Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. atarx 1973 MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson (áb.) Augiýsingast jóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiósla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarveró kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. EFLING ÚTFLUTMNGSIÐNAÐAR Eftir að Magnús Kjartansson gerðist iðnaðarráðherra hefur miklum mun meiri athygli beinzt að islenzkum iðnaði og efl- ingu hans en áður. Menn gera sér nú almennt grein fyrir þvi hversu þýðingar- mikill iðnaðurinn getur verið i þjóðarbú- skap okkar; hann þarf ekki aðeins að vera einhvers konar aukageta, hann getur orð- ið og er raunar fullgild atvinnugrein til framleiðslu fyrir innanlandsmarkað og til útflutnimgsframleiðslu. Enn á þó nokkuð i land að iðnaðurinn sé kominn i það horf að framleiðsluvörur hans standist sam- keppni við erlendar iðnaðarvörur. í iðn- aðarráðuneytinu hafa á siðustu mánuðum verið unnin verkefni á þessum sviðum, og gerði iðnaðarráðherra grein fyrir þeim meginatriðum i ræðu á alþingi i fyrradag: í fyrsta lagi hefur mikið starf verið lagt i gerð iðnþróunaráætlunar fyrir 1973—1980. Áætlunarvinnunni er nú að fullu lokið og gert ráð fyrir að áætlunin verði lögð fram til kynningar á þvi þingi sem nú stendur yfir. í öðru lagi er unnið að þvi að efla út- flutning iðnaðarvara. Það starf er fólgið i margs konar aðgerðum, svo sem mark- aðsrannsóknum. í þriðja lagi eru hafnar aðgerðir innan einstakra iðngreina til að auka framleiðni og hagræðingu. t fjórða lagi er unnið að mörgum ein- stökum áætlunum. Má þar nefna áætlanir um basaltframleiðslu, perlitvinnslu, ilminitframleiðslu og sjóefnavinnslu. í fimmta lagi er starfandi viðræðunefnd um orkufrekan iðnað hér á landi. Þetta eru þau verkefni sem unnið hefur verið að i iðnaðarráðuneytinu siðustu mánuðina, og bera þær athafnir vott um trú núverandi ráðamanna á getu islenzks iðnaðar. Þegar náttúruhamfarir hafa gengið yfir þessa þjóð og valdið miljarða tjóni er ekki sizt mikilvægt að reyna að PALME í GEITARHÚSINU Aldrei heyrist Gylfi Þ. Gislason, for- maður Alþýðuflokksins, tala um sósial- isma — sem betur fer. Aldrei heyrist Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, draga það i efa að skipting heimsins i áhrifasvæði stórvelda sé annað en sjálf- sögð og æskileg skipan. Þess vegna er ákaflega fróðlegt að kynnast viðhorfum Olofs Palme forsætisráðherra Svia sem nýlega heimsótti íslendinga. í viðtali við Alþýðublaðið segir þessi formaður sænskra sósialdemókrata: ,,Þegar við tökum afstöðu með smáþjóð, sem á i vök að verjast — og venjulega eru stórveldin þar skammt undan blönduð i átökin að meira eða minna leyti — þá er- um við þvi ekki aðeins að styðja þessa einu þjóð út af fyrir sig, að láta i ljós okkar skoðun i þessu eina afmarkaða máli, heldur erum við að fylgja fram þeirri heildarstefnu, þvi grundvallarbaráttu- máli, að smáþjóðir eigi tilverurétt óháðan hagsmunum stórveldis, og þar með erum við að berjast fyrir okkar eigin hag um leið, þvi Sviþjóð er eitt af þessum smáu rikjum sem hafa átt og eiga í vök