Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 14. marz 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Hvert er vald Alþingis? Utgerðarmenn vilja ekki kaupa radióbaujur Síðastliðið vor samþykkti Alþingi þingsályktunartil- lögu Bjarnfríðar Leósdótt- ur og Garðars Sigurðsson- ar, þar sem þess var farið á leit við ríkisstjórnina, að sett yrði í reglugerð um eftirlit með íslenzkum skip- um, að öll íslenzk skip væru búin radíóduflum. Á fundi Sameinaðs þings í gær svaraði Hannibal Valdimarsson félagsmála- ráðherra fyrirspurn Jónas- ar Árnasonar um fram- kvæmd þessarar þings- ályktunar. Fyrirspurn Jónasar var svohljóðandi: Hvað líður framkvæmd þingsályktunar frá 16. maí 1972, um að sett verði í reglugerð, að öll íslenzk skip skuli hafa um borð sjálfvirk radíódufl til ney ða rka 11 ssend i nga ? Jónas fór nokkrum orðum um nytsemi slíkra dufla og benta á, aö nýleg dæmi sönnuöu vissulega þörfina á slikri öryggistæki. Hann ræddi nokkuö skylda tillögu Péturs Sigurössonar (S) og fleiri, en hún liggur nú fyrir Alþingi. Sú tillaga er aö þvi leyti frábrugöin fyrri samþykkt Alþingis, aö gert er ráö fyrir, aö sjálfvirkir sendar séu i gúmmi- bátunum. Jónas kvaö þetta vera hina þörfustu tillögu. Hannibal Valdimarsson sagöi, aö hann heföi f júnibyrjun sent þingsályktunina til Siglingamála- stofnunar rikisins, og heföi Páll Ragnarsson, aöstoöarsigiinga- málastjóri, svaraö þvi til, aö helztu vandkvæöin viö fram- kvæmdir stöfuöu af kostnaöi, en slikar stöövar kostuöu 96.000 kr. frá Japan. Hannibal haföi þaö eftir Páli, aö erfitt væri aö skylda skipaeigendur aö setja slikar stöövar i bátana, á meöan þeir væru daglegir gestir i Sigiinga- málastofnuninni til aö sækja um frestun á viöhaldi skipanna og bæru þá viö féleysi. Ráöherra sagöi, aö hann heföi fengiö álit Landssambands is- lenzkra útvegsmanna, Félags is- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, Sjómannasambands Islands og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins á þessum málum. Þar skipti algjörlega i tvö horn. Samtök sjómanna teldu, aö mikiö öryggi væri i slikum stööv- um»og mæltu meö, aö fram- kvæmdum yröi hraöaö. Útgeröarmenn teldu aftur á móti, aö skipin væru nægjanlega vel búin öryggistækjum, eöa eins og segöi i greinargerö L.Í.Ú.,ekk: væri þekkt neitt dæmi, þar sem umrædd dufl heföu komiö afl Japanir senda menn til að dæma loðnugæði Eins og skýrt er frá annars staöar I blaöinu er hætta á aö stöövuö veröi frysting á loönu alveg á næstunni. Bjarni Magnússon hjá Islenzku um- boössöiunni, sem er eini aöilinn fyrir utan SH og SÍS sem gert hefur samninga vib Japani, hefur áhuga á aö frysta lengur til aö standa viö samninga, sem hann hefur gert. Munu viöskiptafulltrúar frá Japan koma nú i vikunni til aö kynna sér ástand og gæöi loönunnar, sem nú veiöist, og segja til um hvort halda megi áfram frystingu. sj gagni, enda væri hér um mikla fjárfestingu aö ræba. Hannibal kvaöst hafa ráöfært sig vib rlkisstjórnina, og heföi veriö ákveöiö, aö fresta fram- kvæmd málsins aö sinni, en málin væru I stöðugri athugun. Pétur Sigurösson (S) sagöist hafa bent á leiðir til aö taka af al- mannafé eöa af sameiginlegu aflafé útgeröarmanna og sjó- manna til aö auka öryggi islenzkra skipa. Staöreynd væri aö stærri hluti skipsstjórnar- manna væri réttindalaus og þvi kynnu margir ekki á öryggistæk- in. Sjálfvirkur sendir í gúmbátum heföi getaö sparaö okkur miljónir I