Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. old/Sber 1965 — ÞJÓBVH*ttNIÍ — SÍÐA 3 blossa upp á Jðvu — lýst hernaðarástandi þar Skæruliðar eyðilögðu 47 flugvélar í gær í skyndiáhlaupum á flugstöðvar Réðust samtímis á flugvöll nálægt herstöðinni miklu við Danang og á annan við Chu Lai, um 100 km sunnar — Tjónið er hundruð miljóna SAIGON 28/10 — Skæruliðar Þjóðfrelsisfylkingarinnar gerðu aðfaranótt fimmtudagsins skyndiáhlaup á tvo flug- velli Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam og tókst að eyði- leggja eða stórskemma 47 bandarískar herflugvélar. Flest- ir þeirra munu hafa komizt undan. Tjónið sem Banda- ríkjamenn urðu fyrir er metið á hundruð miljóna króna. ■ Fundi utanrikisráðherra 1 ■ AA-rikja var frestað Þessi aðgerð skæruliða var í þrennu lagi. Harðasta áhlaupið var gert á flugstöð bandarísku landgönguliðanna við Marmara- fjall og vou þar 18 þyrlur ger- eyðilagðar en skemmdir unnar á 22 öðrum. Marmarafjall (Marble Mount- ain) er rétt í grennd við stærstu herstöð BandaríWj'amanna í Suður-Vietnam við Danang. Hin meginárásin var gerð á naeststaerstu herstöð Bandaríkja- manna í landinu, en hún er við Chu Lai, um 100 km. fyrir sunn- an Danang. Þar voru eyðilagð- ar tvaer sprengjuþotur af gerð- inni Skyhawk en fimm aðrar flugvélar urðu fyrir skemmdum. Allar samtímis Þá eru skæruliðar sagðir hafa reynt að gera áhlaup á sjálfa herstöðina við Danang en við þá ráðagerð hafi þeir orðið að hætta. Allar þessar Þrjár að- gerðir hófust samtímis, hálfri klukkustund fyrir miðnaetti, og þeim var lokið á tæplega hálf- tíma. Bæði við Marmarafjall og Chu Lai voru áhlaupin studd harðri skothríð úr sprengjuvörpum en Bandaríkjamenn segjast hafa orðið fyrir litlu manntjóni. Nokkrjr skæruliðar voru felld- ir og fjórir teknir höndum. All- stór hópur þeirra sem vörðu sprengjuvörpumar urðu fyrir launsátri Bandaríkjamanna og er sagt að 15 þeirra hafi fall- ið í þeirri viðureign. Áður við Danang Hvorki flugvöllurinn við Mar- marafjall né sá við Chu Lai hafa áður orðið fyrir árásum skæruliða, en fyrr í ár gerðu þeir skyndiáhlaup á flugvöllinn við Danang og komust í herstöð- ina þar sem þeir eyðilögðu sex flugvélar. Flugstöðvamar við Marmara- fjall og Chu Lai eru báðar ný- legar og hafa Bandaríkjamenn komið þeim upp frá gmnni á síðustu mánuðum. Flugvöllurinn við Chu Lai getur tekið á móti langfleygum sprengjuþotum, og hafa margar flugvéianna sem halda daglega uppi loftárásum á Norður-Vietnam bækistöð þar. Með dýnamiti Bandarískur ofursti sem var sjónarvottur að áhlaupinu við Marmarafjall sagði að skærulið- ar hefðu bo.rið dýnamit í sekkj- um og hefðu þeir notað hand- sprengjur til að sprengja það. Síðar í dag sagði talsmaður bandarísku herstjómarinnar að 39 skæruliðar hefðu verið felld- ir í áhlaupunum á flugvellina og í nágrenni við þá. Geysilegt tjón Þetta er mesta tjón sem skæruliðar vinna Bandaríkjun- um í stríðinu í Suður-Vietnam til þessa. Talsmaður herstjóm- arinnar í Saigon sagði að ekki væri unnt að meta nákvæm- lega til fjár tjónið sem unnið var á þessum 47 flugvélum. Hver Skyhawk-þota kostar um 800.00ft dollara (um 35 miljón- ir króna) og hver þyrla frá 200.000—400.009 dollara (um 9 til 18 miljónir króna). Ljóst er að tjónið skiptir hundruðum miljóna króna en meira máli munu skipta Þau áhrif sem svo velheppnaðar aðgerðir sem þess- ar hafa á baráttuþrek skæru- liða. Það kom á daginn við þessar árásir eins og reyndar oft áð- ur bæði við árásimar á sínum tíma á Danang og Pleiku, að Bandaríkjamenn geta engum treyst í Vietnam. Árásirnar virðast hafa komið þeim alger- lega