Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. marz 1973 Minningarorð: Karl Guðjónsson F. 1. nóv. 1917 - D. 7. marz 1973. Karl Guöjónsson er fallinn frá aöeins 56 ára aö aldri. Hann hafði átt viö veikindi aö striöa nokkra hrfö, en sizt varöi mig, aö þau ættu eftir aö leiða hann til dauöa. Karl Guöjónsson var einn af helztu foringjum Sósialistaflokks ins og siðar Alþýöubandalagsins i Vestmannaeyjum i mörg ár. Hann var alþingismaður i 14 ár og sat auk þess á þingi sem vara- maöur. Karl var fæddur og uppalinn i Vestmannaeyjum. Þar var hann kennari i 25 ár, bæjarfulltrúi og forystumaöur i ýmsum samtök- um. Eftir aö Karl var kosinn á Al- þingi tókust meö okkur mikil og náin kynni. Starf okkar féll á margan hátt saman og margt var likt um aöstööu okkar. Viö höföum báöir veriö kennar- ar, vorum báöir fulltrúar sjávar- útvegsbæja og vorum samherjar i pólitik. Þaö var gott aö vinna meö Karli. Hann var skarpgreindur maöur, góöur fundarmaöur og ó- latur til fundarhalda og félags- legra starfa. Á Alþingi vann Karl mikiö starf. Hann tók mikinn þátt I um- ræðum, vann vel i nefndum og tók auk þess oft aö sér vinnufrek störf fyrir flokk sinn i ýmsum undir- búnings- og rannsóknarnefndum. Á almennum fundum mætti hann viösvegar um landiö og flutti þá mál sitt á eftirminnilegan hátt. Þau ár sem Karl var á Alþingi vann hann mikiö verk fyrir Vest- mannaeyinga. t Eyjum þekktu hann allir, og ekki var annað aö sjá en aö til hans leituðu jöfnum höndum menn úr öllum stjórn- málaflokkum og flestum starf- stéttum. Mér var lika vel kunnugt um þaö, að Karl gerði ekki upp á milli manna i fyrirgreiöslustörf- um sinum eftir flokkspólitisku mati. Karl var mikill p]yja-maöur. Hann dáði Vestmannaeyjar, var bæöi hrifinn af náttúru eyjanna og trúöi á auölegö fiskimiöanna I kringum þær. Á Alþingi baröist Karl fyrir hagsmunamálum Vestmannaey- inga. Hann átti drýgstan þátt i þvi aö Herjólfur var smiöaöur og ætl- aöur til sérstakra Vestmanna- eyja-feröa. Karl flutti á Alþingi fjölda mála sem vöröuöu útgerö og sjó- mennsku. Þannig minnist ég, aö hann var einn helzti baráttumaö- ur þess, aö upp yröu teknir i öll is- lenzk fiskskip gúmibjörgunarbát- ar. Þó að Karl Guðjónsson hafi vissulega veriö Vestmannaeying- ur á Alþingi og oft talaö þar máli Ejamanna og hafi þar sýnt sér- stakan áhuga á sjávarútvegsmál- um, þá var hann þó fyrst og fremst alþingismaöur hinnar rót- tæku verkaiýöshreyfingar. Karl var einn úr þeirra hópi, sem alizt höfðu upp meö fátækri alþýöu. Hann haföi kynnzt kjör- um þeirra, sem undir voru i þjóö- félaginu, þeirra sem strituöu langan vinnudag, er kostur var á vinnu, en uröu aö láta sér lynda atvinnuleysi og knöpp kjör, þegar atvinnurekendur þurftu ekki á vinnuaflinu að halda. Karl skipaöi sér ákveöið I raöir sósíalista og stefndi að þvi með öðrum félögum sinum aö breyta þjóðfélaginu til meira jafnréttis. Viö sem störfuöum meö Karli Guðjónssyni i Sóslalistaflokknum og i Alþýðubandaiaginu söknum hans sem góös félaga og mikil- hæfs forystumanns. Viö sem sátum meö honum á Alþingi, vitum aö hann var ein- lægur sósialisti og aö þar vann hann þýöingarmikiö verk I þágu sameiginlegra áhugamála okkar. Viö samherjar Karls minnumst hans sem góös drengs, sem falliö hefur þó langt fyrir aldur fram. Konu Karls, Arnþrúöi Björns- dóttur,og börnum þeirra votta ég innilega samúð mina. Lúövik Jósepsson Karl Guðjónsson er látinn. Þar er fallinn, langt fyrir