Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 10
10) — Þ'JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. janúar 1955 Erich Maria REMAKQUE: Að elska ... ...og degja 29. dagur þaö er alveg víst. Ég er búinn aö leita á þeim flestum. Hamingjan góða, það sem þar er að sjá. HvaÖ sem hver segir, þá er þetta annað þegar konur og böm eiga í hlut, en hermenn. Komdu, við skulum fá okkur bjór einhvers staöar.“ Þeir gengu yfir Hitlerstorgið. Það bergmálaði í skón- um þeirra. „Einn dagur liðinn í viöbót,“ sagöi Böttcher. „Hvaö er hægt að gera? Bráðum er leyfið mitt búið.“ Hann opnaði dymar að drykkjukrá. Þeir settust viö borð hjá glugganum. Tjöldin vom vandlega dregin fyrir gluggana: Þaö glitti á krómið á drykkjuborðinu í hálf- rökkrinu. Böttcher virtist vera hagvanur þarna. Án þess að spyrja nokkurs kom veitingakonan með tvö glös af bjór. Hann horfði á eftir henni. Hún var feit og vagg- aði sér í mjöðmunum. Hún var ekki í lífstykki. „Hér sit ég aleinn,“ sagði hann. „Og einhvers staðar situr konan mín. Alein líka. Það vona ég að minnsta kosti. Getur þetta ekki gert mann vitlausan?“ „Ég veit ekki. Ég væri ánægður ef ég vissi með vissu að foreldrar mínir sætu einhvers staðar! Mér stæði á sama hvar.“ „Já, en það er öðm vísi með foreldra. Maður hefur ekki beinlínis þörf fyrir þá. Það er gott ef þeim líður vel og það er allt og sumt. En eiginkona —“ Þeir pöntuðu tvö bjórglös í viðbót, og tóku upp nestið sitt. Veitingakonan var á vakki kringum borðið. Hún leit á bjúgun og feitina. „Drengir, þið megið vel við una,“ sagði hún. „Já, við megum vel við una,“ svaraði Böttcher. „Við eigum dýrindis heimkomupakka með kjöti og sykri og • vitum ekki hvað við eigum að gera við hann.“ Hánn kyngdi. „Þú ert á grænni grein,‘‘ sagði hann beizklega við Gráber. „Þú getur borðað þig saddan og svo geturðu farið út og náð þér 1 mellu og gleymt raunum þínum.“ „Það gætirðu gert líka.“ Böttcher hristi höfuðið. Gráber leit undrandi á hann. Hann hafði ekki búizt við slíku trygglyndi hjá gömlum hermanni. „Þær eru of horaðar, lagsi,“ sagði Böttcher. „Það er verstur fjandinn að það getur ekki nema bústið kvenfólk komið mér til. Annað er tilgangslaust. Alveg út í bláinn. Ég gæti eins háttað hjá hrífuskafti. Bara bústið kvenfólk. Annars er ég til einskis nýtur.“ „Jæja, þarna er ein!“ Gráber benti á veitingakonuna. „Nei,' þér skjátlast!“ Böttcher varð æstur. „Það er reginmunur á, lagsi! Þarna sérðu lausa, mjúka fitu, sem maður sekkur niður í. Að vísu er þetta feit kona — en fiðursæng, ekki tvöföld fjaðradýna eins og konan mín. Á henni er allt úr járni. Herbergið hristist eins og smiðja þegar hún hreyfði sig og myndir duttu niður af veggjunum. Nei, lagsi, þú finnur ekki slíkan kvenmann hvar sem er á götunni:“ .it- Hann starði þögull og hugsandi fram fyrir sig. Gráber fann allt í einu fjóluilm. Harin Íeit yið. Þær uxu í potti í gluggakistunni. Það var óendánlega sætur ilmur af þeim og um leið og haim andaði að sér minntist hann alls: barnæsku, öryggis, heimilis, vona, gleymdra æskudrauma — þetta kom yfir hann eins og leifturárás og var um garð gengið þegar í stað; en hann sat eftir ringlaður og móðm’, eins og hann hefði verið að ganga gegnum djúpan snjó með þunga byrði. Hann reis á fætur. „Hvert ertu að fara?“ spurði Böttcher. „Ég veit það ekki. Eitthvað." „Ertu búinn að fara í aðalskrifstofuna?“ „Já. Þeir gáfu mér ávísun á skálavist.“ „Gott. Reyndu að komast í herbergi númer fjörutíu og átta.“ „Já.“ Böttcher horfði letilega á veitingakonuna. „Ég ætla að sitja hérna dálitla stund. Fá mér einn bjór í viðbót.“ Gráber gekk hægt eftir götunni sem lá að herskál- unum. Það var orðið kalt úti. Á gatnamótum glitti í sporvagnsteina sem lágu yfir sprengjugíg. Tungls- ljósið smeygði sér inn um opnar dyr. Hann heyrði fóta- tak sitt bergmála eins og einhver gengi í takt við hann undir gangstéttinni. Allt var mannautt, kalt og rökkvað. Herskálamir voru á hæö í útjaðri borgarinnar. Þeir voru óskemmdir. Æfingavöllurinn virtist snævi þakinn í hvítu timglsljósinu. Gráber gekk inn um hliðiö. Hon- um fannst sem leyfi sitt væri á enda. Fyrra líf hans hafði hrunið í rúst að baki hans eins og hús foreldra, hans og hann var á leið til vígstöðvanna aftur — til annaiTa vígstöðva að þessu sinni, án vopna og skotfæra, en engu hættuminni samt. 10. Það var þrem dögum síðar. Viö