Þjóðviljinn - 09.09.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.09.1970, Blaðsíða 9
Miðvifcudaisur 9. september 1970 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 0 Játningar Montand og Signoret Framhald af 7. síðu. inu. En það er rangit að haldia bundnum viðbrögðum í Lille, þegar verið var að taka kvik- myndina „Játningin". Daig einn fór ég á markað og keypti skó og blóm og skoðaði heilmargt. M.a. sá ég í pakka af gömlum bókum, bók eftir Arthur Ko- estler, sem ég hafði ekki les- ið „Myrkur um miðjan dag“. Fyrstu viðbrögð min voru þau að segja vi'ð sjálfa mig: „Þú fertí þó ekki ag kaupa bók eft- ir Koestler!“ En síðan reifsit ég við sjálfa mig í eintali sál- arinnar: „Þú ert að leika í „Játningunni“ og vilt ekki kaupa bók eftir Koestier unddr þvi yfirskini, að kommúnista- flokkurinn hafi fordæmt hann 1947 fyrir að hafa talað um fangiabúðir í Austur-Evrópu“. Y. Montand: Við vorum uppfull af trúarkenndum skil- yrðisbundnum við'brögðum af þessu tagi, og gerðjrn okkur jafnvel ekki grein fyrir krafti þeirra. Þegar ég skilgreindi af- stöðu Simone notaði ég oft hina frægu og heimskulegu röksemd: Hvað skilur þú í öll- um þessum vandamálum, þú ert fædd smáborgari, hvað getur þú vitað um kjör verka- manna? Þetta var algild rök- semd, sem er mikið notuð nú á dögum, einkum í deilum við stúdenta. Hún er í rauninni heimskjleg, hvorki Morx né Lenín voru öreigar svo að ég viti til . . . En það er rétt að vissu marki, að borgarar eiga erfitt með að samþykkja ýmsa hluti. Alþýðumaður spyr ekki svo margna spurninga. Félagamir hafa ef til vill rangt fyrir sér, en andstæðingurinn hefur miklu rangara fyrir sér, og þá er vali'ð auðvelt . . . En hin- ir lamast af því að hugsa: þetta er svart, en kannski sé ég ekki vel . . . En í dag má sjá sömu viðbrögð meðal óbreyttna kommúnista gagnvart Tékkó- slóvakíumálmu. Innrásin í Jj’rag var ekki góðð en við meg- um ekkj gleyma alþjóðastefnu öreiganna . . . En hjá okkjr strpncjaJðu." |þessi viðbrögð á Búdapest. Við komum þangað 14. marz,^ og félagar okfcar þar vöxuðu ofcfcur við: „Á morgun er þjó'ð- hátíðin, og Rússar vilja að haldið sé upp á daginn. Allir fara í verksmiðjurnar, allir fara til vinnu sinnar, en um kvöldið fáum við góða umbun, því að einu hátíðahöldin, sem okkur er boðið upp á, exu karlakór Rauða hersins’." Mér virtist öruggt að al- þýða manna hefði geirt upp- reisn í Búdapest, en Banda- ríkjamenn hefðu þó róið undir. L’Express: Meinið þér, að Ungverjalandsmálið 1956 hafi valdið yður miklu minni á- hyggjum en Tékkóslóvakíumál- ið 1968? Y. Montand: Nei, nei. Ef endurskoðunarsinnar, eins og sagt er, hafa viljað tafca völd- in, vedður að telja að flokks- vélin beri ábyrgð á því en ekki C.I.A. Það er rétt að í Grikk- landi var það C.I.A., eða hluti þess, sem átti sök á valdarán- að C.I.A. standi á bak við öll valdarán. L’Express: Þér komuð aftur til Frakklands 1957. Breyttust tengsl yðar við franska komm- únistaflokkinn þá strax? Y. Montand: Við létum nokk- urn vafa leika á afstöðu okk- ar um stund. Sí'ðan byrjaði ég að láta álit mitt í ljós. Fyxst sagði ég í útvarpsviðtali, ef tdl vill fullhátíðlega, að ég vildi ekki vera boðberi nofckurs stjómmálaflokks. Ég sagði einnig ýmislegt af því, sem ég hef sagt ykfcur. Það sæxði f j ölskyldu