aldur fram, forystumaður vinstri hreyfingar i Vestmannaeyjum um langt árabil. Atvikin höguðu þvi þannig, að við höfðum næsta litil kynni hvor af öðrum, frá þvi hann var kennari minn i barna- skóla og þar til ég hóf störf fyrir sömu hreyfingu á miðjum siðast liönum áratug. Tveim árum siðar bauð Karl sig fram i siðasta sinn fyrir okkar flokksdeild á Suðurlandi og unn- um viö þá öll heils hugar að kjöri hans meö glæsilegum sigri. Karl sat á þingi um langt árabil og er Ijóst af þeim trúnaðarstörfum, sem honum voru falin þar, og reyndar einnig heima i héraöi, að þar fór maður, sem hægt var að fela ábyrgðarmikil og erfið störf, eins og t.d. formennsku i fjár- veitingarnefnd alþingis. Piins og ég nefndi áöan var per- sónulegt samband okkar Karls, hvorki mjög náið né langvarandi, en viö félagarnir i Eyjum minn- umst hans íyrst, og fremst sem gamals og góðs foringja, þó að leiðir hafi siðar skiliö. Viö eigum honum mikið að þakka fyrir störf hans um langt árabil i þágu vinstri hreyfingar i Eyjum og i kjördæminu öllu. Eftirlifandi konu hans, Arn- þrúði, börnum og allri fjölskyldu, sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur viö fráfall fjölskyldulöðurins. Garöar Sigurösson Karl Guöjónsson, fræöslustjóri i Kópavogi og fyrrverandi al- þingismaöur,lézt hinn 7. marz s.l. aöeins 55 ára aö aldri. Veröur út- för hans gerö I dag. Karl haföi um hriö átt viö mikla vanheilsu aö búa. Fór veikinda hans aö gæta fyrir allmörgum ár- um. Fékk hann þó verulegan bata um skeið. Hann veiktist svo aö nýju mjög alvarlega I október mánuöi s.l. haust og varö fljót- lega ljóst aö þvi sjúkdómsstriöi myndi ekki Ijúka nema á þann veg sem nú er oröinn. Meö Karli Guöjónssyni er fall- inn I valinn langt fyrir aldur fram ötullogatorkusamur félags- hyggjumaöur, sem viöa kom viö sögu og var fyrir löngu lands- kunnur, einkum fyrir afskipti sin af stjórnmálum. Karl Guöjónsson var fæddur 1. nóv. 1917 I Hliö i Vestmannaeyj- um. Foreldrar hans voru Guöjón Einarsson fiskimatsmaöur i Breiöholti I Vestmannaeyjum og kona hans Guðfinna Jónsdóttir. Iiann tók gagnfræöapróf i Vest- mannaeyjum 1933 og kennarapróf frá Kennaraskóla Islands 1938. Hann varö kennari viö barnaskól- ann i Vestmannaeyjum 1938 og gegndi þvi starfi til 1964 er hann fluttist til Reykjavikur. Hóf hann þá kennslu viö Vogaskóla og gegndi þvi starfi þar til hann var ráöinn fræöslustjóri Kópavogs- kaupstaöar 1966, en þvi starfi gegndi hann til dauöadags. Karl fékk snemma áhuga á verkalýðsmálum og stjórnmál- um. Ég kynntist honum fyrst er hann stundaði nám i Kennara- skólanum. Hann var þá þegar róttækur i skoöunum, haföi til- einkaö sér þjóöfélagshyggju marxismans og þjóðfélagshug- sjónir hinnar sósialisku verka- lýðshreyfingar. Þetta var á árum auövaldskreppunnar mikiu og haröra stéttaátaka. Heimabyggö Karls Guöjónssonar var ekki sizt vettvangur átaka og sviptinga milli verkalýöshreyfingarinnar og atvinnurekendanna. Þar var tiltölulega fjölmenn stétt atvinnu- rekenda með harödræga oddvita i fararbroddi. Á hinu leitinu var i Eyjum róttæk og sókndjörf verkalýðshreyfing, sem þeir Is- leifur Högnason, Jón Rafnson og Guðlaugur Hansson höfðu öörum framar byggt upp og leitt til þroska. Vinnudeilur i Vest- mannaeyjum voru tiöar og oft harðar, ekki sizt i sambandi við sjómannakjörin. Vermenn sóttu þangaö viöa aö af landinu einkum á vetrarvertiö og voru fjölmenn- ir, auk heimamanna er stunduöu sjóinn. Eins og