leitarkostnaði. Jónas Arnason sagöi, aö yfir- lýsing um, aö rikisstjórnin ætlaöi ekki aö framkvæma vilja Alþingis vegna kveinstafa út- geröarmanna,væri hneykslanleg. Útgeröarmenn kveinkuöu sér undan aö leggja út 90 þúsund krónur i hvert skip og ráðherrar og rlkisstjórnin öll virtust ætla aö veröa viö þessum kveinstöfum þeirra. Vegna veittra upplýsinga um heimsóknir skipaeigenda til Siglingamálastofnunarinnar, væri fróölegt aö vita, hvort is- lenzkum skipum væri I stórum stil veittar undanþágur frá öryggiskröfum. L.l.Ú. segði, aö engin raunhæf reynsla væri á umræddum tækj- um. Hefðu þeir ekki kynnt sér álit Slysavarnafélagsins: þaö heföi gert tilraunir meö pau, og teldi, aö þau gætu oröið mjög þýöingar- mikil. Tal öruggur Skákmóti þvi i Tallinn, sem sagt var frá i blaöinu I gær, mun ljúka meö sigri Tals, fyrrverandi heimsmeistara i skák, segir I frétt frá Moskvu. Enda þótt ein umferö sé eftir er Tal þegar búinn aö tryggja sér sigur meö 11,5 vinning eftir 14 umferöir. Næstur var Polugajevskij meö 10 vinninga.en Boris Spasski var ásamt þremur öörum I þriöja sæti meö 8,5 vinning. 1 þessu móti tóku einnig þátt Timman og Anderson er kepptu hér á Reykjavikurmótinu. Kaupstefnan Islenzkur fatnaöur hefst á morgun, fimmtudag, I Félags- heimili Seltjarnarness. Veröur þar sýnd vor- og sumartizka frá um 20 fyrirtækjum. Myndin er tekin á prufutízkusýningu sem haldin var I gær og sýnir stúlkur I náttfötum. Framkvæmdastjóri kaupstefnunnar er Gisli Benediktsson. Kaupstcfnan stendur fram á sunnudag. Áfram mokafli ó loðnumiðunum: 3000 tonna þróarpláss losnar í Rvík í dag Loðnuaflinn var um 10 þúsund lestir næstliðinn sólarhring og er blaðið hafði samband við loðnu- nefnd siðdegis i gær var búið að tilkynna 6.500 tonna afla til viðbótar. Veiðisvæðin eru frá Vestmanna- eyjum austur að Hrollaugseyjum, vestur i Breiða- firði (einn bátur fékk veiði á Kirkjuvogi) og nokkrir bátar fengu veiði norður af Garðskaga. Reykjaborgin er á leið til Siglufjarðar með 360 tonn. 1 dag losnar um 3000 tonna þróarpláss i Reykja- vik, og má búazt við að það fyllist fljótt. Allstaðar annars staðar er erfitt með löndun; biðin einna styzt á Seyðisfirði. Hver á 8726? MANUDAGINN 12. marz var dregið I 3. flukki Happdrættis Háskóia tslands. Dregnir voru 1,00(1 vinningar aö fjárhæö 25,920,000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir miljón króna vinningar, komu á númer 8726. Voru allir miðarnir seldir i umboði- Frímanns Fri- mannssonar i Hafnarhúsinu. 200,000 krónur komu á númer 3359. Þrir miðar af þessu númeri voru seldir á Akureyri en sá f jórði i Keflavlk. 110,000 krónur: 1941 21307 38191 52019 2154 2822 9523 11624 14083 14155 14307 16422 18478 (Birt án ábyrgðar). 22700 38375 52106 26335 38476 53695 27727 38530 56240 29286 38742 56877 32689 41714 57092 34796 47218 58435 35985 47937 58661 37437 47966 59295 37825 49552 59642 Af skildingaumslaginu svonefnda: Engin bók seld frá Kiðabergi — Enginn fombóksali kannast við að hafa haft umslagið í fórum sinum Ski Idingaumslag þaö, sem skrifað hefur veriö aII- mikið um i blöðum undan- farið og selt var á uppboði í Þýzkalandi fyrir rúmar 3 miljónir, virðist ætla að vefja upp á sig merkilegri sögu, til viðbótar þeirri sem það þegar á. Forsaga málsins er sú aö I sýslumannstlð Þorsteins Jóns- sonar ( 1814-1893) fékk hann peningabréf sem á var fjöldi skildingafrímerkja. Bréfiö ásamt frlmerkjunum hefur varöveit'zt mjög