Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 10
10). —- ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. maí 1960 -- Halldór Laxness kominn heim Framhald af 1. síðu. komu þær til mín um miðjan nóvember Næðið fékkst. — Þarna var ég að leita að næði, sem ég reyndar fékk, heldur Halldór áfram. Þarna getur maður verið alveg í ró fyrir lesendum sínum. Lugano er einkum sumardvalarstaður. Hún er í þeim hluta Sviss þar sem talað er mál skylt ítölsku. Við eignuðumst þarna kunn- ingja, en þeir voru ekki fleiri en svo að alltaf var ánægja að gestakomu. — Vannstu þarna að nýju skáldsögunni ? — Já, þarna var mestöll vinnan við hana unnin. Eg var að vísu búinn að safna drögum árum saman, en ég hafði ekkert í samhengi. í Lugano kom ég bókinni sam- an, lauk við síðustu kaflana í Kaupmannahöfn, þar sem við stönzuðum nokkrar vikur á heimleiðinni. — Þegar nafnið á bókinni, Paradísarlieimt, var kunngert í vetur, sagði Morgunblaðið að það væri dregið af Ham- arsheimt, í Eddu, en Þjóðvilj- inn af kvæðabálki Miltons. Hvort er réttara? — Hvorttveggja er rétt. Orðið er myndað eins og Ham- arsheimt, en auðvitað er Para- dise Regained eftir Milton haft í huga. Þegar enska þýð- ingin kemur út verður liún auðvitað að bera annað nafn. Samtímis í sex lönduni. — Hefur enska nafnið verið valið ? — Nei, ekki enn Magnús Magnússon, sonur Sigursteins1 ræðismanns í Edinborg þýðir bókina í sumar. — Kemur hún þá samtímis út í Englandi og annarsstað- ar ? — Nei, útgefandinn þar er með aðrar bækur sem hann ætlar að láta ganga fyrir. En mér skilst að útgefendurnir á' Norðurlöndum, í Þýzkalandi og Hollandi stefní að því að koma bókinni út samtímis. — Tekst það? — Eg efast um að þeir nái því að gefa hana út sama dag. Þýðendunum miðar svo mis- jafnlega. Þjóðverjinn er kom- inn skemmst. Daninn er búinn eða að verða búinn. Það er Martin Larsen. Hann var bú- inn að ná mér, þegar ég skil- aði því sem ég skrifaði í Kaup- mannahöfn. Hann er svo góður ís- lenzkumaður. — Já. Þeir þýða allir af íslenzku þessir nema Hol- lendingurinn. Það er kona og hún þýðir úr sænsku. — Hvað verður þetta stór hók? — Svðna á stærð við Bwfekukotsannál, líklega tæp- ar 300 prentsíður. — Hvað um sögusviðið? — Sagan gerist summart hér hema á íslandi, dálítið 'í Danmörku, á ferðalögum milli landa og eftir áæthm áttu sex kaflar að gerast í Utah. —• Er þetta saga í þínum epíska stil? — Já, hún er í mínum st'íl. Eftirlætisrídðustóllinn. f. —- Vjð fréttum að þú hefð- ir lesið úr bókinni fyrir stúd- enta í Höfn. — Já. ég hef alltaf fyrir sið að lesa fyrir þá úr nýjum bókum. Eg 'kem oft við í Kaupmannahöfn og á marga vini þar í stúdentafélaginu. Þeirra ræðustóll er minn eft- irlætisræðustóll. Það er ágætt að prófa nýtt verk á þeim, Is- lendingar utanlands eru svo forvitnir, þeir taka svo vel eft ir. Eg finn á mér hvernig þeir taka þessu. — Hvernig líkaði þér við Svisslendinga ? — Ágætlega, Þetta er afar óáleitið fólk. Eg heyrði að sumir útlendingar sem þarna dvelja settu skilti við hliðin sín: „Heimsóknir óumbeðnar. Þverbresfur Framhald af 4. síðu að slíkir samningar færu fram. En því var ekki neitað, að þeir hefðu átt sér stað, og það var ekki sagt að slikir samn- ingar myndu ekki íara fram. En bræðingstillagan féll samt En þrátt fyrir ótrúlegt kapp, sem Bandaríkin lögðu á það að ná 2/3 akvæða á ráðstefnunni með bræðingstillögunni og þrátt f.vrir hikandi hálfveigju aístöðu íslands, þá tókst samt að felia bræðinginn. ísland greiddi að visu atkvæði eins og því bar skylda til á ráðstefnunni, en framkoma þess og afstaðan til samherjanna var ekki l.'kleg til þess að tryggja okkur sig- ur. Þær þjóðir, sem áttu að vera oruggar gegn bræðingstiliög- unni voru að minnsta kosti 33, sé miðað við þá stefnu, sem þser hafa tekið og þær ræður sem fluttar voru á ráðstefnunni. En atkvæðin gegn bræðingnum urðu aðeins 28. En þess ber að gæta að nokkrar þjóðir sem raunveru-' lega höfðu verið pressaðar með sérstökum pólitískum ráðum. 