annarsstaöar tóku stéttarátökin 1 Eyjum ýmist á sig svipmót fyrir hærra kaupi og betri kjörum fyrir hiö vinnandi fólk eöa snúast varö til varnar er atvinnurekendur leituðust viö aö lækka kaupiö og ráöast á kjörin. Reyndi i báöum tilvikum á fram- sýni og stéttarþroska verkalýös- ins og auk þess gat miklu ráöiö um úrslit hvorum megin aökomu- menn skipuöu sér og hver afstaða ýmissa smærri atvinnurekenda var. Verkalýöshreyfing Eyjanna vann á þessum árum marga mik- ilvæga sigra sem heimamenn og aökomnir vermenn nutu góös af. Samtimis efldist þar hin róttæka stjórnmálahreyfing alþýöunnar og átti þar eitt sitt öflugasta vigi. Eftir aö ísleifur Högnason, Jón Rafnsson og Guölaugur Hansson hurfu á braut eöa aö störfum á öörum vettvangi tók álitlegur hópur nýrra vaskra manna við forustunni. Meöal þeirra má nefna Árna Guðmundsson kenn- ara, Sigurö Guttormsson banka- fulltrúa, Tryggva Gunnarsson vélstjóra, Ólaf A. Kristjánsson byggingarmeistara, Eyjólf Eyjólfsson kaupfélagsstjóra, Sigurð Stefánsson sjómann og Karl Guöjónsson kennara. Og að sjálfsögöu mætti lengur telja, þvi margt annarra úrvalsmanna skipaöi hina róttæku forustusveit Eyjamanna. Þessi hópur var sókndjarfur, samhentur og dug- mikill og náði miklum árangri i hagsmunabaráttu verkafólksins og stjórnmálabaráttu hinnar rót- tæku hreyfingar. A þeim árum sem ég var starfs- maður Alþýöusambands tslands dvaldist ég nokkuö I Vestmanna- eyjum til aöstoöar viö verkalýös- félög sem áttu i launadeilum eöa böröust fyrir þvi aö fá sig viöur- kennd sem samningsaöila viö at- vinnurekendur. Enda þótt ég heföi áöur þekkt Karl nokkuö frá skólaárunum i Reykjavík kynnt- istég honum nú fyrst aö marki og ágætum hæfileikum hans til for- ystu. Fundahöld voru ströng og tiö og jafnvel efnt tií sérstakrar blaöaútgáfu til aö styðja og skýra málstaö og rétt vinnandi fólks. Margir dugandi félagar komu þar viö sögu og veittu allt þaö liösinni er þeir máttu. Og ekki var sizt munur að þvi mannsliöi er Karl Guöjónsson lagöi fram. Hann var ráöhollur og úrræöagóöur og taldi enga fyrirhöfn eftir er að gagni mátti koma. Mátti þar einu gilda hvort um langar og þreytandi fundarsetur var aö ræöa eöa blaöaskrif, fjölritun og dreifingu. Allt var jafn sjálfsagt af hendi Karls. Og auðfundiö var aö félög- um hans og samherjum þóttu engin ráö nægilega vel ráöin nema atfylgi hans og álit kæmi til. Karl Guöjónsson haföi til aö bera ágætar gáfur og mikia starfsorku. Hann var afbragðs kennari og naut mikilla vinsælda i þvi starfi. Ekki gat hjá þvi fariö aö maöur meö hans hæfileika yröi kvaddur til margvislegra trúnaöarstarfa, enda var áhugi hans brennandi á félagsmálum og hvers konar framförum. Hann var lyrst valinn til framboös I V e s t m a n n a e y j u m fyrir Sósialistaflokkinn 1953 og náöi þvi kosningu sem landskjörinn þing- maöur. Sat hann á Alþingi til 1963 en varð þá varaþingmaöur til 1967 er hann var á ný kosinn þingmaö- ur Suöurlandskjördæmis af lista Alþýöubandalagsins og átti þar sæti til 1971. A þingi lét hann sig margvisleg málefni skipta og þá ekki sizt sjávarútvegsmál og hagsmunamál og réttindamál sjómanna. Átti hann sæti i sjávarútvegsnefnd, samgör,Ju- málanefnd, landbúnaðarnefnd oL fjárveitinganefnd. Var hann for- maður fjárveitinganefndar 1956- —1959, en þaö er eins og kunnugt er mikiö starf og vandasamt. Hefi ég orö samstarfsmanna hans fyr- ir þvi, að I þvi starfi hafi hann ekki aöeins sýnt röggsemi og