Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. október 1965 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA Stjörn Glímusambands Islands. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Geirdal, Kjartan Bergmann, formaður og Sigurður Erlendsson. Aftari röð: Sigtryggur Sigurðsson og Ölafur Óskarsson. Glímumót í lands- íjórðungunum öllum ■ Ársþíng Glímusambands íslands var haldið 1 Reykjavík sl. sunnudag, 24. október. Form. sambandsins, Kjartan Bergmann Guðjónsson, setti þingið. í upphafi fundar gat formað- ur þess, að stjórn Glímusam- bands íslands hefði kjörið ■sem heiðursfélaga þá Sigurð Greipsson, skólastjóra, Hauka- dal, og Jón Þorsteinsson, í- þróttakennara, Reykjavík. Þingforsetar voru kjörnir Gísli HaWdórsson, forseti tSÍ, og Sigurður Ingason, en ritarar Sigurður Geirdal og Stefán Þengill Jónsson. Fjölþætt starf. Formaður gaf skýrslu um starfsemi sambandsins frá stofnun þess 11. apríl sl., en hún var mjög fjöliþætt og mörg mál í athugun til efling- ar glímuíþróttinni í landinu. Má þar nefna, að ákveðið hef- ur verið að koma á fjórðungs- glímumótum fyrir landsfjórð- ungana. Þessir aðilar hafa gef- ið verálaunagripi til glímu- keppninnar: Kaupfélag Ey- firðinga gefur verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórð- ungsmóti Norðlendingafjórð- ungs. Ölafur Ölafsson, út- gerðarmaður, Seyðisfirði, gefur vérðlaunagrip sem keppa skal um á Fjórðungsmóti Austfirð- ingafjórðungs. Samvinnufélög- in á Suðurlandsundirlendi gefa Tvö nv heims- met Clarkes MELBOURNE — Hinn snjalli ástralski langhlaupari, Ron Clarke, setti sl. miðvikudag tvö ný heimsmet. Clarke hljóp 20.232 metra á einni klukkustund og jafnframt var tekinn tíminn á 20 km: 59.22.7 mín. Bill Baillie frá Nýja Sjálandi átti eldri metin í þessum hlaup- um: 20.190 metra 1 klukku- stundarhlaupi og 59,28,6 mín í 20 km hlaupi. Clarke setti hin nýju heims- met í borginni Geelong í Vik- toríuríki. Þessi frábæri hlaup- ari á nú hvorki meira né minna en 7 heimsmet í lang- hlaupum. Þau eru þessi: 3 mílur: 12.52,4 mín. 5000 m. 13.25.8 mín. 6 mílur 26,47,0 min. 10.000 m 27.39,4 mín. 10 mílur 47.12,8 mín. 20.000 m hl. 59.22,7 mín. Klst.hlaup 20.232 metrar. verðlaunagrip sem keppa skal um á Fjórðungsglímumóti Sunnlendingafjórðungs, og Sig- urður Ágústsson, alþingismað- ur, Stykkishólmi, gefur verð- launagrip, sem keppa skal um á Fjórðungsglímumóti Vest- firðingafjórðungs. Skipuð hefur verið nefnd til að safna skráðum heimildum um glímuna í þeim tilgangi, að síðar verði rituð glímusaga. Einnig hefur verið ákveðið að vinna að stofnun minja- safns glímunnar. Glímusam- bandið hefur fengið fyrirheit frá ekkju Hallgríms Benedikts- sonar, glímukappa, frú Áslaugu Benediktsson, og fjölkyldu hennar um minjagripi, — myndir og verðlaunapeninga frá glímuferli Haligríms. I stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir: Kjartan Bergmann Guðjónsson, form., sem var endurkjörinn, Sigurður Er- lendsson, Vatnsleysu, Biskups- tungum, Ólafur H. Öskarsson, Reykjavík, Sigtryggur Sigurðs- son, Reykjavík og Sigurður Geirdal, Kópavogi. Rætt um verðlagsmál landbúnaðuríns Landbúnaðarráðherra tók fyrstur ti'l máls við umræðurn- ar um verðlagninguna, en rík- isstjórnin flytur nú frumvarp- ið á alþingi til staðfestingar á bráðabirgðalögunum frá í haust. Hann sagði