á óvart. Lokið við Plei Me? Hlé var í dag á bardaganum sem staðið hefur í níu sólar- hringa við virkisbæinn Plej Me á miðhálendinu og virðist sem skæmliðar hafi nú hörfað það- an. Mannfall hefur verið mikið bæði í liði þeirra og meðal Bandaríkjamanna og hermanna Saigonstjómarinnar sem voru þarna til vamar og skiptir það hundruðum. ALGEIRSBOHG 28/10 — AFP- fréttastofan skýrir frá því að ákveðið hafi verið að fresta fundi utanríkisráðherra Asíu- og Afr- ikuríkjanna sem hefjast átti í Algeirsborg í dag til undirbún- ings ráðstefnu stjómarleiðtoga þeirra sem fyrirhugað er að hefj- ist í Algeirsborg eftir viku. AFP segir að ráðherrarnir hafi orðið sammála að fresta fundinum fram á laugardag. En í Ailgeirsborg var tilkynnt að fundurinn hefði hafizt fyrir luktum dymm síðdegis í dag. Ekkert var látið uppi um frá hve mörgum löndum væm mætt- ir fulltrúar, en í morgun voru þangað aðeins komnir ráðherrar frá 15 löndum af þeim 47 sem hafa þegið boð um að vera á ráðstefnu stjórnarleiðtoganna. Kínverjar hafa lagt mikið kapp á að ráðstefnunni verði frestað vegna þeirra deilumála sem upp hafa komið milli að- ildarríkja hennar að undanfömu og hafa sex aðrar ríkisstjómir stutt þá kröfu, en talið er senni- legt að þeim muni fjölga. Það er talið nær víst að Kínverjar muni ekki senda fulltrúa á ráð- stefnuna ef af því verður að hún hefjist 5. nóvember. Flugslysið á Luudúnaflugvelli Herstjórnin í Djakarta segir að harðir bardagar séu háðir þar á stöðum þar sem kommúnistar séu öflugir Myndin sýnir flak Vanguard-nugvélarinnar sem fórst í lendingu á Lundúna-flugvelll f fyrradag. Allir sem með flugvélinni voru, 30 farþegar og sex manna áhöfn, biðu bana samstundis. DJAKARTA 28/10 — Bardagar milli kommúnista og and-i stæðinga þeirra hafa blossað upp um alla Mið-Jövu, seg- | ir í tilkynningu herstjórnarinnar í Djakarta sem hefur Ijafnframt lýst hernaðarástandi í þeim héruðum. km Smith neitar að ræða við foringja afríska meirihlutans Wilson reynir að fá þá til að slaka á andstöðu sinni við stjórnarskrána frá 1961, ólíklegt að það takist SALISBURY 28/10 — Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, sagði í dag að hann myndi ekki setjast að samningaborði með leiðtogum hins afríska meirihluta landsmanna, en Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, hefur lagt að þeim að láta af andstöðu sinni við stjórnarskrána frá 1961 til að auðvelda honum samningana við Smith. Herstjórnin segir að um 200 manns hafi fallið i þessum or- ustum. Fréttir sem stjórnarer- indrekum í Djakarta hefur bor- izt frá héruðunum á Mið-Jövu staðfesta þessa frásögn her- stjórnarinnar. Hún tilkynnti í dag að yfir- maður hersins á Mið-Jövu, Surjo Sumeno hershöfðingi, hefði sett á útgöngubann að nóttu til í héruðunum Surakarta og Sem- arang og hann hefði lýst hern- aðarástandi. Hernaðarástand Fangelsi fyrir að segja frá misþyreiingiiin JÖHANNESARBORG'28/10 — Afrískur maður var í dag dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir að hafa lýst pynd- ingum og misþyrmingum fanga í Cinderella-fangelsiiiu í Jóhannesarborg. