Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 12
Islenzka kvennalandsliðið í hand- knattleik tapaði fyrir Dðnum 16:9 sýndi góðan leik í fyrri hálfleik — 7:6 H Því miður rættust ekki djarfar vönir um farsæl úrslit í viðureign íslenzkra handknatt- leiksstúlkna við frænd- konur í Danmörku. — Landslið okkar tapaði fyrri leik sínum við danska landsliðið með níu mörkum gegn sext- án eftir tiltölulega jafn- an fyrri hálfleik. Leik- urinn fór fram í Lyng- by-hallen íKaupmanna- höfn í gær og var dóm- arinn sænskur. Frumkvæðið var hjá dönsku stúlkunum og skor- uðu þær fyrsta mark leiks- Sigríður Sigurðardóttir. ins. En Sigríði Sigurðar- dóttur tókst að jafna fljót- lega. Varfl bilig aldrei mik- ið í fyrrj hálfleik, og tókst íslenzku stúlkunum meira að segja að ná forystunni smástund og lauk fyrri tuttugu mínútunum með sjö mörkum gegn sex Dön- um í vil. — Þóttu okkar stúlkur sýna góðan leik í þessum hálfleik. En strax eftir að flautað hafði verið til seinni hálf- leiks fór heldur að síga á ógæfuhliðina. Frumkvæðið var ótvírætt hjá dönsku stúlkunum og skoruðu þær fjögur fyrstu mörk hálf- leiksins án þess að þær íslenzku fengju rönd við reist. Þó íókst þeim að ná sérnokkuð á strik skömmu síðar og gerðu þær þá tvö mörk. En þau urðu sém olía á eld danskrar íþrótta- orku og gerðu dönsku stúlkumar löndum okkar þá bölvun aftur að skora fjögur mörk í einni lotu. Stóðu þá leikar fimmtán mörk gegn átta. Sigríður Sigurðardóttir gerði síðan síðasta mark íslenzka liðs- ins þegar stutt var til leiksloka. En eftir það tókst þeim dönsku enn að gera eitt mark og fóru því leikar svo að Danir sigr- uðu með sextán mörkum gegn níu. Síðari leikur landslið- anna fer fram á laugar- daginn kemur, og verður þá endanlega Ijóst hvort liðið mun halda áfram í heimsmeistarakeppninni í Þýzkalandi. Meðal þeirra sem skoruðu auk Sigriðar voru Vigdís, Sylvía og Sig- rún Kjartansdóttir. Föstudagur, 29. október 1965 30. árgangur 245. tölublað. Bæjarstjómarmeirihlutinn í Halnarfirði Fékkst ekki til að mótmæla vegatolli Ríkið láti byggja 500 leiguíbúðir til að bæta úr leiguhúsnæðisokri Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins flytja frumvarp um þetta efni ■ Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins Einar Olgeirs- son. Ragnar Arnalds og Ingi R. Helgason flytja nú á ný frumvarp á alþingi um byggingu leiguhúsnæðis. Frum- varpið var flutt á alþingi í fyrra en hlaut þá ekki náð fyrir meirihlutanum á alþingi og var svæft í nefnd eins og fjölmörg önnur mál Alþýðubandalagsins, sem stefndu að því að bæta aðstöðu láglaunafólks. 'FrumVarpið er á þessa leið: 1. gr. Ríkisstjóminni heimil- ast að láta byggja á árinu 1966 500 íbúðir til þess að þæta úr skorti þeim á leiguhúsnæði, er nú ríkir f ýmsum kaupstöðum og kauptúnum. 2. gr. Nú lýsir stjórn sveit- arfélags yfir því, að mikill skort- ur sé þar á leiguhúsnæði og sé því þörf á aðstoð ríkisins við, að slík leiguhús séu byggð í um- Lögum um veið- ar í landhelgi verði hreytt I blaðinu í gær var frá þvi skýrt að lögð hefði verið fram á alþingi frumvarp Lúðvíks Jósepssonar um breytingu á lögum um bann gegn botn- vörpuveiðum. Með frumvarpi þessu er lagt til að þrjár breytingar verði gerðar ágild- andi lögum um bann við botnvörpuveiðum í landhelgi. Þær em þessar: ,1 fyrsta Iagi er lagt til. að sektir fyrir landhelgisbrot verði hækkaðar verulega. 