mína nokkuð og einnig ýmsa vinj mína. L’ Express: Hefur aðstaða ykkar verið þæigileg siðan? Y. Montand: Nú er ekki lengur hsegt a'ð vera £ þægi- legrj aðstöðu . . . Það er ekki svo slæmt. Ég er í óþægilegri aðstöðu, en ég veit hvers vegna. Ég er 5 slikri aðsitöðu, vegna þess að ég trúði skil- yrðisliajst á eitthvað, vegna þess að ég trúði því að hlutirn- ir væxu einfaldir ö'ðrum meg- in væru hinir vondu, en hin- um megin hinir góðu. Það ej- augljóst að allir hlut- ir voru auðveldir og einfaldir á hernámsárunum. Nú er allt miklu flóknara. Sumt ex gott og gilt á einum stað og annað annars staðar. Sérhver okkar er í flókinni stöða og verður stöðugt að endurskoðia afstöðu sína. Sjálfur bei'ð ég ekki eft- ir uppreisninni í maí til þess að endurskoða rnína afstöðu gagnvart minnj vinnu. Ég er alltaf að þvi. Ég held að það haldi manni ungum að vera sifellt að endurskoða afstöðu sárna . . . Það er mjög skemmti- legt en þreytandi. S. Signoret: Ég sakna þess- ara ára, þegar okkur skjátlað- ist, þegar Raymonde Die lagð- ist á járnbrautarteinan.a og vi’ð börðumst fyrix Henri Mart- in. Þetrta var . raiunvedulegt líf. (Fyrsti hlutj greinarinnar birtist í blaðinu í gær, þriðji og siðasti hlutinn kemux á morgun). Bridgefélagið Framhaild af 6 .síðu. Jóhann H. Jónsson ritari og Skúli Guðjónsson gjaldkeri. 1 varastjórn eru Guðmundur Hansen, Guðmundur Jónasson og Jón Hermannsson. Að þessu sinni hefst vetrar- starfsami félagsins með þriggja kvölda tvímenningskeppni. Fyrst um sinn verður spilað í félags- heimilj æskulýðsráðs við Álf- hólsveg. Spilað verður á mið- vikudögum og hefst keppnin kl. 20 þann 16. september. Sveitarsfjórnarmál Framihar.d af 6. síðu. fréttir frá sveitarstjórnum og samtökum sveitarfélaga á Reykjanesi og Vestfjörðum, fjállað er um sveitarstjómar- kosningar og kynntir nýráðnir bæjarstjórar og sveitarstjórar. Einnig er í þessu tölublaði sagt frá 25 ára afmæli Sam- bands íslenzkra sveitarféraga og birtar fréttir frá stjóm þess og ýmsar aðrar upplýsingar, er varðar sveitarstjómir. Tölublað þetta er 48 blaðsíður að stærð. Ritstjóri Sveitarstjómarmála er Unnar Stefánsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu og samú'ð við andlát og útför BJARNA SNÆBJÖRNSSONAR, læknis. Sérstakar þakkir færum við bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir auðsýnda virðingu við hinn látna. Helga Jóhanna Tryggvadóttir Áslaug Magnúsdóttir Málfríður Bjarnadóttir Alma Thorarensen Kristjana Bjarnadóttir Jónasdóttir Jónas Bjarnason Snæbjörn Bjarnason Jón M Guðmundsson Bjarni Bjarnason Björn Tryggvason Stjórnmálanefnd Evrópurá§sin$ faeldnr fund hér Dagana 9. og 10. þessa mán- aðar heldur fund í Reykjavík stjórnmálanefnd Evrópuráðsins. Fulltrúar frá 15 Evrópuríkjum taka þátt í fundinum, og auk þess forseti ráðgjafaþdngs Evr- ópuráðsins, Olivier Reverdin. Alls koma til Reykjavíkur um 40 erlendir gestir í sambandd við fund þennan. Fulltrúi íslands í nefndinnj er Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fundir nefndar- innar fara fram í Alþingishús- inu. (Frá utanríkisrá'ðuneytinu). Stefán Jónsson Framhald af 1. síðu. framitakið hefur bruigðizt og stjórnarvöldin veita ekkj heima- mönnum eðlilega aðstoð við að starfrækja atvinnuvegina. Þar sem slík samvinna heimamanna hefur