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði logið upp frásögn af illri meðferð fanganna par, en hún birtist í blaðinu „Rand Daily Mail“. Þetta er þriðji fangelsisdómurinn í S- Afríku á skömmum tíma af sömu sökum. hefur verið í Djakarta og um- hverfi síðan uppreisnartilraunin var gerð um síðustu mánaða- mót. Yfirmenn hersins kenndu kommúnistum um að hafa stað- ið fyrir uppreisninni, enda þótt leiðtogar flokks þeirra hafi neitað því að þeir hafi átt nokk- um þátt í henni. MOSKVU 28/10 — Ýms tíðindi bárust í dag af sovézkum geim- vísindum. Nýju Kosmostungli, því 94. í röðinni, var skotið á loft, myndir af bakhlið tungls- ins hafa borizt frá geimfarinu Zond 3. og frá Zond 2. hafa borizt merki um að tæki þess hafi orðið vör við óvenju öfl- ugar radíóbylgjur sem ekki er vitað hvaðan koma. Hinar nýju myndir af bak- hlið tunglsins voru sendar frá Zond 3. til jarðar 23. október og eru þær sagðar skýrar enda þótt Zond 3. sem skotið var á loft 18. júlí sl. hafi þá verið 31,5 miljón km frá jörðu. 1 gær var geimfarið komið 33,4 miljón km frá jörðu og hafði þá verið haft samband við það 99 sinn- um. Rodíóbýlgjur þær utan úr Herstjórnin segir Ijótar sögur af framferði kommúnista, sakar þá um mannrán, morð og í- kveikjur. Haldið er fram að þeir hafi vegið 178 óbreytta borgara á Jövu miðri og austanverðri. Skjöl Þá segist herstjómin hafa komizt yfir skjöl sem sanni að kommúnistar hafi haft í hyggju að steypa Súkamo forseta með valdi og tortíma stjómmálasam- tökum múhameðsmanna með múgmorðum. geimnum sem Zond 2. hefur sent boð um voru hundrað sinn- um öflugri en þær sem menn hafa áður orðið varir við. Enn WINNIPEG 28/10 — Hveitisölu- stjóm Kanada tilkynnti í dag að gerður hefði verið þriggja ára samningur við Kína um sölu á a.m.k. 112 miljón skeppum (um 40,8 miljón hektólítrum) af hveiti og gengur samningurinn í gildi 1. ágúst næsta ár. Gert er ráð fyrir að auka megi magnið upp Stjórnarskráin frá 1961 svipt- ir Afríkumenn í rauninn ö'llum áhrifum á stjóm nýlendunnar. Ákvæði hennar eru á þá leið að þær rúmlega fjórar miljónir Afr- íkumanna sem nýlenduna byggja fá aðeins að kjósa 15 þingmenn, í 465 miljón skeppur (um 169,6 mlljón hektólítra) og lengja samningstímann upp í fimm ár. Söluverð fyrr talda magnsins er 8,4 miljarðar króna, en síðara magnsins 37,8 miljarðar króna og er þetta því mesti samningur um hveitisölu sem Kanadamenn hafa nokkru sinni gert. en evrópski minnihlutinn, sem er rúmlega 200.000, fær 50 þing- menn kjöma. Svo var að vísu látið heita að ætlunin væri að Afríkumenn fengju með tíð og tíma, þegar þeir gætu uppfyllt skilyrði fyrir kosningarétti og kjörgengi, vaxándi áhrif á stjóm landsins. Leiðtogar Afr- íkumanna hafa hins vegar flest- ir verið eindregið á móti stjóm- arskránni og neitað að gefa kost á sér til þingsetu. Engar horfur virðast á að Wilson geti tekizt að telja þeim hughvarf. Ætlunin var að hann ræddi i dag við tvo helztu for- ingja Afríkumanna, þá Nkomo og Sithole, en þeim er báðum haldið föngnum í afskekktum héruðum, en vom væntanlegir til höfuðborgarinnar. Það gerir Wilson erfiðara fyrir að þeir Nkomo og Sithole hafa lengi átt 1 í erjum innbyrðis og eru ekki líklegir til að sættast. En jafnvel þótt það tækist virðast ummæli Smiths í daig ekki benda til þess að hann sé fús til að semja um nokkna málamiðlun. — Við höfum marg- sinnis sagt að við viljum ekki setjast að sama borði og þess- ir menn, agði Smith, sem bætti við að hann teldi ekki að við- horf hefðu breytzt. Ráðherrar teknir af í Búrúndi BUJUMBURA 28/10 — Tíu háttsettir sfjórnmálaforingjar, þ. á. m. Burarame efnahags- málaráðherra, forseti þingsins tveir varaforsetar þess, tveir varaforsetar öldungadeildarinnar og skattstjórinn, vom í dag teknir af lífi á leikvangi í Buj- umbura, höfuðborg Búrúndi i Afríku. Þeir höfðu verið dæmdir til lífláts fyrir þátttöku í hinni misheppnuðu uppreisnartilraun 19. október. ffý tíðindi aflond 2. og 3. og enn eitt Kosmostunglið Framhald á 9. síðu. Kína semur til langs tína um hveitikaup frá Kanada

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.