarískar flug- vélar hafa verið á sífelldu flugi yfir Tasjeneyjunum, þar sem barizt var í síðustu viku. Kín- verska þjóðin er hvergi hrædd og efast ekki um að henni takist að lokum að frelsa Taivan, sagði í útvarpssendingunni. ákvæði í hinum svonefndu Smith-lögum, sem á síðasta Bandaríkjaþingi var skýrt og skorinort numið úr gildi með nýrri lagasetningu, þar sem tekið var beinlínis fram, að það eitt að vera félagi í kommúnista- flokknum sé ekki saknæmt né refsivert athæfi. Þeir dómar sem hingað til hafa verið kveðnir upp yfir leiðtogum bandarískra kommún- ista hafa verið byggðir á fyrsta kafla Smith-laganna. Lögiri voru samþykkt á þingi' 4rið 1940 ög var þar ákveðið að dæma mætti menn í 10 ára fangelsi og 10.000 dollara sekt fyrir, ,;samsæri um að boða kenningar um að steypa Bandaríkjastjórn af stóli með valdi“. Dómamir yfir leiðtogum kommúnista hafa verið kveðnir upp á þeirri forsendu að þeir hafi „gert samsæri“ um að breiða út kenningar Marx og Leníns, sem dómstólarnir hafa lagt út á skráxinnar, að engan mann megi neyða til að bera vitni gegn sjálfum sér. 1954 felldi þingið við af- greiðslu Humphrey-Butler-lag- anna um skrásetningu kommún- ista sem „erlendra erindreka“ á- kvæ.ði, þar sem þátttaka í flokkn- um var gerð refsiverð. Tvær máíshöfðanir fyrir sama verknað Verði Lightfpot dæmdur, þýðir, það að grundvallarreglur réttar- fars eru úr *sögunni í Bandaríkj- unum. Þá mun Bandaríkjastjórn geta gert alvöru úr þeirri fyrir- ætlun sinni að höfða mál á nýjan leik gegn þeim leiðtogum komm- upis.ta;! sem , þ'egar hafa. yerið dæmdjr. - Þái.ýrði máisiiöfðunin byggð á öðrum kafla Smith-iag- anna. Þegar þeir ,þafa . afplánað refsingu fyrir „samsæri um að boða kenningar um að steypa Bandaríkjastjórn af stóli með valdi“ má dæma þá aftur í allt að 10 ára fangelsi fyrir að vera í samtökum sem stefna að því að „steypa Bandarikjastjórn af stóli með valdi“. Ein slík málshöfðun er þegar fyrir dómstólunum. Það er máls- höfðunin gegn verkalýðsleiðtog- anum Irving Potash, sem var ný- lega látinn laus, en þegar var fangelsaður aftur. a r Irvivg Potash þá leið, pð í þeim. felist hvöt, til að steypa Bandaríkjastjóm af stóli með valdi. Ákvæði, sem tvívegis hefur verið fellt úr gildi í öðrum kafla Smith-laganna er sama réfsing ákveðin fyrir þátt töku í samtökum sem stefna að því að „steypa stjórninni af stóii með valdi". 1950 samþykkti þing- ið McCarran-lögin og þar var þessi kafli Smith-laganna num- unn úr gildi með því að taka ó- tvírætt fram, að þátttaka í kommúnistaflokknum væri ekki refsivert athæfi. Þetta var tekið fram til þess að það ákvæði McCarran-laganna að skylda flokksfélaga til að segja írá þátt- töku sinni i flokknum stangaðist ekki á við það ákvæði stjömar- Bretar og Frakkar svara Stjórnir BretlandS og Frakk- lands svöruðu í gær orðsend- ingum sovétstjórnarinnar um að Parísarsamningamir um hervæðingu Vestur-Þýzkalands séu brot á bandalagssáttmálum þessara ríkja við * Sovétríkin. Svörin höfðu ekki verið birt í gærkvöldi. í London vægir Ellefu menn komu fyrir rétt í gær út af átökunum við brezka þiughúsið í fyrrakvöld, þegar lögregla dreifði mannfjölda sem var að mótmæla hervæðingu Vestur-Þýzkalands. Mennirnir voru sakaðir um að ráðast á lög- regluna og hindra hana í starfi. Máli fjögurra mannanna var lokið. Einn fékk 45 króna sekt, annar 15 króna og tveir voru sýknaðir. Hinum var sleppt gegn tryggingu. Ekki hefur heyrzt að neinn hinna ákærðu sé sakaður um að fleygja eggi í landsuður. Verkamenn í bílaverksmiðjum Renaults, stœrsta vinnu« stað Frakklands, sjást hér á myndinni með áskorun til franska þingsins um að fella Parisarsamningana um her- vœðingu V-Þýzkalands. Áskorunin er undirrituð af nœrt öllum verkamönnum hjá Renault, enda er listinn lagigura Forsætisráðherra Suður- Airíku vili stofna lýðveldi Hefur við orð að landið kunni að yfirgef^- brezka samveldið Johannes Strydom, eftinnaSur Malans á forsætisráff-- herrastóli Suffur-Afríku, hyggst gera landiö að lýðveldi hiðfyi’sta. Segfðsilaía tekið skip ItSaðið spreitgieini á leið fil eyjariztsar Brezka nýlendustjórnin á Kýpur sakaði í gær Grikki um að smygla vopnum og sprengiefni til eyjarinnar. Mik- ill meirihluti Kýpurbúa vill sameinast Grikklandi en Bretar taka slíkt ekki í mál. Nýlendustjórnin segir að brezkur tundurspillir hafi tek- ið lítið, grískt skip rétt fyrir norðan eyna. Var farið með það til liafnar í Nicosia og reyndist farmurinn vera sprengiefni. i Bretar seg.ja að njósnarar lögreglunnár á Kýpur hafi komizt á snoðir um það fyrir skömmu að verið væri að und- irbúa smygl á vopnum og skot- færum frá grísku eyjunum til Kjipur. Skipulagðir hafi ver- ið flokkar manna til að taka á móti þessum sendingum. Hafa allmargir handteknir. menn verið Ráðherrann sagði í ræðu & gær ,fið ekki yrði um að ræðaj. góðá sambúð milli enskumæi- andi Suður-Afríkumanna og* Búa fyrr en landið hefði ver- ið gert að lýðveldi. Slíkt skreff mætti þó ekki stíga nema mö3i'> yfirgnæfandi þingmeirihlutaM Því yrði ekkert gert í málinuj. meðan núverandi þing situr. Hann kvaðst ekki viljs. segja um það að svo stöddu*. hvort Suður-Afríka ætti a(&> vera í brezka samveldinu ef.tiir að búið væri að gera landiS að lýðveldi. Um það yrði ekkfi. tekin ákvörðun fyrr en lýð— veldið væri komið á stofn. Strydom er eini forsætisráð— herrann í samveldinu sem ekkl sækir ráðstefnu starfsbræðrjv. sinna í London á næstunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.