Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 4. júlí 1965 — 30. árgangur — 146. tölublað. Verkfall hjá olíufélögum. — Sjá viðtal á 12. síðu VERKFALLAVIKA AD HEFJAST -ý. : JU’i* i Verkfall máí armanna smiða 5. og 6. júlí Verkalýðsfélögin í Málm- og skipasmíöasambandi ís- lands hafa ákveðið að gera sólarhringsverkfall nú í vik- unni til að leggja enn frekari áherzlu á kjarakröfur sínar. Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning fra Málm- og skipasmiðasambandi Islands: Félögin innan Málm- og skipa- smiðasambands Islands hafa undanfarið verið í samningvið ræðum, en lítið miðað í sam- komulagsátt. Hafa félögin því,. til þess að leggja enn frekari áherzlu á kröfur sínar. ákveðið að lýsa yf- •r sólarhrings vinnustöðvun n.k. Fimmtudag, þ.e. frá kl. 24 mið- vikudag 7. þ.m. til kl. 24 fimmtudag 8. þ.m. Meðlimafélög aambandsins eru: Félag járniðnaðarmanna, Rvík. Félag bifvélavirkja, Rvík. Félag blikksmiða, Rvík. Sveina- félag skipasmiða, Rvík. Járn- iðnaðarmannafélag Árnessýslu, Selfossi. Málm- og skipasmiða- félag Neskaupstaðar. Sveinafé- lag jámiðnaðarmanna, Akureyri Sveinafélag jámiðnaðarmanna, Vestmannaeyjum. Reykjavík, 3. júlí 1965. Vikan sem er að heijast verður mikil verkfallsvika enda þótt enn sé ekki um samfelldar verkfallsaðgerðir að ræða hjá verkalýðsfélögunum. En furðulegur og skammarlegur seinagangur er á samningaviðræðum og er eðlilegt, að verkalýðsfélögin taki að knýja á til að koma fram hinum sjálf- sögðustu kjarakröfum sínum. ■•■• ■. - ivi-.-.viv.dí.vv.-.t- Landsmót UMFÍ sett í gærmorgun að Laugarvatni r Landsmót CfMFÍ var sett að Laugarvatni f gærmorgun kl 8 í fegursta veðri og voru um 3000 manns viðstaddir setninguna sem fór mjög há- tíðlega fram. • Myndin er íekin er flokkur íþróttafólks gckk fylktu liði inn á íþróttavöllinn þar sem setningarathöfnin fór fram. Fréttamyndir og viðtöl frá mótinu verða birt í þriöju- dagsblaðinu. — (Ljósm. Þjóðviljinn). m&MSÓm SAMÞYKKTI ★ Það vakti nokkra athygli á borgarstjórnarfundinum síðast Iiðinn fimmtudag að fulltrúar Framsóknar í borgarstjórn sam- þykktu reikninga borgarinnar at- hugasemdalaust ásamt íhaldsfuil- trúunum níu og fulltrúa Alþýðu- flokksins. ★ Mun þetta vera algert eins- dæmi í sambandi við afgreiðslu borgarreikninga. Fulltrúar minni- hlutans í borgarstj. hafa jafnan fylgt þeirri reglu að greiða ekki atkvæði um borgarreikningana, þar sem fjölmörg atriði þeirra eru undantekningalaust þess eðl- is, að óhugsandi er fyrir stjóm- arandstöðuna að taka á þeim á- byrgð. Þarf ekki að rekja það nánar hve fjármálastjóm íhalds- ins er öll vafasöm og f veiga- miklum atriðum í algjöru ósam- ræmi við stefnu og baráttu and- stöðuflokkanna, enda oftsinnis verið harðlega gagnrýnd af þe:m í umræðum um fjárhagsáætlun og borgarreikninga. ★ En sem sagt, ekki aðeing hinn opinberi samherji íhaldsins, kratafulltrúinn Óskar Hallgríms- son lagði nú blessun sína vfir skattráns- og eyðslustefnu íhalds- meirihlutans. Fulltrúar Fram- sóknar Einar Águstsson og Bjöm Guðmundsson beygðu sig einnig í duftið og tóku fulla ábyrgð á óstjóm íhaldsins. Er ekki ótrú- legt að það veki nokkra athygh ekki sízt í röðum Framsóknar sjálfrar. Svanur leikur á Austurvelli í dag Lúðrasveitin Svanur leikur á Austurvelli í dag, sunnudag, kl. 3 síðdegis. Stjórnandi er Jón Sigurðsson (trompettleikari). Verkfall hjá olmfélögimum: Mánudag, þriðjudag Á morgun, mánudag, og á þriðjudag er verkfall Dags- brúnarmanna hjá olíufélögunum Olíufélaginu hf., Olíu- verzlun íslands hf. og Olíufélaginu Skeljungi hf. Nær vinnustöðvunin til alls þess svæðis sem Dagsbrún hefur samninga fyrir við olíufélögin. Vinnan sem stöðvast við þetta verkfall er vinna á olíustöðvunum sjálfum, túnna við lestun og losun olíuskipa, dreifing á olíu og bensíni, vinna bensínafgreiðslumanna hjá olíufélögunum, o. fl. Verkfall málm- og skipasmiða: Fimmtudag Á fimmtudag gera félögin í Málm- og skipasmiðasam- bandinu verkfall. Hefst það kl. 24 miðvikudaginn 7. júlí og stendur til kl. 24 fimmtudag 8. júlí. Verkíall Dagsbrúnar, Framsóknar, Hlífar, Framtíðarinnar: Föstudag. laugardag Á föstudag og laugardag, 9. og 10 júlí gera verka- mannafélögin