Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 6
6-) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. mai 1960 i«r«f tnttmmturnats JOÐVILJINN Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu - Sósialistaflokkurinn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.l, Maenús Torfi ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. - Préttaritstiórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. -Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. - eimi 17-500 (5 linur). - Ásltriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Útkoman núll Oíkisstjórnin gumar mjög af því, að hið nýja 'kerfi hennar sé miklu einfaldara og óbrotn- ara og hagkvæmara en hið fyrra; nú hafi þjóð- in losnað við þá skriffinnsku sem fylgdi uppbóta- kerfinu, skýrslugjafir og útreikninga. Nú má að vísu segja að það sé mjög einfalt kerfi að gei’a allt launafólk til muna fátækara en áður var og hafa svo skortinn sem hæstráðanda í efna- hagslífinu, en framkvæmd stjórnarinnar á þessu óbrotna fátæktarkerfi hefur haft í för með sér magnaðra og flóknara skriffinnskumyrkviði en nokkru sinni fyrr, og sumir þættir kerfisins eru svo fáránlegir að margir hálærðir hagfræðingar hljóta að hafa iagt saman alla speki sína til þess að finna þá upp. F’inn þátturinn í störfum þeirrar ríkisstjórnar *-Jsem ætlaði að afnema uppbótakerfið er að auka um allan helming niðurgreiðslur á vöru- verði. Samkvæmt skýrslu sem Gylfi Þ. Gíslason gaf á þingi í fyrradag eiga niðurgreiðslurnar á þessu ári að nema 287,4 milljónum króna og ná til milli 20 og 30 mismunandi liða. Þar á meðal hefur verið tekið upp það algera nýmæli að greiða einnig niður verð á innfluttum varningi; ríkistjórnin ætlar að greiða 6,4 milljónir króna með kaffinu sem við drekkum. Er þvílíkt hátt- erni eflaust einsdæmi í veröldinni, en tilgang- urinn með því er auðvitað sá að reyna að dylja fyrir almenningi hin fullu áhrif gengislækkun- arinnar. mt ua Pn hvernig er fjárins aflað til að standa straum aí þessum niðurgreiðslum, hvar eru þessar 287 milljónir króna teknar? Því er fljótsvarað. Jafnhliða gengislækkuninni lagði ríkisstjórnin á nýjan söluskatt sem talinn er munu færa á þessu ári 280 milljónir króna. Hinn nýi söluskattur ríkisstjórnarinnar nemur þannig sömu upphæð og niðurgreiðslurnar; ríkisstjórnin tekur skatt af öllum vörum til þess að hægt sé að borga sumar þeirra niður! Fjölmargar vörur eru í senn skatt- lagðar og greiddar niður úr ríkissjóði; þegar hús- móðir kaupjr kaffi eða kjöt eða soðningu, fela þau viðskipti í sér ákaflega nákvæma og flókna útreikninga, annarsvegar er varan hæljkuð með söluskatti, hinsvegar lækkuð með niðurgreiðslu. Flið raunverulega verð þel^kir enginn nema ef til vill einhverjir hagfræðingar sem atvinnu hafa við keríið. Og hér er ekki um neinar smávægis tilfærslur að ræða- Hver einasta fimm manna fjölskylda í landinu er rænd rúmum 8.000 kr. að jafnaði í söluskatti, og hún fær tii balka rúm- ar 8.000 kr. að jafnaði í niðurgreiðslum! im i fvannig birtist í verki hið einfalda, óbrotna og ® hagkvæma kerfi. Tugir og hundruð manna, embættismenn og verzlunarmenn, hamast við það allan ársins hring að reikna og fylla út skýrslur, pappírsmoksturinn nemur tonnum á ári, það skarkar og dynur í reiknivélunum, menn sitja álútir og rauðeygir yfir endalausum talna- röðum. Og i árslok kemur vonandi allt heim: 280 milljónir teknar í söluskatti, 280 milljónir borgaðar í niðurgreiðslur. Útkoman núll. — m. Nýjasta plágan Fyrir nokkrum árum, sat íhaldið þogult og hnípið, ár- legur ránsfengur þess fór stöðugt minnkandi. Það sá þræla þjóðfélagsins gangg um í heilum flíkum og búa í hús- um, þar sem hvorki fennti inn á þá né r'gndi, og það sem verra var, þeir átu sig sadda öðru hvoru. Allt var þetta að kenna öldu sem skolað hafði hér á land hugsjón jafnaðarstefn- unnar, hverja nokkrir einstak- lingar hirtu af rekanum og hófu að útbreiða og báru fram til sigurs. En nú voru hinir upprunalegu merkisberar falinir í valinn og aðrir komnir í þeirr*. stað. Hvernig átti nú veslings íhaldið að stöðva þessa þróun? Öðru hvoru rak það upp gól langt og ámátlegt. Það sá ör- lög sín fyrir ef ekki tækist að stöðva þessa þróun, Opinberun Þá var það eitt sinn að íhaldið var statt i kirkju, í von um æðri vísbendingu, hvað þá skeði er þeir heyrðu prestinn segja: ,,Og þá leiddi djöfull- inn hann upp á ofurhátt fjall og sýndi honum öll ríki ver- aldarinnar og þeirra dýrð“. Og liann sagði: „Sjá allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ I fyrsta skipti 'í nokkur ár brosti íhaldið. Þarna var lausnin. íhaldið hélt heim þakklátt yfir hinni miklu blessun, sem því hafði hlotn- azt. íhaldið tók kratana við hönd sér og leiddi þá upp á fjall gróðahyggjunnar og Gerðardómur Framhald af 1. síðu einmitt verið sérstök ástæða til að láta málið fá venjulega meðferð, þegar sami maðurinn yar aðili báðum megin. Gerðardómurinn opinbeiaði niðurstöður sínar s.l. mánudag og fyrirskipaði Ingólfi Jóns- syni ráðherra að greiða Ing- ólfi Jónssyni kaupfélægsstjóra 750.000 kr. í skaðabætur. Er þar með gefið hið athyglisverð- asta fonlæmi, sem virðist fe!a það í sér að ekki sé unnt að gera neinar breytingar á vega- og brúarkerfi því sem nú er í landinu án þess að eiga á hættu að verða að gre;ða stórfelldar skaðabætur. Hver borgari sem telur breytingar óhagkvæmar sér hlýtur að eiga sama skaðabótarét.t og Ingólf- ur Jcnsson kaupfélagsstjóri. í gerðardómnum áttu sæti þeir virðulegu hæstaréttardóm- arar Gizur Bergsteinsson, Þórður Eyjólfsson og Jónatan Hallvarðsson. Það var mikið happ fyrir þá að þurfa ekki að fjal'a um málið í venjuleg- um vinnutíma sínum, eins og orðið hefði, ef það hefði verið sent venjulega boðleið. Fyrir störf sín í gerðardómnum fengu þeir semsé í þóknun kr. 19.000 hver, eða samta’s kr. 57.000. Ingólfur Jónsson kaup- félagsstjóri sér auðvitað ekki eftir þeirri fúlgu, þótt Ingólfi Jónssyni ráðherra beri að harma missu ríkissjóðs. sýndi þeim auðæfi, sem safn- azt höfðu meðal hinna snauðu. Það var ekki mikið í hverjum stað, en þegar allt var kom- ið í eitt, var það mikill auður. Og fhaldið mælti við þá: „Sjá allt þetta vil ég gefa ykkur, ef þið fallið fram og tilbiðjið mig.“ Og kratarnir féllu fram og t'lbáðu íhaldið og þeir hróp- uðu: „Ski'iaðu herra, þjónar þínir eru þegar reiðubúnir." Ekkert dugði Og þar með hófst annar þáttur þrælastríðsins á ís- landi. Kjörin tóku að versna hjá hinum vinnandi lýð, en íhaldið græddi meir én nokkru sinni áður. En svo stóð á, er þetta gerðist, að nokkrir menn sátu og gættu hugsjóna sinna, svo þær eigi glötuðust eða spilltust. Nú hrukku þeir upp við gleð'læti thalds og krata, og þeir skildu strax, hvað hafði gerzt. Þeir hófu þá upp raust sína og hrópuðu svikin yfir landsbyggðina og þeir hófu liið fallna merki á ný. Barátt- an varð löng og hörð, því nú voru óvinirnir tveir, en sókn var hafin og hún bar árangur. Auðurinn gekk fljótt af krötunum, og þar kom að þeir áttu ekki annað eftir en eina ltvígu gelda. Hún var níi án árangurs leidd á milli allra þarfanauta thaldsins og að lyktum fór svo að kratágreyin dóu úr hor. Tilberarnir Enn á ný var íhaWð i hættii stat*1. En þá rifiaðist uþo fyr- ir því, að fyrr á öldum'kuniiu menn að búa til nokkuð: «em tilberj var kallað og efnivið- inn, hann áttu þeir þar sem~ kratahræin voru. Og meira að seg.ia áttu þeir efni í marga. En það var aáttúra tilberans að sjúga nytina úr gripum manna og æla henni aftur í trog húsbænda sinna Hófust þeir nú handa og framleiddu til'bei a í stórum stíl, en’ þeir tóku strax til starfa og 'nú flóir yfir barma á rjóma.t.rog- um Ihaldsms. en tilúerarnir sendast út um alla, latids- bvggðina, siúgandi hvern dropa, sem beir geta í náð. Og nú stynur þjóðin þungan und- an þessari nýju plágu, því til- berarnir eru aðgangsharðir og húsbóndahollir. En sourningin er: Hve lengi mun þióðin þola 'þessa nýju plágu, áður en hún snýst til varnar ? Því mun tíminn svara. G. Sig. iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiu Kirkjusmiðurinn é Reyn Kemur upp kirkju að sperru kunnáttumaður á Reyn, vinnur af snilli og snerru, snilldar er vinnan ósein. í berginu bíð ég ein og brátt kemur hann Finnur með svein. Bóndi sér kerru eftir kerru keyra heim með stein og rafta. En heima á Reyn raðast upp grjótið og viður. Eg vildi fá veglegt hýsi er verndi guðs trú af mætti \ en því aðeins þetta vísi þarf illum að játast vœtti. Og senn kemur hann faðir þinn frá Reyn. Hvað viltu Vegglágur smiður? Barn þitt með björtum kolli. JJm Leiksvein, baxn þitt, hann biðúr. Og senn kemur hann Finnur., faðir þinn frá Reyn með þinn litla leiksvein. Hann reisti kirkju af kunnáttu og snerru sá kœni smiður. Og þá húsið var komið hátt undir sperru hrundi það niður. Og í Reyni ríkir nú friður. Það ijiá heyra kveðið úr steini kv.eðið nálœgt Reyni: „Seint skilar Uann Finnur þínum leiksveini.“ D. V. iiiiiiiiiiiiiiliiiiiiimiiimiiiiiiiimiiiimi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.