að verj- róa á önnur mið eftir aflafeng — tekjum og atvinnu. Þegar gosið hófst i Heimaey kall- aði iðnaðarráðherra á sinn fund 20 helztu útflytjendur iðnaðarvara og lagði fyrir þá það verkefni hvort unnt myndi að flytja út svo aukið magn iðnaðarvara að unnt yrði að vega upp útflutningstekjutapið vegna náttúruhamfaranna. Samkvæmt svörum sjö þessara aðila búast þeir við að geta aukið útflutning sinn úr 1000 milj. kr. i 1800 milj. kr. á næstu 12—18 mánuðum, en ef allur islenzkur iðnaður sem framleiðir til útflutnings er talinn má gera ráð fyrir að aukningin verði um 1300 miljónir króna, eða úr 1200 i 2500 miljónir króna. Fróðlegt verður að sjá hversu iðnaðin- um tekst að leysa fram úr þessu verkefni, en það hvernig til tekst nú er vissulega prófsteinn á getu hans til þess að risa undir stærri verkefnum og meiri sam- kvæmt hinni nýju iðnþróunaráætlun. Til þess að stuðla að þvi er nú i bigerð sér- stakur iðnrekstrarsjóður, sem ræddur hefur verið við eina umræðu á alþingi. ast”. Er ekki Olof Palme hér að túlka þá stefnu sem á Islandi er kennd við Alþýðu- bandalagið fremur en nokkurn annan flokk, að íslendingum beri sem smáþjóð að stuðla að þvi að mola niður áhrifa- svæðakenningar stórveldanna og veikja hernaðarbandalögin? En skyldi ekki Olof Palme hafa þótt sem hann væri staddur i geitarhúsi að leita ullar er hann heimsótti Gylfa Þ. Gislason á dögunum, en Gylfi er sem kunnugt er lengst til hægri allra for- ustumanna jafnaðarmanna i viðri veröld? Könnun á félagslegri A fundi Sameinaðs þings í gær svaraði Hannibal Valdimarsson félagsmála- ráðherra fyrirspurn Svövu Jakobsdóffur um fram- kvæmd þingsályktunar um rannsókn á jafnrétti þegnanna í íslenzku þjóð- fram, að Námsbraut í al- mennum þjóðfélagsfræð- um við Háskólann hefði verið falið þetta verkefni. Allmikil undirbúnings- vinna hefði farið fram á hennar vegum og væri niðurstaðna að vænta næsta haúst,- þingsjá Svava Jakobsdóttir sagöi, að samþykkt þingsályktunarinnar um rannsókn á jafnrétti þegnanna 5. april siðastliöinn heföi markaö tfmamót. Víöa i nágrannalöndum okkar, einkum þó Noröurlöndunum, heföu rikisstjórnirnar talið skyldu sfna aö rannsaka raun- verulega stööu kvenna I þjóö- félaginu. Þar heföu veriö birt fróöleg nefndarálit og jafnvel þykkar bækur um niöurstööur þessara kannana. Sllk rannsókn væri auövitaö einnig nauösynleg hér og hún væri siöur en svo neitt einkamál einstakra hagsmuna- hópa. Hannibal Valdimarsson sagöist fljótt hafa séö, aö hér yröi um svo viðamikla rannsókn aö ræöa, aö ráöuneytiö gæti ekki annað henni eitt. Hann heföi þvl leitaö til námsbrautar I almennum þjóö- félagsfræöum. Svör ráöamanna hennar heföu veriö jákvæö, og heföi svo um samizt, aö ráöu- neytiö stæöi straum af öllum kostnaöi. Námsbrautarstjórn heföi faliö félagi. I svari ráðherra kom Sj ónv arpsmál Austfirðinga A fundi Sameinaös þings i gær hugaö væri aö gera I þessum efn- spuröi Helgi Seljan Magnús Torfa ólafsson, hvaö fyrirhugaö væri aö gera vegna slæmra sjónvarps- sendinga til Austfjaröa. Helgi benti á, aö afnotagjald fyrir sjónvarp væri þaö sama á Austfjöröum og annars