Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 10
SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 4. JlSlí 1965 % kastalinn EFTIR HARRY HERVEY aðalsmær og munkur á leið á stefnumót eða hittzt af tilviij- viljun í göngum kastalans. Allt í einu nam hann staðar og lyfti kerti sínu agndofa. Am- anda, sagði hann og gat varla þekkt sína eigin rödd. Hún stanzaði einnig og starði dolfallin. Já, en — Jock........ — Amanda, endurtók hann. Það var hún sem jafnaði sig fyrst og neyddi bros fram á var- lr sér; en það var býsna hörku- legt bros. Við höfum nú alltaf haft vissa tilfiningu fyrir hmu leikræna, sagði hún. Þetta lét í eyrum eins og atriði á Ieiksviði. Hann starði enn á hana í hrifningu og tók ekki eftir hvers- Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa S-ieinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð Clyfta j SÍMI: 24-6-16 P E R IVI A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMT- 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Simi 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæiar Marta GuðmundsdóttÍT. Laugavegi 13 simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað dagslegri atteugasemd hennar. Amanda .... þú ert alveg eins yndisleg og alltaf áður. Hún brosti enn. Það er lýsing- in. Eða bara innantóm orð. Þú varst alltaf snillingur í að skjalla. 21 — Þú ættir ekki að hafa þetta í flimtingum, sagði hann ásak- andi. Bros hennar varð hörkulegra. Honum varð Ijóst að hún hafði elzt í útliti. — Því ekki það? sagði hún léttum rómi. Þegar gamlir vinir hittast, ættu þeir ekki að vera raunamæddir. Hún leit rannsak- andi á hann og fór að hlæja: Hvað er annars að sjá þig? Er þetta grímubúningur — eða ertu genginn i klaustur? — Hættu þessu bannsettu iétt- úðarhjali, sagði hann. Þetta er alvarleg stund. Hún hristi höfuðið stríðnislega. Nei. Fyrir mér eru ekki lengur tii alvarlegar stundir. Hann lét sem hann heyrði efcki til hennar. Hvað ert þú að gera á þessum stað? Hún yppti öxlum. Trúlega hið sama og þú — — Var það prestur sem bauð þér hingað? Hún kinkaði kolli. Hvað á þessi skrípaleikur að þýða? — Skiptir það nokkru máli? spurði hún kæruleysislega. — Af hverju komstu hingað? hélt hann áfram þrjózkulega. — Af því að mig langaði til þess, svaraði hún. Svo datt henni eitthvað f hug og hrukkaði mn- ið. Við Ansley vorum að ríf- ast. — Ansley? — Já. Maðurinn minn. — Nú já. Hún brosti hæðnislega. Þú varst auðvitað búinn að gleyma því að ég ætti mann. Það er þér líkt, Jock. Hann langaði mest til að svara ónotalega, en hætti við það. Mikið var hún falleg! Og mikið var hún þreytt og bitur brátt fyrir léttlyndishjalið! — Á vissan hátt, sagði hann, á vissan hátt finnst mér ekkert undarlegt að hitta þig hér í kvöld. — Það er nú aldrei neitt und- arlegt að hitta þig, hvar eða hvenær sem er, greip hún fram í. Þú hefur alltaf haft hæfil'eika til að koma í ljós — og hverfa þegar minnst vonum varði. Hann heyktist undan orðum hennar. Getum við ekki farið eitthvað annað og talað saman? sagði hann. Það er svo heit.t héma. — Við endann á ganginum eru svalir, sagði hún með uppgerðar- kæruleysi. Það er kannski sval- ara þar. Það reyndist vera. Þau hölluðu sér upp að grindunum, þögul — hvort um sig niðursokkið í e'g- in hugsanir. Hvað var langt síð- an þau höfðu sézt, hugsaði Jock. Þrjú ár — fjögur ár? Og eftír þennan langa