Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 30
Guðvefur hafði velt þessu fyrir sér lengi, eiginlega alltof lengi. Hann hafði komist að niðurstöðu, það var orðið töluvert siðan, reyndar hafði niðurstaðan alltaf legið fyrir og vángavelturnar ein- ungis verið réttlætingaratriði. Hann hafði kafað oni málið frá mörgum hliðum útfrá niðurstöð- unni og alltaf flotið til hennar aft- ur. Þannig að honum var sosum ekkert að vanbúnaði, ekki nema hvað hann gekk með niður- stöðuna og réttlætingarnar i maganum ennþá, og fegraði þær fyrir sér daglángt. Að visu átti hann enga peninga, en það skipti engu meginmáli, hann þyrfti ekk- ert að vera dýr, Guðvefur hafði löngu komist að þvi, hann þyrfti ekkert að kosta mikið, tveir vigseðlar eða þrir. Gamall vinur hans hafði lofað að skrifa uppá, hann átti traust i bönkum, þekkti meiraaðsegja tvo bánka- stjóra. Þettayrðufyrstu vigseðlar Guðvefs, en einhverntima verður maður að byrja hugsaði hann. Svo hafði hann komist á þá skoð- un að hann ætti ekki að eyða miklu, reyndar ætti hann að eyða sem allra minnstu. Guð' efur gerði semsé ekki stórar kröfur, hvorki til gæða né eyðslu. Auð- vitað gæti hann ekki náð i nýlegt módel, ekki með þessum pening- um, en hann hafði heyrt að þeir væru margir góðir þessir gömlu. Nú hann gæti þá alltaf talað við Gauja pústef eitthvað yrðií ólagi, hann var viss um það. Gaui púst hafði gert við i mörg ár, þetta yrði alltilagi. Og Guðvefur kveikti sér i vindli og gekk inni búðina. Hann keypti bæði blöðin... nú ætlaði hann nefnilega að byrja. Hann var i vikufrii svo nægur var tim- inn. Það leyndi sér ekki, af nógu var að taka, tvær siður i hvoru blaði og myndir. Guðvefur hafði nú sos- um haft auga með þessu; hafði keypt blöðin 1 þessum tilgangi lengi, næstum i þrjá mánuði. En hann tók sér alltaf góðan tima áður en hann hófst handa, það var hans aðferð. Tegundin var ekkert vandamál, hann vissi hvað hann vildi. Svagen, já svagen var það og ekkert annað. Til þess lágu tvær meginástæður: Hann haföi lært á svagen, kunni ekki á annað, hafði enda ekki ekið siðan þá. Nú hin ástæðan var sú að láng mest var af svagen á götunum og i blöðunum. Það hlytu að vera góð- ir bilar, margir höfðu lika sagt honum það. Aukinheldur voru þeir fremur smáir, þannig að minni hætta var á að maður rækist á aðra, hélt Guðvefur. Hann var ekki i neinum vafa, vánga- velturnar höfðu löngu séð fyrir þvi. — Og hér voru margir svagenar auglýstir, allavega litir og á ýmsu verði, dálitið dýrir, eiginlega aðeins of dýrir fannst Guðvefi. En hann var viss um að úr þvi myndi rætast, leiddi hug- ann sem minnst að þvi, það kæmi örugglega af sjálfum sér; um það mætti semja. Hann gekk inná bilasöluna, hún hét Lystikerran, Guðvefi hafði alltaf þótt nafnið skáldlegt, hér hlytu að vera góðirbilar. Salurinn var fullur af bilum, margar tegundir. Guðvefur ranglaði um og kikti inni suma. Þeir voru dýr- ir, miklu dýrari en hann gæti nokkurntima ráðið við. Og svagenarnir voru lika dýrir; allir voru dýrir. Hann gekk inni af- þiljaþan klefa i horni salarins, þar var bilasalinn. A dreif um gólfið stóðu menn og