Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 6
S>) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. janúar 1055 r lllÓÐVIUINN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7600 (3 línur). Áskriítarverð- kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Dðgsbrún Eins og* skýrt hefur verið frá verður einingarstjórn verkamanna í Dagsbrún sjálfkjörin að þessu sinni. Sundrungaöflin sem boðið hafa fram og sótt af ofur- kappi hverjar kosningar í félaginu í heilan áratug gáf- ust gjörsamlega upp nú við að bjóða fram gegn stjórn félagsins. Þetta eru ein merkustu tíðindi sem gerst hafa í verka- lýðshreyfingunni um langa hríð. Þau sýna hvorttveggja í senn: vaxandi styrkleika einingarhreyfingarinnar innan verkalýðssamtakanna og* það mikla traust sem forusta Dagsbrúnar nýtur meðal reykvískra verkamanna. Og það traust er vissulega verðskuldað. Verkamennirnir í Reykjavík vita vel hvílíkt sverð og skjöldur Dagsbrún hefur veriö og er þeim í sókn og vörn stéttarinnar á sviði hagsmunamálanna. Af .framsýni og fyrirhyggju hefur þetta sterka vígi verlcamanna verið byggt upp og það hefur ekki aðeins haft ómetanlega þýð- ingu fyrir hagsmuni og lífsbaráttu reykvískra verka- manna heldur allrar íslenzku verkalýðsstéttarinnar. * Dagsbrún hefur verið og er forustusveitin sem verkalýð- urinn um allt land hefur sett traust sitt á þegar nauðsyn- legt hefur verið að hefja sókn eða skipuleggja vörn í þágu alþýðuheimilanna. Alveg sérstaklega reyndi á styrk fé- lagsins og forustuhæfni meöan Alþýðusambandið var hernumiö af auöstéttinni og gert óvirkt sem baráttutæki hins vinnandi fólks. Það hefur verið mikil gæfa fyrir verkalýðsstéttina og verkalýðshreyfinguna í heild hve ótrauðlega verkamenn- irnir í Reykjavík hafa skipað sér um félag sitt, og hversu vel þeir hafa staðið á verði um aflgjafa þess, einingu og' samheldni stéttarinnar um þá verkalýðsmálastefnu sem gert hefur Dagsbrún að stói*veldi, gert hana að því trausta vígi verkalýðsins sem hún er í dag. Uppgjöf afturhaldsins í Dagsbrún lofar vissulega góðu um árangur þeirrar kjarabaráttu sem nú er framundan. Sjaldan eða aldrei hafa Dagsbrúnannenn sýnt það eins greinilega að þeir skilja til hlítar sigurmátt einingar sinnar og stéttarlegrar samstöðu og gildi hennar fyrir þau átök sem framundan eru. ! Róðrarbannið og Morgunblaðið Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum með bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í broddi fylkingar hafa nú haldið uppi róðrar- foanni þar í kaupstaðnum bráðum í heilan mánuð. Stærsta ver- stöð landsins er lömuð í upphafi vertíðar, en frá Vestmannaeyj- um eru venjulega gerðir út um 90 mótorbátar á vetrarvertíðinni. Þessi stöðvun útgerðarmanna í Vestmannaeyjum er því furðu- iegri þegar þess er gætt- að ekki er enn komið til deilu um líjörin á vertíðinni. Sjómannasamtökin þar höfðu að vísu sagt upp samningum en engar ráðstafanir gert til vinnustöðvunar, enda samningar ekki úr gildi fyrr en 1. febrúar n.k. Það hefur að sjálfsögðu vakið verðskuldaða athygli hversu Morgunblaðið hefur varið litlu rúmi til að útlista fyrir þjóðinni tjónið af róðrarbanni skjólstæðinga þess í Vestmannaeyjum. Tjónið af mánaðarstöðvun alls vélbátaflota Vestmannaeyja er eins og nærri má geta gífurlegt bæði fyrri sjómenn og verka- fólk og svo fyrir þjóðfélagið í heild. Og það er jafnvel ekki útilokað að það komi eitthvað við pyngju útgerðarinnar sjálfrar. En þrátt fyrir þetta heyrist ekki orð frá Morgunblaðinu og hefur það þó aldrei sparað að senda vinnandi fólki tóninn þegar það hefur neyðzt til að leggja niður vinnu til þess að knýja fram kjarabætur. En hér virðist ráða nokkru hverjir í hlut eiga. Morgunblaðið hamast gegn verkafólki í vinnudeilum en hefur ekkert misjafnt að segja um atvinnurekendur þegar þeir stöðva framleiðsluna alveg að tilefnislausu. Þannig hefur þetta verið. En nú er spumingin: Er hér um almenna breytingu á afstöðu Morgunblaðsins að ræða? Væntan- lega verður þess ekki langt að bíða að það komi fram í reynd hvort verkamenn eiga sömu hógværðixmi að mæta af húlfu •folaðsins og róðrarbannsmennimir í Vestmannaeyjum, Knowland öldungadeildarmaður (x) og bandarískir liðsforingjar í 'hópi hermanna Sjang Kaiséks á TaiUan. anaflokksins meira Lœfur striSsœsingamermina Knowland og Radford móta stefnuna