Þjóðviljinn - 06.10.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVÍunNN — Þriðjudagiuir 6. clktóber 1970. t — Málgagn sósialisma. verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórh Elður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fuiltrúi: Svavar Gestsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Ohrein stefna Emil Jónsson utanríkisráðherra flutti fyrir skömmu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þar vék hann að ýmsum alþjóðlegum deilumálum og gætti þess vandlega að segja ekki orð sem bryti í bága við stefnu bandarískra stjórn- arvalda. Einnig ræddi hann sérstaklega um fisk- veiðar og fiskveiðilögsögu, og hafa þau unnmæli að vonum þótt hafa mest fréttagildi hér á landi. Hafa stjórnarblöðin sagt að ráðherrann hafi þar mótað stefnu íslands á einkar skýran hátt. því miður fór því þó fjarri að stefna ráðherrans væri skýr. Hann lýsti stuðningi ríkisstjórnar- innar við þá hugmynd að kvödd yrði saman ný al- þjóðaráðstefna um réttarreglur á hafinu, en stór- veldin Bandaríkin og Sovétríkin hafa beitt sér fyr- ir þeirri hugmynd í því skyni að gera 12 mílna regluna að almennum alþjóðalögum. í annan stað gaf ráðherrann í skyn að ríkisstjórn íslands gæti fallizt á 12 imílur sem almenna reglu, ef veittar væru undantekningar frá henni „í sérstökum til- vikum“. Að lokum lét hann svo ummælt að þau „tilvik“ ættu umfram allt við um ísland: „Að því er ísland varðar, eru lögsaga og umráð yfir land- grunni þess og hafinu yfir því sanngjörn og rétt- lát og verðskulda viðurkenningu samfélags þjóð- anna“. I þessum ummælum öllum virðist vera fólgið tilboð til stórveldanna um að aðstoða þau við að koma á 12 mílna reglu — ef íslendingar fái undantekningu frá henni vegna sérstöðu sinnar. yissulega höfum við íslendingar sérstöðu meðal þjóða heims að því leyti að afkoma okkar er enn fyrst og fremst háð sjávarfangi. Samt skal dregið mjög í efa að einöngruð sanngimisrök af okkar hálfu leiði til árangurs; þegar alþjóðalög eru sett undir forustu stórvelda styðjast þau fremur við vald en sanngimi. Hitt er vafalaust raunsærri stefna af hálfu íslendinga að hafa samvinnu við þau ríki sem af ýmsum ástæðum neita að sætta sig við 12 imílna reglu. Við erum ekki einir um það að telja landgrunnið og hafið yfir því sjálfsag't yfirráðasvæði strandríkis, heldur hafa ýms ríki þegar tekið sér vald yfir landgrunnssvæðinu öllu og framfylgja lögsögu sinni í verki, jafnvel í átök- um við stórveldin. Þessi ríki em eðlilegir banda- menn íslendinga 1 öllum átökum um réttarregl- ur á hafinu; þau hafa ef til vill engan skilning á sérstöðu íslendinga, en þau beita sér fyrir al- mennri reglu sem væri okkur í hag. Hins vegar væri það tilræði við þessa eðlilegu bandamenn okkar, ef við styddum 12 mílna reglu gegn því að við fengjum, jafnvel einir þjóða, undanþágu frá henni. Stefna af slíku tagi er óhrein og ekki líkleg til þess að færa okkur þann árangur sem við þurf- um á að halda. Hins vegar er ljóst hvað fyrir Eimil Jónssyni vakir. Einnig þegar hann talar um land- helgismál, þær auðlindir sem afkoma okkar er ger- samlega háð, vill hann forðast að segja nokkuð það sem styggt getur ráðamenn í Washington, og í þessu tilviki raunar Moskvu einnig. — m. án Geirs Hallsteinssonar er það ekki upp á marga fiska ■ Hvað sem öllum agareglum landsliðsuefndar HSÍ líð- ur, verður ekki framhjá því gengið, að án Geirs Hall- steinssonar er landsliðið okkar í handknattleik ekki upp á marga fiska. Þrátt fyrir 19:15 sigur yfir ssenska liðinu Drott sl. sunnudagskvöld, var leikur liðsins lítt sann- færandi og það var heppið að andstæðingurinn var ekki sterkari en raun bar vitni. Geir Hallsteinsson, ásaant 3 öðrum FH-ingum, var sefctur út úr landsliðinu fyrir að mœta ekfci á æfingu, síðustu ætBing- una fyrir þennan leik, en hvort sem menn eru saaniþykkir aga-.t, reglluim eða efcki, sannaði þessi leikur ofctour, að án Geirsverð- ur efcki um aílvöru iandslið að ræða hjá dkfcur í dag. Pram hjá þessu verður ekki gengið. hvað sem menn segja. Drott-liðið