Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 10
IQ SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. október 1965. KERLINGA SAGA EFTIR MARIU LANG fjórtAndi kafli Óróinn og óvissan urðu brátt að uppnámi. Hver og einn hafði sitt eigið álit á hvarfi Hennings og hvert hann hefði farið. og þar sem all- ir létu í ljós þetta álit án þess að sinna orðum hinna, myndaðist þama margraddaður talkór, þar sem aðeins mátti greina einstaka setningar og orð. — Hann drekkir sér eða gertr eitthvað hræðilegt, hvers vegna í ósköpunum var ég ekki hlá honum — — Þetta er allt lögreglunni að kenna; það er engu lagi líkt að hella svívirðilegum ásökunum yf- ir alsaklaust fólk; nei, má ég þá biðja um Sherloch Holmes í Köngulóarráðgátunni; hann kunni sig og gáfumar .... — hefði átt að gæta hans al- mennilega; ekkert vit í að víkja frá honum — — aldrei séð pabba eins nið- urbrotinn og ég var svo aum að ég gerði ekkí armað en væla <r~- ir þessum hræðilega fjárdrætti og gerði bara illt verra ( stað þess að reyna að hugga hann — — Þori að veðja að hann hafði eitthvað sérstakt í hyggju; strax og hann frétti af erfðaskrá Ell- enar. frænku, og hann varð htmmsa; þegar hann frétti bað, sagði hann eitthvað um, að r,ú væri aðeins um eina leið að velja — Sá sem rólegastur var reyndist vera Tobfas. en landshöfðinginn virtist í mestu uppnámi. I sam- tali við lögregluþjónana tvo sagði hann bungbúinn: — Kvenfólkið þama frammi hefur hitt á auma blettinn. Ef hann gerir nú eitthvað ójrfirveg- að, þá er það okkur að kenna. Við komum honum í uppnám vísvitandi, til þess að hann misstl stjóm á sér; taugar hans eru þandar til hins ýtrasta og nú er ómögulegt að vita upp á hverju hann tekur. — Ertu að hugsa um sjálfs- morð? spurði Tobías. Eða um — morð? Karl-Ámi var hörkulegur. — Ætli það væri ekki full á- hættusamt? Hann veit að við fylgjumst með honum. 28 ! Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtlstoía Steinu og Dódó ■augaveg) 18 III hæð flyfta) SfMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistt^a farðsenda 21 SÍMT 33-9-68 D Ö M D R riárgreiðsla við allra tiæfl TJARNARSTOFAN 1 iarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sfmi 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdðttli Laugavegi 13. sfmi 14-6-58 Nuddstoían er á sama stað. — Fyrst og fremst fylgjumst við alls ekki með honum þessa stundina; það er einmitt ná- bölvað. 1 öðru lagi er hann beg- ar búinn að myrða tvisvar til að ná tilgangi sínum, sem er sá að komast yfir fimmtiu búsundir í viðbót við upphæðina sem hann hefur þegar erft. Ellen hefur svipt hann arfi eftir sig og nú Ieitar hann að síðasta úrræðinu. Og ef það tekst og við finnum enga sönnun gegn honum, þá getur hann falið misferli sitt í bankanum. — En hann verður allavega dæmdur fyrir bókhaldssvik — hann er búinn að játa allt fyrir okkur. — Já, fölsunin blífur en íjár- drátturinn ekki. Ef ekki vantar eyri, verður dómurinn að sjálf- sögðu miklu mildari. Trúlega verður hann settur inn um tima og auðvitað verður honum sagt upp starfi við bankann, en hann barf ekki að standa í bví að end- urgreiða stórfé og bjargar pjöl- Rkyldu sinni frá geigvænlegum fiárhagskröggum. Morð hefur verið framið af minna tilefni. — Heldurðu að frúin sé í vit- orði með honum? Leó Berggren langaði til að hrópa: — Nei, ekki hún. Ég hef leik- 'ð mér við yngri bræður hennar. Ég þekki dóttur hennar. Ekki Magnhildur .... En í hjarta sínu var hann bakklátur fyrir að þeir ætluð- ust ekki til þess af honum að hann tæki þátt í ráðagerðunum. — Já, sagði landfógetinn. Ég hef íhugað það mál. Hún lúrir á gömlum fjandskap við fínu frök- enarnar frá Bengtsnesi. Hún hef- ur getað soðið karamelludeigið. Reyndar er það misheppnað samkvæmt yfirlýsingu Engquists, en það inniheldur líka efni sem gamli maðurinn hefur aldrei soðið með, þrátt fyrir langa reynslu, sem sé akonitin. Og Bengtssonhjónin voru þau einu sem vissu fyrirfram um arfinn og hefðu getað freistazt til að undirbúa eitrun vegna þeirrar þekkingu sinnar. Auk þess er hún alveg á bandi