Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. maí 1960 ÞJÓÐVILJINN (3 Brjóta verður niður skað- ræðiskeríi stjórnarinnar Alþýða landsins á kröfu á kaupkækkun og öðrum kjarabótum Efnahagskerfi ríkisstjórnarinn- ar er ekki einungis stórárás auð- valdsins á íslenzka alþýðu, lieid- ur einnig herferð auðvaldsins í Vesiur-Evrópu og Bandaríkj- unura gegn efnaliagslegu sjálf- stæði íslands, sagði Einar Ol- geirsson í ræðu við 3. umræðu frumvarpsins um innflutnings- 'Og gjaldeyrismál í neðri deiid Alþingis í gær. Því er ekki nóg að alþýðan risi upp og hækki kaup sitt, eins réttlátt og sjáifsagt og það er, heldur verður að brjóta nið- ur þetta kerfi sjálft, sem felur i sér stórliættu fyrir framtíð þjóðarínnar. ~k Telur Gylfi fullu rétt- læti náð? Einar benti Gylfa Þ. Gíslasyrii á. að yfirlýsingar hans og ann- arra ráðherra um *að ekki mættu verða neinar kauphækkanir virt- ust miðast við þá hugsun að hér.á iandi væri nú þegar komið á algert réttlæti í skiptingu arðsins, að ekki mætti draga úr gróða né óhófseýðslu yfirstétt- arinnar, og að ríkisbúskapurinn og þjóðfélagsbúskapurinn væri þegar orðinn svo vel skipulagð- ur, að þar væri ekki hægt um að bæta. En því færi fjarri að svo væri komið í íslenzka þjóðíélag- inu. Þess vegna væri líka grund- völlur kauphækkana fyrir hendi í rikum mæli. Og þó enn frem- ur ef þess er gætt að fram- leiðslan hefur stóraukizt á und- anförnum árum og afkastageta hvers verkamanns, t.d. íslenzku sjómannanna, stóraukizt. ~k Stórkostlega dregið úr inn- flutningi að austan Þá ræddi Einar allýtarlega á- hritin sem stefna ríkisstjórnar- innar vær.i líkleg að hafa á viðskiptin við sósíalistísku lönd- Veðurhorfur í dag: Suðvestan- kaldi og síðan stinningsrkaldi. Rigníng eða þokusúldi jmeð. koýþ in. Gegn þeirri fullyrðingu Gylfa að reynt hefði verið jafnan að selja meiri fisk til Sovétríkj- anna en þau hefðu viljað kaupa, benti Einar á tregðu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna til að selja austur 1958, og gagnrýndi Sölumiðstöðina fyrir áhugaleysi um markaði austurviðskiptanna. Einar tók dæmi um afleiðing- ar af hinni yfirlýstu stefnu ríkis- stjórnarinnar í viðskiptamálum á austurviðskiptin, áhrifin á gjald- eyrisafstöðuna til þessara landa. Ráðherrarnir höfðu komið upp hver af öðrum og andmælt því sem firru að stefna stjórnarinn- ar gæti orðið til þess að draga úr viðskiptunum við sósíalist- ísku löndin. Einar sýndi fram á að meira að segja yfirlýsingin um stefnu ríkisstjórnarinnar og umtalið um ,,frílista“ hennar hefðu nú þegar komið heildsöl- unum til að stórminnka inn- kaup að austan. Dæmið um gjaldeyrisafstöðuna miðaði Einar við marzlok 1959 og marzlok 1960. ~k 121 milljón kr. ónotuð innstæda í marzlok 1959 skulduðu ís- lendingar í Tékkóslóvakíu 7 >/2 milljón, í Sovétríkjunum 49 milljónir, en áttu inni 18V2 millj- ón í Póllandi og 34 milljónir í Austur-Þýzkalandi. Heildargjald- eyrisstaðan gagnvart þessum löndum var því skuld upp á 4 milljónir. í marzlok hafði þetta snúizt við all-harkalega. Þá áttu ís- lendingar inni í öllum þessum ríkjum, i Tékkóslóvakíu 37 V2 milljón, í Sovétríkjunum 1V2 milljón í Póllandi 32Vz milljón og í Austur-Þýzkalandi ■ 49>A milljón, eða alls 121 milljón. Það hafði verið seit austur, en stórdregið úr innkaupunum. Ríkisstjórnin er að br.jóta niður þessi viðskipti. sagði Ein- ar, að nokkju vegna andúðar á þeim og að nokkru vegna heimskulegrar stefnu, sem þving- uð er upo á íslendinga af auð- valdi Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu. ★ Eigum við að kaupa án þess að vera