lék að vísu s:.nn bezta leik gegn landsiiðinu, en það afsafcar það ekfci að ís- lenzka landsliðið stouli efcki vinna þetta sænska lið með meira en 4ra mairfca mun, og sér í lagi eftir að maður hefur horft á Fram vinna það með 8 marka mun. Sá sem bjargaði áliti landsliðsins í leiknum var Ölafur Jónsson, sem enneinu sinni sýndi hvers hann er megnugur þegar mitoið liggur við og vissulega lá mikið við, því að lengst af var leifcurinn jafn og landsliðið mátti hafa sig allt við að sigra. Landsliðið sfconaði fyrsta marfcið og var Viðar Símonar- son þar að verki, og síðan skoraði Ólafur 3 al næsfcu 5 mörkum landsliðsins og var staðan þá 6:4 fytir landsliðið. En Svíarnir minnkuðu bilið og rétt fyrir leitohlé vair jafnt 8:8, ,eq . g.., síðustu, stundu stooraði áigurbergur 9. mark landansog þannig var staðan í leikhléi. Drott-liðið lék hér 3 leiki á þremur dögum og mátti greini- lega sjá þreytumerfci á liðinu í síðari hálfieik þessa síðari leiks þess hér. Og einmittþess vegna sigldi landsHiðið hægt og bítandi framúr, þar til flaut- an gall til merkis um leikslok og staðan var orðin 19:15 fyrir landsliðið. Sanngjam sigur en alls etoki nógu stór fyrir ís- lenzkt Oandslið gegn sænsfcu félagslíðí. Eins og áður segir bar Ólaf- ur Jónsson af í landsláðiríu og skoraði 5 af mörkum þess. Þar fyrir utan var hann sífellt að opna fyrir aðra í sókninni og hann vair klettur í vöminni, á- samt Sigurbergi Sigsteinssyni og Bjama Jónssyni. Þá kom Ágúst Svavarsson mjög vel frá ledknum og er Ágúst orðinn mun ákveðnari og sterkari leik- maður en hann var í fyrra. Páll Björgvinsson kcm einnig vell frá þessum leik, en hann er einn af unglingailandsliðs- mönnunum okkar, sem unnu Norðurlandameistaratitilinn i fyrra. Ingólfur Óskarsson stjómaði liðinu vel að vanda. en hann skoraði efcki jafnmik- ið í þeim tveim leikjum sem hann hefur leikið gegn Drott og hann gerð: áöur. Svíamir léku nú sinn bezta leik í ferðinni og loks fengu menn að sjá sænska landsíliðs- markmanninn Mats Thomasson verja eins og landsliðsmark- verði ber. Þrír aðrir leikmenn skáru sig úr, en það erulands- liðsmennimir Einar Jacobsen, (8), Bengt Hannssop (5) og Hans Jdhannseon (2), sá síðast- nafndi er raunar aðeins ung- lingalandsliðsmaður ennþá. Dóimiarar vcru Magnús V. Pétursson og Karl Jóhannsson og dæmdu mjög vel. Mörfc landsliðsins: Ólafur 5, Ágúst 3, Si-gurbergur 2, FáM 3, Stefán 2, Bjami, Inigtólfur og Einar 1 mark hver. — S.dór. Landsliðsnefnd setti Geir Hallsteinsson út úr liðinu Það furðulega atvik gerðist fyrir leik úrvals HSI og sænska liðsins Drott, að Gerir Hallsteinsson, var ásamt 3 öðrum FH-ingum, þeim Erai Hallsteinssyni, Auðunni Ósk- arssyni og Birgi Finnbogasyni, settur út úr landsliðinu fyrir það að mæta ekki á síðustu æfingu fyrir þennan ,leik. Við höfðum tal af Geir, vegna þess að menn geta deilt um allar stöður í landsliðinu nema stöðu Geirs í því. Hann er slítour yfirþurðamaður í íslenzkum handknattleik í dag, að hann á óumdeilán- lega sæti í landsliðinu, enda kom það í Ijós í leiknum að án hans er liðið hvorki fugl né fiskur. Geir sagði, að til- kynningin um að hann hefði verið settur út úr liðinu, eftir að búið var að velja hann í það fyrir nokkru og segja frá vali liðsins i blöðum og út- varpi, hefði komið sér mjög á óvart. Hann sagðist að vísu etokj hafa komið á síðustu æfinguna fyrir leikinn, en hann hefði verið slæmur í öxl og ekki getað mætt þess vegna, enda hefðd hann ekki heldur mætt á síðustu æfingu FH fyrir leikinn við Drott. Hefði hann gert þetta sam- kvaamt ráðleggingu nuddara og tilkynnt landsliðsnefnd það. Hins vegar sagðist Gedr hafa mætt á flestar æfingar lands- hðsins í haust, eins og hann hdfði raunar alltaf gert frá Gcir Haillsteinsson því hann var fyrst valinn til landsliðsæfinga, enda legði hann metnað sinn í að geta mætt á þær sem flestar. En fyrst landsliðsnefnd hefðd ekkj not fyrir sig, þá væri etokert við því að gera. Um það hvort hann gæfi kost á sér til landsieikja á næstunni sagði Geir: — Ég veit það efcki, alla- vega