Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1976 Sambúð þriggja þjóða á Arnarhóli. Kolakraninn og hötnin I DaKsyn. i n vinsrri eru tveir íslendingar og einn breti en til hægri tveir amerískir sjóliðar. Skotar skemmtu mörgum íslendingi með litrikum klæðum og sekkjapipuleik. Her eru þeir við dómkirkjuna. Scipton Camp. Myndin er tekin frá Barónsstig. Austurbæjarbarnaskólinn til vinstri. Tundurspillirinn Assiniboine fiutti Churchill frá HvaifirOi en þangaO hafOi Prince of Wales flutt hann. Churchill í í miðju str Illa horfði fyrir bretum árið 1941. Loftárásir þjóðverja höfðu lagt margar borgir þeirra i rúst og jafnvel var búist við að þjöð- verjar hæfu innrás þá og þegar. Bandarikjamenn héldu sig enn utan við striðið þó að þeir styddu breta leynt og ljóst. Sumir gerðu þvi skóna að ef Bretland yrði her- numið flytti breska rikisstjórnin til íslands og var þá stundum nefntHvitanes I Hvalfirði sem að- setursstaður. 1 ágúst 1941 sigldi Winston Churchill vestur um haf og átti leynilegan fund með Roosevelt bandarikjaforseta úti á hafi. I bakaleiðinni kom þessi heimsfrægi stjórnmálaforingi til íslands. Ekkert var tilkynnt fyrir fram um komu Chuchills en fiskisagan flaug og þegar hann steig á land af tundurspilli á Sprengisandi var kominn múgur og margmenni til að fagna honum. Þarna biðu yfir- menn úr breska hernum og nokkrar hersveitir ma. skosk sem lék lög á sekkjárpipur sinar. Nú var haldið rakleiðis að al- þingishúsinu og þar biðu rikis- Hér fer likfylgdin. Múgur og margmenni fylgist meö, Kafbátur ra línubátinn Aöfaranótt 11. mars 1941 var linuveiðarinn Fróði um 180 sjó- milur suður af Vestmannaeyjum. Klukkan sex um morguninn vöknuðu skipverjar upp við vond- an draum. Skothriö frá kafbáti dundi á bátnum. Gunnar Arnason skipstjóri gaf þegar skipun um að stöðva skipið og að allir skyldu fara i bátana. Sjálfur fór hann ásamt bróður sinum Steinþóri háseta aftur á bátadekk til að losa bát en lenti þá i áköfu kúlnaregni sem eyðilagði bátinn og særði þá báða. Kafbáturinn viröist hafa fært sig allt I kringum skipið til að hitta skipverja sem best. Gerðar voru þrjár árasir áöur en linnti og stóö þessi orrahrið i klukkutima. Bræðurnir Gunnar skipstjóri og Steinþór háseti voru bornir niður i káetu og dó Steinþór skömmu siðar. Einnig kom I ljós að Sigurður V. Jörundsson stýri- maður, Gisli Guðmundsson háseti og Guðmundur Stefánsson háseti voru fallnir. Sveinbjörn Davíðs- son 1. vélstjóri fékk skot I báða handleggi og skipstjórinn var al- varlega særður. Voru þá aðeins fimm menn eftir ósárir. Fróði var bæði talstöðvar- og ljóslaus eftir árásirnar og gat þvl ekki gert vart við sig. Laust fyrir klukkan 8 um kvöldið sáu þeir til annars skips, Skaftfellings, og báðu skipverja á honum að senda skeyti til Eyja og biðja um aðstoö. Um nóttina smádró af Gunnari skipstjóra og er hann fann að hverju dró fól hann hásetunum sem eftir lifðu að koma skipinu til lands. Klukkan nlu gaf hann upp öndina og klukkutlma siðar kom Fróði til Vestmannaeyja. Fjöldi manns stóð á bryggjunni i Vestmannaeyjum er skipiö kom. Lúðrasveit lék þjóðsönginn og sorgarlög. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð. Viku siðar kom Fróði til Reykjavlkur með lik þeirra föllnu. Fánar blökktu i hálfa stöng og þögull mannfjöldi beið á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.