vel og er hvort tveggja al- heilt. Telja safnarar þessi merki einhver þau verömætustu sem til eru I heiminum, en um er aö ræöa þjónustufrimerki á 1 skilding hvert. Afkomandi Þorsteins, sem nú býr á Kiðjabergi I Árnessýslu, Halldór Gunnlaugsson, mun hafa haft yfir bókasafni Þorsteins aö segja, og hefur. Taliö er að um- slagið hafi leynzt i einhverri bók i safninu, en þó er þaö ekki víst, þvl enginn mun hafa séö umslagiö fyrr en það allt I einu er komiö á markaöinn, né heldur vitaö um þaö. Þeirri sögu hefur veriö komiö á kreik, aö umslagiö meö merkjun- um hafi komizt i hendur ónefnds manns, sem átt hafi aö fá bibliu meö einhverju móti aö Kiöja- bergi. Þaö er þó vitaö aö ekkert hefur veriö selt úr bókasafninu svo varla mun bókin hafa verið keypt. Þá hefur þeirri sögu einnig verið komiö á kreik aö biblia þessi hafi komiö á fornbókasölu, en þar hafi fornbóksalinn fundið umslagiö meö merkjunum. A fornbókasalinn að hafa veriö svo frómur maöur, aö kalla upp þann sem hann keypti bibliuna af og skila honum umslaginu aftur. Mál þetta er nú fyrir Sakadómi aö ósk afkomenda Halldórs. Hjá Sakadómi hefur ekkert komiö fram i málinu, sem varpað geti ljósi á þaö, hver seldí hverjum né heldur á hvern hátt umslagiö er komiö I hendur þess sem seldi þaö úr landi. Ekki er heldur vitaö hver seldi, eöa flutti umslagiö af landinu, né fyrir hvern þaö var boöiö upp erlendis. Hins vegar viröist sagan um bibliuna og bréfið innan i henni vera ósönn. Hefur Sakadómur haft tal af öllum fornbókasölum i bænum, en þeir kannast ekki viö máliö. Ekki hefur heldur tekizt aö hafa upp á þeim, sem hugsanlega á aö hafa fengiö umslagiö til baka — eftir þessa hugsanlegu bóksölu, sem sennilega hefur engin veriö! Vegna málsins, sem rekiö er af afkomendum Þorsteins sýslu- manns til aö fá úr þvi skoriö hverjir séu réttir handhafar fri- merkjanna, hefur Sakadómur kallaö fyrir fjölmarga einstak- linga, en enginn þeirra mun nokkru sinni hafa séö bréfiö né þá heldur merkin, enginn viröist vita hvar umslagiö var geymt né heldur hvernig það komst frá Kiöjabergi. Sakadómur mun halda rannsókn þessa máls áfram, en samkvæmt þvi sem hér hefur verið rakiö er býsna vafasamt aö nokkurn tíma veröi komizt til botns I þvi. — úþ. r „Island, NATO og Evrópa” i Samvinnunni t nýju hefti Samvinnunnar er aö þessu sinni fjallaö um efniö „tsland, NATO og Evrópa”. Full- trúar hinna ýmsu aöila sem tekizt hafa á um utanrikisstefnu tslendinga eiga sér fulltrúa i þessum greinaflokki Sam- vinnunnar og er þar aö finna rök og gagnrök flestra þeirra megin- sjóöarmiöa, sem komiö hafa á dagskrá varöandi hersetuna og aöild lslands aö NATO. Fengu greinarhöf undar ótakmarkaö rúm til þess aö gera grein fyrir afstööu sinni og er þvl þess aö vænta aö þarna sé aö finna alltæmandi yfirlit. Höfundar greina I ritinu eru: Vésteinn ölason, Elías Snæland Jónsson, Benedikt Gröndal, Jón E. Ragnarsson, Sigurvin Einarsson, Siguröur A. Magnússon, Dieter Strand, helzti leiöarahöfundur Aftonbladet, og Sverre Lodgaard, sem starfar viö norsku friöarstofnunina. Þá eru i Samvinnunni greinargeröir eftir tvo starfshópa Samtaka her- stöövaandstæöinga. Fyrri greinargeröin fjallar um her- stöðvasamninginn og tengsl hans viö veru tslands i NATO en sú siöari um hersetuna — helztu rök og gagnrök. Þá skrifar Hallmundur Kristinsson greinina ,,Her”. Fleira efni er aö finna I Sam- vinnunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.