Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 7
Föstudagiir 29. oktðber 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Björn Jónsson flytur frumvarp um að Verðuppbót ríkissjóðs á línufisk verði hækkuð í 75 aura á kílóið — á tímabilinu frá 1. okt. til 31. des. 1966, enda greiði fisk- kaupendur 25 aura verðuppbót umfram gildandi fiskverð Björn Jónsson. ÞINCSIÁ Þ|OÐVIL|ANS ■ Bjöm Jónsson flytur nú á þingi frumvarp um að verðuppbót ríkissjóðs á línufiski verði hækk- uð í 75 aura á hvert kíló frá 1. okt. 1965 'til 31. desember 1966. Bendir Björn á það í greinar- gerð með frumvarpinu að veiðar á línu hafi und- anfarin ár gefið um eða yfir 100 þús. tonn upp úr sjó og hefði útflutningsverðmætið, sem línu- veiðarnar hefðu staðið undir því verið 500 til 600 milj. kr. Frumvarp Björns Jónssonar er svohljóðandi: 1 gr. .,1. gr. laganna orðist svo: Frá 1. ,ian. til 1. okt. 1965 gTeiði ríkissjóður fiskseljend- um 25 aura verðlagsuppbót á hvert kiló línu- og handfæra- fisks. Frá 1. okt. 1965 og til 31. des. 1966 skal þessi verð- uppbót vera 75 aurar á hvert kíló enda greiði fiskkaupend- ur fiskseljendum á sama tima- bili 25 aura verðuppbót um- fram gildandi fiskverð samkv. ákvörðununi verðlagsráðs sjáv- arútvegsins. 2. gr. í greinargerð segir svo: Lög þessi öðlast þegar gildí“. „Fiskveiðar með línu hafa löngum verið mjög veigamikill þáttur { fiskveiðum þjóðarinn- ar og þótt aðrar veiðiaðferðir hafi á síðari árum þokað þeim nokkuð um set, er enn aflað mjög verulegs hluta af þeim bolfiski. sem færður er að landi, með þessu veiðitæki Meginhluti af veiði einstakra fiskte-gunda, svo sem ýsu. verður enn aðeins fenginn með þessari aðferð. Tækniframfar- ir hafa litlar orðið í þessum veiðum og hvergi sambærileg- ar við þser, sem orðið hafa við ýmsar aðrar veiðar. Þær krefjast mikillar vinnu og eru á ýmsan hátt óaðgengilegri en aðrar veiðar. og nú orðið er aflavonin suma árstíma minni en ef veitt er með öðrum að- ferðum, sem minna þarf til að kosta. Tafarlausar úrbætur Því fer þó mjög fjarri. að tímabært sé að leggja þessa veiðiaðferð niður, og er raun- ar einnig óliklegt. að hag- kvsemt sé, þegar á allt er lit- ið. að draga úr notkun hennar frá því sem verið hefur. Á- stæður fyrir því eru m.a. þessar: 1. Á állt að 5 máná'ða tímabili árlega, frá október til febrú- arloka, eru veiðar með línu nálega eina veiðiaðferðin, önnur en veiðar með botn- vörpu, sem fært getur bol- fiskafla að landi. Aðrar veiðiaðferðir. sem yfirgnæf- andi eru notaðar á vetrar- vertíð við Suður- og Suð- vesturland, eru að miklu háðar því, að um þéttar fiskgöngur sé að ræða fyrir og um hrygningartímann, en duga miður eða ekki á öðrum tímum og við aðrar aðstæður. 