borgunarmenn? Gylfi hafði talið tormerki á að selja_ rús.sneska Moskvits- bíla, menn keyptu helaur þýzk- an Volkswagen. Einar minnti á, að á sl. ári stóðu viðskipti íslands og Vest- ur-Þýzkalands þapjjig að ís- lendingar keyptu þar vörur fyr- ir 155 miiljónir en Vesturþjóð- verjar keyptu aðeins fyrir 53 milljónir. ' Eigum við að taka stórlán í París til að stórauka bílakaup frá Vestur-Þýzkalandi án þess að geta selt þangað meira, eða halda áíram að kaupa bíla þar sem við getum borgað • þá í íiski? spurði Einar, og taldi gð ef ■ jnpnnurti vafcri ;^nnt,ion- efnahagslegt sjálístæði landsins hlytu menn að kaupa bíla þar sem íslendingar væru borgunar- menn fyrir þeim. En til þess þyrfti að skipuleggja innflutning- inn, og það vildi ríkisstjórnin ekki gera. Enda væri líka hægt að kaupa fleira en b:la í Sovét- ríkjunum. Skip, togara, stórar verksmiðjuvélar, vélar í raf- orkuver og margt fleira sem ís- iendingum er bráðnauðsynlegt. ★ Innlimun í lieim kreppu og 1 atvinnuleysis Jóhann Hafstein iauk langri ræðu á miðdegisfundinum á þá leið að stefna ríkisstjórnarinn- ar væri sú að gera íslendinga iiðtæka til samvinnu í hinum vestræna heimi. Einar lagði á- herzlu á að hér væri aðaltil- gangur „frelsisins“ sem raunar væri ekki annað en alræði pen- ingavaldsins. Stjórnarflokkarnir ætluðu að gera ísland albúið til innlimunar í hin svonefndu „fríverzlunarsvæði“ kapítalism- ans, með öllu því öryggisleysi, markaðssveiflum og atvinnuleysi er því fylgdi. Einmitt auðvald Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjanna stæði að baki tilraununum að eyðileggja hin miklu aústurviðskipti ís- lendinga, því einmitt þau við- skipti heíðu gert ökkur kleift að bjóða Bretum byrginn þegar þeir reyndu að kúga okkur í land- helgismálinu með banni á ís- lenzkum fiski. ~k Frelsi fyrir auðinn, fátækt fyrir fjöldann Frumvarpið um innflutnings- og gjaldeyrismálin þjónar sömu stefnu og gengisiækkunarfrum- varpið. Með því er stefnt að alræði peningavaldsins, málin tekin úr höndum þingkjörinna nefnda og flutt inn í bankana. Komið verður á einokun rikustu auðmannanna og skipulagður skortur og fátækt álmennings. Ríkisbankarniv verða einokaðir undir þetta peningavald. látnir veita gæðingum stjórnarflokk- anna stórlán. sem öðrum er neitað um. Draga mun úr íbúða- byggingum en fésýslumenn reisa hallir. Inntak frumvarpsins er. eins og gengislækkunarlaganna, frelsi fyrir auðinn og þá sem auðinn hafa, fátækt fyrir fjöldann, sagði Einar. Gylfi Þ. Gíslason virtist líta á það sem ægilegt böl ef þessi íjöldi, sem ætlað er að hafa skortinn fyrir skömmtunarstjóra, risi upp og segði hingað og ekki léngra. En elnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar eru ekkí einungis herferð íslenzka auð- valdsins gegn alþýðu heldur um leið herferð auðvaldsins í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu gegn efnahagssjálfstæði íslands. Því er ekki nóg að alþýðan rísi upp og hækki kaup sitt, eins r.éttlátt og sjálfsagt sem það er. heldur þarf að brjóta á bak aítur kerfið sjálft, sem ríkis- stjórnin er að koma á, því það felur í sér. stórhættu fyrir fram- tíð íslenzku þjóðarinnar. íhaldið betur sett en þó það hefði hreinan meirihluta! Hreinskilningsleg yfirlýsing Jóhanns Haf- steins um gildi þarfasta þjónsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú sterkari aöstöðu til að framkvæma raunverulega stefnu sína vegna samstöðu Alþyðuflokksins, en þó hann hefði t.d. fengið hreinan meirihluta í kosningunum 1953 eöa 1956, en um þá stefnu er Alþýöuflokkurinn nú orðinn alveg sammála. Þessar