festu heldur og ágætan sam- starfsvilja og tillitssemi við sjónarmið annarra. Samhliöa þingmennskunni hlóöust á Karl ýmis önnur trún- aöarstörf. Hann tók sæti i okur- nefnd 1955, i milliþinganefnd I samgöngumálum 1956, i banka- ráöi Framkvæmdabanka Islands 1957, I úthlutunarnefnd atvinnu- aukningarfjár 1959. I bæjarstjórn Vestmannaeyja átti hann sæti 1958—1964 og i skólanefnd þar og siðar fræösluráöi frá 1942—1964 og lengi I stjórn sjúkrasamlags Vestmannaeyja. Hann átti um tima sæti I stjórn Sambands Isl. lúðrasveita. Var formaöur Stétt- arfélags barnakennara i Vest- mannaeyjum 1952—1954. Þá gegndi hann og margvislegum trúnaöarstörfum á vegum Band- alags starfsmanna ríkis og bæja á siöari árum. Karl gegndi öllum trúnaöar- störfum er hann tók að sér af at- orku og trúmennsku. Hann var góöur málafylgjumaöur, ágætur ræöumaöur, rökfastur og skýr i máli og framsetningu. Hann var óþreytandi aö berjast fyrir og vinna að hagsmunamálum Vest- mannaeyinga og siöar alls hins viölenda Suöurlandskjördæmis. Hann átti ekki einungis traust verkafólks og sjómanna i Eyjum heldur og alþýöunnar á Suöur- landi er hann var oröinn hennar fulltrúi einnig. Taldi hann og enga fyrirhöfn eftir sér ef hann gat orð- iö umbjóöendum sinum aö liöi og fór ekki i manngreinarálit. Varö ég þess oft var hve vakandi hann var fyrir vandamálum og hags- munum umbjóöenda sinna. Stjónmálaleg örlög manna eru margvisleg og fátt er harmsögu- legra en þegar langvarandi sam- starf manna og sameiginleg bar- átta brestur i stormviðrum stjórnmálalifsins og hver heldur sina leiö. Eins og aö likum lætur veröur slikt sjaldan án sársauka og benja, sem erfitt reynist aö græöa. Þær sviptingar sem urðu í Al- þýöubandalaginu i sambandi viö Alþingiskosningarnar 1967 og undirbúning þeirra reyndu á þol- rif margra góöra flokksmanna og stuðningsmanna og sýndist sitt hverjum eins og gengur þegar á- greiningur er uppi. Karl Gubjóns- son náöi þá kosningu fyrir Al- þýöubandalagiö i Suðurlands- kjördæmi með ágætri útkomu eins og fyrr getur. En mjög var nú tekið aö reyna á þau bönd sem tengdu hann Alþýðubandalaginu og gömlum samherjum. Þau bönd rofnuðu aö fullu áður en kom til alþingiskosninga 1971. Réöst hann þá til framboðs i sinu gamla kjördæmi á vegum Al- þýðuflokksins. Hygg ég að sú á- kvöröun hafi hvorki verið honum sjálfum auöveld né ánægjuleg og þvi siður að skapi vina hans og fyrri samherja. En það var ekki aö skapi hans aö leggja vopnin frá sér þótt slit væru orðin á sam- starfi viö fyrri félaga. 1 orustuna skyldi gengið og þvi tekiö er aö höndum bæri. Karl náöi ekki kosningu eins og kunnugt er og þykir mér ekki óliklegt aö úrslitin hafi vaidið honum nokkrum von- brigöum. Eftir þau dró hann sig i hlé frá stjórnmálaafskiptum en einbeitti sér aö störfum aö skóla- málum og félagsmálum opin- berra starfsmanna meöan heils- an leyföi og kraftar entust. Karl Guöjónsson var mikill hamingjumaöur I einkalifi sinu. Hann átti gáfaöa og ágæta konu sem bjó honum vistlegt heimili og varö þeim fjögurra efnilegra barna auðið. Þann 1. nóv. 1943 gekk hann aö eiga Arnþrúöi Björnsdóttur kennara frá Grjóta- nesi i Norður-Þingeyjarsýslu. Börn þeirra eru: Sunna, gift Andra Hrólfssyni umboösmanni Flugfélags Islands i Vestmanna- eyjum, Harpa, gift Vésteini Eirikssyni eðlisfræöingi, Lilja, gift Snorra Páli Snorrasyni jarð- fræöinema viö Háskóla tslands,og Breki, er stundar nám i lands- prófsdeild Álftamýrarskóla. Eru