virtust ræða saman. Ekki hátt, en mest með bendingum útum glugga er vissi úti salinn. Þetta fingramál fór einkum fram i höfuðhæð og sýnd- ist Guðvefi vísifíngur liggja máli þessu til grundvallar. Var hann ýmist staðsettur uppi mönnum eða á leið úti salinn: stundum i nefi eða hinum svokallaða óæðri- enda, sem á talmáli er nefndur rass. Var það einkum i hléum, eða til áhersluléttis, og tvistigu menn þá gjarna. Flestir voru i kámugum vinnuklæðum, einn i samfesting, alltofstórum þótti Guðvefi. Aldrei hafði hann átt samfesting Sennilega eru þetta viðgerðarmenn hugsaði Guðvef- ur. — Salinn sjálfur sat i stól og talaði i sima. Hann var ekki stór maður, þunnhærður, næstum með skalla, og yfirvaraskegg. Soldið feitur. —Ha? Neihann villfá eina fyrir hann... helst sem mest út sjáðu sko... eða skipti...já, já skipti. Jú, jú...fjögur... þetta er hörku tæki maður...já, já... Hann talaði hátt og reykti vindil og dreifði öskunni yfir pappíra sem lágu um allt borðið, iðaði i stóln- um og hló, annar fóturinn uppá borðinu og hællinn oni öskubakka sem stöðvast hafði uppá rönd svo innihaldið var á leið inní skálm- ina... jújúéggethringti ’ann... jú jú, segjum það, blessaður. Og hann skellti tólinu á tækið svo glumdi i og dró bakkann niðrá gólfið með hælnum. Jæja piltar, sagð’ann... en fékk uml i staðinn frá hinum. Guðvefur þokaði sér hljóðlega nær salanum og kinkaði kolli til hinna. Hmm. Góðan dag, ég heiti Guðvefur,... ég er að leita mér að bifreið..hm... Já einmittbil... já... Hvurnin bil viltu góði... hér er nóg af bilum, sagði salinn og skerpti i glóðinni. Ja... ég hafði nú hugsað mér helst svagen... áttu svoleiðis bif... bil meina ég? Svagen segirðu... jú jú nóga svagen... fullt af svagenum. Hvurnin list þér á þennan græna þarna... nýsprautaður einsog uppúr kassanum... vélin keyrð sextiu... módel sjötiuogeitt.. fínn bill. Og hann benti útum gluggann á gljáandi svagen grænan. Guðvefur hafði einmitt skoðað þennan svagen... það var alveg satt, hann var einsog nýr... glampaðiá hann... einsog fægðan spegil. Við skulum lita á ’ann sagði sal- inn og snaraðist útum dyrnar. Guðvefurstikaðiá eftir, svolitið niðurlútur og kominn með ein- hvern fiðring i magann og uppi brjóstið. Þetta er alveg topp bill... set á ’ann fimm. Ha?... fimm...hvað? Já, fimmhundruðþúsund... sem mest út... nokkrir að spekúlera sjáðu... hann fer á svona fjögurogfimmtiu á borðið. Svona bilar standa sko ekki Jengi við. Einsog nýr. Undirvagninn allur nýskveraður. Fimmhundruðþúsund hugsaði Guðvefur, það er hálf miljón. Hann hafði aldrei átt svo mik- ið...nei þetta er of mikið fyrir mig... en hann er íallegur. Attu ekki aðra svagena? Ha...fleiri... jú jú. Þeir eru á svipuðum prisum sjáðu...svona uppi hálfa, oftast borgaðir út. Þetta stoppar ekkert við maður... allir vitlausir i þetta. Hvar eru þeir? Ja... ég á hérna sjáðu... sko á skrá hérna... einn tvo... þrjá sömu árgerð. Þeir eru keyrðir svona kringum sjöíiu... þetta er keyrt þetta sjötiu áttatiu.. vélin þolir svóna hundrað sko... Áttu engan ódýrari? Ha, ódýrari?... Hvað ertu að spekúlera... hvurnin bil viltu góði... hvað