hreinskilningslegu yfir- lýsingar um notagildi Alþýðu- flokksins fyrir Sjálfstæðisfl. og stefnu hans gaf Jóhann Haf- stein á þingfundi í gær. Var það í umræðunum um innflutn- ings- og gjaldeyrismálin, en Jó- hann hélt langa ræðu, og lagði áherzlu á að það sem nú væri verið að framkvæma hefði alltaf verið helgasta stefna og áhuga- mál Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar hefði flokkurinn á undanförnum'árum tekið þátt í „áætlunarbúskap“ eins og t.d. á fjárhagsráðstímanum, en sá búskapur reynzt illa og verið frá honum horfið. Nú kvikaði flokk- \ . urinn ékki framár frá frelsinu, og gæti nú lögíeitt það, svo væri Alþýðuflokknum fyrir að þakka. Jóhann keppir við nazista um Birg'i Kjaran Einar Ölgeirsson benti Jó- hanni á, að framkvæmd laganna um fjárhagsráð hefði enginn á- ætlunarbúskapur verið, og' hefði hann aldrei verið reyndur hér. Akvæði í þá ótt í lögunum um um með stefnu sinni um skipu- nýbygg'ingarráð og fjárhagsráð lagsleysi í viðskiptamálunum og hefðu aldrei verið framkvæmd. | með því að láta afskiftalausa þá Þá reyndi Jóhann einu ginni miklu andúð sem hægri menn að mirinsta kosti í ræðu sinni Sjálfstæðisflokksins og margir að komast á bekk með Birgi Alþýðuflokksmenn hefðu á aust- Kjaran í málílutningi og hélt urviðskiptunum. því fram að „kommúnistar segðu“ að þeir yrðu að vera í ríkisstjórn ef austurblökkin ætti að verzla við íslendinga. ) Tilhæfulaus ummæli .Einar lýsti þessi ummæli til- hæfulaus, ekkert slikt hefði komið fr.am. Þar hefði meira að segja verið ein afturhalds- samasta stjórn á íslandi, helm- ingaskiptastjórn Sjálfstæðis- flokksins og' Eramsóknar, sem gerði stórsamninga við Rússa 1952. Og Alþýðuflokksstjórnin gerði 1959 samninga við Rússa, engu síður en vinstri sijórnin. Sósíalistar hefðu jafnan reynt að stuðía að því að slík við- skipti gætu tekizt, hvort sem þeir voru í ríkisstjórn eða ekki, því fyrir þeim vekti að auka atvinriuna í landi, trj’ggja at- vinnulífið með því að afla ís- lenzkum afurðum traustra mark- aða. Hinsvegar þentu sósíalistar á að ríkisstjórnin væri að glopra niður þessum dýrmætu mörkuð- Rétt gengi Ríkisstjórnin segist hafa komið á „réttu gengi". En hvað er rétt ' og ranfft í sambandi við g'engisskrán- ingu? Hvernig á. að meta það; á að beita siðferðilegum dóm- um eða einhverri æðri hag- speki um gildi hitina ýmsu mynta? Því hefur ekki verið svarað, en til er á íslandi einn staður þar sem hið nýja gengisréttlæti birtist í verki á einkar skýran hátt. Það er bandaríska herstöðin á Kefla- víkurflug'velli. Þar vinna hlið við hlið íslendingar og Banda- ríkjamenn, þótt ísleridingar séu að vísu fjölmennari í sóp- arastétt, en Bandaríkjamenn skipi fremur þau störf sem virðulegri þykja. í kaup- greiðsium þessara manna birt- ist hið rétta gengi á áþreifan- le^an hátt. íslenzkur verkamaður á Keflavíkurflugvelli fær kr. 20.67 um tímann, eða 0,55 dollara. Bandaríkjamaðurinn sem vinnur við hliðina á hon- um íær 3 dollara eða 114 kr. um tímann. Hið rétta gengi hafði þau áhrif að kaup ís- lendingsins lækkaði í mynt vinnufélagans úr 127 sentum í 55 sent. Kaup Bandaríkja- mannsins hækkaði hins vegar á sama hátt úr 49 kr. í 114 kr. um tímann. Bandaríkja- maður ber þannig' næsturn því sexfalt meira úr býtum en íslendingurinn sem vinnur við hliðina á honunv, einn herra- þjóðarmaður er talinn jafn- ast á við sex innfædda. Og nú þurfa menn ekki lengur að spyrja hvernig hið rétta gengi sé fundið. Það er auðsjáanlega miðað við mann- gildið, hér eins og í Suður- Aíríku. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.