Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. júlí 1965 — ÞJÓÐVTXJINN — SlÐA J JÓN RAFNSSON kem svo dótinu heim á tveim hestum um kvöldið. Þá er ferð- inni lokið — og ég farinn að búa á Gönguskörðum. Svo var ég að heyra flutn- ingasögu mína í ævintýraleg- um útgáfum, og allir störðu á mig: manninn sem flutti sig einn á sexæringi! Þetta sumar gekk hitaaida yfir Norðurálfu og það var svo heitt að illt var að hreyfa sig nema strípaður úti; og.oft fór ég í ána það sumar. Þarna rétt hjá túninu er flói, sem aldrei var hægt að heyja á fyrir bleytu. Þegar vorönn- um var lokið og ekkert að gera, en bví var ég óvanur. fer ág að athuea flóann, þar var veí sprottið, og þegar svo var sig- ið úr að grasið lá á þurru. þótt ég stæði í vatni, fer ég að slá. Ég sló múgaslátt, og hevið bornaði siálfkrafa. Þarna fékk ég 90 hesta. auk 10, sem ég seldi manni á Sauðárkróki. Þegar ég var að fást við s'ð- ustu baggana kom maður ve.t- an yfir Kolugafjall. bóndi vest an úr Húnavatnssýslu. Hann staldrar við og kemur heim þangað sem ég er að bera upp heyi.ð og segir: ,.]5g á ekkert erindi hingað og hef aldrei komið hér áður, en það var þetta stóra hey sem narraði mig heim. Er betta nýtt hey? Hvernig fékksfu þetta?“ Hann sagðist ekki vita til þess að farið væri nokkurstað- ar að bera ljá í gras í Húna- vatnssýslu, og bað mun heldur ekki hafa verið í Skagafirði — því þurrlendi spratt. ekki fyrir þurrki. Það eru mes*u þurrk- ar sem ég hef lifað. Þarna hafði ég heviað 100 hesta rél1 við túnið áður en nokkur ann- ár bar ljá í'gras. svo vel byn- aði bitskanuririn f Gönguskoið- um. Móðir mtn dó á næsta vetri, og því hætti ég að húa um vor- ið. — en Helga varð kyrr og bjó áfram, hún át.ti fimm kýr o.fl. fénað. Það er grösugt á Heiði og útbeit ágæt en ákaf- lega þi'öngt og því ekki víðsýnt. Það er ólíkt að sjá Tindastól að íraman eða þama frá Heiði. Fjallasýnin af Skaganum er dá- samleg — ógleymanleg. Já, það er dásamlegt land á Skaga. — Ég keypti mér lausa- mennskubréf og fór á Sauðár- krók um vorið. Um sumarið var ég hjá Hallgrími Thorlaci- usi í Glaumbæ. Ég losaði ekki nema á 33 hesta á dag, en Ami Hafstað losaði á 50. Hann var mikill sláttumaður, óskaplegur jötunn sterkur og duglegur — en ég trúi þvf ekki samt! Um haustið var ég í slátur- húsinu á Sauðárkróki og þaö haust lenti ég í smávegis æv- intýri. Póstgöngur voru þá með öðmm hætti en nú, og einu sinni spyr Kristján Blöndal póstafgreiðslumaður mig hvort ég get.i ekki farið fyrir sig vestur á Skagaströnd með bréf, því liggi á. Ég heiti því. Það dróst eitthvað í tímann með bréfið svo ég komst ekki af stað fyrr en klukkan tíu um morguninn. — þá var byrjað að snjóa. Ég fer svo upp hjá Heiði og vestur yfir Koluga- fjall, var þá kominn hnésnjór, en frostlaust. Ég hafði farið þessa leið áður og vissi af bæ við Laxá. Veðrið herðir a,l'.1af og snjókomuna. Ferðin gengur seint, ég er alltaf í pöldrum, en geng beint strik og er mjög heitur og því alltaf að drekka. Þegar ég kem að ánni finnst mér ég vera orðinn magnþrota, en held samt yfir hana, en þeg- ar