2. Veiðar með línu og handfæri v eru einu veiðamar, sem að jafnaði henta verulegum hluta bátaflotans í flestum sjávarbyggðum landsins. Dragnót kemur þar að vísu til greina. en reynslan sann- ar, að ekki er fært að stunda þær veiðar með ár- angri nema mjög takmark- að. Rekstrarmöguleikar báta- flotans og fiskimiðin verða því ekki nýtt eðlilega, nema línu- og handfæraveiðar séu stundaðar bæði þann árs- tíma, þegar slikar veiðar henta einar. og einnig að hæfilegu leyti á vetrarver- tíð. 3. Fjöldi frystihúsa og annarra fiskvinnslustöðva í þrem landsfjórðungum á starf- semi sina og afkomu að langmestu leyti undir því komna, að línuveiðar séu stundaðar í engu minna mæli en verið hefur. En það eru einmitt þau atvinnu- tæki, sem hafa úrslitaþýð- ingu fyrir atvinnulíf í ílest- um sjávarbyggðum * Vest- fjarða og Norðurlands árið um kring og einnig Aust- fjarða, þegar síldveiðum lýk-ur. 4. Veiðar með línu hafa und- anfarin ár gefið um og yf- ir 100 þús. tonn upp úr sjó, en það svarar til um helmings þess hráefnis. sem ' frýStihúsin þárfnast tilfram- leiðslu þeirra fiskflaka. sem flutt hafa verið út síðustu árin. Útflutningsverðmætið, sem línuveiðamar hafa stað- ið undir. má því áætla 500 til 600 milj. kr. Ef stórlega drægi úr þessum veiðum eða þær legðust að mestu niður, má fullyrða. að það skarð, sem eftir yrði skilið í gjaldeyrisöfluninni, yrði ekki fyllt með annarrj veiði. svo að nokkru verulegu næmi af ástæðum sem þeg- ar eru greindar. Að þessu athuguðu verður að álykta, að það væri hið mesta tjón jafnt fyrir þjóðar- heildina sem þá er eiga atvinnu og afkomu undir öruggum rekstri smáútgerðar og fisk- vinnslu í sambandi við hana, ef sá samdráttur sem þegar gerir vart við sig í fiskveiðum með línu. héldi hraðbyri á- fram — en á því eru allar horfur, nema sérstakar ráð- stafanir ko.mj til af opinberri hálfu. Gildar ástæður Með lögum nr. 34 1965 var viðurkennt að fiskveiðar með línu væru rekstrarlega óhag- stæðari en aðrar veiðar, að botnvörpuveiðum togara und- anskildum, og að nauðsyn bæri til að styrkja þær af opinberu fé. Var sá styrkur þá ákveðinn kr. 0,25 á kg. Reynslan hefur nú sannað það. sem flestir, er til bátaútgerðar þekkja, sáu fyrir, að þessi viðurkenning var ófullnægjandi og fékk ekki hindrað stöðugt minnkandi at- hafnasemi við þessar veiðar og vaxandi erfiðleika hennar. En síðan lög jæssi voru sam- þykkt, hefur tilkostnaður enn aukizt og gert þessar veiðar óhagstæðari en áður miðað við fiskvérð. Má því efin búast við minnkandi linuveiðum á haust- vertíð, og er líklegt. að þátt- taka i .þeim hvprfandi á komandi vetrarvertíð. Á hinn bóginn blasir það við, að þjóðarbúið, gjaldeyris- öflunin og ríkissjóður mega engan veginn við því. að þessi þáttur í fiskframleiðslunni hverfi eða minnki mjög veru- lega og atvinnulíf Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða að nokkru má enn síður við siik- um búsifjum, sem leiða mundu af sér atvinnuleysi og marg- vislega erfiðleika í sjávar- byggðunum. Hér ber Alþingi og ríkis- stjórn vafalaust að koma til skjalanna og gera tafarlausar ráðstafanir til hjálpar, — við- urkenna. að rekstraraðstaða Emiáútgerðarinnar, sem aðal- lega byggir á þeirri veiðiað- ferð sem hér um ræðir, er sizt betri en togaranna, en það hefur raunar lengi verið ljóst. Opinber aðstoð við togaraút- gerðina svarar nú til u.