Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. marz 1973 LITLI GLUGGINN BÍLLINN Við Sigga eigum heima úti við Smálönd. Þar er gaman. Einu sinni fórum við út að leika okkur í góða veðrinu, þá sáum við bíl, hann var með augu og munn. Við gátum ekki stillt okkur um að fara að tala við hann, vegna þess að hann brosti svo sætt til okkar. Þegar við komum nær, byrjaði hann að tala. Hann sagðist sjá á okkur, að við værum góð börn og hann gæti treyst okkur, og hann sagði: Þannig er málið vax- ið, að eigandi minn er svo vondur við mig, ég er látinn standa hérna úti og géra ekkert, og stundum koma menn og skoða mig og þeir sparka alltaf í dekkið hérna, þá meiði ég mig svo. En nú ætla ég að strjúka og þið eigið að hjálpa mér. — Hvernig getum við hjálpað þér? spurðum við. — Sko hlustið á mig: Þið farið út í nótt og kaupið benzín. . . — Kaupurn benzín,-—það er ekki hægt á nóttunni, og svo höfum við enga peninga. — Allt í lagi, það eru peningar og brúsi í skottinu á mér, hlaupið núna og kaupið benzín í brúsann og látið hann svo í skottið, síðan komið þið í nótt og hellið benzíni á mig. Svo ek ég í burtu. Er það samþykkt? — Já, sögðum við bæði. Síðan lögðum við af stað til að kaupa benzín. Við létum svo brúsann í skottið, en þegar við ætluðum að fara í burtu, kom eigandinn. Við þóttumst vera að skoða bílinn, en maðurinn sagði að við ættum að hypja okkur burt og láta bílinn vera. Um klukkan 3 eftir miðnætti fór- um við út að hjálpa bílnum. Við fðk- um benzínbrúsann og létum benzín á bílinn, síðan gengum við fram fyrir hann og sögðumst vera búin. Þá sagði hann okkur að taka töskuna, sem væri í skottinu og það væri galdrataska, sem gerði allt fyrir okkur, sem við vildum. Við gerðum þetta, síðan kvöddum við hann og gengum heim á leið. Jæja, svona endar þetta þá/ og verið þið svo blessuð og sæl. . . En meðan ég man þá heiti ég Fúsi og er bróðir Siggu. Bless, bless. Vilborg Gréta Jónsdóttir,13 ára. Þessa mynd hefur Valgerður teiknað fyrir okkur. Valgerður á heima á Hjarðarhaga. Við þökkum henni kærlega fyrir þessa fallegu mynd. JZ ^fíRR Þessa fallegu mynd teiknaði Gunnhildur Hjálmarsdóttir fyrir okkur. Við þökkum Gunnhildi kærlega fyrir. o V. Þessa mynd hefur Ingibjörg Björnsdóttir, Selfossi, teiknað fyrir okkur. Hún er 5 ára. Við þökkum henni kærlega fyrir þessa fallegu mynd. Þol & % ffOIÍAl Þessa mynd teiknaði Helga Hreinsdóttir, Reyðar- firði, fyrir okkur. Helga er 8 ára. Við þökkum henni kærlega fyrir. Þessa mynd teiknaði Pétur, 5 ára, fyrir Þessa mynd teiknaði Hallsteinn, 6 ára, fyrir okk- okkur. Pétur á heima i Mosfellssveit. Við ur. Hann á heima i Mosfellssveit. Við þökkum þökkum honum kærlega fyrir. honum kærlega fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.