þangað er konvð, þar sem veðrið nýtur sfn til fulls, ræð ég mér varla fyrir roki og snjó- komu. Samt held ég áfram, en lendi brátt í gili sem var orð- ið fullt. af snjó. Þá var ég orð- inn svo grútmáttlaus — af vatnsdrykkju og snjóáti, var matarlaus — að ég gref m’g n>ður á lyng — og sé þá rétt upp úr skaflinum. Svo sting ég stafnum uppúr skaflinum og leggst fyrir. Ég hafði hund og lét hann leggjast á fætur mér, — sofna síðan vært. Þetta var klukkan 5 síðdegis og ég vakna ekki aftur fyrr en klukkan 8 morguninn eftir. Finn ég þá að ég er stálhraustur. Drif ég mig þá upp úr skaflinum. Þar uppi er afspymurok, og bylur og grimmdarfrost. Samt brölti ég áfram, en varð •pðru hvoru að snúa mér undan, því rokið og snjórinn ætluðu að kæfa mig. Svo kem ég að vallargarði. Hundurinn fer upp á garðinn, þefar þar út í loftið og hleyp- ur síðan og hverfur í bylinn. Ég bíð og brátt kemur hund- urinn aftur og við förum sam- an heim að bænum, sem var skammt frá. Mér leið ágætlega vegna þess að mér hitnaði öil- um eftir að hundurinn var lagztur á fæturna á mér og hit- aði mér. Á bænum var ég dag- inn og nóttina og fékk svo skíði og hélt áfram til Skagastrand- ar. Þetta mun hafa verið sama veðrið og margar skútur fórust í. — Um veturinn fer ég svo suður á land og er í Xnnri- Njarðvík. Við fórum margir strákar suður. þ.á.m. Friðnk Hansen. Ég var á mótorbát með Tuxhamvél — sem var alltaf að bila, en hér í Rvík var maður sem kallaður var Óli galdra, og hann var alltaf sóttur til að gera við vélina — en það mun h'elzt hafa verið að vélinni að maðurinn sem átti að stjóma hcnni kunni ekki á hana. Ég hafði lofað Thorlaciusi því að vera hjá honum í Glaum- bæ um sumarið. En þegar ég kem frá Njarðvík hingað (til Reykjavíkur) er Kirk að byrja á hafnargerðinni. Ég fer til Kirks, hitti hann á laugardegi, og spyr um vinnu. ,.Farið til Erlendar Zakaríassonar og ef hann vantar ekki mann þá vantar mig ekki maim", svar- aði Kirk. Á mánudagsmorgun- inn fer ég vestur á Mcla, var sagt að Erlendur væri þar, og spyr eftir verkstjóranum. — „Kanntu að moka?“ spyr hann. „Get kannski ekki sagt það, en hef borið það við". ,.Farðu þá til mannsins þama og vinndu með honum“. — „Maðurinn þama“ var sá hinn sami er síðar lenti milli tveggja vagna og missti báða fætur. Ég var óvanur því að vera síztur þar sem ég vann, en hjá þessum manni stóð ég ky.rr! ...Þetta er allt í lagi. Þetta.eru öðruvísi handtök heldur en á sjónum'1, sagði maðurinn þeg- ar ég hafði orð á ódugnaði mínum. Hvernig sem ég ham- aðist gekk ekkert hjá mér í samanburði við afköst hans. Mér fannst ég þreyttur þaö kvöld. Á þriðjudagsmorguninn var ég allur lurkum laminn og fannst ég ekki geta hreyft mig. Eftir þrjá daga lagaðist þetta. Svo stend ég við heit mín: fer í kaupavinnu norður í Glaumbæ og vinn í sláturhús- inu á Sauðárkróki um haustið. Sendi Erlendi svo skeyti ura vinnu og fæ svar um hæl: ..Velkominn sem fyrst. Zakarí- asson“. — Á vert.