Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 27
Jólablað 1976. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA tóku við Múhameöstrú i stórum stil, voru án efa nokkrar og blandaöar. Ein var sú aö albanir vörðust tyrkjum lengst og harö- ast allra Balkanþjóöa og eyöi- legging lands og þjóöar af völdum tyrkneskra herja varð í samræmi við það mikil. Þegar vörnina þvi loksins þraut, viröist svo sem aö andlegur mótstöðuvilji þjóöar- innar.sem hjá Balkanþjóðum var mjög samrunninn tryggöinni viö kristnina, hafi einnig veriö þorr- inn. Þar viö bættist aö tyrkir reyndu að llkindum meira til aö islama albani en nokkra aöra undirþjóö sina I Evrópu. Sérstak- lega áhrifarik reyndist sú trú- boösaðferð tyrkja, sem raunar er þekkt úr sögu Múhameöstrúar frá upphafi, að veita riflegan skatta- frádrátthverjum þeim, sem kast- aði kristni. Ali Pasja i Janina Soldánsveldi ósman-tyrkja var á sinn hátt nokkuð merkilega uppbyggð maskina, sem laut stjórn embættismanna og herfor- ingja. Þjóöerni voru þar engin viðurkennd, ekki einu sinni þaö tyrkneska, og ekki heldur erföa- aöall. Herþjónusta var launuö meö jaröeignum, stærri eöa smærri eftir mannviröingum og framgöngu, en ekki máttu þær eignir ganga i arf. Þetta skipulag reyndist prýöilegur hvati til aö halda uppi vigfúsum og landvinn- ingagjörnum her, en þaö verkaöi einnig eins og snjóbolti, sem hlóö utan á sig, þvl aö til þess aö halda hernum ánægðum og vfgfúsum, varö stööugt aö hleypa af staö nýjum landvinningastriöum til að herforingjarnir gætu eignast fleiri og stærri jaröir. Eftir aö rlkinu tók aö hnigna og lönd fóru aö ganga undan þvi fremur en hitt, fór jaröagræögi höföingjanna aö beinast inn á viö, gegn rikisvaldinu og hverjum öör,. uni. Þeir frekustu þeirra soguöu þá til sin mikil landflæmi og uröu þar stundum allt aö þvi sjálfstæö- ir höföingjar. 1 Albaniu varö frægastur af slikum höföingjum Áli Pasja Tepelena, er kringum aldamótin var jarl (pasja) yfir suðurhluta Albaniu og miklum hluta norðanverðs Grikklands, einkum Epiros og Þessaliu. Hann sat i Ioannina (Janina) norövest- an til I Grikklandi, stóö i sam- bandi við Napóleon, geröist stöðugt óháöari ósmanasoldáni og makkaði við englendinga og rússa. Tyrkir brutu hann um siðir á bak aftur og drápu hann, en segja má að þær hræringar hafi aö vissu marki oröiö undanfari frelsisstriös grikkja. Ali Pasja mun ekki hafa veriö neitt ljúf- menni, en engu að siöur minnast albanir hans meö nokkurri virö- ingu og i bókmenntum Vesturlanda komst hann meira að segja á blað: þannig lætur Alexander Dumas greifann af Monte Christo kaupa dóttur hans úr ánauö hjá tyrkjum og ganga um siðir aö eiga hana. Ein enn útgáfan af gamla ævintýrinu um kotungssoninn (greifinn var aö uppruna sjómaöur frá Marseille) og konungsdótturina. Albanir ekki taldir með Upp úr miöri siöustu öld byrjaöi sjálfstæöishreyfing I nútima- skilningi orösins aö láta á sér kræla I Albaniu, en náði fluginu seinna og verr en meö öörurn Balkanþjóöum. Sem ástæöu má nefna aö soldánsveldi ósmana haföi hagnýtt Múhameöstrúna til aö þrælka alþani em>- rækilegar undir sig en tekist haföi meö aör- ar Balkanþjóöir, og ekki siöur hitt að Evrópustórveldin höföu engan áhuga á aö styrkja albani til sjálf- stæðis og Balkanrikin enn siöur, eftir að þau komust á fót. Vesturveldin, einkum Bretland, vildu ekki veikja Tyrkjaveldi meira en oröir var til ; ö hægt væri að nýta þaö sem varnarvegg gegn rússum. Rússakeisari vildi efla búlgara og serba og beita þeim til aö koma ár sinni fyrir borö' á Balkanskaga, en um albani hirti hann ekki. Evrópu- mönnum hætti til að lita á albani sem einskonar tyrki, af þvi aö þeir töldust Múhameöstrúar, og Bismarck járnkanslari komst svo aö oröi á Berlinarfundinum 1878 að engin albönsk þjóö væri til. Balkanstriðin Þetta haföi allt saman I för meö sér að albanir voru lengur undir tyrkjum en nokkur önnur Balkan- þjóö. En 1911 hófu albanir uppreisn, og árið eftir hófust Balkanstriðin svonefndu með þvi aðGrikkland, Búlgaria, Serbia og Svartfjallaland hagnýttu sér uppreisnarástand i Albaniu og Makadóniu og réöust öll á einu á tyrki, unnu skjóta sigra og hrifs- uðu til sin mesta af