Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 6
6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. október 1965. íl Við getum unnið kirkjugarð ## — segir leikritaskáldið Arthur Miller um stíð Pandaríkjamanna í Vietnam í bandarískum áróðri er jafnan reynt að láta svo líta út sem einhuga þjóá standi bak við Johnson forseta í striði hans í Vietnam. Þvi fer þó fjarri, að þetta sé rétt. Eins og alkunna er af fréttum gæt- ir sívaxandi andstöðu í Banda- ríkjunum gegn þessu ,,skítuga stríði“. Þessi andstaða hefur verið hvað mest með háskóla- mönnum. Þannig hefur verið komið á fót klukkustunda löngum svonefndum teach-in umræð- um um Vietnam við allmarga háskóla, og tugþúsundir stúd- enta hafa sameinazt í andstöð- unni gegn stríðsstefnu stjórn- arinnar. Aðrir menntamenn hafa einnig tekið þátt í þess- um aðgerðum og nýlega tók hinn þekkti leikritahöfundur Arthur Miller þátt í ráðstefnu um þessi mál við Michigan- háskólann. í ræðu sinni við það tækifæri sagði MiUer meðal annars: Óréttlátt stríð Ég held að við heyjum órétt- látt stríð. Þetta held ég af því, að ég hef hlustað á mína póli- tísku leiðtoga, og það kemur einfaldlega ekkj heim og sam- an sem þeir segja. Ég held að forsetinn vilji semja. Andstæð- ingurinn hefur nefnt fjögur at- riði, sem þeir telja að orðið geti samningsgrundvöllur. Ég veit ekki hve margir ó- breyttir borgarar hafa látið líf- ið fyrir bandarískum sprengj- um eða hafa brunnið til bana í napalmeldi. Ef við eigum að trúa því, sem flugherinn seg- ir, þá eru þeir margir. Hvert er svo svar okkar við þessum semja um. Þvj verðum við að krefjast þess nú þegar að sprengjukastið takj enda, svo að fyrirætlanir forsetans um samningaviðræður geti komið í staðinn. Kirkjugarður Það er yfirleitt haft fyrir satt, að Bandaríkin séu daemd til þess að tapa þessu stríði. Sagan um skæruhernað ætti að hafa kennt okkur það, að til þess að vinna sigur á skæruliðum eins og þeim í Suður-Vietnam verðum við að beita meira liði ®n Banda- ríkin hafa þar nú, og meira en við getum sent, og þar með væri ósigur Bandarikjanna ó- hj ókvæmilegur. Það sem ég er hraeddur um, er að við vinnum og að við vinnum kirkjugarð. Ef við heyjum stríð, sem við að sög; Mansfields hershöfðingja er- um reiðubúnij- að heyja fjöl- mörg ár fram í tímann, þá er slíkt ekki framkvæmanlegt nema gjörbreyting verði á Bandaríkjunum eins og við þekkjum þau í dag. Fleíri mál- efni og vandamál verða að bannorði í stjórnmálaumræð- um en þau, sem þegar eru orð- ?> in það og eitt af þessum bann- | orðum verður Vietnam. Þið ! munuð ekkí geta setið á sama hátt og hér í kvöld ekki jafn öruggir. Nýtt Rómaveldi MacCarthy-tímabilið verður! svipað og aðalæfing á því, sem : verður, ef þessu stríði heldur áfram í tvö. þrjú, íjögur, fimm eða tíu ár. Grafið verður und- Arthur Miller með konu sinni fjórum atriðum. sem andstæð- ingurinn telur samningsgrund- völl? Ég hef ekki heyrt neitt svar. Það sem ég sé er hins- vegar aðgerðir, sem aðeins færa út stríðið. Sprengjukast Ef við nú köstum sprengjum á þetta land dag og nótt, og tölum samt um samninga, þá er mér lífsins ómögulegt að trúa neinu á slíkum grundvelli af þeirri einföldu ástæðu að sérhver stjóm og sérhver aðili, sem gengur að samningaborði undir slíkum kringumstæðum, hefur viðurkennt ósigur sinn. Að biðja um samninga við slíkar aðstæður, er að koma sigraður að samningaborði og þá er ' ekki lengur neitt að an andlegu frelsi og það bann- að af einni saman ættjarðar- ást. Nú þegar er Fulbright öld- ungadeildarþingmaður ákærð- ur1 fyrir það af starfsfélögum sínum að vanmeta kommún- istahættuna, þegar hann bend- ir á þá augljósu staðreynd, að við gerðum skyssu þegar við réðumst inn í Dómíníska lýð- veldið. En hugsið ykkur hvað muni ske, ef maður lætur í ljós siðferðilegar efasemdir. þegar um er að ræða langt og blóðugt stríð. Maður lítur líka með áhyggjum á þá tilhneig- ingu, sem nú tekur að gora vart við sig, að Bandaríkin vaxi eins og hvert annað nýtt Rómarveldi. Við byrjuðum með Bandaríkin, jukum þau með Formósu og Okinawa og Framhald á 9. síðu. Bandaríska nefndin „The Vietnam Day Comniitee" hvatti til þess, að dagamir 15. og 16. okt væm um heim allan helgaðir mótmælum gegn stríftj B andarikjanna í Vietnam. — (Bidstrap teiknafti fyr- • ir ,,Land og Folk“) ísöld getur skollið á eftir svo sem 50.000 ár Hvenær sem er úr þessu — kannski eftir svo sem 50.000 ár — getur íshjúpurinn á Suðurskautslandinu tek- ið upp á því að flæða út yfir Kyrrahafið og Atlanzhafið. Sjór mun þá rísa meir en 100 ft. og flæða yfir ýmsar helztu borgir heims. Þessi