aðskilnað stóðu þau hér hvort við annars hlið og vissu ekki hvað þau áttu að segja! — Ég gat ekki sofið, byrjaði hann. — Það gat ég ekki heldur, sagði hún. Hann var þurr í kverkunum, þegar hann píndi sjálfan sig til að halda áfram: Þú hefur sjálf- sagt ekki mikinn áhuga á að heyra, að ég hef verið að hugsa um þig í allt kvöld....... • — Nei, ekki sérlega, svaraði hún, og hann óskaði þess að hann gæti trúað því að hún væri að Ijúga. En nú varð hann að halda áfram: Það er lítið gangstéttar- veitingahús niðri í borgtnni, umlaði hanri. Þar sátum við saman við borð — þú og ég — í kvöld og fengum okkur drvkfc. Það lætur brjálæðislega í eyrum, finnst þér ekki? Hún þagði. Ég var að skála við þig .... og bú skálaðir við mig. Þú ve;zt sjálf- sagt hvaða kvöld er í kvöld — eða ertu búin að gleyma þvf? — Ég vildi helzt gleyma þvf, sagði hún og reyndi að gera rödd sína harða. — Ég varð að fara bama um nóttina, sagði hann. Ég þurfti að — — En þú þurftir ekki að Ijúga að mér — gera mig að fífíi, sagði hún befsklega. Svo fór hún allt í einu að hlæja, en hlátur- inn kom upp um hana. Geymdu síðasta valsinn handa mér. Eða ert bú kannski búinn að gleyma því? Hann var örvílnaður og a:ið- mýktur. Hverju get ég svarað? — Engu, Jock — engu sem þú hefur ekki svarað hundrað sinn- um áður. Hann stundi. Nei, þetta er rétt hjá þér. Það varð kveljandi þögn. Það var hún sem rauf hana með þvi að spyrja í samræðutón: Hvar hefurðu flogið upp á síðkastið? — Ég var á leið til Suður- ameríku .... og svo dokaði ég víð héma. — Þetta er líka ósköp falleg eyja, sagði hún áhugalaust. — Já, samsinnti hann. — Af hverju ætlarðirðu til Suðurameríku? — O. einhvem stað verður’ maður að velja. Hún stóð þögul andartak og starði út í náttmyrkrið eins og hún væri að leita að einhveriu; svo endurtók hún hljóðlega: — Já — einhvem stað verð- ur maður að velja. A M A N D A — 1 — Vagninn skrölti og veltist e;ns og skip í stórsjó upp ósléttan veginn frá borginni að kastalan- um. Þakið var niðri og í aftur- sætinu gnæfði tignarleg ■'rera, sem reyndi eftir megni að halda v’rðuleikanum þrátt fyrir ofsa- legar hreyfingar vagnsins. Dauít liósið frá vagnluktinni sýndi að vera þessi var kona með dálít:ð þrútið andlit og býsna tilkomu- mikinn barm. Þótt hatturinn hennar væri kominn alveg út í aðra hliðina, lagfærði hún hann ekki; hún kinkaði ofsalega fcolli við hvem rykk sem vagninn tók. — Drottinn minn dýri! sagði | FerSir alla | YÍrka daga | Fró Reykjavik kl. 9,30 ■ Fró NeskaupstaS kl. 12,00 AUKAFERÐIR EFTIR ÞÖRFUM FLJÚGIÐ með FLUGSÝN til NORÐFJARDAR þórður sjóari 4562 — Enn líður drjúg stund áður en gengið hefur verið Irá það, Rudy verður aliavega að v>nna sér gott forskot og aðvara öllum skjölum varðandi skipið. Þegar því er loks lokið er Sun Juan og Violet í tíma. Já, Whu og Feng hafa nóg að gera. Þelr aftur kominn á vettvang. En hvar eru synir hans? Eru þeir á eru ekki á þeim buxunum að láta í minni pokann. leiðinni til að bregða kutanum á barka mágsins...........? Hvað um SILVO gerir silfriö spegil fagurf Ný sending Ungbarnafatnaður Fjölbreytt og glæsilegt úrval. R. Ó. B Ú D I N Skaftahlíð 28. Sími 34925. TRYGGINGAFELAGiÐ HEIMIR" LIN D ARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI ■ SURETY Ódýr tjðld Svefnpokar Vindsængur Veiiiáhöld Miklatorgi > t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.