Þjóðviljinn - 09.09.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVTLJINN — MiðviikiuidiaiSur 9. sepfcemtoer 1970. Hjálp frá Norðurlöndunum vegnu Mekong-verkefnisins Hornsteinninn lagður. Við þverána Nam Ngum, um 70 kílómetra fyrir norðan Víen- tíane, hefur vatnið verið leitt úr eðlilegum farvegi sínum til að veita aðstöðu til uppgraftar og byggingar stíflu. Homsteinn stífl- unnar var lagður 23. febrúar af konunginum í Laos. Við afchöfnina lýsti U Nyun frá Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Asíu því- yfir, að lagning homsteinsins. væri til marks um einbeittan vilja stjórnarinnar og fólksins í Laos að hrinda þessu mikla þjóð- þrifamáli í framkvæmd án taf- ar. Hann lét í Ijós von um. að fyrirtækið mundi bæta lífskjör og horfur á réttlátum og al- mennum friði allra landa og þjóða við neðanvert Mekong- fljótið án tillits til kynþátta, stétta eða trúarsannfæringa, Nam Ngum-stíflan á að gegna sama hlutverki og stíflan við Prek Thnot, sem sé að tryggja rafmagn og vatnsmagn til á- veitu. Reist verður ra<'''”'”'v-r sem framleiðir 30.000 kílóvött í byrjun, en síðar verður orku- framleiðslan aukin í 135.000 kíló- vött. Samningur milli Laos og Thaílands um skiptingu raifork- unnar, þegar orkuverið er komið í full afköst, hafa þegar verið gerðir. 1 mil.iarður dollara. Ýmis önnur verkefni Mekong- áætlunarinnar eru misjafnlega langt á veg komin, og verið er að leggja drög að nýjum verk- efnum. Undirstöðurannsóknir hafa nýlega verið gerðar fyrir tvö verkefni við sjálft Mekong- fljótið: Pa Mong milli Laos og Thaílands, og Sambor í Karhbó- díu Pa Mong-rarinsóKnlrf, sem gerð var af Bandiaríkjunum a'ð tilhlufcan Mekong-nefndarinnair, leiddi til þess, að gerð var til- laga um stíflu og orkuver ásamt áveitumannvirkjum sem saman- lagt munu kosfca rúmlega einn miljarð dollara. Rannsóknin á Sambor-verkefninu, sem var gerð af Japan, leiddi til þess, að gerð var tillaga um áþefck mannvirki, sem áætfcað er að muni kosta um 400 miljóniir dollara. — (Frá S.Þ.) O 1 Prek Thnot-dainum fyrir vcstan Phnom Penh í Kambódíu, þar sem landbúnaður liggur niðri mánuðum saman vegna vatnsskorts, er nú unnið af kappi með tækjum og búnaði hvaðan- æva úr heiminum að verkefni, sem gera mun ibúunum kleift að rækta jörðina allt árið. O Mörg hundruð kílómetrum fyrir norðvestan þetta svæði, við Nam Ngumfljótið í Laos, eru aðrir vinnuflokkar önnum kafn- ir við að breyta dal í námunda við Víentíane með það fyrir augum að koma þar upp raforku- veri og binda þannig endi á stöðug flóð og þurrka, sem hrjáð hafa svæðið öldum saman. Bæði þessi verfcefni eru ofar- Svíi forstjóri skrifstofu SÞ í Belgrad Svíinn Birger Halldén. sem starfaði á upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn á árunum 1962 - 65 og á upplýsingasikrifstofunni í Lagos í Nígeríu síðan 1968, hef- ur verið skipaður forstjóri upp- lýsingaskrifstof J Sameinuðu þjóðanna í Belgrad frá 15. sept- embar n.k. Halldén var áður bla'ðamaður, bfcaðafuiltr. sænskia UNESCO-ráðsins og formaður Félags Sameinuðu þjóðanna i Svíþjóð 1956-1962. Hann er 46 ára að aldri. — (Frá S.Þ.). lega á skrá Þróunaráætlunarinn- ar fyrir Mekong-fljótið. Fram- kvæmd þeirrar áætlunar er stjómað af samstarfsnefnd frá Kambódíu, Laos, Suður-Víetnam og Thaílandi undir handarjaðri Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna fyrir Asiu og Þróunar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Melcong-áætlunin nýtur virks stuðnings frá 26 löndum, þ.á.m. Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Finnland leggúr einnig fram fé til hennar. Kambódía bindur miklar von- ir við þessa áætfcun, sem mun gerbreyta lífskjörum fólksins á svæðinu. Einn þáttur hennar er að gera meginstíflu og raforku- ver, sem framleiöi 18.000 kílóvött, og síðan aukastíflu til notkunar við áveitur. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið árið 1972 og að það muni kosta samtals 27 miljónir dollara. 1 fyrstunni er ætlunin að veita vatni yfir um það bil 5000 hefctara lands, en smám saman verður áveitusvæðið stækkað upp í 70.000 hektara Meðal verkfæra, sem notuð eru, má nefna valtara frá Ástralíu, sem Hollendingar greiða, mulningsvélar frá Danmörku og krana og hreifla frá Japan. Verkið er unnið af kambódísku og japönsku fyrirtæki, hópi ástralskra verfcfræðinga og fram- kvæmdastjóra frá Sameinuðu þjóðunum. Kambódía leggur fram um þriðjung fjármagnsins, þ. á. m. allt fjármagn til að greiða innlend útgjöld. Lýðræði eða valdboð Morgunblaðið hefur um all- langt skeið ástundað áróður þess efnis að breyfca verði vinniulöggjöfinni í þá átt að skerða xéttindi varklýðssam- takanna tdl frjálsra samn- inga. Enn í gær bdrtir blaðið forustugrein um þetta efni og meðai röksemdanna er sú a’ð endursfcoða verði sjáfcft fyr- irfcomulag viðræðnanna: „f síðustu kjarasiamningum lögðu flest verkiaiýðsfélöig á- herzlu á að hafa fjölmennar samninganefndir tii staðair, væntanlega til þess að þjálfa fleiri menn í samningsigerð, gefa þeim kost á að kynnast gangi mála og jafnframt að fleiri en forystamennimir væru öRum hnútum bunnug- ir og gæfcu skýrt samningana fyrir hin/um almenmu félags- mönnum. Andstæðingar þess- ana fjölmennu samninga- nefnda hafa haldið þvi fram, að þetta væri býsna kostnað- arsöm aðferð til þess að þjálfa nýja menn“. Sú tilhögun sem Mor.gun- blaðið lýsir af vanþóknun nefnist lýðræði. í vor höfðu verklýðsfélögin mörg þann háfct á að hafa mjög náið samband við félagsmenn bæði um hröfuigerðina og sjálfa samningana. Vissufcega tefcur slíkt fyrirkomulag lángan tíroa, en með kjara- samningum eins og þedm sem gerðir voru ; júni er verið að ákveða kjöx og réttindd þús- unda manna, og slíkir samn- ingar standast ekki í raun nema þeir séu gerðir af verkafólki sjálfu. Raunar er fleira tímafi'ekt en lýðrae’ði. í viðræðunum í vor tók einn- rekenda Hins vegar kom í Ijós að þátttaika þeiirra flesfcria var aðeins formsatriði; þeir höfðu ekk; heimild til að semja um eitt né neitt. Stjóm Vmnuveitendasiam- bands íslands bafði tekið all- an samningsréttinn í sínar hendur og treysti aðeins ein- um eða tveimu.r mönnum til þess að halda á viðræ’ðunum. Þeir komust hins vegar ekki yfir nema eifct afcrdði í senn, firekar en aðrir dauðlegir menn. og mörg verfclýðsfé- lög urðu að bíða efcki aðeins dögum heldux vikum sam- an eftir því að röðin kæmi að þeim. Ef þessi félög hefðu fengið að semja við atvinnu- rekendur sína á eðlilegan hátt, hefði niðurstaða náðst mun fy.rr. Þannig getur ein- ræði verið ekki síðux tíma- frekt en lýðræði. Draiumsýn Morguniblaðsins virðist vera sú að verfclýðs- félögin taki upp sam® hátt og félög atvinnurekenda og feli einhverjum stjómar- mönnum í Alþý'ðúsambiandi fsLands fullan samningsrétt. Vera má að slík tilhögun mundi greiða fyrir svokölluð- um árangri. a.m.k; á meðan æðstu leiðtogar Alþýðusam- bandsins eru kjömix fyrir tilstilli stjómarfloktoanna, En samningar af þeirri gerð mundu aldrei standast í raun. Þá mundum vlð fá áð kynn- ast vandamálum sem við þekkjum fyrst og flremsfc af afspum, „ólöglegum“ verk- föllum á vinnustöðum, skæru- hemaði á vinnustöðum. Lýð- ræði er sjálfur kjaminn í atairfgemi verklýðsféliaiganna, og sé reynt að kæfa það með valdboðj að ofian, brýfcur það sér aðeins nýjar leiðir. — — Og hvernig vill frúin hafa fiskinn í dag olíu? — (Moming Star, London). með taugagasi, geislavirkni eða venjulegri disel- Ritarastaða í Kleppsspítalanum er la/us staða læknaritara. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt úrskux’ði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnamefnd ríkisspítal- anna, Klapparstíg 26, fyrir 18. sept. n.k. Reykjavík, 7. sept. 1970. Skrifstofa ríkisspítalanna. Auglýsing frá Landsvirkjun Vegna vinnu við stíflumannvirki Búrfellsvirkjun- ar verður lokað fyrir alla umferð um brú Lands- virkjunar yfir Þjórsá við stíflumannvirkin frá og með 9. sept. 1970 um óákveðinn tíma Reykjavík, 8. sept. 1970. Landsvirkjun. UTANHÚSSMÁLNING JCRATUCA REYXSLI SANNJUt UIÍTI-SPRED ER SERLEGA EIIDINCAHGÓÖ UTANHÚSSMlLNINQ Amúr FEGRIÐ VERNDIÐ VEL HIRT EIGN ER VERÐMÆTARI 4 UNESCO kannar áhrif ofbeldis í sjónvarpi Enginn, sem les dagblöð reglulega eða horfir á sjónvarp í Evrópu eða Amerífcu, keirnst hjá að verða þess var, hve ofbeldið er orðinn snar þáttur í nútímaþjóöfélögum — fjöl- miðlarnir sjá tifc þess. Jafn- framt fær enginn starfsmaður sjónvarps eða dagblaðs umflúið þá vitneskju, að sá grunur verður æ almennari, að ef til vill eigi fjölmiðlamir sinn þátt í að magna ofbeldið, sem þeir kosta kapps um að lýsa. Hing- að til hefur samt elkki verið hægt að styðja þessar grun- semdir vísindalegum rannsókn- amiðurstöðum, og menn skipt- ast mjög í tvo hópa um málið: annars vegar þeir sem saka fjölmiðlana um að skapa þörf fyrir ofbeldi með lýsingum sín- um á ofbeldisverfcum, hins veg- ar þeir sem leggjast gegn rit- sköðun og benda á, að sjónvarp og dagblöð geti orðið séktar- lömb aðstæðna, sem þjóðifélag- ið gefcur eklki eða vill ekki hrófla við. Menningar- og vísindastoínun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) efndi þvi til aliþjóðaráðstefnu um málið í París 29. júni til 7. júlí í þvií skyni að draga saman og kanna skipulega þá vitneskju, sem er fyrir hendi um vandamálið, og koma með raunhæfar tiUögur til úrbóta. Ráðstefnan hafði á ensteu að yfirsfcrift „The Impact of Vio- lence in the Mass Media“ og tók til meðferöar grundvaUar- spumingar eins og bær, hvem- ig skilgreina bæri ofbeldi, hvort ofbeldi sé að færast í aufcana, og hvort breyting sé að verða á afstöðu afcmennings til of- beldis. Einnig voru rædd áhrif ofbeldis í kvikmyndum og sjón- varpi í hlutfalli við hið prent- aða orð, og sömufcedðis ábyrgð fjölmiðlanna með tilliti tU þess að lýsa þjóðfélaglnu án þess að auka á eða magna vandamál þess. Ráðstefnuna sóttu 25 sérfræð- ingar frá 22 löndum — blaða- menn, sjónvarpsmenn, kvik- myndatroenn, sálfræðingar og sakamálasérfræðingar — sem ræddu vandamál ofbéldisins á grundveiU fyrirfcestra, sem báru heiti eins og þessi: „Könnun é ofbéldi í pjóðfélagi samtímans“1 „Hinn skapandi listamaður í of- tieldis-samfélaginu“ og „Skyld- ur og ábyrgð fjölmiðla í ofbeld- is-samfélaginu“. (Frá S. Þ.) Tilboð óskast um sölu á stálmöstrum fyrir flóð- lýsingu á íþróttavelli. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. okt. n.k. kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ig þátt mikiU fjöldd aitvinniu- Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.