finnst mér sárt að vera settur út fyrir að mæta étoki á eina æfingu, eftir að hafa mætt á allar æfingar sem ég hef getað. Framhaldið hef ég ekfci gert upp við mig. Aðspurð vildi landsliðsnefnd ekkert um málið segja, Það edna svar sem hægt var að fá frá landsliðsnefnd var að „þetta er innanríkismál, sem við viljum leysa, án afskipta blaðanna". Hér mun vera um að ræða nýjar agareglur hjá lands- liðsnefnd. Við slíkum agaregl- um er í rauninni etokert að segja, ef landsliðsnefnd hefði verið sjálfri sér samkvæm í þessu máli, en það var hún ekki. Hún valdi í stað FH- inganna menn sem hafa æft illa með landsliðinu í haust. Tveir af þeim leikmönnum, sem valdir voru, hafa mætt sjaldnar á æfingar en Geir Hallsteinsson, en þeir mættu á þessa síðustu æfingu. Ef það verður í framtíðinni nóg að mæta á einhverjar vissar aaöngar, svo maður tali nú étoki um bara síðustu æfing- una fyrir leik, þá hefur lands- liðsnefnd gefið hér hættulegt fordæmi og farið inná vafa- sama braut. Ég er anzi hrædd- ur um að þá verði um meira en „innanríkdsmál“ að ræða. Fyrir nú utan það ef lands- liðsnefnd heldur að hún geti hundsað menn eins og Geir Hallsteinsson, þá ofmetur hún aðstæður. — S.dór. Drott - FH 19:18 Að hafa stjórn á skapí sínu Hefðu FH-ingar gert það hefðu þeir unnið leikinn Fátt er Ieiðinlegra í íþrótta- keppni, en að horfa á mikla sigurxnöguleika renna út í sandinn fyrir þá sök eina að menn hafa ekki stjórn á skapi sínu á örlagaríkum augnablik- um. Einmitt þetta gerðist í leik FH og sænsku meistaranna Drott s.l. föstudagskvöld. FH var betra liðið í þeim leik og hafði yfirhöndina allt þar til 2 mínútur voru til leiksloka að Svíum tókst að jafna, 17:17, og þegar aðeins 15 sekúndur voru tii Ieiksloka var jafnt 18:18. Með því að leika vörnina af fyllsta öryggi og festu hefði FH átt að geta haldið jafnteflinu úr því sem komið var, en í stað þess misstu nokkrir leik menn stjórn á skapi sínu og brutu þannig á Svíum að vísa varð einum FH-ing útaf og fyrir bragðið skoruðu Svíarnir sigurmarkið, þegar aðeins 3 sckúndur voru til leiksioka. Geir HaMsteinssion hefur mariga eftinminnilegia ledki átt í handknaittleiik, en ég held að óhætt sé að fullyrða að hann hafi sjaldan eða aldrei verið betri en í þessum leik. Það var efcki nóg með að hann skoraöi 10 mörk í leiknum. heldur var hann aðaldriflfjöður i snili liðsins og reif það upp með sínum ótrúlega krafti og leikni A.nnars lotfair FH-liðið góðu fynr komand: keppnis- tímabil. Geir skoraði 4 fyrstu rniörk FH, en Svíunum tókstað jafna 4:4, en síðan hafði FH yfirhöndina allan fyrri hálfleik- inn og í leiklhlléi var staöan 11:10 F H í vil. Nokkrum sinnum tókst FH að ná 3ja marka forustu 16:13 og 17:14, en Svíunum tókst alltatf að mlnnka bilið og loks jafna 17:17. Sigurmairkið kom svo eins og að frarnon greinir oj, óverðskuldaður sigur Drott varð að varulleifca. Þetta sænska lið leikur til muna öðruvísi handknattleik en maður hefur séð hjá beim sænsiku liðum sem hingað hafa komið. Þetta lið er 'étt leik- andi og skipað ungum ogleikn- um mönnum, en flesit þau sænsfcu líð er við hötfúm séð em sklpuð stórum, sterkum og þunglamalegum leikmönnum. Láðið lék ekki fjölbreyttan sóknarleik, en vamarleikurþess er frábær og markvairzla sasnska landsliðsmartovarðar- ins Mattssons var stórkostleg, — einkiuim í síðari hálfleik. Eins og að framan greinir, hetfur Ge:r Hallsteinsson sjald- an leikið betur en að þessu sinni. Virðist hann vera í mjög góðri ætfingu, sem og aJlt FH- liðið. Þá átti öm Haillsiteinsson, Ólatfur Einarsson og Auðunn Ósfcarsson allir mjög góðan leik. Ólafur er ungur og efin:- legur leikmaður, sem á aðvísu margt ólært ennþá. en þó al- veg sérstaklega að heimja sikáp sitt og virkja það þannig að það bitni á boltanum, en ekki andstæðingiunum persónulega. Þegar honum hefur tekizt þetta, þá höfum við eignast fráibæran handknattleiksmann. Dómairar voru Valur Bene- diktsson og Magnús V. Péturs- son og dæmdíu vel notokuð erf- iðan le:fc. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.