Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 29
Jólablað 1976. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 29 ÞÝÐINGAR Daníels Á. Daníelssonar á Ijóðum eftir Heine Burtförin Fagra vagga minnar mæðu, mæri legsteinn á minn frið, fagra borgin lífs og lista — lifðu heil! nú skiljumst við. Lifið heil, þið heilög stræti hennar sem ég kærsta veit, lifið heil.þið heilög inni hennar sem ég fyrst þar leit. Ó að hefði’ eg aldrei séð þig, itra hjartadrottning min! aldrei gæti eymd þá pint mig eins og nú — að sakna þin. Aldrei sárbað ég þitt hjarta, ástar baðst ei nokkurt sinn, heldur undi hógvær þar sem hvislar andardráttur þinn. En þú sjálf mig hrekur héðan, hrjúft og kalt er allt þitt mál, meyrt og sært mitt hjarta hamrar, herjar sturlun mina sál. HrÖkklast má ég limalúinn langt i fjarskann stafkarls veg uns mitt þjáða höfuð hnigur hinst — i napurt moldar leg. Ljóöiö um gulidalina Dalir minir gullnir, gylltir: greinið, hvert þið fóruð villtir! Geyma ykkur gylltir fiskar, glaðir, fimir kafararnir, lækjabúar leikagjarnir? Geyma ykkur gylltu blómin, glæst á engjum daggarskryddum, yndisgrænum, árdagsprýddum? Geyma ykkur gylltir fuglar, gliti slegnir loftfararnir, viða, bláa vegu farnir? Geyma ykkur gylltar stjörnur, glóeygar á brautum knúnar næturhvels, og brosi búnar? Æ, þið dalir gullnir, gylltir! syndið ei i silungsám, glóið ei á grænu engi, litið ei um loftin blá, brosið ei frá himni hám — skil ég ykkar skapadóm: Skælokks lentuð þið i klóm. Ljóðflugið Er mánans ljósöldur liða, einn lundur glóir skær, og lótusblómin þar biða að birtist systir kær. Sinn fögnuð fjólurnar vekja með fliss, og i stjörnurnar spá, rósirnar æfintýr rekja með rósamáls ilminn um brá. En hindin hæversk og vitur þar hlustar og bregður við, L. og fljótið heilaga flytur i fjarskanum öldunið. Þar ljóðflugi ljúkum bæði: lent undir pálmagrein, svo dúðuð djúpu næði og draumsæl njótumst við ein. Þöllin Hjá islenskum öræfajökli einsömul stendur þöll, hún dottar i drifhvitum hökli, öll drifin klaka og mjöll. I draumi hún Indland eygir: sér einsamlan fikjubaðm er syrgir, sorgmæddur þegir við sólbrenndan hamrafaðm. Systa n Ég hitti fólk minnar Huldar af hendingu, ferð minni á. Mér fögnuðu foreldrar hennar, mér fagnaði Systan smá. Um hag minn og heilsu þau spurðu sem hraðast, en sögðu þá að óbreyttur væri ég alveg, en eilitið fölur að sjá. Um frænkur og fóstrur ég spurði, eins félagahópinn minn, og Glóa litla sem gelti með geðfellda róminn sinn. Um Huld mina einnig ég innti, sem öðrum gefin var. Nú ætti hún frumburð sinn, Elskan, var elskulegt þeirra svar. ,,Til hamingju!” hlýlega sagði’ ég og hrærður lækkaði rödd, ,,þið heilsið af hjarta frá mér henni, sem best er kvödd”. Þá gellur i glöðu Systu: ,,Hann Glói með hljóðin sin fin varð hás og fékk hundaæði og honum var drekkt i Rin”. Nokkrar skýringar Burtförin. Heine varö að fara burt frá Hamborg, sendur til laganáms, vafalaustað undirlagi Salomons föður Amalíu,sem var æskuást hans. Ljóðið um gulldalina. Manicháer (ágengur skuld- heimtumaður frumkvæðisins, verður hér „Skylokk". (Shakespeare's Shylock) Ljóðflugið. Ungur að árum komst Heine i kynni við indverskar bókmenntir, jók þau æ síðan, og sér þess víða stað í Ijóðum hans. Þetta kvæði hefir áður verið þýtt. (Ág. H. Bjarnason: „Á söngsins væng, minn svanni"). Þöllin. Áður þýtt. (Hannes Hafstein: „Einmana bjarkarstofn bíður") Systan. Amalía er hér „Huld". Systan var Teresa, yngri systirin. Þær voru sagðar mjög líkar. Brátt felldi Heine hug til Teresu. Bernskan. „Mitt barn" var Karlotta, systir Heines, á svipuðum aldri. Áður þýtt. (Magnús Ásgeirsson: „Við vorum krakkar, kæra") óskukeriö. Síðasta Ijóðið i „Heimkomunni", kvæóa- kveri Heines, útgefnu þegar hann var 29 ára gamall. Það skal f ram tekið, að ofannefndar þýðingar ann- ara voru höfundi ekki kunnar fyrr en eftir að hann lauk við sínar þýðingar. Bernskan Mitt barn, þá var okkar bernska, tvö börn svo glöð og smá við skriðum i hænsnahúsið, og hálminum lékum á. Við gólum hreint eins og hanar, svo hljómaði kviðan sterk að fólkið hélt „gaggalógóið” allt gal úr hananna kverk. Þá byggðum við fagran búgarð i brekkunni, ég og þú, af kunnáttu fóðruðum kistur og kassa i okkar bú. Og grannans gamli kisi kom glaður i heimsókn oft, þeim gesti við hældum og hneigðum, og hattarnir fóru á loft. Um högnans hagi við spurðum svo hæversk með þjóðlegt snið, og öldruðum köttum einatt það æfintýr segjum við. Sem roskna og ráðsetta fólkið oft ræddum við langa hrið um góða og gamla daga og gerbreytta nýja tið, þar trúin og ástin og tryggðin er tál, sem hvert veraldar bull, með dýrselt á könnuna kaffið og kostbært hið myntaða gull! Sá barnaleikur er liðinn, allt leið bak við fallandi tjald: þau trúin, ástin og tryggðin, og timi, heimur og gjald. Öskukeriö Hvar er nú þin ástarunun æskuljóðsins fagurbjarta, þegar brunnu yngstu eldar undramáttkir þér i hjarta? Á ljóðsins vængjum liðum min Lin, þangað sem ég veit i hljóðum Gangesar hliðum einn heimsins fegursta reit. Huld minni likist sú litla, og likust ef brosir hún — augun þau eru hin sömu sem urðu min forlagarún. Eldar þessir eru brunnir, inn i hjarta kuldi streymir: þetta litla kvæðakver er ker, sem ösku þeirra geymir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.