Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 13
Miövikudagur 14. marz 1973 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13 HRAFNINN SAKAMÁLASAGA EFTIR STEN WILDING Þorsteiun frá llamri tekur saman þátt og flytur ásamt Guörúnu Svövu á kvöldvökunni i kvöld. Þátturinn lieitir aö þessu sinni ..Báröur minn á Jökli". fara og treysti mér ekki til að hugsa það niður I kjölinn. Kaldur andblær barst yfir vatnsflötinn og það fór um mig hrollur — Hvað segið þér til að mynda um sambandið milli Astu Thorén og dóttur hennar? sagði Koch. — Jú... frú Thorén virðist að visu ekkert hrifin af ástamálum Súsönnu. Hún virðist lita á dótt- urina sem persónulega eign og vildi helzt móta lif hennar að eigin geðþótta. Og það er i sjálfu sér ekkert óvenjulegt. Koch kinkaði kolli. — Ég hef áður rekizt á svipuð tilfinningatengsl milli foreldra og barna, sem haft hafa örlagarikar afleiðingar, sagði hann. — Asta Thorén er mjög einmana kona, hún á engan að nema dótturina og vill tengja hana við sig eins sterk- um böndum og unnt er. En Sus- anna skeytir ekki um hana, ögrar henni beinlinis, og hleypur bók- staflega frá einum karlmanni til annars. bér getið reitt yður á að frú Thorén hefur legið andvaka marga nóttina og alið með sér hatur á þessum karlmönnum. — Meira að segja á Andersi, sem leyfði henni að búa hér á bænum? Lausn á siðustu krossgátu I = L, 2 = A, 3 = N, 4 = G, 5 = R, 6 = Æ, 7 = K, 8 = 1, 9 = þ, 10 = F, II = B, 12 = Y, 13 = 0, 14 = Ó, 15 = Ð, 16 = E , 17 = D, 18 = M , 19 = T, 20 = U, 21 = S, 22 = H, 23 = V, 24 = 0, 25 = É, 26 = 0, 27 = J, 28= A, 29 = Ý — Hvers konar sálfræðingur eruð þér, Linder? Fyrir bragðið stóð hún i þakkarskuld við hann og það getur leyst margt illt úr læðingi. Trúlega hefur hann staðið efstur á listanum — hann var meira að segja kvæntur dótturinni, vei, vei! Fyrst og fremst var það hann sem tekið haföi Súsönnu frá móður hennar. — Jæja, segjum þá að frú Thoren sé hugsanlegur mögu- leiki, sagöi ég. Koch sló úr pipunni. 35 — Við skulum ganga á röðina. Og þá er komið að ungfrú Casp- arsson. — Ingelu? sagði ég agndofa. Koch virtist dálitið vandræða- legur og hann horfði út yfir dökkan vatnsflötinn. Það þaut lágt I skóginum yfir höfðum okkar. — Súsanna Uvmark og Ingela Casparsson eru bernskuvinkonur, sagði hann með hægð. bótt leiðir þeirra skildust og þær hafi fjar- lægzt hvor aðra á ytra borðinu, hafa þær alltaf haldið sambandi sin i milli. bað er mjög óvana- legt... Hann virtist vera að leita að orðum og forðaðist að lita i augu mér. — Nú? sagði ég. — Hvaða ástæðu ætti hún að hafa? Hann hikaði. — Hið sama og Ingvar Vern- berg. — bér haldið þá ... eruð þér að gefa i skyn ... nei, fjandinn fjarri mér! Ég barði lófanum á stein- helluna og leitaði að fáeinum vel völdum orðum að lesa yfir Pontusi Koch lögreglufulltrúa. Hann gretti sig. — bér getið reitt yður á að mér þykir ekkert gaman að tala um þetta við yður, en hér er um morðrannsókn að ræða, sagði hann. — bér þekkið ungfrú Carparsson betur en ég ... eruð þér sannfærður um að hún og Sús- anna séu ... bara góðar vinkonur. Ég svaraði ekki spurningunni og ég vonaði að þögn min segði meira en nokkur orð. Koch tók upp steinvölu og fleygði henni langt út á vatnið. — Jæja, gleymið þessu, tautaði hann. — Við höfum ekkert upp úr þessu, sagði ég bitur i bragði. — Og ef við erum búnir að ræða nóg um hugsanlega morðingja, þá ættum við kannski að halda heim- leiðis, hann virðist ætla að fara að rigna. Skýin höfðu dökknað enn og þyturinn