íðinni ræð ég m'g á bát í Sandgerði, hjá Lofti Bjamasyni. Við fórum héðan, en skammt fyrir utan, á leið til Sandgerðis, bilar hann og er hér í viðgerð f þrjár vikur — mesta aflatíma vertíðarinn- ar og varð hlutur okkar lé- legur. Við gerðum kröfu um hætur. Loftur neitar, en Gfeb Sveinsson, síðar sýslumaður tök mál okkar að sér, og fékk hverjum okkar dæmdar 70 kr. í skaðabætur, sem var töluvert fé á þeim árum. — Það var á þcssum tíma, 1914. að ég sá > onu mfna. Hróðnýju, nýkomna ofan frá Deildartungu. Þetta vor lenti ég í húsi hiá Jóni bróður henpar, og byrjaði strax að skjóta mig í henni — iá, það virtist ganga vel. Hún fór svo í kaupavinnu í Borgarfirði. en ég á árabát austur á Norðfjörð. Um haust- ið, þegar ég kem aftur, sæki ég Hróðnýju upp í Borgarfjö-ð. ITm veturinn stunda ég bir eyrarvinnu og um vorið (1916) giftum við okkur og flytjnm Framhald á 9. síðu. Rithöfundar hinna ungu afrísku bókmennta eru í talsverðum vanda staddir: þeirra heimafólk er enn óbókvant fólk og les þá helzt stutta eld- húsreyfara — lesendur þeirra sitja í London og París, hvitir menn með dalítið vafasaman áhuga á furðum Afríku. Frá þessu vandamáli er greint í eftirfarandi grein, sem að mestu byggir á verkum og reynslu þekktasta skálds Nígeríu, Amos Tutuola. 1 útileikhúsum hefur þjóðleg sagnahefð aftur tengzt söngvum og dansi: Myndin sýnir listafólk úr dansflokknum AFRICANA. Nýjar bókmenntir lesendaskortur og þjóðleg sagnhefö Fyrir tólf árum tókst Amos Tutuola að gera heim allan forviða — ástæðan var bók hans „Pálmavíndrykkjumaður- inn“. Síðan hefur hann gefið út fjórar bækur aðrar, og hann er meira lesinn en nokk- ur annar rithöfundur f Nígeríu. En enginn hefur fetað í fót- spor hans. Sá vandi er hann jnætir er sérstaklega forvitni- legur. Afrískur rithöfundur mætir ákaflega miklum erfiðlei'kum bæði í vali liesandahópg og í efnisvali. Góðir rithöfundar afrískir eru næstum því ein- vörðungu lesnir utan sír.s eig- in lands. Veligengni þeirra ræðst í París og London. Hugs- anlegir lesendur heima fyrir hafa ekki efni á að kaupa bækur þeirra. Þeir skrifa um sitt fólk en ekki fyrir það. Vit- undin um hina hvítu lesara verður til þess, að þeir eru ekki fúsir til að gagnrýna sin- ar blökku sögupersónur; þeir freistast einnig oft til þess að gefa mjög nákvæmar lýsing- ar og útskýringar á aðstæðum sem Afríkumenn þekkja ofur- vel sjálfir. Skrifi þeir á afrískri tungu er ekki þar með sagt, að þeir nái til fólksins. Einna helzt ná þeir þá til bókmenntaskrifstofa ríkigins, til trúboðanna og ef til vill skólanna. Rithöfundur verður að skrifa fyrir þá sem vanir eru að lesa, og þessir lesendur hafa yfirleitt sagt skilið við gamlar hefðir og þau tungumál sem töluð eru á hverjum stað. ★ INígeríu hefur rithöfundur þó nokkum möguleika til að fá verk sín útbreidd meðal al- mennings, möguleika sem varla gætir annarsstaðar. Til eru nokkur smáútgáfufyrirtæki sem selja bæklinga fyrir svo sem nokkrar krónur. Höfund- ar bæklinganna eru langflest- ir Nígeríumenn og skrifa und- antekningalítið á ensku. Kjall- aragreinar Viktoríutíma, upp- byggileg rit og ameriskar leynilögreglusögur eru þær fyr- irmyndir í stíl gem helzt er litið til. Þar heyrast