Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.05.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. maí 1960 JÖSEPSSON skrifar um GenfarráSsfefnuna ÞVERBRESTURINN í AFSTÖÐU ÍSLANDS LUÐVIK Ég hef áður í ummælum mín- um um Genfarráðstefnuna vik- ið að því nokkrum orðum, að þar hafi komið fram frá hálfu ríkisstjórnar íslands alvarleg- ur veikleiki, sem vel hefði get- að leitt til stórtjóns fyrir mál- stað okkar í landhelgismálinu. Vegna þess, að sá þverbrest- ur, sem þarna gerði vart við sig, er enn til staðar og getur hvenær sem er ógnað stöðu okkar í landhelgismálinu aft- ur, tel ég nauðsyniegt að víkja nokkru nánar að þessu veik- leikamerki. Því er oftlega haldið fram í skrifum um landhelgismálið, að þjóðin sé einhuga í máiinu og að af þeim ástæðum sé ekki á- stæða til að vera með tor- tryggni út í einn eða neinn í málinu. Það er að vísu rétt, að þjóð- in er einhuga í málinu, en þrátt fyrir það má ekki loka augun- um íyrir þeirri staðreynd, að ýmsir stjórnmálaforingjar þjóð- arinnar, ganga ekki heilir til verks í baráttunni fyrir fulln- aðarsigri í landhclgismálinu. Enginn vafi er þó á því, að stjórnmálaforingjar þeir, sem þannig er ástatt um, vilja, eins og þjóðin öll, sigur íslands í landhelgismálinu, en það er annað sem gerir þeim erfitt fyrir um einbeitta og örugga íramkomu í málinu. \ Og það voru einmitt veikleik- ar af þessu tagi, sem komu fram á siðustu Genfarráðstefnu um landhelgismálið og það er á þessum veikleikum, sem þjóðinni allri ber að hafa gæt- ar á næstunni í þeirri baráttu, sem nú er framundan í iand- helgismálinu. Samherjar og andstæð- ingar í landhelgis- málinu Strax í byrjun Genfarráð- stefnunnar kom það fram, eins skýrt og verða mátti, hverjar þjóðir eru raunverulega sam- herjar okkar og hverjar. eru andstæðingar. Samherjarnir eru þær þjóðir, sem þegar hafa 12 mílna almenna landhelgi og þá um leið 12 mílna fiskveiðiland- helgi og hinar sem hafa 12 mílna fiskveiðalandhelgi eða þar yfir. Þessar. þjóðir eru nú 31 tals- ins. Andstæðingar okkar í land- helgismálinu eru hins vegar þær þjóðir, sem harðast berjast gegn 12 mílna reglunni og lýsa þvi yfir að þær vilji hafa land- helgina sem alira þrengsta. Nánari skilgreining leiðir í ljós, að samherjar okkar eru: Sósíal- istísku ríkin, flest Arabarikin, og Suður- og Mið-Amerikurik- in og nokkur ríki í Asíu. Leiðandi ríki í þessum hópi á ráðstefnunni í Genf voru: Sovétríkin, Mexikó og Saudi- Arabía. Helztu ríkin í hópi andstæð- inganna eru: Bandaríkin, Vest- ur-Evrópuríkin (Bretlánd, Frakkland, Belgía, Holland, Spánn, Portugal, Þýzkaland ofl.), Japan, Ítalía, Grikkland og að lokum varð Kanada al- gjör bandamaður þessara and- stæðinga okkar. Með þessum andstæðingum okkar eru: Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland., Þannig stóðu fylkingar á Genfarráðstefnunni: Annars vegar andstæðingar okkar, hins vegar samherjar okkar. Fylkingarnar voru svipaðar að stærð, en auk þeirra var svo nokkur hópur ríkja, sem raun- verulega var skoðanalítill um megin deilumálin, og raunveru- lega ósjálfstæð leppríki. í þess- um hópi voru t.d.: Páfaríkið og Monte-Carlo sem engin ríki eru, og Austurríki, Sviss og Luxem- borg'. Þá. voru qlgjör leppriki Bandaríkjanna eins og Suður- Kórea og Suður-Viet-Nam og Formósu-Kína. Hins vegar voru ekki á ráðstefnunni Kína með sína 700 milljónir íbúa, ekki Norður-Kórea, ekki . Norður- Viet-Nam. og ekki Austur- Þýzkaland. Hálívelgja og hik Og nú skyldu menn halda, að minnsta kosti allir þeir sem hugsa um landhelgismálið eitt, að afstaða íslands hafi auðvitað ekki getað verið nema ein til þessara meginfylkinga á ráð- stefnunni, en það er, að standa í einu og öllu með samherjum okkar og gera stöðu þeirra, sem sterkasta á ráðstefnunni. En einmitt þegar velja þurfti á milli þessara fylkinga, kom veikleiki ríkisstjórnarinnar. í ljós. Þá gat hvert mannsbarn séð þann þverbrest, sem raun- verulega var til staðar í afstöðu íslands í landhelgismálinu. I»á sögðu til sín önnur pólitísk tengsl ríkisstjórnarinnar við andstæðinga okkar í landhelgis- málinu. Þá var eins og að höfuðand- stæðingarnir, Bandaríkin og Bretland hefðu að meira eða minna leyti vald yfir ríkisstjórn íslands. Áhrifavald þeirra kom svo fram í hikandi afstöðu íslands á ráðstefnunni og hálfvelgju í framkomu. Hér var Nato-pólitíkin í gangi, hór voru allar brýning- arnar um vestræna samvinnu og um vestræn vinaríki, vest- rænt lýðræði o.s.frv. Sömu brýningarnar og við fengum að kenna á um vorið 1958, þegar ákviirðunin var tekin