borðið í herbergi númer fjörutíu og átta voru fjórir menn að spila. Þeir höfðu spílað stanzlaust í tvo daga, hætt aðeins til að matast og sofa. Þrír mannanna skiptust á aö spila; hinn fjórði spilaöi látlaust. Hann hét Rummd og hafði komið heim í leyfi fyrir þrem dögum — alveg mátulega til að grafa konu sína og dóttur. Hann hafði þekkt konu sína af fæðingarbletti á mjöðminni; hún var ekki með neitt höfuð lengur. Eftir jarðarförina hafði hann kom- ið í skálana og byrjað að spila. Hami talaöi ekki við neinn. Hann sat þarna hreyfingarlaus og spilaði. Hann vann. Gráber sat við gluggann. Næstur honum var Reuter liðþjálfi með bjórflösku í annarri hendi og reifaðanj hægri fót í gluggakistúnni. Hann þjáðist af liöagigt. Herbergi fjörutíu og átta var ekki aöeins athvarf lán- lausra hermanna í leyfi, heldur einnig sjúkrastofa. Fyr-| ir aftan þá lá Feldmann vélvirki í rúminu. Hann hafðij einsett sér að bæta upp á 3 vikum þann svefn sem haimj hafði farið á mis viö á þrem stríðsárum. Hann fór ekkij úr rúminu nema til að borða. 1 „Hvar er Böttcher?“ spurði Gráber. „Ekki kominnj ennþá?“ „Hann er farinn til Haste og Iburg. Einhver lánaöi honum reiðhjól um hádegið. Nú getur hann leitað íj tveim þorpum á dag. En hann á enn eftir heila tylft. Ogj svo eru búöirnar sem flóttafólkið er í. Þær eru mörgj hundruð kílómetra í burtu. Hvemig á haiin að komast þangað?“ Glens og ganan Vinur minn, sagði hún við hann skömmu áður en þau ætluðu að gifta sig: Þegar við erum gift færð þú í hús- ið konu sem sannarlega kann. að búa til góðan mat. Eg vissi ekki að þú værir neinn snillingur í matartilbún- ingi, svaraði hann fremur fá- lega. Nei, það er ég ekki — mamma ætlar að koma. Eg verð að segja að þetta er fínn matur, sagði ungi eigin- maðurinn við matborðið einn dag. Hvernig gaztu sagt að þetta væri fínn matur? spurði móð- ir eiginkonunnar rétt á eftir undir fjögur augu. Eg sagði ekki að hann væri fínn — ég sagði að ég yrði að segja að hann væri fínn, svaraði tengdasonurinn. Eg elska þig. Þú ert yndis- legasta stúlkan í aRri veröld- inni. Þú ert innihald allra drauma minna, þú ert ljós lífs míns, þú ert fullkomnun allra vona minna, þú ert inn- blástur minn, andagift mín og frumlind. Fyrir þín skuld mundi ég berjast við dreka og ófreskjur, fyrir þín orð gæti ég lagt heiminn að fót- um mér. Viltu verða mín? Þykir þér vænt um mig? Húsgögn i baSherberginu Flestar konur gætu hugsað sér að eiga lítið snyrtiborð sem þær gætu snyrt sig við. Áður fyrr var slíkum borðum ætlað- ur staður í svefnherberginu, Karklútum sagt stríð á hendur „Eg leyfi mér að fullyrða, að ef húsmóðir sæi karklút undir smásjá með öllum þeim milljónum af bakteríum sem í honum eru — myndi hún aldrei framar nota karklút!" Þannig komst danskur lækn- ir að orði á húsmæðra þingi í Silkiborg. Hann hélt því fram að karklútar væru umfram allt bakteríudreifarar í eldhúsum og gætu í versta tilfelli orsakað eitranir. I mörgum eldhúsum eru kar- klútar notaðir til alls og bera en nú á dögum þegar herbergi eru yfirleitt notuð sem stofur vegna rúmleysis, væri hentugra að geta haft snyrtiborðið í bað- herberginu, þótt þau séu sjald- an nógu stór til þess. Venjulegt smáborð með einni skúffu er ágætt snyrtiborð. Á myndinni er sýnt hvítlakkað boið með samsvarandi koll og það lítur ágætlega út. Gott er að hafa glerplötu á borðinu sem auð- velt er að hreinsa. óþrif milli eldhúsáhalda og matvara. Réttast væri að nota alls ekki karklút og skola í staðinn búsáhöldin úr heitu vatni og setja þau til þerris, en ef húsmæður vilja ekki sjá af karklútunum verða þær að gæ'ta þess að þeir séu að minnsta kosti einu sinni á dag þvegnir úr sjóðheitu sáipuvatni og skolaðir vel. Buxur sem heimabúningur. Sumir eru enn þeirrar skoð- unar að það sé ljótt og ókven- legt að ganga í síðbuxum í heimahúsum, en þeim fækkar óðum. Lítið á búninginn á myndinni sem Henri Halphen hefur gert. Hann er hvorki ljótur né ókvenlegur. Það eru síðbuxur sem þrengjast niður. Þær eru hæfilega síðar, þ. e. ekki svo síðar að þær gangist niður í skóna. Við buxurnar er notað einlitt peysusett, sem að vísu fer alveg jafn vel við pils. Dökkir eyrnalokkar. Ljóshærðum konum fara dökkir eynialokkar mjög vel. Stórir svartir, dökkbrúnir eða dökkgrænir eyrnalokkar fara sérlega vel við ljóst hár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.