Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 29. október 1965. Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttáritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 Iínur). Áskriftarverð kr. 00.00 á mánuði. Algert jafnrétti J^ynþáttas’tríð er oftast nefnt nú um sinn þegar rsett er um Ródesíu eða Suður-Afríku, þó það sé að sjálfsögðu miklu víðar en í þeim Afríku- löndum að hroki og arðrán hvítra manna gagnvart mönnum annarra kynþátta hefur gert sambúð þeirra að torleystu vandamáli. Þannig hefur at- hygli manna um heim allan beinzt að frelsis- og réttindabaráttu sver'tingjanna í Bandaríkjunum, sem virðist nú sækja í sig þunga og afl með ári hverju, enda óspart á það minnt að heil öld er lið- in frá því lýst var yfir frelsi svartra manna í Bandaríkjunum og jafnframt að enn sé furðu langt frá því að það frelsi sé virt af hvítum lands- mönnum og stjómarvöldum. Jslendingum er ekki gjarnt að láta litarhátt ráða dómum sínum um menn og þjóðir, og eiga sennilega bágt með að gera sér í hugarlund það ástand þessara mála sem ríkir enn í Suðurríkjum Bandaríkjanna, eða þá lífshætti sem hinn svarti kynþáttur verður að láta sér lynda i fátækra- hverfum stórborganna um gervöll Bandaríkin. Þeir sem ekki eiga þess kost að kynnast því lífi og andrúmslofti af eigin reynd, munu helzt fá hugmynd um það í skáldritum bandarískra rit- höfunda, bæði hvítra og svartra, sem margir hverjir hafa lýst lífi og frelsisbaráttu hins svarta kynþáttar af dirfskufullri ádeilu og raunsæi. Fræðiritum sem fjalla um kynþáttamálið í Banda- ríkjunum af víðsýni og skilningi á málstað hins of- sótta svarta kynþáttaminnihluta fer einnig fjölg- andi. j^Jeira að segja sumir þeirra forvígismanna svert- ingjahreyfingarinnar í Bandaríkjunum sem friðsamlegast hafa viljað fara að öllu fram að þessu, í þeirri von að hinn hvíti meirihluti þjóð- arinnar vitkaðist smám saman og færi að unna svörtum meðbræðrum jafnréttis og lýðræðis, eru að verða langþreyttir á biðinni. Það hefur m.a. komið fram í sambandi við sýknun Ku Klux Klan- morðingjans nýlega. Vesturlandafréttastofur hafa flutt fregnir af fagnaðarfundum hins bandaríska glæpafélags, þar sem þeir sem komu við sögu í morðmáli hvítu konunnar Violu Luzzio hafa látið hylla sig sem hina einu sönnu ættjarðarsinna, klæddir kufli og hettu undir logandi krossmerkj- um. Hin myrta kona var einn hinna hugdjörfu Bandaríkjamanna sem rísa gegn kynþáttahatri samlanda sinna og taka virkan þátt í réttindabar- áttu svartra þegnsystkina. Þeipi fer fjölgandi þó enn sé við gífurlegt ofurefli að etja, ofurvald bandaríska auðvaldsins sem hefur hagsmuni af því að halda hirium svör'tu þegnum Bandaríkjanna í fátækt, stutt hroka hins hvíta manns og oftrú á yfirburði kynþáttar síns, hroka sem verið hefur í ræktun í marga ættliði Bandaríkjamanna. Enda er svo hert orðið að flækjum kynþáttamálsins í Bandaríkjunum að það getur kostað gífurleg átök að komast að þeirri lausn sem virðist eina varan- lega úrræðið: Algert jafnrétti svartra manna og hTn'tra. ekki aðeins í orði heldur líka á borði. — s. Verðlagsráð sjávarútvegs- ins skipað til tveggja ára Sjávarútvegsmálaráðherra hefur nýlega skipað eftirtalda menn í Verðlagsráð sjávarút- vegsins frá 1. okt. 1965 til 1. okt. 1967; Frá félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi. Aðal- menn: Sveinn Benediktsson, framkvæmdastj., Reykjavík, Jón Þ. Ámason, framkvæmda- stjóri