þ.b. 1 krónu styrks á kg. fisks upp úr sjó. og má ætla, að hlið- stæð aðstoð við veiðar með línu yrði til verulegrar örv- unar þeirri atvinnugnein. í þessu frumvapi er gert ráð fyrir, að verðuppbót rikissjóðs verði hækkuð í 75 aura á kíló með því skilyrði. að fisk- kaupendur greiði á móti 25 aura á kíló til viðbótar hinu almenna fiskverði. Ætti það skilyrði að vera réttlætanlegt með hliðsjón af þeim hagnaði, sem fiskkaupendur nytu vegna tryggari hráefnisöflunar og betri nýtingar framleiðslu- tækja sinna en ella yrði. Útvarpið og Sóleyjarkvæði í gær barst Þjóðviljanum svofelld athugasemd frá Ein- ari Braga; „Vegna bollalegginga Skúla Guðjónssonar í Þjóðviljanum í dag um að ekki muni snurðu- laust hafa gengið að koma Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum ..gegnum útvarpið“ vil ég biðja blaðið fyrir fáeinar línur til að firra þá ámæli, sem ekkert hafa til saka unnið. Þegar ég tókst á hendur fyr- ,ir tilmælj Rithöfundasambands íslands að annast um skeið efnisval í Raddir skálda. voru mér engir skilmálar settir um hvaða skáldverk ég tæki þar til flutnings, enda hefði ég þá aldrei komið nærri þessu verki. Hvorki útvarpsráð né aðrir starfsmenn útvarpsins hafa í eitt einasta skipti reynt að hafa nokkur áhrif á, hvaða höfunda ég kynnti eða hvaða verk þeirra. Ég ber því einn alla ábyrgð á þeim þáttum sem ég hef séð um. f afkynningu Sóleyjarkvæð- is var þess getið, að starfs- menn Ríkisútvarpsins hefðu ekki annazt upptöku tónlistar- efnis. Það var einföld stað- reynd, sem ég hélt ekki að þarfnaðist neinnar skýringar. En úr því að hennar er óskað, er mér ljúft að bregðast vel við svo lítilli bón. Þannig stóð á, að einn af flytjendum tón- listarefnisins var staddur er- lendis um þessar mundir. Því varð nýrri upptöku á hluta kvæðisins ekki við komið. Ég fékk þá að láni segulbands- upptöku sem tekin var'við mun verri skilyrði en fyrir hendi eru í útvarpinu. Af þessum sökum varð upptak- an í heild sinni talsvert mis- lit eða blettótt, blærinn ósam- felldari en æskilegt hefði ver- ið. Magnaravörðum útvarpsins er eðlilega annt um starfsheið- ur sinn eins og öðrum mönn- um, sem vandir eru að virð- ingu sinni. Þess vegna var ekki nema sjálfsögð kurteisi við þá að geta þess að þeir hefðu ekki annazt upptökuna að öllu leyti. Einar Bragi. -4» Kjöt til London Kópaskeri, 25/10 — Sláturhús- íii hér er af mörgum talið eitt af fullkomnustu sláturhúsum á landinu og er nú sláturtíð lok- Ið. Meðalvigt reyndist 15,1 kg., — er það aðeins minna en í fyrra, en nú var fleira tvílembt hjá bændum og verður útkoman bessvegna hagstæðari hjá mörg- um. 1 sumar var innrcttuð sér- stök deild til sláturgerðar og pökkunar á dilkakjöti. Þannig er nú í ráði að senda 3 búsund dilkskrokka í neytendaumbúðum til sölu í London. Dilkskrokk- arnir eru teknir í sundur á sér- stakan hátt, síðan látnir í lok- aðar umbúðir, sem lofti er dælt úr og svo brugðið í sjóðandi vatn. Verða umbúðirnax bá eins og húð á kjötinu og varnar algjörlega þornun. Þetta kjöt er svo fryst til hinnar nýju íslandsbúðar í London, en þar verður bæði verzlun og veit- Ingastaður. Þá erum við líka að pakka diíkalifur í skrautlegar umbúð- ir og verður það lika til sölu i Lundúnabúðinni. Slátrið sendum við hinsvegar á Reykjavíkurmarkað, — það verður í smekklegum umbúðum og tilbúiA beint £ pottinn. Það er geymt fryst og flutt þannig í sérstöUi’m flutningabílnm á Btarkaðinn. ■ ■■■■<•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ íslenzka málverkasýningm vekur athygli vestanhafs ■ Eins og áður hefur ver- ið skýrt frá hefur mynd- arleg sýning á verkum fremstu listmálara á ís- landi verið send til Bandaríkjanna. Munu málverkin verða sýnd mjög víða vestra næstu vikur og mánuði. Hugmyndina að sýningunni áttu Ellerton K. Jette og kona hans frá Waterville. Hann er fonnaður skóla- nefndar Colby-menntaskólans og kona hans er formaður skólafélags, sem kallað er „Listvinafélagið". Listasafn Colby-skólans er orðið mikið og merkilegt og eiga Jette- hjónin mikinn þótt í vexii þess, enda hefur aðalsaiur safnhússins verið nefndur þeim til heiðurs. Þar sem þau hjónin höfðu mikiar mætur á máláralist var ekki nema eðlilegt, að þau yrðu snortin af íslenzkri málaralist, er þau heimsóttu ■ ísland sumarið 1963. Með ómetanlegri aðstoð dr. Selmu Jónsdóttur, forstöðu- konu Listasafns Islands, hef- ur draumur þeirra um sýn- ingu á íslenzkri málaralist i Bandaríkjunum orðið að veruleika. Dr. Sehna Jónsdóttir valdi verkin á sýninguna í Banda- ríkjunum, og Selmu til að- stoðar voru listmálararnir Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason. Eigendur margra listaverkanna sýndu þá velvild að lána þau til sýningarinnar. Fru Jette og frú Gertrud Mellon frá New York, sem er einn af leiðbeinendum „Listvinafélagsins,“ ferðaðist til Islands snemma á þessu ári, til að vinna að undir- búningi sýningarinnar. Á sýningunni voru 75 verk eftir fremstu Iistmálara Is- lendinga og voru þau til sýn- is til 3. okt. sl. Þessi lista- verk verða síðar sýnd í New York og þaðan verða þau flutt til ýmissa staða í land- inu til sýningar á vegum the American Federations of Arts (Ameríska Listasambandsins). Loftleiðir fluttu listaverkin til Bandaríkjanna endur- gjaldslaust, Sýningin hefur vakið mikia eftirtekt í Colby og annars staðar. Robert Taylor, virtur listgagnrýnandi við blaðið Bosbon (Mass.) Herald, kail- ar sýninguna „mjög eftir- tektarverða“. Ummæli hans: „Island á skilið, að því sé gaumur gefinn, því það er að reyna að vernda þjóðar- einkenni sín umkringt al- þjóðlegum stíl, sem náð hef- ur inn yfir öll landamerki.“ Ummæli Jeane Cristiansen við blaðið Bangor (Maine) Daily News, voru á þessa )eið: „Fyrir augað er þetta stór- kostl'egt safn listaverka, sem ekki leynir þvi að þau túlka þjóðlega list og sýna tær og lifandi litbrigði landsins. Einn af sýningargestunum í Colby skoðar málverk eftlr Jón Engilberts. Andi allra listaverkanna er sérstæður einvörðungu is- lenzkur og gefur til kynna fegurð landsins .. Ef til vill er mestu viður- kenninguna á íslenzkri Ust að finna í orðum frú Jette í garð Islendinga: j,Hið mik- ilvægasta við íslenzka list“. segir hún „er sú staðreynd, að hún er þýðingarmikill þáttur í þjóðlífinu. Það eru ekki bara þeir riku og Rsta- verkasafnaraTj sem áhuga hafa á listinni — heldur fólk i öllum stéttum,- bflstjórar, þjónar, allir. Þetta fólk hef- ur feikilega mikla þekkmgu á Hstamönnum þjóðarinnar og er hreykið af þeiir„“ (Að nokkru eftir fréttaiil- kynningu frá Upplýsinga- þjónustu Bandarí'kjanaaí. !■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.