Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 12
Tveir dagar og engin oiía Þegar skógræktarstjóri er búinn að taka við nótu fyr- ir benzíni og smurolíu, 'gefst Árna Sigursteinssyni, af- greiðslumanni Skeljungs við Reykjanesbraut örlítil stund. Hann segist fús til viðræðna um verkfall starfsfólks oliu- félaganna. sem hefst á morgun. Ég hef unnið við benzínafgreiðslu í fimmtán ár, segir Árni og þekki mæta vel þau kjör, sem hér er að fá. — Hvernig er vinnu ykkar háttað? — Við vinnum á tvískipt- um vöktum. Skiptingin getur hins vegar verið eftir sam- komulagi hjá afgreiðslu- mönnunum, en á sumrin er unnið hér frá 7.30—10.30 Sunnudagur 4. 146. tölublað. A SaHundur Norræna samvinnusambands. Olíustöð Skcljungs við Reykjan,esbraut. Nú hefur veriS boðað' verkfall hjá olíufélögunum á morgun og þriðjudaginn. Verkfall þetta er ætlað til að ýta á eftir samningum og líklega eru fáir, sem skilja betur en starfsmenn olíufélaganna, hve mikil þörf er á því að bæta kjörin. Fáir munu hafa smán- arlegri laun en einmitt starfsmenn olíustöðvanna hér á landi og er þá langt jafnað. Va-tmaður, sem innir af hendi 46 tíma vinnu á viku fær tæpar 8 þúsund krónur á mánuði og afgreiðslumaður, sem gegnt hef- ur þeim störfum hálfan annan áratug fær um 10 þús. kr. á mánuði. Olíufélögin eru sem kunnugt er angar gríðarstórra risasamsteypa erlendra. Auðfélög þessi eru ein þau ríkustu í heimi, og starfsmenn þeirra erlendis búa við mun hærri laun en hér á landi. Þess vegna ættu fé- lögin að geta greitt hærri laun hérna, en atvinnu- rekendaþjónustan er söm við sig og sein að átta sig á staðreyndum. Hér fer á eftir stutt viðtal við Áma Sigursteinsson, sem verið hefur starfsmaður á olíustöð í 15 ár og er öllum hnútum kunnugur. nema á sunnudögum, þá er aðeins unnið til 10. Sumir skipta vöktunum kl. 2 á dag- inn. Hins vegar er unnið til 11 á veturna. Að jafnaði árið um kring er vinnuvik- an hjá okkur 46 tímar. — Og launin? Launin eru smánarlág. Ég man ekki alveg hver byrjunarlaunin eru, en eftir 2 ár eru launin 9.777.00 plús þessi vísitöluuppbót frá í vor. Síðan er engin hækkun á laununum og þú getur nú nærri hvort nokkur getur lif- að af þessari hýru. — Það er semsé engin starfsaldurshækkun. — Nei, ég hef unnið við afgreiðslu á benzínstöð í fimmtán ár og hef sömu laun og þeir, sem unnið hafa í tvö. — Hvenær er mest að gera hjá ykkur? — Á helgum og rétt fyrir þær. — Eru menn nokkuð farn- ir að hamstra fyrir verkfall- ið? — Þeir byrja á því á föstudag, laugardag og sunnudag. Þetta kemur því þannig út hjá, okkur, að við verðum að vinna mjög mik- ið fyrir og eftir verkfallið. Og ekki má bæta við mönn- um verkfallsdagana. — Að lokum, Árni, hvað viltu segja um þessa aðferð í kjarabaráttunni? — Ég tel hana sannarlega þess verða aö reyna hana. Verkfall í hálfan mánuð t.d. er flestum næstum ofviða, því launin eru ekki svo mik- il að hrökkvi fyrir nauð- þurftum svo lengi. Þessi verkföll í einn eða tvo daga koma því betur út fyrir okk- ur, en koma óneitanlega tals- vert við þá, sem þeim er beitt gegn. Verkföllin eru einu vopnin, sem við höfum í kjarabaráttunni og þeim verðum við að beita, þegar viðsemjendumir hafa ekki þá sanngimi til að bera að vilja koma til móts við hóflegar kröfur okkar. Við starfsmenn olíustöðva verð- um flestir að hafa tvö störf til að komast af. Allir sjá hversu slæmt slíkt hlýtur að vera, því 46 stunda vinnu- vika er hámark fyrir þá, sem vilja lifa menningarlífi. Aðalfundur Norræna sam- vinnusambandsins (NordiskAnd- eslforbund, NAF) verður hald- inn að Hótel Sögu dagana 4.