1 öðru Iagi er lagt til, að bannað verði að láta af hendi eða selja upptæk veiðarfæri þeirra, sem sekir hafa gerzt um botnvörpuveiðar í iand- helgi, fyrr en í fyrsta lagi ein- um mánuði eftir að sektar- dómur hefur veríð kveðinp upp. 1 þriðja Iagi cr lagt til að sett verði ótvíræð ákvæði i lögin um það að náist ekki i sekan skipstjóra á veiðiskipi, sem tekið hefur verið að ó- löglegum veiðum, sé heimilt að dæmá' útgerðarfyrirtæki skipsins og gera það á ailan hátt ábyrgt fyrir landhelgis- brotinu". dæmi þess. Staðfesti húsnæðis- ntálastofnun ríkisins þetta, skal r’kisstjómin semja við slík sveit- arfélög um byggingu leiguhús- r.æðis í umdæmum þeirra. Skulu þessi sveitarfélög þá láta í t.é ríkinu að kostnaðarlausu lóðir. er séu heilar göturaðir, eins og ríkið óskar. Séu þær útbúnar með öllum leiðslum, er til þarf, þannig að hægt sé að reisa slík hús í húsaröðum á sem hag- kvæmastan tæknilegan hátt, yf- ir'eitt þriggja til fjögurra hæða hús og að öðru leyti eins og lög þessi og reglugerðir gera kröfu til. íbúðir þessar skulu vera tveggja tegunda, önnur tegundin 60—70 fermetrar að stærð að mnanmáli útveggja, en hin 70—80 fermetrar, skipt í 2—3 herbergi með eldhúsi og borðkrók. 3. gr. Ríkisstjórninni er heim- idit að semja við sveitarfélög um framlag af þeirra hálfu til slíkra bygginga og séu þau þá með- eigendur að þeim hluta, er þau leggja fram. Ríkisstjórnin má og fela sveitarfélögum stjóm á þessu leiguhúsnæði og eftirlit. 4. gr. Allt þetta húsnæði skal leigt út með kostnaðarverði. Þó má leiga aldrei vera hærri en sem svarar 8% af verði íbúð- anna. Félagsmálaráðuneytið set- ur í reglugerð ákvæði um, hvern- ig það skuli reiknast, og um viðhald og viðhaldskostnað. 5. gr. Ríkisstjórnin skal bjóða út smíði bygginga þessara og skal, þegar um Reykjavík er að ræða, bjóða út a.m.k. smíði 100 íbúða í einu lagi, svo að hægt sé að knýja fram sem ódýrasta smíði, og a.m.k. 24 íbúðir, þegar um önnúr bæjar- félög er að ræða. 6. gr. Ríkisstjóminni heimil- ast að taka lán, allt að tvö hundruð miljónum króna, vegna þessara byggingarframkvæmda. Þá er og ríkisstjórninni heimilt að semja við einstaka sjóði um að þeir leggi fram fé til slíkra bygginga, með þeim kjörum, að þeir eigi það húsnæði, sem sam- svarar framlagi þeirra, og fái af því þær vaxtatekjur, er ríkið ætlaði sjálfu sér. Ríkið annast hins vegar al'Xa stjórn á þessu og skuldbiiidur sig gagnvart sjóðum til þess að kaupa af þeim þeirra húsnæði, hvenær sem sjóðir þessir œskja þess. Skal það þá greitt með sömu upphæð og fram var lögð. En að tíu ámm liðnum mega sjóðir þessir láta selja íbúðir þessar á markaðsverði, ef þeir óska þess. 7. gr. Ríkisstjórnin getur falið húsnæðismálastjóm ríkisins framkvæmdir allar í þessum málum fyrir sína hönd. 8. gr. Félagsmálaráðuneytið ákveður nánar með reglugerð um framkvæmd þessara laga. 9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi“. Það kom fram á fundinum að bæjarráð Hafnarfjarðar hafði snúið sér til skipulagsstjóra rík- isins og óskað eftir því að hann hlutaðist til um það