Þjóðviljinn - 09.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTLJrWN — Miðarikudagur 9. septemiber 1970. Otgefandi: Framkv.stjórls Ritstjórar: Fréttaritstjóri: Ritstj.f ulltrúi: Auglýsingastj.i Útgáfufélag Þjóðviljans. Eiður Bergmann. Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Sigurður V. Friðþjófsson Svavar Gestsson. Olafur Jónssoa Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Leyniviðræður J borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor urðu tveir flokkar fyrir miklu áfalli, Alþýðu- flokkurinn og Hannibalistar. í þingkosningunum 1967 fékk Alþýðuflokkurinn 7.138 a'tkvæði og hefði þurft að fa 7.618 atkvæði í kosningunum 1 vor til að halda hlutfallslega óbreyttu fylgi. Hann fékk hins vegar aðeins 4.601 at'kvæði, og varð hlutfalls- legt tap hans 3.017 atkvæði eða 39,6%. Á sama hátt hefðu Hannibalistar þurft að fá 3.757 atkvæði í vor til þess að halda óbreyttu fylgi frá þingkosning- unum 1967. Þeir fengu hins vegar aðeins 3.106 af- kvæði og varð hlutfallslegt tap þeirra 651 atkvæði eða 17,3%. Var þetta tap þungbært áfall því að leiðtogarnir höfðu lagt á það áherzlu að þeir væru mikil og vaxandi hreyfing. JJinar sameiginlegu ófarir hafa leitt til þess að forsprakkar Alþýðuflokksins annarsvegar og þeir Hannibal og Bjöm hinsyegar hafa,að.,undan- förnu átt miklar umræður um samvinnu og jafn- yel samruna fyrir næstu þingkosningar og standa þau samtöl nú sem hæst. Athyglisvert hefur verið að umræður þeirra hafa einvörðungu snúizt um þingsæti og röðun á lista og hugsanlegar valda- stöður, en málefni hefur alls ekki borið á góma. Áhyggjuefni hafa ekki verið óðaverðbólga og kjaramál, ekki atvinnuöryggi og þróun íslenzkra efnahagsmála, heldur hafia forsprakkamir einvörð- ungu rætt um það hvemig þeir gætu bezt haldið sér fljótandi. Það er einnig athyglisvert að sam- ítöl þessi hafa ekki verið borin undir óbreytta fylg- ismenn. Gylfi Þ. Gíslason hefur ekki miklar mæt- ur á liðsmönnum sínum eftir fundinn í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur í haust, og þeir Hanni- bal og Bjöm hafa alltaf litið á Samtök frjálslyndra og vinstrimanna sem valdatæki er þeir gætu beitt í þágu einkahagsmuna sinna. Efcks er enn Ijóst hvern árangur viðræður „hinna æfðu stjórnmálamanna“ bera. Samtöl þeirra eru hins vegar lærdómsrík staðreynd fyrir alla vinstrimenn, dæmi um það hvernig fer þegar leið- ítogar telja sig bafna yfir samtök sín. Verður ekki unuð ^tvinnurekendur og stjórnarvöld hafa að undán- förnu lagt mikla áherzlu á nauðsyn þess að taka upp „nýjar aðferðir við gerð kjarasamninga" eins og Morgunblaðið orðar það. Um það em höfð fögur almenn orð, en hinn raunverulegi tilgangur er sá einn að skerða samningsrétt verkafólks og gera launamönnum erfiðara fyrir að tryggja hagsimuni sína og réttindi. Ástæða er til þess að vara alvarlega við þessum fyrirætlunum og leggja áherzlu á það þegar í upphafi, að verkafólk mun ekki una neinu valdboði sem skerðir samnings- réttinn. — m. Svíar þykja sem krmnugit er íraimar öðruim hvað snertir kyuferöisíræðslu barna og unglinga og er byrjað á þessu efni sitrax £ fyrstu bekkjuni barnasikólans. Nýjasta nýtt er niú Mk- ritið ,,XY-nýr“, sem leikdð er fyrir yn.gstu nemendurna og sjást hér noktor- ar svipanyndir úr einiuim skóaanuim. • Bfst til vinstri teikrua „piabbd“ og „maimima" sicýri ngai’myndi r á töfluna Og faðmast síðan til að siýna, hve vænt þiedm þykd hvoru um annað. —■ Neðst sýndr „miaimimia", hvað hún er orðdn sver og svartíklædda stultoan leikur barnið, sem sipritolar og spairtoar inni í henni. Bömin tatoa þátt í leifcn- um, ledka (stóra -myndin) sæöin, siem flýta sér mdHIli fóta „mjömimiu“ áledðis að egginu. XY-ieikurinn i sænskum barnaskólu bæjar- pósturinn Merkin sýna verkin. — Stjórn fyrirtækja í samræmi við ríkjandi stjórnarfar. Bæjarpósturinn í daig flyt- ur bréf ES, hugleiðingar í til- efni sj ónvarpsþáttar Ólafs Ragnars Grímssonar á dög- unum. ★ f umræðuþættinum „Víta- hiringurkm" í sjónvairpinu vair spurt, hvort þeiir, sem þair komu fram, álitu a'ð verkföli borgaðu sdig fyrir verkafólk. Einnig bvort þedr, það er vertoamenn, helðu etoki séð það