Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN -r—(7 Dufþekja og Vestmannaeyj- . ar eru ein helztu staðaheiti í sögu landsins. Vestmanna- eyjar heita svo eftir írunum, Dufþak og félögum hans. Duíþekja er staðurinn í He'mákletti þar sem Dufþak- ur hljóp fyrir björg heldur en fa'la aftur í hendur norr- ænna þrælaeigenda. Þessi ör- nefiii eru nær 1100 ára göm- ul. Fáar eða engar minjar rniinu hinsvegar vera geymd- ar um hina fyrstu byggð í Eyjum og framan af öldum, nema ef vera kynnu veggja- rústir í Herjólfsdal. Úppi á lofti Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum er þó geymt álitlegt minjasafn Eýjabúa, byggðasafn. Þetta fólkið við aflanum og dró hann upp til aðgerðar, oft langa leið. Hver kona dró 4 fiska, 2 í hvorri hendi, — og myndi þykja vond vinna í dag. Þarna eru ýmsar gerðir af baujum, allt frá því þær voru endamjóir eikarkútar til plastbe'gjanna í dag. Þarna eru línu- og netarúllur af mis- munandi gerðum. Þar er lík- an af báti er Þorsteinn Jóns- son á Ljótsstöðum í Landeyj- um smíðaði einhverntíma á öldinni sem leið, en svo und- arlega sem það kann að hljóma í eyrum þá voru margir bátar Vestmannaej- inga áður fyrr smíðaðir uppi í sveitum á ströndinni fýr’r Þet'Ia er klukkan úr gamla Þór. Hann kom til Vestmannaeyja 26. marz 1920 og strandaði norður á Húnaflóa 21. des. 1929 Friðrik Ólafsson skólastjóri var fyrrum skipstjóri á honum (ekki þegar hann strandaði) og bjargaði liann síðar klukkunni úr flakinu og færði minjasafni Ves'imannaeyinga að gjöf í fyrra mundur Eyjólfsson kóngs- smiður. — Vestmannaeyingar áttu á sínum tíma stétt manna er nefnd var kóngs- smiðir. Þetta voru menn er höfðu þann starfa að gera við báta Danakonungs og safn mun fýrst og fremst vera að þakka elju eins manns, Þorsteins Víglunds- sonar skólastjóra. Hann mun um 20 ára skeið hafa safnað gömlum gripum úr Vest- mannaeyjum. Og árið 1952 kaus svo bæjarstjóm Vest- mannaeyja nefnd til að sinna þessu má’i, i samráði við Heimaklett, féiag Vestmanna- eyinga er vinnur að söfnun sögulegra heimilda um Vest- mannáeyjár. Á föstudaginn langa. rændi ég hluta af hvíldardegi Þorsteins og fékk hann tii að sýna mér^safnið. Það fyrsta sem athygii vekur þegar upp á loft;ð kemur er <ið safn þetta er að sprengja utan af sér húsakynnin, það er þegar orðið svo þröngt um það, að það nýtur sín ekki. Þið megið ekki halda að þarna sé um neina skrautsýn- ingu að ræða á gripum úr góomálmi, eða l'staverkum. Þetta er fyrst cg fremst safn af tækjum og gripum fátæks fólks í fátæku landi. En þess- ir gömlu grip'r skýra margir betur en nokkur orð frá lífs baráttu þess. Einna mest mun vera af áhöldum til allskonar veiði- skapar. Þarna eru t.d. allar tegúndir liandfæra og öngla sem notuð hafa verið i Vest- mánnaeyjum; þróunarsaga þeirra.- Þpr eru leggjartengur og sellarnálar. Ef til vill er rétt að gera nánari grein fyr- ir þeim verkfærum. Leggja- tengur (smíðaðar úr leggja- beinum) voru notaðar þegar gerð voru sjóklæði úr skinnum, notaðar til þess að draga.. nálina og seymið í gegnum skinnin þegar saum- arnir eru gerðir. Seiiarnálarn- ar voru notaðar til að draga aflann upp á band sem kölluð var .seil. Þegar búið var að draga seiliná á.lánd tók ;kven- Þorsteinn Víglundsson ofan — en ýmsir bændur gerðu út báta á vertíðum í Eyjum meðan vinnuhjúaöldin var enn i aimætti sínu og varðaði enn við lög ef menn gerðust ekki vinnuhjú bænda, ættu þeir ekki vissar fjárhæð- ir í silfri eða rollum. Þarna eru líka langar kylf- ur, það eru lunda- og súlu- keppar, notaðar við fugiaveið- ar er löngum hafa verið mik- ið stundaðar í Eyjum. Þetta voru yfirleitt harðviðarkylf- ur; ein er með járnhólk, ætl- uðum -til að spora för í mó- berg'ð fyrir þann sem klifrar björg. Þarna er burðarskrína. Þær voru smíðaðar úr tré, voru á stærð vici stóra ferða- tösku og bornar í bandi yfir öxlina. 