að skýlið yrði fært út fyrir mörk lögsagn- ammdæmis Hafnarfjarar. Svar- aði skipulagsstjóri þessari mála- leitun á þann veg að mál þetta heyrði lögum samkvæmt undir vegamálastjóra og gæti hann því ekkert gert i málinu. Lét bæjar- ráð þar við sitja. Eftir að þessar upplýsingar vom komnar fram flutti Kristján Andrésson eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjóm samþykkir að mótmæla harðlega þeim Iiáa umferðatolli sem iagður hef- ur verið á umfcrð um hina nýju Reykjanesbraut, en toll- urinn kemur mjög hart niður á bifreiðaeigendum í Hafn- arfirði, er hafa bifreiðaakstur að atvinnu. Ennfremur mótmælir bæj- arstjórn að toliskýlið verði staðsett þar sem fyrirhugað er, því þá komast íbúar Hafnar- f jarðar ekki óhindrað um lög- sagnarumdæmið“. Ekki fékkst bæjarstjórnar- meirihlutinn sem skipaður er (- haldi og krötum til þess að sam- þykkja þessa mótmælatillögu og bám þeir fram frávísunartillögu er samþykkt var með sjö atkv. gegn tveim. Greiddi Framsðkn- arfulltrúinn atkvæði á móti á- samt Kristjáni. Barónsstígurinn gerður aðalbraut Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt eftir tillögu umferðarnefndar að gera Bar- ónsstíg að aðalbraut ennfremur að banna bifreiðastöður á Hamrahlíð að sunnanverðu frá Eskitorgi að Háuhlíð, í Hellu- sundi að sunnanverðu og á Álf- heimum að vestanverðu mitli Suðurlandsbrautar og Langholts- vegar. Einnig var samþykkt að banna hægri beygju úr Lækjar- götu frá norðri inn í Skólabrú, að loka Sléttuvegi við Hafnarfjarð- arveg og að setja stöðvunar- skyldu á Skipholt beggja megin Nóatúns. Á fundi sínum 26. þ.m. ákvað stjórn Landsvirkjunar að ráða Halldór Jónatansson, lögfræð- ing, sem skrifstofustjóra, Ingó’.f Ágústsson, rafmagnsverkfræðing, sem rekstrarstjóra og dr. Gunn- ar Sigurðsson, byggingarverk- fræðing, sem yfirverkfræðing Landsvirkjunar. Slys á Hverfísgötu I gærkvöld varð alvarlegt umferðarslys á mótum Hverfis- götu og Snorrabrautar, en þar rákust saman brunabíll og Fólksvagn. Ökumaður Fólks- vagnsins og kona sem sat við hlið hans slösuðust bæði mik- ið. Þau voru flutt á Slysavarð- stofuna. en blaðinu tókst ekki að afla sér upplýsinga um meiðsl þeirra í gærkvöld. Slys þetta varð með þeim hætti að ökumaður Fólksvagns- ins ók niður Snorrabraut og ætlaði að beygja inn Hverfis- götu í sama mund ojr brunabíll kom á fleygiferð upp Hverfis- götu. Brunabíllinn var að sinna útkallj og hafði sírenurnar á, en ökumaður Fólksvagnsins hef- ur að líkindum ekki heyrt sír- enuvælið Þarna á gatnamótun- um skullu bílarnir saman af miklu afli. Fólksvagninn fór næstum því heilan hring áður en hann stöðvaðist á götueyj- unni. Ökumaðurinn og kona sem sat við hlið hans köstuðust út úr bilnum og stórslösuðust. Þau voru bæði flutt á Slysavarð- stofuna en ekki hafði tekizt að afla nánari upplýsinga af líð- an þeirra þegar blaðið fór í pressuna. ' Athugun á rekstrurgrundvelli togarufíotuns og endurnýjun Gils Guðmundsson og Seir Geir Gunnarsson flytja á alþingi tillögu til þingsályktunar um at- hugun á rekstrargrundvelli tog- araflotans og endumýjun hans. Fer tillagan hér á eftir: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að rannsaka og gera tillögur um Iausn á vanda- málum