fyrir, að toaup- hækkuninnd yrði velt út í verðlaigið. Og tvisvair var spurt (með hlakkandj rómi), hvort þeir hafi „látið plata sig“. í blöðum og útvaæpi eru orð og hugtök, oft notuð í annarrj merkingu en vi’ð höf- um vanizt. Þannig mertoti danska orðið plata hjá spyrj- endum, að svíkja. Það hefuir verið samið um kaiup og breytingu á því samtovæmt vísitölu. Þesisdx samningar haf-a ver- ið sviknir. Verkamenn hafa ekki fengið leiðréttingrj mála sinna með öðru móti en verk- föllum. Þar hefur ríkisstjóm- in verið að verki, þó aðrir hafi haldi'ð í spottann, sem kippt var í. Það var etoki ýjað í þá átt, hvort það bprgaði sig fyrir atvinnuirekendur að knýja fram verkföll. En það kom fram í þættinum, að þeir sem rækju útgerð af bag- sýni og duignaði fengju síður fyrirgreiðslu um lán. Það risu upp allavega fyr- irtæki. stofnuð af eignalaus- um mönnum, sem sáu að þeir gátu ekki lifa'ð af vertoamannakaupi ednu sam- an. Þedr fengu lán Með hvaða ráðum þeir náðu töitoum á W.inkunum verður ej ratoið héc. Merkin sýn,a verkin. Lán- in fengin þar til lánastofnun- um fannst ekki borga sig að gera fyrirtækin upp. Þessum fyrirtækjum var stjórnað af vissri fyrirhyggju í siamræmi við rikjandi stjó'mairfar. Svo lái þeim hiver sem vill, bó þeir lifi og láti samkvæmt ríkjandi við- reisnarstefnu. Það er of langt mál að telja upp allan þann bjarnar- gredða sem stjómin hefur gert atvinnurekendum og raunar kaupmönnum, sem margir vilja reyna að vera hei’ðarlegir. Ég minnist þess þó, að fyrir einum tveimur árum upplýsti formælandi kaupmanna að þeir töpuðu 5% á verzluninni. Þeir allra heiðarlegu'stu eru því sjálf- sagt horfallnir eða komnir í steininn. Vítahringurinn heldur á- fram. Kaupmenn og allir þeir sem snúast í toringum þá og verzlun þeirra og þeirra böm í æðr; skólum, geta aldrei lifað á verzlim við sjálfa sig. Samt sem áður vdrtust sum- ir í þættinum mjög hrifnir af gerðum stjórnarinnar fyr- ir atvinnuvegina, sem þjóð- ina í heild. Ekkj vissi ég hve langt bil sumir vildu telja, að væri á milii aðgerða vinst.ri stjórn- arinniar og „vi'ðreisnar"- stjómarinnar til hagsbóta fyrir almenning í landinu. Á það var ekkj minnzt, að vinstri stjórnin framkvæmdi ekki gengisfellingu, gerði ekkert til að svikja sammnga verkamanna, reyndi að , stöðva verðbólgu með bind- . ingu á verðlagi og kaupgjaldi. Þá gerðu verkamenn ekki verkföll eða höfðu uppi kröf- ur um kauphækkanir. Það voru þeir hæstlaumuðu, sem vildu hækka sinn gró'ða. Þessi afstaða vinstri stjóm- arinnar og verkafólks var etoki rædd í þættinum, enda • gleymist alþýðufólkið oft, þeg- ar talað er um álit þjóðar- innar. Margur dóðist að því hve mitolu stjórnin gaf komið í verk áður en Hermann skarst úr leik. Og nú sjá allir þann víta- hring, sem Mammonsdýrk- endur haf'a skapað þjóðinni. Og þó asni komi hla'ðinn gulli. verða varla margix sem njóta þess. E. S. Þukkurorð Félag íslenzkra bifreiðæig-' enda bauð vistfólki á Grund, Minni-Grund í Reykjavík og i Ásunum í Hveragerði s. 1. laug- ardag í skemmtiferð að Borg í Grímsnesi. Ferðin tókst með ágaetum og þátttaka mikil, yfir 200 voru með í förinni. Einsöngur ungfrúar Sigríðar E. Magnúsdóttur og undirleitour Ölafs Vignis Albertssonar var með afbrigðum góður, enda var listafó’kinu þakkað óspart með dynjandi lófataki. — Veitingar allar rausnarlegar og vel fram bomar, veðrið ágætt og vegim- ir líka, og var því þessi ferð öllu vistfólkinu til mikillar ánægju og gleði. Fyrir þetta allt er þaktoað af alhug. Félagar F. í. B. í Reykja- vík, Hveragerði, Selfossi og Þor- lákshöfn, sem lánuðu bifreiðar sínar og Öku þeim flestir sjélfir, hafa enn á ný rnunað eftir ald- urhnigna og lasburða fólkinu, margir fleiri voru með í 10.— 20. skipti. Framkvæmdastjóra F. I. B. Magnúsi Valdimarssyni, sem hefur alltaf borið hita og þunga dagsins í þessum ferðum, er sérstakilega þakkað mikið og óeigingjarnt starf. — Formaður F í. B. Arinbjörn Kolbeinsr son læknir lætur sig aldrei vanta í þessar árlegu ferðir og miargiir fleiri voru með í 10 — 20. skipti. Enn á ný — innilegar þakkir. 7. september 1970. Gísli Sigurbjörnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.