1 þeini báru sjómenn m.a. afla sinn um margra km veg alla leið upp á Ofan- leitisbæi. Þess er ekki kostur í stuttu máli að nefna nema fáa eina hluti sem eru þáttur í lifs- baráttu og atvinnusögu Vest- mannaeyinga, né he'dur ótal . annarra gripa er koma við sögu byggðarinnar. Þarna er t.d. kommóða, sízt fegurri en margar slíkar, en maðurinn sem smíðáði hána var' Guð- smíða fyrir útgerð hans, með- an Danakonungur var enn út- gerðarmaður í Eyjum, þótt sjálfur sæti hann raunar í höll sinni úti við Eyrarsund. Þarna er líka fleira en áhöld til veiða. Þarna er lyf ja- skápur * Þorsteins Jónssonar er var læknir í Vestmanna- eyjum í þrjá áratugi. I þess- ,um skáp var apótek Vest- mannaeyinga geymt — allar lyfjabi’-gðir byggðarinnar — og munu hafa þótt miklar á sínum tíma. Þarna er líka bí’dur til að taka með blóð, en einu sinni voru blóðtökur taldar bót enn fleiri meina en blóðgjafir í dag. 1 gamla daga voru einnig notaðir svonefnd- ir „koppar" til lækninga —■ m.a. til að sjúga al’skonar „óholla vessa'1 út úr fólki. Þarna var .safn slíkra. Það hljót^ að hafa margir koppa- læknar flutzt til Eyja . . . Þetta eru stilkar af kýrhorn- um. Þeir -roru festir með þeim hætti að neðri (viðari) endinn var settur á skrokk sjúklingsi ís og síclan sogið alit loft úr horninu gegnum örmjótt gat á efri enda þess og svo límt yfir með líknar- belg. Og þarna er hvorki meira né nrnna en prentsmiðja. Fyrsta prentsmiðja sem f1 utt var til Eyja. Gísli J. John- sen mun hafa flutt hana t:l Eyja um 1917, en hann gaf út blaðið Skeggja í nokkur ár. Pressan var handsnúin með h’jóli sem var mannliæð í þvermál. Til þessa dags munu hafa verið gefin út í Eyjum um 130 blöð og bækl- ingar. B’aðið Víðir hóf þar göngu sína 1928 og kcm þar út um langt árabil, en svo komst Einar ríki yfir hann, flutti hann síðar til Reykjavíkur — og drap hann þar 1951. Marg- ir hafa konrð við sögu b’áða- útgáfu í Eyjum. Steindór Sig- urðsson ská’d, ísleifur Högna- son, Jón Rafnsson, Jósep Thor’acíus, blaðasafnarar eru varaðir við því að reyna að fá blað hins síðastnefnda í heild þvi íhaldjð í Eyjum kejmti allt uppiagið af einu blaðinu vegna bersögli hans! Þarna er líka mannamynda- , safn. Raunar enn að„ mestu , plötusafn, eða úm 21 ftús. myndaplötur frá Kjartani Guð- mundssyni Ijómyndara. Bæj- arstjórnin hefur lagt fram nokkurt fé til að taka myndir eftir plötmum og hafa verið skráðar um 6000 myndir, Við skólaslit árlega er sýning á þessu safni. Á sýn’ngunni í fyrra fenguSt upp nöfn manna á 400 myndum er skki höfðu verið þekktar áður. Og nú sýnir Þorsteinn okk- ur elzta grip safnsins. Það er lítil blýþynna, sögð úr kirkju- þaki Hjalta Skeggjasonar. Önnur slík er í Þjóðminja- safninu, fundin við uppgröft í Þjórsárdal 1939. Blýþvnnu þá sem hér er geymd fann Þorsteinn Vigluri ’sson þar efra 1942. Hann sýnir okkur fleiri ic;rkjugripi m.a. skar- k’ippur úr kcpar, komnar úr Landakirkju, svo og orgel Landakirkiu, hið fyrsta sem kom til Eyja. Það var v'tan- lega gamla peningasugan, Brde, sem fórnaði þessum grip til að auka guðsótta og konungshollustu undirsáta sinna. Slíkar gjafir eru í tízku enn í dag og ekki laugt slð- an eitt slíkt var gef’ð. En þessi gamli afsprengur einokunar og selstöðu lét f’.eira eftir s:g —: verzlunar- bækur. Þama niunu vera um 300 bindi verzlunarbóka frá Brydesverzlun, flestra all- stórra en þó margra í minna broti. Þær ná a.m.k. yfir tím- ann frá 1860 til 1912. Þarna eru skráð viðskipti Brydes- verzlunar í me'r en hálfa öld a.m.k. Þetta er ekki að- eins vei'zlunarsaga Vest- mannaeyinga, heldur er nokk- ur hluti bókanna um v;ðskipti við bændur og búalið uppi á landi. Þar eru ekki aðeins skráð nöfn bænda heldur og heimilismanna á fjölmörgum bæjum. Þessar bækur eru því nokkurskonar manntöl úr sve'tunum, jafnframt því að vera inn’eggs- cg úttektar* skrá fó’ksirs og heimild um efnahag joss. Sveitamanna- bækurnar nefnast „Land- Framha’d á 10. síðu. Verzlunarbækur ganila einokunarkaupmannsins, Bryde. Um 300 bindi þeirra eru á minjasafnl Vestmannaeyin.ga. Háa bókin í miðið ber titiliim: „Landmannabók 2 K-Ö“ og eru í henni nöfn um 300 viðskiptamanna uppi á „meginlandinu“. Bókin lengst til hægri er Skeggi (allur) fyrsfta blaðið sem gefið var út í Vestmannaeyjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.