íslcnzkrar togaraútgerðar. Skal ijefndin jöfnum höndum kanna allar leiðir til að tryggja hagfelldan rekstur þeirra togara, sem nú eru í eign Iandsmanna, og marka framtíðarstefnu um endumýjun togaraflotans. Nefnd- in skal hafa náið samstarf við samtök togaraeigenda og togara- sjómanna. Við rannsóknir sínar og tillögugerð heimilast nefnd, inni að afla hverrar þeirrar sér fræðilegrar aðstoðar, innan lands og utan, sem henni þykir við þurfa. Nefndin leggi álit sitt og til- lögur fyrir næsta reglulegt A1 þingi. Kostnaður við störf nefndar- inn,ar greiðist úr rikissjóði“. Bolabrögðum beitt við nefndarkjör Á fundi bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sl. þriðjudag var til umræðu og afgreiðslu erindi frá Iðnaðarmálaráðuneytinu þess efnis. að bæjarstjórnin tilnefndi fulltrúa til að taka upp form- legar samningsumleitanir við ríkisstjórnina um þá þætti alú- minverksmiðjumálsins sem Hafn- arfjarðarkaupstað varða. Bæjarráð lagði til að bæjar- sitjórn tilnefndi bæjarráð og bæjarstjóra í nefndina en bæj- arráð er eingöngu skipað í- haldsmönnum og krötum. í umræðum um málið vakti Kristján Andrésson bæjarfull- trúj Alþýðubandalagsins at- hygli á því. að samkvæmt fund- arsköpum bæjarstjórnar bæri að kjósa hvort heldur fasta- eða lausanefndir hlutbundinni kosn- ingu. Af þeirri ástæðu væri ekki hægt að líta á tillögu bæj- arráðs á annan veg en þann að það legði til ag kosnir yrðu 4 menn til viðræðnanna og enn- fremur að það legði til að i þá nefnd yrðu þeir fjórir einstak- lingar kjörnir sem það tilgreindj í tillögunni. Lagði Kristján síðan fram uppástungu Um einn mann í nefndina. Kristinn Gunnarsson, Alþýðu- flokksmaður taldi að útilokað værj að kjósa mann eða menn í nefndina sem væru andvígir byggingu alúmínverksmiðjunn- ar. Mikils virði væri að ein- göngu væru í nefndinni menn sem hlynntir væru verksmiðju- byggingunni, því ef nefndin væri þannig skipuð hefði hann vissu fyrir að betri samningar næðust. Mátt; á honum skilja að ríkisstjómin óskaði eftir því að í nefndinn; væru eingöngu stuðningsmenn hennar. Páll Daníelsson íhaldsmaður, sagði að þag væri alrangt hjá Kristjáni að ekkj mætti kjósa í nefndina eins og basjarráð legði til því að bér værj ekki um að ræða að kjó^a menn í nefnd heldur bæjarrág og bæj- arstjóra!! Jón Pálmason, Framsóknar- maður, lýsti stuðningi vig skoð- un Kristjáns á fundarsköpum og kvaðst andvígur þeim bola- brögðum sem fram kæmu í þessar; aðferð meirihlutans til að útiloka minnihlutann frá eðlilegum störfum innan bæj- arstjórnar. Slikt værj þó ekki nýtt, samskonar bolabragð hefðu verið notuð j fyrra er kosig var í tvennu lagi í byggingarnefnd. Að loknum umræðum úr- skurðaði forseti bæjarstjórnar Stefán Jónsson, einn liprasti þjónn ríkisstjórnarinnar í Hafn- arfirði, að borin skyldi upp til- laga bæjarráðs og var hún sam- þykkt með 7 atkvæðum gegn 2. Lét Kristján Andrésson bóka mótmælj við þessari málsmeð- ferð. Arnasonar 1 dag verður opnuð í Lista- mannaskálanum sýning á tista- verkum Magnúsar Á. Ámasonar. Félag íslenzkra myndlistarmar.na efnir til hennar i tilefni sjötiu ára afmælis listamannsins. Sýningin stendur til sjöunda nóvember.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.