—7. júlí næstkomandi. Er þetta í fjórða skiptið, sem samtökin halda aðalfund sinn hér á landi. Á fundinum mæta um hundrað fulltrúar, íslenzkir og erlendir. NAF var stofnað 1918 til inn- kaupa fyrir samvinnusamtökin í Svfþjóð, Noregi og Danmörku. Tíu árum síðar gengu svo finnsku samvinnusamböndin tvö í sambandið og 1949 bættist Samband ísl. samvinnufélaga í hópinn. Hin sex samvinnu- sambönd Norðurlanda eiga því öll aðild að. þessum heildarsam- tökum. Tilgangur NAF er fyrst og fremst að sjá um vöruinnkaup fyrir aðildarsamtök sín á heims- markaðinum á sem hagkvæm- ustum kjörum. Aðalskrifstofur sambandsins eru í Kaupmanna- höfn, en auk þess hefur það skrifstofur í Lundúnum, San Francisco, Valensíu á Spáni og Santos í Brasilíu. Af vöruteg- undum þeim, er sambandið kaupir inn, má nefna kaffi, á- vexti, hrísgrjón, kakó og gúmmi. Umsetning NAF á árinu 1964 nam 511,6 miljónum danskra króna og jókst á árinu um 24%. Hluti S.Í.S. í umsetning- unni hækkaði um 4%. Eftir að samvinnusamböndunum hafði verið úthiutað tekjuafgangi, að upphæð d. kr. 2.5 milj. varð tekjuafgangur á rekstrarreikn- ingi d. kr. 119.437. Að viðbætt- um eftirstöðvum frá fyrra ári, sem nema d. kr. 926.984 eníJ til ráðstöfunar á aðalfundi d. kr. 446.457. 1 stjórn • NAF eiga sæti: Frá Svíþjóð: Garl Albert Anderson, sem er formaður, Harry Hjalm- arson, John Gillberg. Frá Dan- mörku: Ebbe Groes, sem er varaformaður, Poul Nybo And- ersen. Frá Finnlandi: Paavo Viding, Uuno Takki. Frá Nor- egi: Peder Söiland. Frá Islandi: Erlendur Einarsson. Fram- kvæmdastjóri NAF er Svíinn Lars Lundin. ÆS/ skipar nefnd tif fherferðar gegn hangri Á síðasta þingi Æskulýðssam- bands íslands var einróma sam- þykkt, að samtökin skipuðu nefnd, er starfaði að fram- kvæmd „herferðar gegn hungri", (Freedom from Hunger Camp- aign), en hún fer fram um allan heim á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (Food and Agriculture Organisation). Skal nefndin starfa að fjársöfnun hér á landi til ákveðins verkefnis í þróunarlöndunum, en ákveðið verður í sameiningu af hinni ís- lenzku framkvæmdapefnd HGH og Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Nefndinni til aðstoðar starfar samstarfsnefnd, er skipuð er einum fulltrúa frá hverju aðild- arsambandi ÆSÍ. :*i> í-|1 iiJiW ^j, Síðastliðið haust skipaði ÆSÍ undirbúningsnefnd til þess að athuga möguleika á því, að sam- tökin tækju þátt í alheimsbar- áttu þessari. í nefndina var skipaður einn fulltrúi frá hverju Framhald á 2. síðu. Árni afgreiðir hjá SHELL. Jón Póll hjá Jassklúbbnum Á mánudagskvöldið gefnr Jassklúbbur Reykjavíkur jass- unnendum kost á að hlýða á Jón Pál gítarleikara á hinu vikulega Jasskvöldi er þeir halda f Tjam- arbúð. Hafa forráðamenn Jassklúbbs- Ins fengið Jón Pál hingað til lands, einungís í þessu skyni. en hann hefur leikið nú í rúmt ár með Neó-tríóinu í Danmörku, og mun hann aðeins dveljast hér á landi í rúman sólarhring. Með Jóni Páli munu leika úr- valsjassleikarar, þeir Þórarinn Ólafsson, Sigurbjörn Ingþórsson og Pétur Östlund. Einnig mun koma fram á jasskvöldinu hljóm- «*ult Gunnars Ormslev og fleiri. Jassumjendum er ráðlagt að nota þetta eina tækifæri, sem þeim gefkt nú í langan tíma lil að hlusta á Jón Pál. IIÍSIIISEYJMIIIOHOSH SURTSEY í bóknni er rakin sagan af gosinu og myndun eyjarinn- ar fram í apríl sl. 24 síður myndir, 12 I litum eftir kunn- ustu ljósmyndara. SURISEY SURTSET SDOISEI snDiniifpnn hIH GISLI B. BJÖRNSSON teiknari sá um listrænan frágang bókarinnar. Hún er gerð hér heima að öllu leyti, myndamót í Kassagerð Reykjavíkur, prentun og bókband í Hólum hf. Stærð bókarinnar er stillt í hóf, svo að hún gæti orðið sem ódýrusf. Hún kostar innbundin, með hlífð- arkápu í litum 160 kr., eða með sölu- skatti 172 kr. Bókaútgáfan HEIMSKRINGLA Laugavegi 18. símar 15055, 22973

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.