börnin öll ágætlega gefin og hafa hlotið góöa menntun. Þaö er mikil eftirsjá aö Karli Guöjónssyni langt fyrir aidur fram. Ég minnist margra ánægjustunda á heimili hans og Arnþrúðar bæöi i Vestmannaeyj- um og eftir að þau fluttu til Reykjavikur. Þá er mér ekki sið- ur i minni ógleymanleg dagstund i Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum er viö hjónin hittum þau Karl og Þrúöu, en þau voru þá aö koma úr ferðalagi sunnan úr Evrópu. Karl haföi nokkrum ár- um áöur dvaliö I Danmörku um skeiö til aö afla sér framhalds- menntunar. Við gengum saman iengi dags um götur og torg og þó einkum þær slóðir sem tengdast- ar eru lifi og starfi íslendinga i Kaupmannahöfn frá fyrri tiö. Var Karl gjörkunnugur þessum slóö- um og haföi á reiðum höndum alla þá sögu sem þeim var tengd og tsland varöaði. Var hann óspar á aö miðla af þeim fróöleik öllum og varö þessi gönguferö okkur bæöi ánægjuleg og eftirminnileg. Ég lýk þessum fátæklegu kveöjuoröum meö þakklæti til Karls Guöjónssonar nú aö leiðar- lokum. Ég þakka honum langa vináttu og áratuga samstarf að sameiginlegum áhugamálum. Viö Marta sendum Arnþrúöi, börnum hennar og fjölskyldunni allri innilegar samúöarkveðjur. Guömundur Vigfússon Sunnudaginn 4. þ.m. skrapp ég i bæinn með sveitunga minum sem átti þangaö leiö. Þegar viö ókum vestur Miklubrautina datt mér i hug aö nú hefði ég tóm til að heimsækja vin minn Karl Guö- jónsson. Ég fór þvi úr bilnum á móts við Safamýri og gekk heim til hans. Þegar ég kom heim i ibúö hans var mér sagt að hann lægi veikur á sjúkrahúsi og væri vart hugað lif. Tveim dögum siðar var hann látinn. Ég vissi fyrir löngu, aö árum saman haföi hann ekki gengið heill til skógar. Og hefur sá sjúk- dómur marga lagt að velli fyrir aldur fram. En mér fannst hann alltaf svo fullur starfsorku og baráttugleöi fyrir ýmsum mál- efnum aö veikindi og dauði uröu alltaf fjarlæg hugtök i þau skipti sem fundum okkar bar saman. Viö vorum algerlega ókunnugir fyrir alþingiskosningarnar 1963. En bæöi þá og aftur 1967 var staöa flokkanna i Suðurlandskjördæmi þannig að baráttan stóö eingöngu milli 1. manns Alþýðubandalags- ins og 3. manns Framsóknar- flokksins. Skipti þvi öllu máli fyrir Alþýöubandalagiö hvaöa maöur veldist I efsta sæti á lista þess, en tiitölulegalitluihvaöa röö sú nafnaskrá var sem fyllti listann aö ööru leyti, þar sem ekki gat veriö von á nema einum manni ef bezt lét. Þá má segja aö Karl væri sjálf- sagöur i þetta sæti. Fram- sóknarfl. vann sætiö 1963, en Karl vann þaö aftur meö glæsibrag. Þaö kom I minn hlut ásamt fleirum aö fylgja honum á kosn- ingafundina I Suðurlandskjör- dæmi um báöar þessar kosn- ingar. Og þannig hófust kynni okkar Karls . Ég held aö flestum veröi þessir fundir leiöigjarnir þegar þeir standa dag eftir dag. Maöur hlustar á sömu ræöurnar mál- efnalega séö, fund eftir fund, I bezta lagi meö eitthvaö breyttu oröalagi. En fyrir mig voru þessir fundir óslitin skemmtiferð. Karl haföi lag á aö tala þannig aö allir virt- ust hafa ánægju af aö hlusta á hann, öngu síður andstæðingar en samherjar. Eftir einn slikan fund sagði einn góðkunningi minn úr rööum framsóknarmanna, viö mig. „Mikiö værum við Framsóknar- menn ánægöir ef viö ættum Karl Guðjónsson”. Er þetta einhver mesta viðurkenning á manngildi, sem ég hef heyrt mann segja um pólitiskan andstæöing. Fyrir tiu árum skiptist pólitiskt Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.