staöar á landinu. Sjónvarpsmyndin þar væri þó óvenju slæm og oft og tlö- um sendi sendirinn á Gagnheiöi alls ekki vegna bilana. Þetta heföi þó veriö alveg óvenju slæmt I vetur. Frá þvl I desember heföu hvorki meira né minna en 12 útsendingardagar falliö niöur. Þetta væru tiöar bilanir. Oft væri veöráttunni um kennt, og vissulega heföi hún sitt aö segja, en bilanir væru einnig margar á sumrin. Helga sagöist bjóöa I grun, aö ekki væri alltaf brugöiö fljótt viö til aö gera viö sendinn á Gagn- heiöi. Myndgæöin væru lika mjög lltil og virtist þeim hafa fariö aftur nú i vetur. Vegna alls þessa kvaöst Helgi vilja fá upplýsingar hjá mennta- málaráöherra um, hvaö fyrir- um. Magnús Torfi ólafssonmennta- málaráöherra haföi þaö eftir Siguröi Þorkelssyni, yfirverk- fræöingi Landsslmans, aö ýmis- legt væri athugavert viö sjón- varpssendinn á Gagnheiöi. Þessi sendir væri ein af aöalstöövum sjónvarpsdreifikerfisins. Tækin á Gagnheiði væru einföld en ómönnuö. Erfiöleikarnir ættu sér einkum tvær meginorsakir: 1. Vöntun á varatækjum og erfiö færö á vetrum. 2. Bilanir á rafmagnsllnu til stöövarinnar og bilun á vararaf- stöö sendisins. Um úrbætur sagöi ráðherra, að ekki væri gert ráö fyrir tvöföldum tækjaútbúnaöi, en geröar heföu veriö endurbætur á upphaflegu rafmagnsllnunni. Þeim lag- færingum yröi enn haldiö áfram. Einnig yröi reynt aö koma I veg fyrir sfendurteknar bilanir á raf- stööinni. Eina varanlega úrbótin væri þó svokallaö örbylgjukerfi, en það væri kostnaöarsamt I upp- setningu. stöðu kvenna GuÖrúnu Sigrlði Vilhjálmsdóttur aö vinna þetta verk. Hún heföi tekiö til starfa I júnl siöastliönum og unniö fram til 10. september, en vegna anna I vetur gæti hún ekki hafiö störf á nýjan leik fyrr en I vor. 1 sumar heföi Guörún Sigriöur safnaö gögnum um menntun, laun, félagslega þátttöku og ýmis trúnaöarstörf íslenzkra kvenna. Samkvæmt skýrslu hennar á liönu hausti heföi þetta starf eink- um veriö þrlþætt: 1. Athugun eldri kannana svipaðs eölis. 2. Söfnun heimilda. 3. Úrvinnsla. Taliö væri aö lokaskýrsla Guörúnar Sigriöar um stööu Islenzkra þjóöfélagsþegna yröi tilbúin næsta haust. Menningarsjóður félagsheimila Rœtt um menningar- líf dreifbýlisins A fundi Sameinaðs þings í gær svaraði Magnús Torfi ólafsson, menntamálaráð- herra, fyrirspurn Helga Seljan um Menningarsjóð félagsheimila. I svörum ráðherra kom fram, að út- gjöld sjóðsins á síðastliðnu ári hefðu numið rösklega hálfri miljón króna, þó hefði engu fé verið varið til að styrkja sjálfstæðan dagskrárf lutning í dreif- býlinu. Helgi gat þess, aö fyrsta verk- efni sjóösins heföi veriö á slöast- liönu ári. Eitt af hlutverkum sjóösins ætti aö vera aö örfa starfsemi félagsheimilanna sjálfra, en ekki eingöngu aö styrkja sýningar aökominna skemmtikrafta, þótt sú starfsemi væri vissulega góöra gjalda verö. Þvl vildi hann spyrja mennta- málaráöherra, hvert heföi veriö aöalstarf sjóösins til þessa og hversu miklu fé heföi veriö veitt i styrki. Einnig vildi hann spyrja um, hversu miklu fé heföi verið variö til aö styrkja sjálfstæöan Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.