Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 1
Föstudagur 6. maí 1960 — 25. árgangur — 102. tölublað. ATHYGLI lesenda skal vakin á þvi að t'rá og með morgundegi breytist af- greiðslutími sölubúða þann- ig að lokað verður fram- vegis á laugardögum kl 12 á hádegi, Afgreiðslutímiim á l’östudögum verður ó- breybiur, opið til kl. 7. Fargjöldin hafa hækkað mis- jafnlega, einstök barnafargjöld mest eða um hvorki meira né minna en 50%. Meðalhækkun er taiin 25%, svo að hér eftir verða menn að fara með 125 krónur í stræíisvagna þar sem 100 hafa dug'að hingaðtil. Hitaveitugjöldin hækka um rúman fjórðung að meðtöldum söluskatti. •iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiim | Hitaveitan | E Gjaldskrá hitaveitunnar E = hækkar sem hér segir: E E Rúmmetri af vatni 5 E hækkar úr kr. 3,60 í 4,50. E E Mælaleiga hækkar úr E E kr. 9.00 í 12.00 á mánuði. E ~ Heimæða.gjakl hækkar E = úr ‘kr. 150.00 fyrir hverja E E 10 rúmmetra í 195.00. E Hækkanirnar nema 25%, E E en ofan á bætist 3% sölu- E E skattur, svo að hækkun- = E in verður 28%. Menn | E verða sem sagt að greiða = E 128 krónur fyrir hita- 2 E veituafnot sem hingað til 5 E hafa kostað 100 krónur. E i IM1111111111II111111111111II1111111| 11| 11111| Gullfoss fékk ó sig hnút Einn þáttur viðreisnarinnar Geir Hallgrímsson. borgarstjóri fjármála, hafði framsögu fyrir gjaldahækkununum, og í löngum og hörðum umræðum lagði ekki einn einasti flokksbróðir hans honum lið, sem ekki hefði þó veitt af. Geir kvað hækkanirnar nauð- synlegar vegna gengisiækkunar- innar og söluskattsins, sem hann kallaði viðreisnarráðstafanir rík- isstjórnarinnar. Er gert ráð fyrir að viðreisnin valdi strætisvögn- unum auknum útgjöldum sem nema 5,2 millj. kr. og hitaveit- unni 5.05 milij. kr. útgjaldahækk- un. Allt skal hækka, ncma kaupið Guðmundur Vigfússon, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, tók til máls næstur á eftir Geir, og kvað blessun viðreisnarinnar enn vera að sýna sig. Flokkarn- ir sem í sameiningu stjórna ríki og bæ hafa fastráðið að allt skuli hækka. nema kaup laun- þega. Þar hafa þeir slitið vísi- töluna úr sambandi og krefj- ast þess að aimenningur taeri óðadýrtíð bótaiaust. Sé greitt af söluskatti Guðmundur kvaðst telja það alranga stefnu sem Geir iýsti yfir, að fyrirtæki eins og strætisvagnarnir ættu undan- tekningarlaust að selja þjónustu sína fuliu verði. Taka bæri til- Framhald á 9'. siðu Halldór og Auður Laxness ásamt dætrum sínuin Sigríði (»i.v.) og Guðnýju um borð í GuII- fossi I gærmorgun. (Ljósm.: Þjóðviljinn A.K.) kominn heim nýja bók Mormónasagan „Paradísarheimt64 er væntanleg í haust Fyrsta sumarferð Gullfoss færði heim Halldór Kiljan Laxness, frú Auöi og dæturnar Sigríði og Guðnýju. Fjöl- skyldan hefur haft vetursetu suöur í Sviss. Halldór var hress í bragði að vanda, þegar fréttamaður Þjóðviljans hitti hann um borð í Gullfossi í gærmorgun. Telpurnar voru á þönum um þilfarið með röndóttar, loðnar skotthúfur, eins og þá sem sjá má á myndum af Davy Crockett. / —• Æ, hvað maður er nú feginn að koma heim, sagði Auður. — Hafið þið ekki haft langa útivist? — Jú, svarar Halldór, það eru víst einir níu mánuðir síð- an ég fór utan, fyrst til Ame- ríku, þar fór ég vestur á Kyrrahafsströnd, var í tíu daga í Hollywood, stanzaði í Utah og viku ’í New York í hvorri leið, Svo fór ég til Evrópu. Inaðlfur