tekizt bezt gefur hún hina ágætustu raun, eins t>g t.d. á Homafirði sem ég hef oft minnzt á. — Kosningarnar í Norður- landskjördæmi eystra verða víst ekki sérlega friðsamlegar; einmitt þar er gerð harkalegri tilraun en annarstaðar til að kljúfa Alþýðubandalagið. — Sá klofningur er til kom- inn áður en farið var að ræða um framiboð mitt. Persónulega held ég að hann hafi stafað af einhverjum misskilningi í upp- hafi. Ég hef aldrei talað við Bjöm Jónsson, en mér er sagt að hann sé ágætismaður. Mér finnst að slíkir ágætismenn eigi heima í Alþýðubandalaginu, en fyrst Björn hcfur kosið sér ann- að hlutskipti verður hann að ráða því sjálfur. Það einkamál hans má hinsvegar ekki vera til- efni þess að menn sundri sam- samtöfcum sínum. Sveitarstjómar- kosningamar í vor sýndu mjög vaxandi skilning á því að gera Alþýðubandalagið að sem öfl- ugustu baráttutæki vinstri- manna, og ég mun gera það sem ég get til þess að Alþýðubanda- lagið í Norðurlandskjördæmi eystra verðj ekki veikara en í öðrum landshlutum eftir næstu þingkosningar. — M. K. Kinks léku í Laugardalshöll Læknanemi óskar eftir að taka litla í- búð á leigu. Sdmi 10351 ÞÚ LÆRIR MÁLIÐ I MÍMI sími 1 0004 □ SMITRT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR urogskartgripir KDRNBJUS JONSSON skuavördustig a Enska hljómsveitin The Kinks hélt tónleika í Laugardalshöll i fyrrakvöld og voru áheyrendur hátt á annað þúsund. Var leik hljómsveitarinnar allvel tekið. Ýmsir áheyrendur voru þó óánægðir með hversu stuttan tíma hún var á sviðinu en miðaverð var 450 krónur. Áttu hljómleikarnir að hefjast kl. 20.30 en kappamir byrjuðu ekki að spila fyrr en 21.45. Höfðu þeir komið með flugvél FÍ til landsins síðdegis í fyrradag, nema píanóleikarinn John Gosling sem kom nokkru fyrr. The Kinks voru fyrir skömmu á hljómleikaferð i Bandaríkjunum og í Hollandi. Þeir héldu aðeins þessa einu hljómleika í Reykjavík og er myndin tekin við það tækifærj af ljósmyndara Þjóðv. Á.Á. BRAUDHVSIÐ éNACK BÁR við Hlemmtorg. Laugavegi 126, Sími 24631. VH5ARVÖRN FÚAVARNAREFNI FVRIR ÚMÁLAÐAN VIÐ. MARGIR LITIR FEGRID VERNDID VEL HIRT EIGN EB VERÐMÆTARI OV, £m/Zsinnui LENGRI LÝSIN n NEQEX 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Leiguhúsnæði óskast 600 - 800 fermetra húsnæði á jarðhæð ósk- ast til leigu. Má vera óupphitað. Leigutími frá miðjum september n.k. í 4-5 mánuði. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. föstudag, merkt „Leiguhúsnæði“. Tilboð óskast í lögn á hitaveitu, utanhúss, í Skild- inganesi, hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 14. september n.k. kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 MÍMIR Haustnámskeið er að hefjast. Innritun stendur yfir til 23. september. Kennsla í mánudags- og fimmtudagstímum: 24. sept —14. des. Kennsla í þriðjudags- og föstudagstímum 25. sept —15. des. Kennsla í laugardags- og miðvikudagstímum 26. sept. — 16. des. ENSKA, DANSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÁNSKA, ÍTALSKA, SÆNSKA. NORSKA. RÚSSNESKA, ÍSLENZKA fyarir útlendinga. Kvöldtímar — síðdegistímar. ENSKUSKÓLI BARNANNA UnglingTim hjálpað fyrir próf. simi 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h. MÁLASKÓLINN MÍMIR, Brautarholtj 4. Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.