1 höl'ðu ýmsar lýst því yfir, að þo að þær greiddu atkvæði með bræðingnum, mundu þær cftir sem áður halda sjálfar' fast við 12 mílna regluna. Þverbresíurinn í afstöðu íslands er enn fyrir hendi En það alvarlega fyrir af- stöðu okkar í landhelgismálinu er Það, að þverbresturinn er enn fyrir hendi. Ríkisstjórn ís- lands er enn undir áhrifavaldi andstæðinga okkar í landhelg- ismálinu. j Á því er enginn vafi, að rík- isstjórn íslands skilur þarfir þjóðarinnar í landhelgismálinu og vill ná fullum sigri, En spurningin er hvort má sín meir góðnr vilji eða sú utan- ríkispólitíska steí’na íslands, sem gerir það háð andstæðing- um okkar í landhelgismálinu. Ríkisstjórn íslands' þarf styrk frá þjóðinni í þessu máli, hún þarf aðhald, hún þarf vak- andi auga þjóðarinnar, sem veit í hverju hættan er fólgin, sein yeit upp á hár hvar þverbrest- þriiyi í nuilinu liggur.*. !> í Varið ykkur á , liundinum.“ Við þurftum þess ekki Fólkið sem við kynntumst virtist vera efnað millistéttarfólk, mjög alúðlegt. I fr'ístundum frá vinnunni gekk ég um fjöll. in. Svo höfðum við bílinn með, Lugano er ekki nema þriggja kortéra akstur frá Milanó og fleiri borgum á Norður-ítalíu. I nunnuskóla. — Svisslendingar eru mjög sérstæð þjóð, heldur Halldór áfram, þarna eru töluð þrjú mál og trúarbrögðin margvís- leg, en allir líta á sig sem Svisslendinga. I hverju húsi hafa karlmennirnir byssu liangandi uppi á vegg og eru að smyrja hana og fægja í frí- stundum sínum, ef skyldi þurfa að verja landið. Þeir hafa ákaflega góðar taugar, þess vegna eru þeir svona leiknir að vinna við smágerð tæki, Þetta er víða heimilis- iðnaður Fréttamaðurinn snýr sér að frú Auði. — Hvernig var að vera húsmóðir í Sviss ? — Ágætt. Þarna fæst allt, hvaðanæva úr heiminum. Og vörurnar eru ekki mjög dýr- ar, að minnsta kosti ekki dýr- ari en í .Kaupmannahöfn. — Hvernig undu dæturnar sér ? ■— Aíbragðs vel, svarar Halldór. Þær voru sendar á nunnuskóla, þar sem ekkert var talað nema italska. Þær voru furðu fljótar að kom- ast upp á lag með að gera sig skiljanlegar. Bjartsýni -— Hvernig er andinn í fólki þarna í Mið-Evrópu um þessar mundir? — Góður. Það virðaet miklir uppgangstímar þar sem ég hef farið um Vestur-Ev- rópu. Menn virðast ósköp vongóðir, vonbetri en áður, um að takist að jafna deil- urnar milli Vesturveldanna og Sovétríkjanna. Nú gengur allt út á að setja niður deil- ur, koma á sættum, forðast óþarfa átök. Það verður ekki vart neinna æsinga þar sem ég hef komið. Þreyttur eftir veturinn — Hefurðu ákveðið að snúa þér nú að einhverju nýju verkefni við heimkomuna? — Nei, ég hef engar ákveðnar fyrirætlanir. Eigin- lega er ég dálítið þreyttur eft'r veturinn. Mig langar til að vera frjá's frá vinnu um tíma og hressa mig. — Svo v'ð snúum okkur aftur að nýju bókinni, er það rétt að Eiríkur frá Brúnum sé fýrirmynd að söguhetj- unni? Ég hef notað allan ís- lenzkan mormónalitteratúi sem fyrir hendi er, þar á með- al bæði Eirík frá Brúnum og Þcrð Diðreksson, og svo heil- mik'ð af enskum