Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 4
4 SÖ)A — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 4. júlí 1963 Otgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósialistaflokto- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Simi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Það má/ ski/du Emil&Bjarni gtjórnarblöðin eru svolítið íeimnisleg þegar þau reyna að þakka ráðherrunum sínum íyrir síld- veiðistöðvunina og er það ekki nema von. Þau tala verr og verr um gerðardóminn um síldarverðið og vilja kenna honum um allt saman. Að sjálfsögðu ákvað gerðardómurinn bræðslusíldarverðið í nánu samstarfi við ríkisstjórnina og haft var algert sam- spil um tilkynningu verðsins og útgáfu bráða- birgðalaganna. Og þó þau væru höfð í formi heim- ildarlaga mun enginn efast um að ríkisstjórnin var staðráðih í að framfylgja þeim út í æsar og hefði gert það ef sjómenn hefðu ekki tekið í taumana. Og það var mótmælaaðgerð sjómannanna sem kom nægum skilningi inn í verðlagsráðsmenn til að á- kveða viðunanlegt verð á Suðvesturlandssíld og söltunarsíldinni,. en sannarlega ekki bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar. ^fsakanir stjórnarblaðanna fyrir framkomu Bjarna Benediktssonar, Emils Jónssonar og kumpána \>.>ðast gerðar í sögufölsunarskyni eingöngu, í botari von að einhverntíma í framtíðinni trúi ein- nver því að þær hafi við rök að styðjast. Þeim sem fylgzt hafa með málum þessa eftirminnilegu viku Wa fúllvel hvað gerðist og hvernig þ)áð"*gerðist. Hvað eftir annað hefur það gerzt, að ráðizt hefur verið á lífskjör sjómannastéttarinnar af skammsýn- um og íhaldssömum valdhöfum. Sjómenn hafa mót- mælt harðlega með orðum, má minna á mótmæli gegn hinum alræmdu gerðardómslögum Emils og íhaldsins, sem höfð voru til að minnka hlut síld- veiðisjómanna. Á orð sjómannanna var ekki hlust- að. I vikunni sem leið töluðu íslenzkir sjómenn því máli, sem meira að segja Bjarni Benediktsson og Emil Jónsson skilja, og að sjálfsögðu varð ríkis- stjórnin að láta undan og hætta við árásina á lífskjör sjómanna. Það er sannleikur málsins, öll- um augljós. Tafarlausa samninga! ^tvinnurekendur eða réttara sagt íhaldsklíkan í Vinnuveitendasambandinu neitar enn að semja við verkamenn og verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði og víðar á landinu um einföldustu og sjálfsögðustu leiðréttingar á kjarasamningum þess- ara starfstétta. Þeir neita að semja við verkamenn og verkakonur um aldurshækkanir kaups og greiðslu fyrir veikindadaga, líkt því sem opinber kjaradómur telur rétt að verzlunarmenn njóti. Þeir neita að semja um eðlilega hækkun á kaupi og styttingu vinnuvikunnar. yerkamenn og verkakonur hafa sýnt langlundar- geð í þessum samningum sem óvenjulegt má teljasí í vinnudeilum. Einungis hefur verið farið í skyndi- verkföll til að knýja á um samningsgerð. Ætli íhaldsklíkan í Vinnuveitendasamandinu hins vegar að halda áfram að neita að semja við verkamenn um siálfsögðustu kjarakröfur, hljóta verklýðsfélög- in að fara að láta það steinrunna afturhald finna til máttar samtakanna. — s. Menntaskólanemi segir skoðun sína um skólamá □ Skólamál hafa mjög verið til umræðu í blöðum og útvarpi að undanförnu. Ýmsir skólamenn hafa látið frá sér heyra og hefur mönnum þótt á skorta, að sjónarmið nemenda kæmu fram í umræðum þessum. Nú hefur menntaskólanemandi sent Þjóðviljanum grein til birtingar um þessi mál, sem svo ofarlega eru á baugi, og fer hún hér á eftir. Stúdentar. Nauðsynlegt er að búa vel að þeim sem nám stunda Það hefur margt veriS skraf- að og skrifað um skólamál hér á landi undanfarið. Samt hef ég hvergi séð neinn skólanem- anda tjá sig á prenti um þetta mikilsverða mál. Mér finnst það jafnvel öfugþróun, að þeir sem virðast eiga einna mest undir þessum málum komið skuli þegja. Og þar sem ég hef lengi haft áhuga á róttæk- um breytingum skólamála og hef þess vegna heyrt og mun- að skoðanir skólafélaga minna og reynt að mynda mér á- kveðna skoðun, tel ég mig nógu færan til þess að skrifa smágrein um þetta mál, þótt eflaust megi finna marga mér ritfærari menn í röðum skóla- nemenda. Ég ætla þess vegna að reyna að setja fram skoð- anir mínar á sem skýrastán og stuttorðastan hátt. Mun ég einkum beina athygli minni að þeim, sem hyggja á langskóla- nám, því að mikilvægast er, að þeir hljóti sem fullkomnastar aðstæður. BARNAPRÓF Barnaskólanám hefst að mínu áliti of seint og stendur of lengi, miðað við námsefnið. Ég tel, að barnaskólanám ætti að hefjast við sex ára aldur, og svokallað barnapróf yrði