Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. október 1965. íft1l#ÖNA »“««l 'ftýt K'Öl^ÖNA , in*m /-ót Ktb'fi$1ÖNA KÓ'rÖNaW KÓÓlbNA W*M« firt fl *“'< /-t>t KÓlfi^ÖNA Hm« /-xV C KÓ^rtÖNA HlBIBt /-L,t SKRIFSTOFUSTARF Allir eru þeir vandlátir. Allir velja þeir Korona-fötin. STARF SIVTAN NAHALD Tilkynning frá SparisjóBi Ðalasýslu Hér með tilkynnist heiðruðum viðskipta- vinum vorum, að hinn 30. október 1965 mun Búnaðarbanki íslands yfirtaka rekstr- arstarfsemi vora í Búðardal. Jafnframt því, sem vér þökkum viðskipta- mönnum vorum góð viðskipti á undanföm- um áratugum, væntum vér þess, að útibú Búnaðarbankans í Búðardal megi njóta þeirra í framtíðinni. SPARISJÓÐUR DALASÝSLU Norrænir hljám- listarmenn þinga í liyrjun þessarar viku var haldinn hér í Reykjavík fund- ur í Sambandi norrænna hljóm- listarmanna, en aðild að því eiga félög hljómlistarmanna á Norðurlöndum. Fundinn sátu formaður sam- bandsins. Freddy Anderson frá Svíþjóð, ásamt framkvæmda- stjóra sambandsins, Svíanum Sven Blommé. Aðrir stjómar- meðlimir sambandsins, sem sátu fundinn, vom Willy Pries frá Danmörku. Sigurd Lönseth frá Noregi, Eero Linnaiá frá Finnlandi og Hafliði Jónsson gjaldkeri Félags ísi. hljómlist- armanna. Viðstaddir fundar- höidin vom og stjórnarmeöiimir Félags ísl. hljómlistarmanna. Tekin vom til umræðu og afgreidd fjöldi mála, er vom sameiginleg hagsmunum hljóm- listarmanna á Norðurlöndum. Það var ofarlega á baugi rétt- ur hljómlistarmanna varðandi opinberan flutning á hljómplöt- um. En tillit hefur nú verið tekið til þess réttar víða um heim, m.a. á flestum Norður- löndunum. Fá hljómlistarmenn sérstaka greiðslu þegar plata er flutt opinberlega svipað og tiðkazt hefur til þess, að því er við kemur tónskáldum. Þá var og rætt um skipti hljómsveita landa á milli, en þetta hefur verið nokkurt vandamál í Skandinavíu til skamms tíma. Þing Sambands norrænna hljómlistarmanna er haldið fjórða hvert ár, en stjómar- fundur á ári hverju og var á- kveðið að halda næsta stjóm- arfund í Stokkhólmi að vori. Á miðju næsta sumri verður haldið upp á fimmtíu ára af- mæli sambandsins og munu þau hátíðahöld fara fram í Kaupmannahöfn. Tilkynning um atvinnuleysisskráningu. Atvimiuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarskrif- stofu Reyk’javíkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggva- götu, dagana 1., 2. og 3. nóvember b.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h., hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spumingunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgrarst.iórinn í Reykjavík. Nylon-úlpur Malskinnsbuxur, vinnubuxur í úrvali. —■' Verðið mjög hagstætt. Verzlun Ö. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Kaupfélag úti á landi vantar vanan skrifstofumann nú þegar, eða frá næstu áramótum. Hagstæð laun. Leigufrítt húsnæði. — Upplýsingar gefur Starfs- mannahald S.Í.S. Fast- eignaviðskipti Ríkissjóður hefur auðsjá- anlega tvennskonar reglur i fasteignaviðskiptum við æðstu embættismenn sína. Þurfi tiginn valdamaður að losna við hús eru undirmenn hans látnir annast matið og síðan er húsið keypt á tvöföldu verði. En þurfi embættis- maðurinn að komast yfir hús sem ríkið á er þess vand'lega gætt að verðið einkennist af ýtrustu sanngirni. Þannig ber fróðum mönnum saman um að Valdimar Stefánsson, saksóknari ríkisins, hafi gert ágæt kaup þegar hann eign- aðist efri hæð húseignarinn- ar Ægissíðu 98 fyrir háifa aðra miljón króna, og hefði Guðmundur 1. Guðmundsson borið skarðan hlut frá borði ef hús hans hefði verið met- ið á hliðstæðan hátt. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ríkissjóður og Valdimar Stefánsson eiga viðskipti út af efri hluta hús- eignarinnar Ægissíðu 98. Valdimar hóf sjálfur á sfnum tíma að reisa þetta hús og ætlaði sér efri hluta þess. Var byggingin vönduð, svo sem vera bar, og reyndist næsta dýr, og svo fór að Valdimar Stefánsson, sem þá var sakadómari, komst í fjár- þrot og voru allar horfur á því, að hann yrði að selja hæðirnar og taka á sig þung- an fjárhagslegan skell. En þá reyndist ríkissjóður Valdi- mar ekki lakari haukur f horni en Guðmundi 1. Guð- mundssyni síðar; tók ríkið við þessum tveim hæðum, fyrst með Jeigusamningi en síðan sem skráður eigandi, og gerði þær að embættisbústað Valdimars Stefánssonar saka- dómara. Þannig losnaði Valdi- mar úr fjárhagsörðugleikum sínum og gat búið í þeim vistarverum sem hann hafði í öndverðu ætlað sér. Þar sem hér var um sakadóm- arabústað að ræða hefði Valdimar Stefánsson átt að flytjast úr honum, þegar hann tók við starfi saksókn- ara, og Þórður Björnsson að njóta útsýnisins við Ægissíð- una í staðinn, en með hin- um nýja kaupsamningi hef- ur sem betur fer verið komið í veg fyrir að saksóknari þurfi að standa í hvimleið- um flutningum. Upphaflega tók ríkissjóður við íbúð Valdimars 29da marz 1950. Fjórum dögum áður — 25ta marz 1950 — hafði Valdimar kveðið upp dóma sína út af atburðum þeim sem gerðust 30asta marz árið áður. — Austri. FYRIRLIGGJANDI EFTIRTALDAR byggingavörur: ÞAKJÁRN og ÞAKSAUMITR MÚRHÚÐUNARNET LYKKJUR og venjulegur SAUMUR ARMSTRONG hljóðeinangrunarplötur KORK-O-PLAST vinylhúðaðar korkgólf- flísar og tilheyrandi lím PLASTVEGGFÓÐUR með frauðplasti á baki og tilheyrandi lím GLUGGAPLAST PROFIL HARÐTEX plötustærð 4x9 fet — ódýrt GÓLF & VEGGMÓSAIK í úrvali ARMSTRONG lím fyrir mósaik og fugusement. B Y GGIN G A V ÖRU VERZLUN Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640 (3 línur) „ NE0D0N ; • i/ . ’ ’• ÞÉTTIEFNI MÁLNINGARVÖRUR S.F. Bergstaðastræti 19. Tilkynning frá byggingafulltrúa Kópavogs. Framvegis verða ekki gefin út vottorð um að hús séu fokheld nema eftirtöldum atriðum sé fullnægt: 1. Úttekt hafi farið fram á brunnvatnslögnum. 2. Fyllt sé að húsi og lóð jöfnuð. Að öðru leyti gilda fyrri reglur um fokheld hús. Kópavogi 26/10 1965. Byggingafulltrúi. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.