ritum. Það er dá ítið erfitt, að minnsta kosti fyr'r mig, að skrifa um er'ent umhverfi, en úr þvi að ég fór útí þetta reyrdi ég sem ég gat að fá raunvem- legan grundvöll, fór þarna vestur oftar en einu sinni, en samt ^finnsj. ipér þetta allt af 'hálf yfirboþðs!e(gtv jnaður. verður að geta í eyðurnar. En ég hef sem sagt reynt að kynna mér þetta eins og ég hef vit til. Lærðu kaþólsku Nú er Sigrún litla komin til pabba síns. Hún er átta ára; en Guðný systir hennar tveim árum yngri. Blaðamað- urinn snýr sér að henni. — Hvernig líkaði þér í Sviss ? — Vel. — Hvað var mest gaman? — 1 skólanum. — Þeim líkaði afskaplega vel við nunnurnar, segir pabbi hennar, og svo félags- andinn í skólanum, börnin voru evo vel upp alin, þarna var allt í svo föstum skorð- um. Nunnurnar spurðu, livort þær mættu kenna börnunum svolitla kaþólsku; ég lét skilja að það væri um að gera að kenna þeim eins mikla relig- íón og þær gætu. Á þessum aldri taka þær þessu eins og ævintýri, en svo eldist það af, því miðui, Þær höfðu mjög gaman af, voru alltaf að teikna madonnuna og barnið um jólin. Svo kynntust þær fjölda af dýrlingum sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Það hafa víst verið einhverjir staðardýrlingar. — Hvað hét nú dýrlingur- inn þarna í Lugano? spyr Halldór dóttur sína. Hún kemur ekki nafninu fyrir sig, hugsar sig um, seg- ir svo: — Það var bara Kristur fyrir Lugano. Hann var svo góður. Þegar átti að fara að verða stríð, lét hann ekkert stríð verða. — Þær vildu helzt v.era áfram í Lugano, segir Hall- dór brosandi. M.T.Ö. — Ég þori ekkert um það að segja, sagði hann. Það verður eins fljótt og hægt er. Nú skal verða sett á nótt- unni í prentsmiðjunni. Eftir því sem Þjóðviljinn hefur fregnað mun stefnt að því að bókin komi út í októ- berbyrjun. Hagsaga Framhald af 7. síðu. mannabækur“, til aðgreining- ar frá Vestmannaeyingum er Bryde hafði óáreittur í greip sinni og skammtaði lifskjör. — Bækur þessar munu efa- laust rej nast sagnfræðiirgum mikil náma, þegar hún verð- ur nýtt. Það var gott verk þegar bókum þeesum var komið í varðveizlu á safninu. Áhugi Vestmannaeyinga fyrir byggðasafni sínu hefur farið vaxandi á síðustu árum. Þannig sagði Þorsteinn Víg- lundsson frá því að einn morgun lá gömul netarúlla á tröppunum hjá honum og öðru sinni fékk hann sent stýrishjól af báti, en báðir þessir hlutir komu upp með veiðarfærum á miðunum um- hverfis Eyjar. Gagnfræða- skólinn hefur komið sér upp allgóðum vísi að náttúru- gripasafni. 1 sambandi við skólaslitin á hverju vori er haldin sýning á söfnunum: byggðasafninu, mannamynda- safninu og náttúrugripasafn- inu. Ættu Vestmannaeyingar að nota tækifærið þegar næsta sýnig verður, — á sunnudaginn kemur, 8. þ.m. J. B. í síðustu viku hélt Pólýfón- kórinn fimm kirkjutónleika í Kristskirkju í Landakoti. Hús- fyllir var á öllum tónleikum og Ragnar Jónsson, útgefandi Halldórs, vildi ekkert segja um það í gær, hvenær Para- dísarheimt kæmi út. ummæli blaða lofsamleg. Vegna tilmæla verða tónleik- arnir endurteknir sunnudaginn 8. þ.m. kl. 9 síðdegis. ^Qlimanrklrí Þessi sa"magi'ind var á sýningu JaUlll dtJJWfkl húsgagnaarkitelAa, sem halilin var fyrir skömmu, og iná búast við því að hún koini bráð- lega á markað. Grindin er úr teakviði, en pokinn er ofinn úr íslenzkri nll og er mjög rúmgóður. Saumagrindin er eklii aðeins þari'aþing lieldur einni.g heimilisprýði. Arkitekf ■uiinar Theódórsson. (Ljósrii. Þjóðv.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.