m.a. að nið- urgreiðslur á landbúnaðaraf- urðum væru þungur baggi á ríkissjóði en það væri misskiln- ingur að þær kæmu eingöngu bændunum til góða. Þœr væru aðeins liður í efnahagsráðstöf- ununum. Þá væri það fráleit- ur misskilningur, sem ýmsir heföu . haldið fram, að eitt stærsta mein efnahagsmálanna væri í landbúnaðinum að finna. Ingólfur Jónsson sagði það sína skoðun, að þess yrði ekki langt að bíða að landbúnaðar- vörur yrðu íluttar út með góð- um ágóða og þá myndu þær raddir hjaðna er vildu inn- flUtning erlends kjöts, en sem kunnugt er, er núverandi við- skiptamálaráðherra brautar- gengill þeirrar stefnu í dag. Og þegar landbúnaðurinn væri þannig til vegs kominn mun enginn efast um gildi hans fyr- ir þjóðarbúið sagði ráðherr- ann: Ráðherrann kvað úrsögn ASÍ úr sexmannanefnd lítt skiljan- lega, en hún hefði leitt þann vanda af sér að setja varð bráöabirgðalög. En nú hefði rikisstjórnin farið þess á leit við sömu aðila og sexmanna- nefnd skipuðu að þeir kæmu saman til viðræðna á ný. Og hefðu undirtektir sumra verið góðar. Væri óskandi að tækist áð afgreiða löggjöf á þessu þingi um verðlagningu land- búnaðarvara. Ágúst Þa'valdsson (F) tók 1il mrls og iagði á það áherzh: að það hefði verið lögbrot hjá ASÍ að fela íul.trúa sínum að hætta störfum í sexmanna- rtir.d. Þá væru bráðabirgðalóg ríkisstjórnarinn&r ekki rétta loiðin í þessum málum, þar sem ekki hefði verið byggt á kjara- bótum annarra stétta, heldur hækkun á bótum almanna- trygginga til gamalmenna og cryrkja. Að lokum lagði hann áherzlu á það sem sína skoðun að bændur yrðu að hafa samn- ingarétt um afurðaverð sitt og lífskjör eins og aðrar atvinnu- stéttir í landinu. Hannibal Valdimarsson kvað Allþýðusambandið algjörlega treysta sér til að taka á sig ábyrgðina á því að verðlagn- ingarkerfi landbúnaðarvara fór um koll. Það hefði heldur ekk> þótt hentugt fyrr en nú svona væri komið. Hefði Stéttarsam- band bænda ýmist verið með kerfinu eða á móti undanfarin ár og væri stór hluta bænda- stéttarinnar þakklátur Alþýðu- sambandinu fyrir að hafa höggvið á hnútinn. Hins vegar væri það hrcinn hugarburður að Alþýðusam- bandið hefði tekið ákvörðun sína af fjandskap við ríkis- stjórnina eða bændur. Bænd- ur ættu allt annaö skilið og Alþýðusambandið leggði á- herzlu á að bændur fengju, eins og aðrar stéttir, samningarétt. Ræðumaður las síðan upp ályktun miðstjómar ASÍ um verðlagsmálin, sem er mjög greinargóður rökstuöningur fyr- ir ákvörðuninni og birt var í blaðinu á sínum tima. Drap ræðumaður m.a. á milliliða- kostnaðinn á landbúnaðarvör- um, sem nauðsynlega þyrfti að endurskoða en fulltrúar neyt- enda í sexmannanefndinni hefðu aldrei fengið nein gögn um meðan nefndin var og hét. Þessi kostnaður næmi nú að dómi -óvilhallra manna 700 milj. kr. og væri það skilyrði fyrir lausn þessara mála að hann yrði endurskoðaður. Nefna mætti að endurskoða þyrfti reglurnar um afskriftir á mjólkurbúðum, sem sumar hverjar væru nú bókaöar á ' 00 kr. og hefðu verið afskrif- aðar á allt of skömmum tíma. en það heföu bændur oig nevt- endur borið. H&nn benti á að í verðlags- rrálum landbúnaðarafurða yrði að taka tillit til þriggja meg- inþátta. 