þvi landi, sem soldán átti þá eftir I Evrópu Hvað albönum viðvék, þá þóttust þeir nú komnir úr öskunni i eld- inn, þar eð forustumenn grann- þjóða þeirra höfðu alls engan á- huga á sjálfstæði þessum minnstu bræðrum sinum til handa, heldur hugðust serbar, svartfellingar og grikkir skipta Albaniu á milli sin. Frumkvöðlar albönsku uppreisnarmannanna gripu engu að siður tækifæriö og lýstu yfir sjálfstæöi lands sins I Vlora, hafnarborg I landinu sunnan- verðu, 28. nóv. 1912. Ekki horföi vænlega fyrir sjálfstæöissinnum, þvi aö herir fyrrnefndra þriggja Balkanrikja óðu inn i landiö úr suðri, austri og noröri, og liklega hefur þá valdatafl stórveldanna oröiö albönum til bjargar. Austurriki-Ungvarjaland mátti ekki til þess hugsa aö serbar, skjólstæöingar rússa, efldust aö nokkru ráöi og Italir, sem ólu meö sér drauma um aukin itök viö Adriahaf, vildu fyrir engan mun aö serbar eignuöust lönd' þar fram aö sjó. Samkomulagið varö þvi aö þáverandi sex Evrópustór veldi (Bretrand, Frakkland,- Þýskaland, Rússland, Austur riki — Ungverjaland, Italiaj samþýkktu sjálfstæöi Albaniu, en áskildu sér þó I leiðinni yfirum- sjón meö þessu nýja riki, aö albönum forspurðum og i fullri óþökk þeirra. Þar á ofan voru héruð, þar sem stór hluti albönsku þjóöarinnar bjó, lögö undir Serbiu, Grikkland og Svart- fjallaland. Albania hefur kóng Næstu árin, þaö er aö segja ár heimstyrjaldarinnar fyrri og þau næstu á eftir, voru albönum mik- ill hörmunga- og vandræöatimi. Stjórnarfar þeirra var enn allt laust I reipunum og áttust þar viö ýmis öfl, öflug stétt stórjarö- eigenda og ættarhöföingja (á hnignunarskeiöi Tyrkjaveldis hafði réttnefnd lénsdrottnastétt komist á fót viða innan þess) og umbótasinnaðri stjórn- málamenn. Stórveldin héldu áfram að ota sinum tota i landinu og varð ekki skotaskuld úr þvl aö fá innlenda framámenn til liðs viö sig. Voru þar fyrirferöarmestir austurrikismenn og italir, en bretar og frakkar komu einnig viö sögu. Þar aö auki sýndi sig aö Grikkland og Júgóslavia (sem i striðslok varð til úr Serbiu, Svartfjallalandi og nokkrum hluta þrotabús habsborgara) höfðu langt i frá gefiö upp vonir sinar um aukna dýrö á kostnaö albana. Útfalliö varö það aö 1924, þegar tiltölulega lýðræöisleg og umbótasinnuö stjórn haföi komist til valda, réöist ættarhöföingi nokkur aö nafni Ahmed Zoguinn i landið meö 10.000 manna her frá Júgóslaviu. Var þar I flokki bæði liö albanskra hægrimanna, júgóslavneskir hermenn og rússneskir hvitliðar úr her Wrangles, sem þá höföu oröiö forflótta fyrir bolsévikkum. Vann Zogu skjótan sigur, stýröi landinu siöan sem hver annar afturhalds- samur einræöisherra og gerði sig aukheldur aö konungi nokkrum árum siöar undir nafninu Zog hinn fyrsti. Hann var fyrst mest hallur undir breta og júgóslava, en siöan itali, eftir aö völlurinn var oröinn sem mestur á Mussolini. Innanlands studdist hann helst viö eigin stétt, stór- jaröeigendur og ættarhöföingja, en alþýða manna, að mestum hluta til þá smábændur, átti illa daga sem lengstum fyrr. Zog kon- ungur opnaði landiö upp á gátt fyrir erlendu fjármagni, meö þeim afleiðingum að Albania varð efnahagsleg nýlenda Itala. Mussolini mun þó hafa fundist þægilegra, þegar til lengdar lét, aö stjórna Albaniu milliliöalaust fremur en i gengum lepp eins og Zog, svo aö i april 1939 hernámu italir landið og innlimuöu I Róma- veldi það, sem Mussolini lét sig þá dreyma um. Stórmennskulæti af hálfu Mussolinis kunna og aö hafa valdið einhverju um innlim- un Albaniu.sem hannhefur viljað sýna að hann gæti lagt undir sig Framhald á næstu siðu Fagnaö stofnun albanska alþýöulýöveldisins. A miöri mynd aftarlega (einkennisklæddur) er Enver Hoxha, formaöur albanska kommúnistaflokksins frá stofnun. Málverk eftir Fatmir Haxhiu. Enver Ho.xha, leiötogi þjóöar og fiokks, tekur á móti gestum. I augum albana viröist hann skipa hliö- stæöan sess i samtimanum og Sanderberg I fortiöinni, enda má kalla þaö vel viöeigandi. i Aibaniu er enginn hörgull á gráum og fornum virkjum og köstulum, enda oft veriö agasamt i land- inu. Mýndin sýnir borgarkastalann i Gjirokastra isuöurhluta landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.