tekið, er barnið væri tíu ára. Það er staðreynd, sem ekki verður fram hjá farið, að börn, sem byrja einu ári fyrr í skóla en vanalegt er, standa sig sizt verr en hin. er fram í sækir. UNGLINGAPRÓF Unglingaskóli mætti taka tvö ár, að mínu áliti, eins og nú er, en meira ætti að vera kennt í þeim bekkjum, svo að ofurþunginn legðist ekki á landsprófið og menntaskólann. Með þessu móti gæti námsefnið til unglingaprófs verið komið langt fram í námsefni lands- prófsins, eir.s og þao er nú. Kennslu á þessum tveim stigum menntunarinnar mætti vera eins háttað og nú er á samsvarandi stigum, þar eð nemendur eru að öllum líkind- um ekki nægilega þroskaðir til að velja milli greina. LANDSPRÓF, GAGNFRÆÐAPRÓF. Ég tel, að landspróf og gagn- fræðapróf ætti að renna sam- an, því að með því mætti bæta almenna menntun þjóðarinnar. Þarna ætti skyldunámið að enda. Þetta stig mætti taka tvö ár, og væru því nemendur jafnlengi í skyldunámi og nú tíðkast, en væru samt ólíkt betur undir lífið búnir, hvað menntun snerti. Á þessu menntunarstigi skyldi vera valgreinakerfi. Nemendur ættu kost á um eða yfir tíu grein- um og þyrftu að velja sér þrjár greinar auk stærðfræði, íslenzku og ensku, sem væru algjörar skyldugreinar. Með þessu móti væru nemendur betur búnir undir valgreina-^ kerfi menntaskólanna, en hinir, sem kysu sér aðrar leiðir væru betur búnir undir þann vanda lífsins að velja og hafna. Einnig er fullvíst, að með þessu móti fengist ólíkt meira út úr nemendunum; hæfileik- ar þeirra á hinum ýmsu svið- um kæmu betur fram. STÚDENTSPRÓF Menntaskólanámið er án vafa erfiðasta viðfangsefnið. Þama þurfa menn að búa sig undir hina æðri menntun há- skólanna, leitin að hinu full- komna, hinu óendanlega í' heiminum. Menntaskólakerfið nú á dögum er algjörlega í molum. Það er ekki til neins annars fallið en að skapa náms- leiða og valda því, að nemend- ur finni aldrei sjálfa sig. Deildaskiptingu þá, sem nú á sér stað í menntaskólum okkar, tel ég algjöra fásinnu. Þetta eru í rauninni tvær mála- deildir, önnur með stærðfræði- greinum, hin svona að mestu leyti án þeirra. Þegar gripið verður til valgreinakerfis, sem hlýtur að verða mjög bráðlega, tel ég leiða af sjálfu sér, að öll deildaskipting- -ieggist niður.- Svona um það bil fjórar val- greinar væri eflaust nóg fyrir hvern nemanda, og auk þess skyldu menn hlýða á ýmsa fyrirlestra um fræðandi mál- efni, svo sem sálfræði, rök- fraeði og ýmsar listgreinar. Ég held, að við kæmumst af með þrjá vetur í mennta- skóla, en skólaárið mætti vissulega lengja, að því til- skildu. að nemendur yrðu styrktir nægilega til náms af opinberu fé. Þessi sífélldu próf í utanaðbókarlærdómi tel ég algjörlega þarflaus. Hver ein- stakur kennari skyldi einungis gefa nemanda sínum einkunn tvisvar á skólaári um frammi- stöðu hans í tímum. Með þessu mætti spara mikinn tíma, sem aðeins er eytt í óþarfa. Eink- unnastigar í skólum þessum mættu vera miklu fábrotnari en nú er. Raunverulega ætti að gefa aðeins femskonar einkunnir: ÁGÆTUR (ca. 9,00 —10.00). GÓÐUR (ca. 7,5 — 9,0ý, SÆMILEGUR (ca. 6.0— 7.5) og LÉLEGUR (ca. 0.0— 6.9). Engin skyldi fá að Ijúka námi í neinni grein, nema hann hafi hlotið einkunnina: SÆMI- , LEGUR minnst. Þessi ein- kunnarstigi mundi að öllum lík- indum svæfa einkunnasýkina í menntaskólunum, en eins og •aé er ástatt, er hún líklegahið eina, sem heldur þeim uppi. Slík einkunnasýki hlýtur aÚtaf að vera óholl og skapa remb- ing og metnaðargimi, en það er alls ekki hlutverk skólanna að draga fram löngunina til að vera mestur, heldur að mennta nemenduma og búa þá undir lífsbaráttu sína. Þeir menn, sem í sjálfu lífsstríðinu eru fullir rembings og óhóf- legs álits á sjálfum sér, koma oftast að miklu minna gagni en þeir, sem meta sjálfa si* rétt, og þora að kannast við. að þeir eru bara venjulegir menn, engin ofurmenni, or> starfa síðan í samræmi við það. Að lokum vil ég skora á skólanemendur þjóðarinnar að láta álit sittíljós, ef það mætti verða til þess, að þjóð vor vaknaði til skilnings á mennt- unarþörf nútimans og nauðsyn þess, að vel sé búið að þeim, er nám stunda. Kr.B., menntaskólanemi. Utboö Tilboð óskast í sölu á gluggatjaldaefnum og glugga- tjaldastöngum vegna borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Útboðsskilmála má fá í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8. Iimkaupastofnun Reykjavíkuiborgar. GALLABUXUR á telpur og drengj í öllum stærðum. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu). vinsœlastir skartgripir jóhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.