framsókn íssins mun einnig hafa það í för með sér, að miklu meira sólarljós endurkastast út í geiminn aftur og yfirborð jarðar snöggkólnar. Ný ísöld er skollin á. Þessar ömurlegu framtíðar- horfur má lesa úr nýrri kenn- ingu um ísaldir, sem nýlega var rædd í enska vísindatíma- ritinu „Nature". Sá heitir A. T. Wilson. háskólakennari í Wellington á Nýja Sjálandi sem fyrstur sett; kenninguna fram. Hann stingur upp á því, að þegar nægur ís hafi safn- azt á Suðurheimskautinu, munj ísinn taka að bráðna við und- irstöðu sína, en isinn er nú eitthvað um 12.000 feta þykk- ur við skaut. Þetta gæti aftur ýtt af stað gifurlegu ísflóði út í hafið. og ísbreiðan gæti jafnvel náð allt norður á 50. gráðu suðurbreiddar. „Jökulhlaup“ Árið 1953 tók Kutiah-jökull- inn í Norður-Indlandi að hreyfast og fór 12 fet á klukkustund, og frásagnir hafa borizt af því, að aðrir jöklar hafi hreyfzt hraðar en fólk gat flúið. Tilsvarandi hreyf- ing Suðurheimskautsíssins gæti á fáum áratugum hækkað yfir- borð sjávar um 60 fet eða meira. Hraðara ísflóð gæti or- sakað flóðbylgju um allan heim. Ekki nýtt Dr. John Hollin við Prince- ton-háskóla hefur undanfarið leitað að jarðfræðilegum vitn- isburði þess. að eitthvað slíkt og hér hefur verið lýst hafi átt sér stað áður — og heldur sig hafa fundið þann vitnis- burð. í Austur-Englandi er t.d. merki að finna um það, að sjór hafi skyndilega gengið á land fyrir eitthvað um 150.000 árum. Þetta varð rétt áður en snöggkólnaði loftslag — sem aftur var undanfari íssins. Víða í Norður-Evrópu er að finna merki um slíkar breyt- ingar á hinu svonefnda „Ipswichian-tímabili" — fyrir um það bil 100.000 árum. Vitödýrín gangu iaus í Leningrad Lögreglan í Leningrad var nýlega kvödd til Furmanova- götu þar í borg vegna þess, að vegfarendur kvörtuðu yfir því, að bjöm léki þar lausum hala. Það kom í ljós að fjölleika- hús eitt var þama á ferðinni -<S> Því miður, ástin brakift sem vift heyrðum var ekki vegna , þess að við hefðum ekift í gegnum hljóðmúrinn. og hafði látið bjöminn gista í flutningavagni yfir nóttina. Bersi hafði svo slegið út rúðu og skriðið út til þess að rétta úr limunum. Með mikilli fyrir- höfn var bersi handsamaður. En svo kom önnur tilkynning! Frá einum af skemmtigörðum borgarinnar bárust þær fréttir, að þar væri fíll í óskilum! Nú voru það gæzlumenn í dýra- garðinum sem báru ábyrgðina ásamt nokkrum kvikmynda- tökumönnum. Fíllinn hafði verið færður í garðinn tilli þess að leika þar lítið hlutverk í kvikmynd og hafði fengið járn- kedju um fætur sér, meðan hann beið eftir því að röðin kæmi að honum. Auðvitað sleit svo fíllinn keðjuna og rölti af stað út í iífið. örmagna kom- ust svo lögregluþjónarnir loks heim eftir erfiðar villidýra- veiðar á götum Leningrad. Hátt í heila öld hefur Nóra verið táknið on frels- nn konunnar. Kvenréttinda- hreyfingin hefur gert hana að fyrirmynd. Hvað gerði svo Nóra? Hún var manni gift, sem unni henni hugástum, átti öruggt heimili og börn, e« eigi að síður yfirgaf hún allt þetta, vegna þess að fyrir henni var hjóna- bandið orðið fangelsi, sem hindraði hana í því að þroská það verðmætastá með ser sjálfri. Nú skulum við snúa dæminu við: Ef Nóra hefði verið karlmaður og yfir- gefið konu og bam af sömu ástæðum — hvað þá? Ég held, að mestur hlutinn af kvenréttindakon- unnm myndi hafa kallað slíkan mann ábyrgðarlaus- an eigingirnispúka. Fyrr en við heimilum Helmer sama rétt og Nóru, fáum við aldrei það. sem var raunverulegt takmark Ibsens: Að v kvenréttindi ver& mannréttindi. ’(■— Grete Haldorsen í grein í „Dagbladet“ í Osló). Langt mifli viðtœksanna Samkvæmt skýrslu frá UN ESCO eru nú eitthvað um 400 miljónir útvarpstækja j notk- un í heiminum. Enn eru ekki nema eitt útvarpstæki á sjötta hvert þorp í Indlandi, að því er P. C. Sen, forsætisráðherra í Benegal segir. Þúsundir manns hafa oft ekkj aðgang að útvarpstæki þegar kerhur út á indversku landsbyggðina og oft eru mörg þúsund km milli hvers tækis. Það er til marks um það, hve langt Ind- land er á eftir að þessu leyt- inu, að takmarkið sem ind- verska stjómin setur sér i fyrstu lotu er ekki meira en það að koma einu útvarpstæki í hvert þorp að minnsta kosti, og koma þannig útvarpslaus- um þorpum í lágmarkssam- band við umheiminn, — Það eru ekki til gallalaus- ir eiginmenn. Og þá vaknar spurningin: Hvað verður eig- inlega af öllum þessum galla- lausu sonum, sem mæfturnar tala um sýknt og heilagt? — Erfðaeiginleikar er nokk- uð sem maður fcr að trúa á sjálfur þegar maður eignast grcind börn. (— Pablo Picasso). *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.