Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. júlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J ,,Dómkirkjan, fljúgandi‘‘ var þetta mikla bákn almennt kallað á t'lugvélasýningunni miklu í París fyrir skömmu — og þetta vat ein þeirra flugvéla sem langmesta athygli og umtal vakti á sýningunni. Þessi risaflugvél, flutn.ingavélin AN-22, getur flutt 80 lestir eða 720 farþega. Með 42ja Iesta flutning innanborðs getur vélin flogið 11.000 kílómetra án viðkomu. Hámarkshraði flugvélarinn,ar er 740 kílómetrar á klukkustund. jr Aríð 1980 munu flugvélur Aeroflots flytjo 700 þúsund furjsegu ú dríg! □ Mikið orð hefur löngum farið af sovézkum flugvélasmiðum, flugvélar þeirra vakið óskipta athygli einkum síðasta áratuginn, og enn juku þeir hróður sinn á hinni miklu alþjóðlegu flug- vélasýningu í París fyrir skömmu. Nú er líka svo komið, segir Moscow News, sovézkt vikublað sem út er gefið í Lundúnum, að æ fleiri erlendir aðilar leita eftir kaupum á flugvélum, þotum, skrúfuvélum og þyrlum frá Sovétríkjunum. Ný gerð af rússneskri þyrlu. Blaðið hefur það eftir Júrí Dolgof. f ramkvæmdastj óra Aviaexport, þess verzlunarfyr! tækis eða stofnunar, sem ann- ast útflutning á flugvélum og skyldum varningi frá Sové- ríkjunum, að sovézkar flugvél- ar séu nú ekki einungis í notk- un í hinum sósíölsku löndum. heldur reynist þær einnig vel í Mali, Gíneu og Ghana, svo dæmi séu netfnd. Þyrlur smíð- ■ aðar í Sovétríkjunum og af gerðinni M—1 eru nú notaðar í Indlandi, Arabíska sambands- lýðveldinu og fleiri löndum Afríku. Stórar farþegaflugvélar og þotur, svo sem AN—24 og TU —124, eru eftirsóttar víða er- lendis. Síðarnefnda vélin er mjög endurbætt gerð hinnar frægu þotu, TU—104. Hinir nýju hreyflar þotunnar eru aflmeiri en þeir gömlu og þó mun sparneytnari, og meðal- hraðinn er liðlega 800 km/klst. og flugþol (fullhlaðinn: 44 far- þegar) 2100 km. Önnur farþegavél, sem vak- ið hefur mikla athygli utan Sovétríkjanna og er eftirsótt. er AN—24, teiknuð af Anton- of. Þetta er háþekja. knúin tveim hverfihreyflum (skrúfu- þota), getur flutt 44 farþega og 4 lestir af vörum. Það þyk- ir mikill kostur að flugvélin getur athafnað sig á grasvelli. Dolgof sagði að Aviaexport byggist við mikilli sölu á þyrl- unni FI—6 — stærstu þyrlu heims með 12—14 tonna burð-^ arþol. samanburðar má geta þess að flugleiðir SAS. skandinavíska flugfélagsins, eru nú samtals 141 þús. km). Jafnframt því sem flutningar aukast svona ört á helztu flugleiðunum milli stærstu borganna og byggðar- laganna, er aukin áherzla lögð á bættar flugsamgöngur, trygg- ari og tíðari, til hinna dreifð- ari byggða og milli smærri borga innbyrðis Til nota á þeim leiðum var fyrrnefnd skrúfuþota. AN—24. sérstak- lega smíðuð á sínum tíma. Hún getur. sem fyrr var sagt, athafnað sig á grasvöllum og þarfnast aðeins tæplega 500 metra langra flugbrauta við flugtak og lendingu. 