1 fyrsta lagi verðlags- ins, í öðru lagi niðurgreiðslu og þriðja lagi útflutningsupp- bóta. öllum þessum þáttum hefði ríkisstjórnin sjálf ráðið og ætti því sjálf að bera á- byrgðina á verðinu. — Og ráð- herrann hafði aðrar Ieiðir út úr vandanum en að • setja bráðabirgöalög, hann gat kom- ið á formlegum viðræðum milli fulltrúa ríkisstjómarinnar og bænda. 1 stað þessa valdi hann þá leið að láta ákveða verðið miðað við hækkún á uppbóta- greislum. Bændur o<j verkamenn eiga marga sameiginlega hagsmuni og því hafa margir haldið fram, þvi kom það býsna þvert Ilannibal Valdimarsson / á fyrri orð, er Mjólkurbú Flóa- manna og Mjólkursamsalan voru látin ganga í Vinnuveit- endasambandið höfuðandstæð- igasamtök verkalýðsins. Reyndar hefðu bændur ekki verið spurðir ráða, þetta hefðu íorystumenn þessara íyrir- tækja ákveðið að bændum al- gjörlega forspúrðum. — Þeir Ingólfur Jónsson. væru ekki sekir i þessu máli. Þá vék ræðumaður að þeirrj fullyrðingu ýmissa og m.a. landbúnaðarráðherra að úrsögn ASÍ væri lögbro.t. En það væri hafið yfir allan vafa að það gæti ekki talizt borg-^, araleg skylda að vera í sex- mannanefnd, enda væri svo að orði komizt í lögunum að stjórn ASÍ væri heimilt að til- nefna mann í nefndina. Nú og fyrst að ráðherrann héldi þessu ekki fram því léti hann þá ekki dæma ASÍ í tugthús? — Nei„ í stað þess að gera það biður hann Alþýðusam- bandið um þátttöku í nýrri nefnd til að gegna lðggjafar- starfi. Vitnaði Hannibal siðan í bréf Ingólfs bar sem ASÍ er boðin aðild að nefndinni. Hefði bréfið verið sent þeim aðilum, er aðild áttu að nefndinni þar á meðal Sjómannafél. Reykja- víkur og hlyti það að teljast harla undarleg ráðstöfun að láta eitt félag eiga fulltrúg í nefndinni þó ekki væri ástæða til að beita sér sérstaklega gegn því. Loks lagði ræðumaður á- herzlu á það að milliliðakostn- aðurinn yrði endurskoðaður og nefndi þau dæmi að raunveru- legt verð mjólkur er 12,21 en bændur fá aðeins 8.25 fyrir lítra, eitt kíló smjörs kostaði óniðurgreitt 187,56 en útsölu- verð væri 102.60 kr. og 51% kjötverðsins færi í milliliða- kostnað og 53% kartöfluverðs- ins. Hannibal lagði einnig á- herzlu á að sett yrði á fót rannsóknamefnd _ um milliliða- kostnað og skoraði á landbún- aðarráðherra að skipa slíka nefnd. Að lokum sagði Hannibal: En það er ekki von á góðu úr stjómarherbúðunum i þessum málum, þegar hver hendin er upp á móti annarri. Einn ráð- herrann heldur þvi fram að flytja eigi inn kjöt en annarr kallar slíkt fjarstæðu og þar fram eftir götunum. Stefna rík- isstjómarinnar i landbúnaðar- málum er ekki sem heillegust frekar en á öðrum sviðum. — Umræðum um málið var síðan frestað, en þess skal að síðustu getið, eins og reyndar þegar er ljóst, að viðskipta- málaráðherra tók ekki til máls um Iandbúnaðarmálin, enda var hann ckki viðstaddur nema ör- stutta stund á fundinum,' þó til umræðn væru þau mál, er hann telur hvað stærsta undirrót þeirra vandamála, sem við er að glíma á sviði efnahagsmála. Enn bræla á síld- armiðunum Bræla var á sildarmiðunum fyrri sólarhring og engin veiði. 4 skip tilkynntu um afla frá sólarhringnum á undan, sam- tals 1.000 mál. BUNADARBANKI ÍSLANDS opnar útibú i BÚÐARDAL laugardaginn 30. okt. 1965 Jainframt yfirfekur bankinn starfsemi SparisióSs Dalasýslu Afgreiðslutími: Yirka daga kl. 10-12 og 2-4 nema laugardaga kl. 10-12 Utibuið annast öll innlend bankaviðskipti BÚNAÐARBANKI ISLANDS i V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.