Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 7
Miövikudagur 14. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 MYND- LISTAR- ÞANKAR Hvert er erindið? Óður til alheimsins Þegar ég er hætt að sofa, búin að gleyma hvað lif mitt er tilgangslaust, þegar ég er hætt að sötra kaffi til að drekkja löngunum minum, þegar ég er hætt að hanga i simanum til að skvaldra um fánýta hluti, sem mér hefur verið innrætt að lif mitt snúist um, þegar ég er hætt að mála mig af þvi að útlitið er ekki lengur eini eiginleiki minn sem skiptir máli, þegar ég er hætt að skreppa i bæinn af þvi að ég þoli ekki lengur við heima, þegar ég er hætt að kaupa mér nýja kjóla til þess að sýna hvað maðurinn minn er i finni stöðu, Þegar ég er hætt ætla ég út á svalir þó að það sé rigning eða stórhrið og breiða út faðminn móti körlunum i járnbindingunum móti mánanum þangað sem konan mun óhjákvæmilega leggja leið sina. Tileinkaö Vilborgu Dagbjartsdóttur og Gylfa Baidurssyni meö ástarkveðjum Ragna Eyjólfsdóttir Kirkjubóli i Skutulsfirði Hver er tilgangurinn, dettur mér stundum I hug er ég lit á mál- verkasýningar. Hvert er mark- miö málarans og hvaða vonir bindur hann við að verk hans komi fyrir almenningssjónir. Bg geri mér ljóst að slikar spurning- ar bera ekki vott eintómri ánægju, þvi maður spyr ekki um tilgang þess sem hann er fullkom- lega sáttur við. Algjör ánægja svæfir allar spurningar. Ekki mun öllum myndgeröar- mönnum ganga það sama til með starfi sinu. Einn býr til myndir af einhverri innri þörf fyrir að skapa eða búa til nokkuð sem ekki hefur áður verið til. Annar gerir það i framavon og frægðar, þriðji mál- ar sér til hugarhægðar, fjórði til að viðra tilfinningar sinar og skoðanir, fimmti og sjötti til að næla sér i aukatekjur. A það er svo að lita að i flestum tilfellum tvinnast saman tveir eða fleiri þessara þátta. Þeir eru mjög margir sem fást eitthvað við að búa til myndir. Areiðanlega mun fleiri en nokk- urn tima koma verkum sinum á framfæri opinberlega, likt og mjög margir syngja eða raula fyrir munni sér án þess að koma nokkurn tima fram á söng- skemmtun eða konsert né vera gefnir út á plötu. Það hlýtur að liggja að baki hverri sýningu sú Sovétríkin aðilar að samningi um höfundarétt Sovézka fréttastofan APN hefur sent frá sér greinargerð um þá ákvörðun Sovétrikj- anna að gerast aðili að al- þjóðasamningi um höfundar- rétt. Fer hún her á eftir nokk- uð stytt. Sovétrikin hafa lýst yfir, að þau muni gerast aðili að al- heimshöfundarréttar- samningnum, sem undirritað- ur var i Genf 1952. 63 riki eru þegar orðin aðilar að samkomulaginu og hlita reglum þess, en sérhvert rfki tryggir verndun höfundarrétt- ar borgara annarra aðildar- landa til jafns við eigin borg- ara. Þessi ákvörðun er einn liður i aðgerðum sovétstjórnar til að framkvæma þá áætlun um frið og alþjóðlegt samstarf, sem 24. flokksþingið sam- þykkti, var fréttamanni Tass tjáð af nefnd þeirri er fer með mál útgáfufyrirtækja i Sovét- rikjunum. Einþáttungar Birgis Engilberts Ósigur og Hversdagsdraumur verða sýndir í siðasta skipti annað kvöld i Þjóöleikhúsinu. Leikrit þessi eru mjög nýstárleg og hafa vakið verðskuldaöa athygli. Birgir hefur alls skrifað fimm einþáttunga, sem sýndir hafa verið á leiksviði. Myndin er af Flosa Ólafssyni og Hákoni Waage i hlutverkum sinum í Ósigri. Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ FRUMSÝNIR VERK í GRINDAVÍK Um næstu helgi mun Þjóðleik- húsiö frumsýna leikritið Furðu- verkið I sam kom uhúsinu i Grindavík. Er þetta I fyrsta skipti sem Þjóðleikhúsið frumsýnir verk utan Reykjavíkur. Furðuverkið er samiö i hóp- vinnu og er barnaleikrit. Leik- stjóri er Kristln M. Guðbjarts- dóttir og leikendur þau Herdis Þorvaldsdóttir, Sigmundur örn Arngrimsson og Halla Guðmundsdóttir. Arni Elfar sér um hljómlistina. Hvers vegna Grindavik? spurð- um viö og Klemenz Jónsson svaraöi að i Grindavík væri nýtt og skemmtilegt samkomuhús, þar sem aldrei hefði verið leikið áður og nú væri margt aðkomu- fólk i Grindavik og fjöldi barna. „Við erum að gera tilraun til að koma til móts við fólkiö, og ég vona að á þessu verði framhald”, sagði Klemenz. Leikið verður I miðju gólfi sam- komusalarins. Ösigur og Hversdagsdraumur sýndir í siðasta sinn annað kvöld Frá sýningu Glsla Sigurðssonar I Norræna húsinu. skoóun þess sem sýnir að hann eigi eitthvert erindi við sýningar- gesti, annað hvort á andlegu sviði eða viðskiptalegs eðlis. Þannig finnst mér liggja beint við að álykta, að þegar einhver hengir myndir sinar upp til sýnis, þá annað hvort áliti hann að fólk muni hafa af þeim nokkra ánægju eða hann geri sér vonir um að fá fyrir þær peninga, nema hvort tveggja sé. Einnig gæti hann ætl- að að vekja hug horfandans til einhverra málefna, án þess að vænta beinnar ánægju. Liklega má fullyrða að engum sé þess algjörlega varnað að geta vakið með myndum sinum einhverja ánægju, en hversu almenn sú ánægja verður og hversu mikil er önnur saga, sem ekki verður sögð. Tækniöldin er enn ekki orö- in nógu löng til að hægt sé að mæla ánægju og færa i tölur. Verðlagning mynda á sýningu getur vissulega gefiö nokkra vls- bendingu um hugmyndir mynd- gerðarmannsins, þótt erfitt sé að greina á milli hvort hátt verðlag (hvernig er hæð verðlags mæld?) ber vitni háu listrænu mati hans á verkum sinum ellegar háum hagnaðarvonum. En oft vill það klipa I taugar vellærðra mynd- listarmanna þegar litt skólaðir myndsveinar meta handavinnu sina jafnhátt og jafnvel hærra en listaverk þeirra. Og ekki bætir úr þeim taugapirringi ef markaður- I inn sporðrennir öllu i heilu lagi. Það hefur sem sé enn ekki tekizt að reikna myndlistarmönnum hverja ásiglagða menntunar- stund til aukinna tekna. Þeir hafa heldur ekki enn lögvérndaðan rétt á bak við sig, eins og til dæmis smiðir, sem geta bannað ófag- lærðum aö taka á móti peningi fyrir að reka nagla i spýtu. Þetta ber þó alls ekki að skilja á þann veg að ég telji listina hafa þörf fyrir slikan rétt. Mér hefur raun- ar ævinlega þótt þessi fagréttur dálitiö hlægilegur, þótt hann sé sjálfsagt ákaflega nauðsynlegur. öllu betra væri fyrir myndlistar- menn ef þeim tækist að sveigja frjálsan markað undir stranglist- rænt mat, en það gengi liklega varla betur en að teyma úlfalda i gegnum nálarauga, og það getur jafnvel ekki rikisstjórnin. Ekki á ég von á að sýning Gunnars H. Sigurjónssonar i Mokka-kaffi við Skólavörðustig erti taugar vellæröra myndlistar- manna svo ákaflega. Bæði er, að hann er fremur kurteis i verö- lagningu og svo hitt, að þeir munu telja Mokka þekktara fyrir handavinnusýningar en ódauð- lega list á veggjum. Enda þykir mér eðlilegra að lita á þann stað sem kaffihús fremur en sýningar- sal, þótt myndir séu hengdar þar á veggi, sem sizt ber að lasta. Oe ekki ósnotrari myndir en Gunn ars ættu varla að þurfa að fæla neinn frá þvi aö fá sér þar kaffi- bolla. sýningu sinni I kjallara Norræna hússins að valda einhverjum ert- ingum á taugum viðkvæmra listamanna, sem aörir verða ef- laust tilbúnir að flokka undir öfund, þvi Gisla hefur tekizt sala vel. Ekki treysti ég mér til að leyna þvi, að það var þessi sýning sem vakti með mér þær spurning- ar sem þankar minir i dag hefjast á. Ég ætla ekki að gera Gisla neinar getsakir um tilgang hans með myndsköpun og uppsetningu þessarar sýningar, enda mun hann sjálfur hafa bæöi aðstööu og getu til aö gera öðrum grein fyrir tilgangi sinum, hafi hann áhuga á þvi, En ég vil hvetja þá myndgerð- armenn, sem hafa hug á að fram- leiða seljanlega vöru, til að skoða sýningu Gisla, þvi þangaö ættu þeir að geta sótt áhrif og upp- örvun. Einhvern veginn hef ég það frekar á tilfinningunni að Gisla Sigurðssyni ritstjóra takist með Eftir Hallmund Kristinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.