og verkakvennafélögin 1 Reykjavík og Hafnarfirði, sem samflot hafa haft í samningaviðræð- unum, verkfall. Þaö eru Verkamannafélagið Dgsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkamannafélagið Hlíf og Verkakvennafélagið Framtíðin. Nær verkfallið til alls verkafólks á starfssvæði þessara félaga, nema starfsfólks Mjólkursamsölunnar, Áburðarverksmiðjunnar og olíufé- laganna. Þessa sömu daga, föstudag og laugardag, hefur Mjólk- urfræðingafélag íslands boðað til verkfalls í Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Rætt við einn af gömlu vikingunum áttræðan Sjá 6. síðu HERFERÐ GEGN HUNGRI m Tveir þriðju hlutar mann- kyns, um tvö þúsund miljón- ir manna, búa við hungur. Bilið milli þessa hluta mann- kynsins og íbúa iðnþróaðra ríkja breikkar stöðugt. Síðast- liðinn áratug hafa meðaltekj- ur vaxið árlega um 8.600 kr. á hvert mannsbarn víða á vesturlöndum, en ekki nema um 430 kr. á mann I van- þróuðum ríkjum. Enda er æviskeið íbúa vanþróaðra landa 30—35 ár eða helmingi styttra en í Evrópu. Öllum, sem kynnt hafa sér þessar staðreyndir, má vera Ijóst að heill mannkyns er undir því komin, að þetta bil verði brúað. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1961 að samtökin skyldu beita sér fyrir því, að hagvöxtur van- þróaðra ríkja verði a.m.k. 5% árlega fyrir lok þessa áratugs. U Þant, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því yf- ir, að með þessu móti megi bæta lífskjör íbúa vanþró- aðra ríkja innan næstu 25— 30 ára um helming. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna hóf þegar skipulagningu á svo nefndri Herferð gegn hungri, en það er sjálfboðastarf, sem nú er rekið f yfir 100 þjóðlöndum og fer vaxandi. Vandamál vanþróaðra ríkja eru fólgin f skorti bæði á fjármagni op þekkingu til jress að nýta auðlindir sfnar sjálf. Her- ferð gegn hungri miðar að því, að íbúar iðnþróaðra ríkja hjálpi íbúum vanþró- aðra landa til þess að hjálpa sér sjálfir. Þessi viðleini hef- ur þegar borið mikinn ávöxt, en betur má. Þó að þjóðartekjur Islend- inga séu þrefalt meiri á mann en bezt gerist í van- þróuðum ríkjum, hafa Is- lendingar enn ekkert lagt fram til þessa mikla sjá'f- boðastarfs Nú hafa 11 lands- sambönd æskufólks, Æsku- lýðssamband Island^, stofnað framkvæmdanefnd Herferð- ar gegn hungri, sem mun kynna vandamál vanþróaðra ríkja hérlendis og vinna að þvf, að Islendingar leggi fram sinn skerf f þessum ÚTBORGAR VIKUKAUP KR. 5,90! Borgaryfirvöld Reykjavíkur hafa löngum þótt sýna hörku og ófyrirleitni í útsvarsáiög- um og skattheimtu sinni, og ekki hvað sízt síðustu miss- erin. Sömu fhaldsforspraick- amir og fjargviðrast ssm mest út af hóflegum og sann- gjömum kröfum verkafó’ks um hækkuð laun og styttri vinnudag láta sig ekki muna um að hækka skattaálögumar stórlega ár frá ári og beita harkalegustu aðferðum við innheimtuna. I gærmorgun kom verkamaður í ritstjóm- arskrifstofur Þjóðviljans og sagði frá enn emu dæminu um ósvífna skattheimtu borg- arsjóðsins. Hann hafði fengið kaup sitt greitt hjá borgar- sjóði á föstudaginn, en í Iaunaumslaginu voru aðelns kr. 5.90 — fimm krónur og níutíu! Vikukaupið hafði að öðru leyti verið tekið upp í opinber gjöld! Það þarf ekki að hafa um þetta mörg orð. Skatfheimta sem þessi nær ekki nokkurri átt. Eða ætli Geir borgarstjóra Hallgrímssyni þætti þetta ekki þunnur þrettándi og erfitt að láta ekki hærri vikulann hrökkva fyrír brýnustu nauð- synjum fyrir sig og sína í heila viku? Og hvað segði Birgir I. Gunnarsson lögfræð- ingur og borgarráðsmaður eða Þórir Kr. Þórðarson prófessor í guðfræði og borgarráðsma/- ur — nú eða allir hinir í- haldsmennimir f borgar- stjóm! alheimsátökum við hungrið. íslendingum mun auðskilið, hvern ábyrgðarhlut þeir bera í þeirri baráttu. Stúdcntaráð Háskóla ts- lands. Samband bindindisfélaga skólum. Landssamband íslenzkra ungtcmplara. Ungmennafélag tslands. Iþróttasamband tslands. Bandalag íslenzkra farfugia. Iðnnemnasamband tslands. Samband ungra Framsókn- armanna. Samband jafnaðarmanna. Samband ungra Sjálfstæð- ismanna. Æskulýðsfylkingin — Sam- band ungra sósíalista. ,-j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.