i skóginum fór vaxandi. Við eigum eina manneskju eftir, sagði Koch stiliilega. — Hverja? — Súsönnu sjálfa. Ég varð öldungis dolfallinn. — Eigið þér við. . . að hún. . . — Kona sem myrðir eiskhuga sina jafnóðum og hún þreytist á þeim. . . tautaði hann. — bað hef- ur gerzt fyrr i veraldarsögunni. Og það gefur einnig skýringu á þvi hvers vegna Ingvar Vernberg er enn á lifi. — En hvers vegna i ósköpun- um. . . — Konur geta hatað elskhuga sina innst inni, það er ekki óvana- legt. Og ef konan er auk þess sjúklega eigingjörn og hrædd við að hleypa neinum of nærri sér, geta viðbrögðin orðið ofsafengin þegar hún gerir það. Ég þorði ekki að gera neinar at- hugasemdir við þetta. Ég vissi bersýnilega ósköp litið um konur. — Ætti Súsanna þá að vera af þeirri manngerð? sagði ég i stað- inn. — bað væri ekki fráleitt með þvi uppeldi sem hún hlýtur að hafa fengið hjá móður sinni. Hvert er yðar eigin álit? Ég velti þessu fyrir mér. — Já, þér hafið ef til vill rétt fyrir yður. — Eigingjörn — það er hún sennilega. . . móðursýkis- hneigð hefur hún trúlega lika, hún vill vera miðdepill og það sem allt snýst um og gerir allt til þess að svo sé. En svona fólk stendur sjaldan i nánum tilfinninga- tengslum við aðra, og komist ein- hver inn fyrir skelina getur auð- vitað ýmislegt gerzt — Koch kinkaði kolli og fór á ný að troða i litlu, gulu pipuna sina og á meðan tóku fyrstu regndroparnir að falla. Ég hlustaði á hvísl þeirra i greinunum fyrir ofan okkur og horfði á hringina sem dreifðust um dökkan vatnsflötin. — Já, þarna lá lik Bolins, sagði Koch óvænt og upp úr þurru. — Hverskyldi hafa sökkt þvi þar. . . — Já, það er nú verkurinn, umlaði ég. Hann virtist ekki heyra hvað ég sagði. — Og ég er að velta fyrir mér, hvort ég geti ekki bráðum leyft mér að koma með ágizkun. . . hélt hann áfram. — bér eigið þá við. . . að yður gruni hver morðinginn er? Ilann benti inn með ströndinni. — Nælonlinan sem við fundum þarna. . . ég held að hún sé lausn- in á gátunni. . . 1 næstu andrá reis hann snöggt á fætur. — Nei, ég held við verðum að fara heim, sagði hann með allt öðrum raddhreim, rétt eins og aldrei hefði verið tii nein morð- gáta. Regnið fer vist vaxandi. Við lögðum af stað gegnum fjandsamlegan skóginn, sem veitti okkur þó nokkurt skjól fyrir regninu sem jókst óðum aö styrk. begar við komum upp að braut- arteinunum vorum við þó orðnir holdvotir, ég bretti upp jakka- kragann og við hertum gönguna. — Við verðum eins og hundar af sundi dregnir þegar við kom- um heim, sagði ég og gaut augun- um á vel pressuð jakkaföt Kochs; sjálfur virtist hann engar áhyggj- ur hafa af þeim. Við hlupum næstum við fót þeg- ar við vorum komnir inn i gilið milli hamraveggjanna. Svo Miðvikudagur 7.00. Morgunútvarp. Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. M orgunleikf imi kl.7.50. Morgunstund barnanna 8.45. Geir Christensen endar lestur sögunnar „Bergnuminn I Risahelli” eftir Björn Rogen I þýð. Isaks Jónssonar (10). Tilkynningar kl. 9,30. bing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Ritningarlestur kl. 10.25. Séra Kristján Róbertsson les úr bréfum Páls postula (21) Sálmalög kl. 10.40. Fréttir kl. 11.00. Tónleikar. Jean-Pierre Rampal og Antiqua Musica hljómsveit leika flautukon- serta eftir Johann Joachim Quantz og Johann Adolf Hesse. / Rita Streich og drengjakórinn I Regensburg syngja þjóðlög. / Mozart- hljómsveitin I Vin leikur þýzka dansa eftir Mozart. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Slödegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson. Sigríöur Schiöth les (31). 15.00 Miðdegistónleikar: ls- lenzk tónlist. a. „Svartfugl,” tilbrigöi fyrir orgel eftir Leif bórarinsson. Haukur Guölaugsson leikur. b. Lög eftir Skúla Halldórs- son. Hanna Bjarnadóttir syngur. Höfundurinn leikur undir. c. Barokk-svlta fyrir pianó eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Ölafur Vignir Albertsson leikur. d. Lög eftir Jórunni Viðar. Guömunda Ellasdóttir syngur. Höfundur leikur á planó. e. „Skúlaskeiö”, tón- verk fyrir einsöng og hljóm- sveit eftir bórhall Arnason. Guðmundur Jónsson og Sin- fóniuhljómsveit Islands flytja, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfegnir. 18.00 Jakuxinn. Myndasaga fyrir börn. býðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. bulur Andrés Indriðason. 18.10 Maggi nærsýni Teikni- myndir. býðandi Garöar Cortes. 18.25 Einu sinni var... Gömul og fræg ævintýri færð I leik- búning. Brúðkaup flug- unnar. Bátasmiðurinn. Gröf rika mannsins. bulur Borgar Garöarsson. 18.45 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 botufólk. Bandarlskur gamanmyndaflokkur. býðandi Jón Thor Haralds- son. Tflkynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlista rsa g a . Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Gróa Jónsdóttir og bórdis As- geirsdóttir sjá um timann. 18.00 EyjapistiII. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni. Viðræðuþáttur I umsjá Magnúsar Finns- sonar blaöamanns. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Eiöur Á. Gunnars- son syngur lög eftir ýmsa höfunda. Guörún Kristins- dóttir leikur undir á planó. b. Feigur Fallandason.-' Sverri* Kristjánsson sag. fræðingur flytur lokakafla frásögu sinnar af Bólu- Hjálmari c. Visnamál. Adolf J. E. Petersen fer meö stökur eftir marga höfunda. d. Ur heimi dýranna. Guömundur borsteinsson frá Lundi flytur tvo stutta frásöguþætti: „Hvað mæBk Óöinn I eyra Baldri?” og Alykta álftirnar? e. „Bárður minn á Jökli.” bor- steinn frá Hamri tekur saman þátt og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavars- dóttur. f. Um islenzka þjððhætti. Arni Björnsson cand. mag. flytur. g. Samsöngur. Söng » flokkur undir stjórn Jóns Asgeirs- sonar syngur. Félagar úr Sinfóniuhljómsveit Islands. 21.30 Að tafli. Ingvar Asmundsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (20). 22.25 (Jtvarpssagan: „Ofvitinn” eftir Þórberg Þórðarson. borsteinn Hannesson les (16). 22.55 Nútlmatóniist. Halldór Haraldsson gerir grein fyrir þvl hvernig á að hlusta á nú- timatónlist, og kynnir verkin „Amonshére”, „Lontanó”, „Continuum”, og „Aventures” eftir Ligeti. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 20.55 Nefertiti, Stutt, egypzk kvikmynd um drottninguna Nefertiti, sem uppi var fyrir um það bil 3300 árum. býöandi Gisli Sigurkarls- son. 21.05 Jasssöngvarinn, Banda- rísk biómynd frá árinu 1927 Myndin fjallar um ævi söngvarans A1 Jolsons, og fer hann sjálfur meö aðal- hlutverkiö. Leikstjóri Alan Crosland. bessi mynd er ein fyrsta „tónmyndin” sem gerð var I heiminum, en I henni eru einnig prentaðir textar, sem skýra sögu- þráöinn. býðandi er Björn Matthiasson, en formálsorð flytur Erlendur Sveinsson. 22.35 Dagskrárlok. Brúðkaup Sunnudaginn 28. jan. voru gefin saman I Neskirkju af séra Birni Jóns- syni, ungfrú Kristjana Benediktsdóttir og Niels A Lund, og ungfrú Guðný Kristin Guttormsdóttir og Kristinn Lund. (Ljósmyndastofa Þóris.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.