viðvör- unarhróp gegn tóbaki, drykkju- skap og léttúð, finna má le;ð- arvísa í kurteisi, ábendingar um það hvemig menn geti grætt peninga — og látið sér haldast á þeim, svo og hag- nýt ráð fyrir æskufólk eins og ,,Hvers vegna hata skækjur gifta menn og elska pipar- sveina". Stuttar sögur, sem þannig eru gefnar út, eru einnig full- ar með siðferði. Þær fjalla um slægð konunnar, um dapur- legt hlutskipti hórunnar, um náungann sem tók fenedrin fyrir próf, um hjónaband sem til er stofnað af ágjörnum ætt- ingjum. Bækumar heita nöfn- um sem þessum: „Hún dó á vori æsku sinnar“, „Ástin finn- ur sér ætíð skjól“. Einnig má finna rit er hafa brýnt erindi að flytja eins og „Síðustu dag- ar Lúmúmba". Þessi tilviljunum bundni en blómlegi bókamarkaður kemst aldrei út fyrir landa- mæri Nígeríu. En jafnvel Sví- þjóð átti sér fyrir aðeins hálfri öld svipað blómajkrúð bæklinga. Máske er það nauð- synlegt, að slíkur lággróður vefjist um rætur alvarlegri bókmennta áður en þær geta fest rætur i ættjörð sinni og landsmenn sjálfir geri þá upp- götvun að þær séu til. ★ Aðrir erfiðleikar afrískra höf- unda eru tengdir sjálfu efnisvalinu. Eiga þeir að gefa sig að nútímakveðskap eins og við skiljum hann, eða snúa aftur til hinna þjóðlegu hefða í landi ?ínu og reyna að skapa af þeim nútímalist? Þeir nígerískir rithöfundar, sem máli skipta, hafa tekið sét nútímaskáldsöguna ensku sér til fyrirmyndar. Amos Tutuola einn hefur snúið sér að þjóð- sögunnf og ummyndað sögur Júrobaþjóðarinnar í gkáldsög- ur, skrifaðar á furðulegri afr- ískri ensku. En Tutuola er ekki vinsæll í Nígeríu. Skáldbræður hans telja, að velgengni hans í Evrópu og Bandarikjunum hvíli á áhuga þeirra hvitu á furðum heimsins, fram bomum í listrænum umbúðum, ánægju þeirra yfir því að heyra Afr- íkuménn tala á bamamáli um frumskóga og töframenn. Hin munnlega bókmennta- hefð er dauð í Evrópu. Leik- ritagerð á tímabili Elísabetár fyrstu gat enn ausið af bmnni þjóðsagna og hjátrúar, sem enn voru í fullu gildi meðal almennings. Þegar skáldsagan kom til skjalanna í bytjun átjándu aldar var hinn þjóð- tegf skáldskapur þegar geng- inn ; bókmenntimar, samband- ið við hann var aðeins „ó- beint“. En í Afriku i dag ger- ast bau tíðindi, að sprelllifandi bjóðleg hefð mætir þeirri nú- tímatilveru, sem skáldsagan tjáir ef til vill bezt. ★ Tutuola verður ekki kallaður frumlegur fyrir þær sakir einar, að hann hafi notað þjóð- sögur, heldur fyrst og fremst sakir þess að hann breytir þeim í skáldsögur. f hinni frönskumælandi Vestur-Afríku hafa svipaðar tilraunir -verið gerðar til að breyta þjóðsög- unni, sem berst manna í milli í munnlegri frásögn, í nútíma- bókmenntir. Einn slíkra höf- unda er Birago Diop, sem álít- ur að hann geti með bók- menntalegum ráðum bætt upp bað sem glatast be2ar hinni munnlegu aðferð sleDpir: svir>- brigði og látbragð frásögu- mannsins, söngvana, hina vivku þátttöku áheyrendanna. En Framhald á 9. síðu. Þær Iesa enduruppbyggilcga reyfara um óhamingjusama ást. — Markaöskonur í Nígcríu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.