ráðherra dæíhdur til að greiða upfétagsstjára 750.000 kr.! Gerðardómur f jallar um einkemiilegt skaðabótamál Nýlega hefur Ingólfur Jónsson ráðherra veriö dæmd- ur af gerðardómi til aö greiöa Ingólfi Jónssyni kaupfé- lagsstjórp, 750.000 í skaöabætur! Þegrar Gullfoss átti eftir tvegsja klukkutíma siglingu í f.vrrinólt reið hnútur á hann miðskipa stjórnborðsmegin af svo miklu afli að borðstokkurinn beyglaðist, stoðir svignuðu og lisíinn ofan á borðstokknuin klofnaði svo að boltarnir standa berir eftir. (Ljósm. Þjóðviljinn A. K.)) Skýringin á þessum ein- kennilegu viðskiptum er sem hér segir: Gamla brúin yfir Rangá hefur verið þannig staðsett að þjóðvegurinn umj Hellu lá fyrir framan dyrnar á verzlun kaupfélagsins Þórs, sem Ingólfur Jónsson hefur veitt forstöðu. Nú er verið að gera nýja brú, og verður hún um 150 metra frá þeirri fyrri. Afleiðingin er sú að þjóðvegur- inn færist dálítið til, þannig að menn geta ekki lengur gengið heint úr bílum sínum inn á gólf í Kaupfélagi Ingólfs Jónssonar, heldur verða að taka örlítinn krók á leið sína. Þess má geta að lengi liefur verið vitað að -nýja hrúin yrði ekki höfð á sama stað og sú gamla; m.a. var það kunnugt þegar Ingólfur Jónsson kaup- félagsstjóri byggði hin nýju verzlunarhús Þórs á Hellu fyr- ir nokkrum árum. En af þessu tilefni fór Ing- ólfur Jóneson kauirfélagsstjóri í mál við Ingólf Jónsson ráð herra og heimtaði ríflegar skaðabætur vegna þess að nýja brúin væri ekki alveg á sama stað og hin og þjóðvegurinn hnikaðist dálítið til. Ingólfur Jónsson ráðherra (sem að und- anförnu hefur farið með dóms- mál fyrir Bjarna Benediktsson) vildi af einhverjum ástæðum ekki láta kæru Ingólfs kaup- félagsstjóra fara venjulega boðleið til dómstólanna, held- ur ákvað að skipa gerðardóm til þess að fjalla um málið. Eru það vægast sagt einkenni- leg vinnubrögð, því það hefði Framh, á 6. síðu. — Varstu ekki aðallega í Sviss ? — Jú, en fyrst fór ég til Svíþjóðar og svo til Rómar á rithöfundaþing. Okkur tókst að fá leigða villu í Lugano syðst í Sviss yfir veturinn með góðum kjörum, og þangað Framhald á 10. síðu. iiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm | Fargjöldin E Farmiðaverð með stræt- E isvögnunum hækkar þann- = 'S'- = Einstakt fargjald full- E orðinna hækkar úr kr. | 1.70 ’í 2.10 eða-um 23%. E í stað korta með sex E miðum á 10 krónur koma E kort með fimm miðtim á E sama verði, hækkun 20%. E í stað korta með 42 E miðum á 50 krónur koma E jafn dýr kort með >34 = miðum, hækkun 23%. E Einstök barnafargjöld E hækka úr 50 aurum í 75 E aura eða um 50%. E Kort með 16 barnamið- E um á 10 krónur koma í E stað korta með 10 miðum E á fimm krónur, hækkun | 25%. E Á Lögbergsleið er hækk- E unin 25%, einstakt faT E verður 6,25 fyrir fullorðna E og 3.75 fyrir börn, átta E fullorðinna miðar kosta E 35 krónur og átta harna- = miðar 20 krónur. 1111111111 n 11111 n 11111 ii 111111111 m 111 ti; m u Bæjarstjórnarmeirihlutinn hækkar fargjöld aílt að 50%, hifaveitu um ruman fjérðung Bæjarstjórnarmeirihlutinn, ellefu fulltrúar Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, samþykkti í gær að hækka stórlega fargjöld strætisvagna og gjöld til hitaveitunnar. giiiHiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiHiinHiiiiiiiiiHiiiiJiHiiiiHinMiiiiiiiiiniiiiniiiiiuiniinnHHiHinHint

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.