gagnvart Kina 'IT'yrir réttum fimm árum, í desember 1949, flýði Sjang Kaisék með leifarnar af her sinum frá meginlandi Kína til eyjarinnar Taivan. Milli eyjar- innar og suðausturstrandar Kína er rúmlega 100 km. breitt sund. Ströndin þarna er mjög vogskorin og sker og eyjar víða skammt undan landi. Sjang skildi setulið eftir á hinum þýðingarmestu þessara eyja og lét það búast þar um. í þriggja ára borgarastyrjöld höfðu mill- jónaherir Sjangs, búnir hinum fullkomnustu vopnum frá Bandaríkjunum, verið ger- sigraðir. Um sama leyti og hann flýði til Taivan lýsti Tru- man þáverandi forseti yfir að bandarískri hernaðaraðstoð við hinn sigraða einvaldsherra Kína væri hætt og Acheson ut- anríkisráðherra gaf út mikinn doðrant, þar sem leidd voru rök að því að dugleysi og spill- ing Sjangs og stjómar hans allrar ættu sök á því, hvemíg komið væri, / T hægra armi Republikana- flokksins reis jafnskjótt upp mikið ramakvein um að það væru Acheson, Marshall fyrirrennari hans og ráðunaut- ar þeirra í Asíumálum, sem hefðu svikið Sjáng og ættu sök á sigri kínversku byltingarafi- anna. í fyrstu Jét Acheson þetta ekki á sig fá, hann fékk það meira að segja samþykjct í Þjóðaröryggisráðinu í Wash- ington í ársbyrjun 1950, að Bandaríkin skyldu ekki láta sig Taivan og frekari örlög Sjangs neinu skipta. Yfirherráðið lét það álit í ljós, að eyjan hefði enga verulega þýðingu fyrir hemaðaraðstöðu Bandaríkj- anna á Kyrrahafi vestanverðu. Utanríkisráðuneytið sendi öll- um sendiráðum Bandaríkjanna ráðleggingar uin, hvemig bregðast skyldi við þegar kín- verski herinn tæki Taivan og gengi milli bols og höfuðs á Sjang Kaisék. Skýra átti útlend- ingum frá því, að Bandarikja- stjórn teldi Taivan ekki þess virði að fórna neinu fyrir hana. Erlend t íð in di Aliar horfur voru því á að borgarastyrjöldinni í Kína yrði brátt að fullu lokið. Stefna Achesons átti sér öfl- uga andmælendur. í ráðu- neytinu var Johnson landvarna- ráðherra ákaft fylgjandi því að Taivan yrði gerð bandarísk út- varðstöð við Kínaströnd. í ut- anríkisráðuneytinu var Jolm Foster Dulles, ráðunautur Achesons í Asíumólum, sama sinnis. Sumarið 1950 heimsóttu báðir þessir menn Japan og Kóreu og skömmu síðar brauzt Kóreustríðið út. Ein afleiðing þess var að Truman breytti um stefnu gagnvart Taivan. Hann skipaði sjöunda flota Banda- ríkjanna að taka eyna á sitt vald og hindra að vopnavið- skipti ættu sér stað milli herj- anna þar og á megin- landinu. Jafnframt var hernað- araðstoð við Sjang hafin á ný og Mac Arthur, yfirhershöfðingi í Kóteu, brá sér í heimsókn til skrafs og ráðagerða. Kóreu- stríðið hafði ónýtt stefnu Ache- sons en hjálpað Johnson og Dulles til að hafa sitt mál fram. TT'itt fyrsta verk Eisenhowers eftir að hann kom til valda var að nema úr gildi fyrirskipun Trumans til sjö- unda flotans. Honum var nú falið að verja aðstöðu Sjangs á Taivan en gera ekkert til að torvelda árásir á meginlandið. Republikanar, og þá einkum Dulles, stærðu sig óspart áf því að nú hefðu þeir „sleppt Sjang lausum“ á kommúnistana. Bæði forsetinn og Dulles lýstu yfir í ræðum í kosningabaráttunni haustið 1952, að markmið þeirra væri að styðja Sjang til að leggja aftur undir sig megin- land Kína. Þessar stríðshótanir urðu til þess að stórauka óvin- sældir Bandaríkjanna um all- an heim og þó hvergi meira en í Asíu. Kólnað hefur að mun milli Bandaríkjanna annars- vegar en Indlands, Burma og Indónesíu hinsvegar. Aftur á móti eykst vinfengi þessara rikja og Kínastjórnar jafnt og þétt. Eisenhower hefur nú séð að við svo búið má ekki standa. Fyrirskipunin um að „sleppa Sjang lausum“ var gef- in til að gera stríðssinnana í Republikanaflokknum, menn eins og Knowland og McCarthy,. ánægða. Það tókst þó ekki nema að litlu leyti, en verra var fró sjónarmiði Bandaríkja- stjórnar að íyrirskipunin 1 olli vaxandi tortryggni hlutlausu ríkjanna í Asíu í garð Banda- ríkjanna. Eisenhower hefur því brugðið á nýtt ráð. Iiann hefur lýst yfir að stjórn hans vilji að SÞ komi á vopnahléi við Taivan, sú uppástunga á að ganga í augun á þjóðum heims- ins og sannfæra þær um frið- arvilja Bandaríkjanna. En til- lagan um vopnahlé er aðeins til að sýnast, vitað var fyrir fram að hvorki Sjang né KLna- stjórn tekur það í mál. Um nokkra framför er þó að ræða, Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.