eiginmannsins og stendur með honum. Ég þarf að yfirheyra hana að nýju. Og á meðan .... Hann leit næstum biðjandi á þá. — Já, já, tautaði Tobias án allrar hrifningar. Við eigum sð grafa okkur inn í heystakkinn og finna handa þér saumnálina. En ég leyfi mér að lýsa því yfir að tveir menn eru sorglega lítils- megandi; þegar heill markaður er annars vegar. — En ykkur finnst ég ekki vera að tapa mér þótt ég .. — Þótt þú sért uggandi um að röðin geti hvenær sem er komið að þriðju frænkunni? Það er á- gizkun, en því miður er ómögu- legt annað en segja en hún hef- ur við rök að styðjast. — Jæja, sagði Leó þrjózkulega. Ég hef þá verið ruglaöur í alit kvöld. Ég hef allan tímann ver- ið kvíðandi um afdrif Clöru. Nú ætla ég út og reyna að finna hana. Tóbías verður að taka Henning Bengtsson að sér. Þótt Leó fyndist bað léttir að taka sér eitthvað ákveðið fyrir hendur og þótt hann væri und- arlega sannfærður um, að hann mætti engan tíma missa, tafðist hann í upphafi. En hvemig átti hann að geta stikað áfram -ins og tilfinningalaus vél, þegarhann rakst frammi í forstofunni á Tuss, rauðeygða og útgrátna og virtist að því komin að leggja á flótta þegar hún sá hann. Hann greip í hana og frammi í svölum og dimmum ganginum, þar var lyfjaþefur og lykt af femisoliu, þrýsti hann henni að sér og hlýddi þögull og vanmátt- ugur á grát hennar og örvænt- ingu. Ætluðu þá skelfingar þessa dags engan endi að taka? Vai það ekki nóg að Ellen frænka var dáin, að Lovísa frænka "ar dáin, að faðir hennar hafði t“ö- ið Uppvís að fjárdrætti og svik- um? Var það jafnvel ennþá verra? Var hann, héldu þeir að það væri hann sem hefði framið tvö, viðurstyggileg morð? Voru allir að leita að honum? Og ef þeir fyndu hann — hvað yrði bá? Hann hvorki gat né vildi svara henni; þessa stundina Sat- aði hann einkennisbúning tinn og allt sem honum fylgdi. En þegar hún ympraði á þessu sjálf — og þú sem ert lögregluþjónn, hvemig geturðu nokkum tíma talað við mig framar? — fékk hann allt í einu útrás í orðum, ekki mörgum orðum, því að hann var ekki þannig gerður, en und- arlegum orðum, þegar tillit er tekið til þess, að hann hafði mánuðum saman langað til að segja þau en aldrei tekizt. — Mér stendur rétt á sama um pabba þinn og allt þittskyld- fólk. Svo framariega sem þú v'lt giftast lögregluþjóni, þá ert það þú sem ég vil fá. og þá getum við trúlofað okkur og gift hve- nær sem þú vilt. Hún sagði titrandi röddu: — Ó, Leó .... — Og, bætti hann við í flýti en sannleikanum samkvæmt — ef þú vilt það ekki, ég á við að giftast lögregluþjóni, þá skipti ég um starf og sé fyrir okkur á annan hátt. — Ó, Leó, sagði hún aftur. Þú velur þér furðulegan tíma. 1 meira en ár hefur mig drejont um þetta, og svo biðurðu mín í dag, þegar allt er svo ömurlegt að ég get varla glaðzt yfir því. En tár hennar hættu að renna og þótt hann hefði ekki heldur neina löngun til að hlæja eða fagna, var tilveran þó heldur bærilegri, þegar hann gekk út i haustkvöldið. Kirkjuklukkan var hálf ellefu. Búið var að fjarlægja talsvert af sölugrindum. Það voru ekki margir kaupmenn sem töldu bað borga sig að halda uppi við- skiptum á öðrum degi markaðs- ins. Leó Berggren gekk upp * BELLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Skipholti 21 simar 21190-21185 un eftir lokun i sima 21037 ■ Þar sem CHERRY BLOSSOM kemur vib glid skórnir BEI BLAÐADREIFING Börn eða íullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes I — Framnesveg ■— Drápu- hlíð — Skúlagötu —■ Sigtún. Sími 17 500 Hafnarfjörður! Hafnarfjörður! Blaðburðarbörn óskast til að bera blaðið til kaupenda í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 51369. ÞJÖÐVILJINN Plaslmo Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 1 7373 © BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og Éátiöldum, effnl og lagerum o.ffl. Heimistrygging hentar ydur Hefmilistpyggingar Innbús Vatnstföns Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR" UNDARGATA 9. REYKJAVlK SlMI 2 1 260 S I M N E V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.