200 milj. farþegar á ári éftir 15 ár • Daglegar ferðir Aeroflots á 350 aðalflugleiðunum eru nú 1200 talsins. auk nær því jafn- margra ferða milli einstakra smærri staða. í fyrra flutti fé- lagið alls 43 miljónir farþega á flugleiðum sínum í Sovét- ríkjunum og utan, en því er spáð að árið 1980 muni far- þegatala félagsins verða komin upp í 200 miljónir árlega, eða um 700 þúsund á dag. Gert er ráð fyrir að far- gjöld með sovézkum flugvél- um fari sílækkandi á næstu árum og munu þau þó nú vera Framan við flugstöðvarbygginguna á DOMODEDOF-flugvellinum, sem nýlcga var tckinn f notkun um 40 kílómctra frá Moskvu. hvað lægst sem þekkjast í heiminum. Notkun stórra flug- véla hefur aukið hagkvæmn- ina í rekstri til mikilla muna og á síðustu árum hafa flug- fargjöldin lækkað um fjórðung a.m.k. Nú eru t.d. fargjöld á leiðum allt að 1600 km löng- um svipuð og fargjöld með hraðlest á landi, en tímasparn- aður á fluginu er geysimikill, klukkustundarflug getur jafn- gilt tveggja daga lestarferð! Mikið hefur verið unnið að mannvirkjagerð í sambandi við farþegaflugið í Sovétríkjunum, eins og áður var drepið á. og rík áherzla er lögð á öryggis- málin og allt sem þeim er samfara — nýir flugvellir tekn- 'r í notkun hver af öðrum. Frá hinum nýja Séremetévó-flug- velli við Moskvu liggja leiðir flugvéla til 40 landa víðsvegar um heim. í flugstöðvarbygg- ingunni þar, geysistórri og ný- tízkulegri, er auðvelt að af- greiða 1500 farþega. Þing U.M.F.Í. Á föstudagskvöld lauk sam- bandsþingi Un'rmennafélags ís- lands, sem hófst á fimmtudag. Sátu þingið 60—70 manns. Mörg mál voru afgreidd og lauk þing- inu með kosningu í sambands- stjórn. Sambandsstjóri U.M.F.Í. var kosinn Eiríkur Eiriksson, aðrir í stjórn voru kjörnir Hafsteinn Þorvaldsson H.S.K., Guðjón Ingimundarson H.S.S., Sigurður Guðmundsson H.V.Í og Árnúutm Pétursso* U.M.S.K. fyrir í stjóm eru þeir Skúli Þorsteinsson, Stefán Ólafur Jónsson og Jón, Ólafsson. Skúli Þorsteinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri U.M.F.Í. lýsti því yfir á þinginu að hann mundi hætta störfum. NÝJA SÍMANCMERIÐ OKKAR ER Hárgreiðslustofan F J Ú L A . Langholtsvegi 89. Nýir flugvellir og flugstöðvarbyggingar • Svo vikið sé að flugmálun- um í Sovétríkjunum almennt, þá hefur geysimikil gróska verið í þeim á undanförnum árum. Þannig hafa 53 nýjar flugstöðvabyggingar risið af grunni í landinu á síðustu 5 árum og 26 ný flugvallarhótel hafa verið smíðuð. Nýverið var stærsti flugvöllurinn í Sovét- ríkjunum fullgerður, Domode- dof-flugvöllurinn í nágrenni Moskvu, en hann er fjórða flughöfn höfuðborgarinnar. Margir aðrir fluvellir til við- bótar verða bráðlega opnaðir til notkunar í almennu far- þegaflugi Árið 1958 voru aðeins, 400 flugfreyjur í þjónustu Aero- flots. sovézka flugfélagsins, en nú skipta þernurnar þúsund- um. Mikill fjöldi þeirra talar ýmis erlend tungumál Á þessu ári er áætlað að fluttir verði 42 milj. farþegar á þeim flugleiðum. um 420.000 km löngum, sem fengja 2500 borgir í Sovétríkjunum. (Til KODAK INSTAMATIC 100 með innbyggSum flashlampa, KR. 864,- AUÐVELD AÐ HLAÐA ! mammmmmmmum AUÐVELD I NOTKUN AUÐVELT AÐ NOTA FLASH AUÐVELT AÐ HAFA MEÐ SÉR ItoAák 1= HANS PETERSEN SiMi 20313 BANKASTR/ETI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.