Raufarhöfn. Varamenn: Aðalsteinn Jónsson, framkvstj., Eskifirði. Eyþór Hallsson, fram- kvæmdastj., Siglufirði. Frá Síldarverksmiðjum rík- isins. Aðalmaður; Sigurður Jónsson, framkvæmdastj. Vara- maður: Sveinn Benediktsson, framkvæmdastj. Reykjavík. Frá Félagi síldarsaltenda á Suð-vesturlandi. Aðalmenn; Ól" afur Jónsson, framkvæmdastj., Sandgerði. Margeir Jónsson framkvæmdastjóri, Keflavík. Varamenn; Þorsteinn Arnalds,^ framkvæmdastjóri Reykjavík, Tómas Þorvaldsson, framkvstj., Grindavík. Frá Alþýðusambandi íslands; Tryggvi Helgason, Eyrarvegi 13 Akureyri. Frá Landssambandi ísl. út- vegsmanna. Aðalmenn; Kristj- án Ragnarsson, fulltrúi, Rvík, Guðmundur Jörundsson útgm., Reykjavík, Ingimar Einarsson, fulltrúi Reykjavík. Varamenn; Matthías Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, fsafirði, Sigurð- ur Pétursson útgm.. Reykja- vík Ólafur Tr. Einarsson, út- gerðarm., Hafnarfirði. Frá Sambandi ísl. samvinnu- félaga. Aðalmaður; Bjami V. Magnússon. framkvæmdastjóri, Reykjavík. Varamaður; Björg- vin J. Ólafsson fulltrúi, Reykjavík. Frá Síldarvérksmiðjusamtök- um Austur- og Norðurlands. Aðalmaður: Vésteinn Guð- mimdsson, framkvæmdastjóri, Hjalteyri. Varamaður: Her- mann Lárusson, framkvæmda- stjóri. Neskaupstað. Frá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands. Aðal- maður: Guðmundur H. Odds- son, skipstjóri, Reykjavík. Varamaður: Guðmundur Jens- son, framkvæmdastj. Reykja- vík. Frá Samlagi skreiðarfram- leiðenda. Aðalmaður; Huxley Ólafsson, framkvæmdastjóri, Keflavík. Varamaður; Ásgrím- ur Pálsson framkvæmdastjóri Keflavík. Lausir við bítla og minka Rauðasandi, 12/10 — Nú :endur yfir byggirig heimavist- rskóla í Örlygshöfn, — nánar ltekið í Fagrahvammi, einnig :endur til að smíða kennara- )úð og íbúð fyrir matráðskonu. Þarna í Örlygshöfn er líka ilagsheimli og aðsetur kaupfé- ags og er að myndast þarna yggðakjarni í veitinni. Nokkuð íörg býli hafa farið í eyði í :auðasandshreppi á undanförn- m árum og má þar nefna faustabrekku, Stakka, Krók, takkadal, Sjöundá að ógleymdu ðalssetrinu Saurbæ. En þarna ru ennþá í byggð Lambavatn, iröf, Kirkjuhvammur, Móberg g Melanes. Báglega skortir hljóðfæraleik- ra hingað í sveitina og dregur að niður skemmtanalíf unga ólksins hér um slóðir. En þe;r ru líka lausir við bítía eins g minkinn. Þannig má finna óðar hliðar á hverju máli. Og svo eru hér síðustu frétt- ir frá Skotlandi: Nágranni vor, McPhcrson, er svo spar- samur, að hann horflr YFIR gleraugun til þcss að ;ilíta þeim ekki. Frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Aðalmenn: Helgi Þórðarson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði, Óskar Gíslason framkvæmdastjóri Vestmanna- eyjum Han^ Haraldsson, fulltrúi ísafirði. Varamenn: Óiafur Jónsson, framkvæmda- stjóri. Sandgerði, Jón Jónsson, framkvæmdastjóri Hafnarfirði, Aðalsteinn Jónsson, framkvstj., Eskifirði. Frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. Aðalmaður- Helgi Þórarinsson framkvstj., Reykjavík. Varamaður: Mar- geir Jónsson útgm., Keflavík. Frá Sjómannasambandi ís- lands. Aðalmaður: Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Varamaður: Sigrík- ur Sigríksson Akranesi. Frá Félagi síldar- og fiski- mjölsverksmiðja á Suður- og Vesturlandi. Aðalmaður; Guð- mundur Kr. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjav., Vara- maður: Guðmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði. Verðlagsráðið hefur kosið eftirtalda menn í stjórn ráðs- ins næsta starfsár; Formaður: Kristján Ragnars- son fulltrúi, Reykjavík. Vara- formaður: Guðmundur H. Oddsson skipstjóri, Reykjavík. Ritari: Bjami V. Magnússon, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Vararitari; Helgi Þ. Þórðarson. framkvæmdastjóri, Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri ráðsins er Sveinn Finnsson ddl. Reykjavík 26. okt. 1965 Verðlacsráð sjávarútvegsins. Vestur-Þjóðverj- ar enn hlyiint- ir MFL BONN 22/10 — Vestur-þýzka stjómin telur enn, að þanda- ' ríska áætlunin um sameigin- legan kjamorkuflota Atlanz- hafsþandalagsins, MFL, sé bezta lausnin á varnarmála- vandræðum bandalagsins. Það var talsmaður stjórnarinnar, Guenther von Hase, sem frá þessri skýrði á fundi með fréttá- mönnum i dag. Von Hase var spurður ýmissa spurninga í samþandi við þetta mál, en bein orsök þessarar yfirlýsing- ar vestur-þýzku stjómarinnar er sú, að Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að gefa alla þessa áætlun upp á bátinn, að minnsta kosti fyrst um sinn. Stjórnartalsmaðurinn sagði ennfremur, að Erhard kanzlari muni hafa meðferðis tillögur um lausn þessa máls, er hann heldur til Washington síðar í haust. Dómarar ræða breytingu á skipan lögsagnarumdæma Aðalfundur Dómarafélags Is- lands var haldinn í Reykjavík dagana 21. til 23. okt. s.l. Fundurinn hófst með fyrir- lestri Hjálmars Vilhjálmssonar ráðuneytisstjóra, um sýslu- mannsembættin fyrrognú. Var erindi Hjálmars hið fróðlegasta cg taldi hann að rekja mætti rætur sýslumannsembættanna til hinna fomu goða. I lok erindis síns vék ræðumaður nokkuð að því, hvort tímabært væri, að breyta núvérandi skipan lögsagnarufndæriid í landinu. Umræður urðu tölu- verðar um þetta mál og skipan dómstólanna yfirleitt. Var m.a. að því vikið, hvort ekki væri rétt, að greina alfarið milii stjórnsýslustarfa og dómstarfa, þannig að dómarar hefðu eigi önnur störf með höndum en dómsmálastörf. Eigi voru þó gerðar neinar ályktanir í þessu efni, enda var sammæli þeirra, er til máls tóku, að fram þyrfti að fara ítarlegat- hugun á mörgum atriðum, áð- ur en ákvörðun væri tekin um það, að breyta núgildand) skipulagi. Meðal gesta við fundarsetn- ingu og nefndar umræðurvar Jóhþnn Haf&tein,. dóipspjálaráð- herra. Á aðalfundinum flutti Þór Vilhjálmsson borgardómari er- indi um hóptryggingar og Klemenz Tryggvason hagstofu- stjóri ræddi um ýmis mál, sem varða samskipti sýslumanna og bæjarfógeta annarsvegar og hagstofunnar hinsvegar. Þá voru rædd mörg mál, er varða hagsmuni, svo sem starfsaðstöðu og lögkjör félags- manna dómarafélagsins og ýmsar ályktanir gerðar um þau efni. Fundai'menn sóttu síðdegis- boð Jóhanns Hafsteins dóms- málaráðherra, og Trygg- ingastofnun ríkisins bauð til hádegisverðar, en sýslumenn og bæjarfógetar eru umboðs- menn hennar. Dómarafélag Islands skiptisl í tvær deildir: Dómaraféias Reykjavíkur og Sýslumannafé- lagið. Eiga formaður og vara- formaður hverrar félagsdeildar sæti í félagsstjórninni, en hans skipa nú: Hákon Guðmundssor yfirborgardómari, form., Páll Hallgrímsson sýslumaður, Þórð- ur Björnsson yfirsakadómar1. Bjarni K. Bjarnason, borgar- dómari og Torfi Hjartarson, tollstjóri. ■ ’ (Frá Dómarafélagi Islands). iTI VETRARGJALÐ 300 kr. fastagiald og 3 kr. á ekinn km. ííiifyisiijiH Kuið! • vinsœlosfir skartgripir jóhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.