um 12 mílna fiskveiðilandhelgi við ísland. Þá sýndi það sig, að þeir ís- lenzkir stjórnmálamenn, sem voru veikastir fyrir þessum brýningum, og þá óttuðust meir um Nato og „vestræna sam- vinnu“, en um landhelgismál íslands voru einmitt sömu mennirnir og nú ráða í ríkis- stjórn íslands. Þverbrestknir koma í ljós í Genf Hér skal í örstuttu máli drep- ið á nokkur atr.iði, sem augljós- lega sýna þessa þverbresti í aí- stöðu íslands, eins og þeir komu fram á ráðstefnunni í Genf. 1. Fyrsta ræða utanrikisráð- herra. í þessari ræðu var ekki tek- ið undir tillögur samherja okk- ar eins og Sovétríkjanna og Mexíkó með einu einasta orði, þrátt fyrir óskir okkar Her- manns Jónassonar þar um. Til- lögur beggja þessara ríkja upp- fylltu þó algerlega óskir okkar og tillaga Mexikó gerði jafnvel ráð fyrir 18 milna fiskveiði- landhelgi. í ræðunni vildu ráðherrarn- ir endilega lýsa yfir því, að ís- land vildi helzt scm þrengsta almenna landhelgi, en slík yfir- lýsing var auðvitað gerð fyrir andstæðinga okkar, en gegn samherjum okkar. Neitun ráðherranna á að taka undir tillögur samherj- anna og krafa þeirra um að lýsa yfir stefnu um þrönga landhelgi, sýndi auðvitað að hugur þeirra var bundinn við andstæðingana, við það að ná samningum við þá. 2. Bræðingstillaga Banda- ríkjanna og Kanada. Fyrsta viðbragð íslenzku rík- isstjórnarinnar við þessari hættulegu tillögu var að flytja skyldi breytingartillögu við hana og styðja liana svo á eft- ir. Hér komu fram óheilindi og hugsun urn sérsamninga við andstæðingana. Talið um brejd- ingartillögu frá íslandi stór- veikti stöðu okkar samherja, en andstæðingarnir montuðu af því að þeir hefðu Island á sínu bandi. 3. 18 ríkja tillagan. Ríkisstjórn íslands virtist engan áhuga hafa á þessari til- lögu og við tókum engan þátt í að styðja hana í umræðum. 4. Síðari ræða utanríkisráð- lierra. Þar var því beinlínis lýst yf- ir, þvert gegn vilja okkar Her- manns Jónassonar, að ísland vildi fallast á þrönga almenna landhelgi að því áskyldu að viðhlítandi reg'lur yrðu um fiskveiðilandhelgina. Þessi yf- irlýsing var auðvitað eins og tilboð íslands um samninga við andstæðingana, enda tóku brezk blöð strax upp þessa yfirlýs- ingu og bentu á þennan mögu- leika. 5. Orðrómurinn um sérsamn- inga íslands. Allan síðari hluta ráðstefn- unnár gekk látlaus orðrómur í enskum blöðum og á ráðstefn- unni um að 6 mílna ríkin væru að semja við ísland. Enska blaðið Observer til- kynnti beinlínis, að samningar Bretlands og íslands byrjuðu strax og búið væri að sam- þykkja bræðingstillögu Banda- ríkjanna og Kanada á ráðstefn- unni. Ríkisstjórn fslands hreyfði aldrei hönd eða fót til þess að mótmæla þessum sögusögnum, énda kannski ekki svo gott fyr- ir hana að gera það. 6. Flogið til London. Og svo kom fréttin um það að forsætisráðherra fslands væri kominn til London til þess að semja um landhelgismálið. Og skyndilega fljúga "þeir Gu.ðm. í. og Bjarni Benedikts- son fr.á Genf til London til viðræðna við Ólaf. Við Her- mann Jónasson fengum ekkert um för þessa að vita fyrr en á eftir. Um þetta leyti var altalað í hópi fréttamanna á ráðstefn- unni, að samið hefði verið við ísland. Samherjar okkar á ráð- stefnunni treystu auðvitað ekki lengur á fsland. 7. Breytingartillagan flutt. Og svo ákveður ríkisstjórnin, að breytingartillaga við bræð- inginn skuli flútt, þrátt fyrir andstöðu okkar Hermanns Jón- assonar. Þar með lýsti fsland því yfir, að það væri reiðubúið að sam- þykkja sem almenna reglu um fiskveiðilandhelgi, minna en 12 mílur, eða 12 mílur með 10 ára sögulegum veiðiréttindum, að því tilskyldu, að vísu, að ísland nyti sérstöðu innan 12 mílna. Breytingartillagan kom á há- punkti þess taugastríðs, sem háð var á ráðstefnunni á milli 12 mílna reglunnar og 6 mílna reglunnar. Barizt var af mikl- um ákafa um afstöðu nokkur.ra tiltölulega óákveðinna ríkja, eða pólitískt ósjálfstæðra. Öllum fulltrúum á ráðstefn- unni var ljóst, að það var Nató-pressan sem var að beygja ríkisstjórn íslands, að það var pressa Bandarikjanna og Bret- lands og vald þeirra á íslenzku ríkisstjórninni sem var að segja til sín. 8. Fulltrúi Bandaríkjanna segir frá samningum íslands og Bretlands. Og rétt áður en úrslitaaf- kvæðagreiðslan fer fram, seg- ir fulltrúi Bandaríkjanna í ræðu á ráðstefnunni ‘að hánn fagni því að vel skúli ttífða áfram samningum fsíands og Bretlands um hið sérstaka vandamál við ísland. Utanrík- isráðherra okkar benti að vísu á að það væri misskilningur Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.