geturðu borgað? Tja... sagði Guðvefur og gróf hendur i vasa... svona tvöhundr- uðþúsund... Ha? Tvö...nei góði þú ert nú ekki alveg með á þessu... sko. Þú færð ekkert fyrir tvö... ég held ég eigi ekkert svoleiðis góði. Tvö út og þrjátiu á mánuði... það mætti kannske athuga það. Biddu við, ég á hérna einn sjötiu... ágætan bil þannig... hann er náttúrulega soldið skellóttur. A' þrjúogsex- tiu... Hvað segirðu um það? A þrjúogsextiu sagði Guðvef- ur... þrjúog sextiu. Hann hafði ekki hugsað svo lángt. Tvohundruð var eiginlega það allra mesta... en þrjú eða þrjúogsextíu... nei nei hann gat það ekki. Hvar átti hann að fá þessa peninga... hann hafði svo- sem ekkert kaup, nema fyrir þessar þýðingar... það var rétt í'yrír tóbaki og kaffi. Nei. Svo vigseðlarnir... Guðvefur sá þetta allt i móðu... hugsanirnar þvældust hver um aðra... þrjú... þrjátiu... nei... þetta var ekki hægt. Hann varð þurr i hálsinum. Nei, það er eiginlega of mikið fyrir mig. Attu engan á tvöhundr- uð... hann þarf ekkert að vera góður.... bara sæmilegur... svona innanbæjar i vetur. Nei góði... hér er ekkert á tvö. Þú ert að hugsa um eitthvað annað...skóðu eða moskný eða eitthvað gamalt dót. Hér eru eng- ar saumavélar sjáðu... engar saumavélar... ha ha. Og salinn hló. Guðvefur gat ekkert sagt... honum lá við gráti. Afhverju átti hann aldrei neitt? Allir voru i fin- um gljádrossium... áttu nóga peninga... en hann, nei hann átti ekkert, bara loforð um tvo vig- seðla; hvorn á hundrað... Hann kunni svo litið á þetta... hvernig hafa menn ráð á að snara út mil- jón? Ætli allir hafi vigseðla einsog hann... bara stærri? Guðvefur gekk út. Honum leið hálf illa. Hann var svartsýnn. Þetta myndi aldrei lukkast. Þeir eru svo dýrir... og sem mest út sagð’ann. En sá græni...sá var nú fallegur... og Guðvefur sá hann fyrir sér silfurfægðan og finan. Fimmhundruðþúsund... fimm.. það vantaði þrjú... eða tvöog- fimmtiu. Hvar átti hann að fá það? Hvernig gæti hann borgað það aftur??? Hann fór á marga fleiri staði og skoðaði svagena enþeir voru allt- of dýrir; og sem mest út sögðu þeir. Allsstaðar var honum sagt þeirrynnuút einsog heitar lumm- ur, stæðu við i einn tvo daga. En sá græni kom alltaf uppi hugann annað slagið, Guðvefur gat ekki losnað við hann; hann dreymdi hann. Það var liðin vika siðan hann sá þann græna fyrst, og hann var enn á sölunni. Guðvefur athugaði það við og við, þegar hann átti leið hjá. Hann hafði velt þessum fimmhundruð fyrir sér, en sá aldrei neinn botn, það var of mik- ið. En hvernig stóð á þvi að hann seldist ekki... ætli hann séof dýr? Ætli menn hafi ekki tekið eftir honum? Guðvefur velti þessu lengi fyrir sér, fram og aftur. Hann sagði öllum frá bilnum, hvað hann væri fallegur ... - keyrður sextiu. Það var vist litið sagði hann, salinn sagð ’ann dygði hundrað. Kunningjar Guðvefs voru nú ekki allir sam- mála þessu. Þótti þó flestum bill- inn litið keyrður, og ekki dýr miðað við það og lýsíngu Guðvefs; ... hve hann væri gljá- andi nýsprautaður og finn. Og út- varp. En hvernig vissi hann að hann væri keyrður sextiu? ... þeir skrúfuðu oft niðri þeim mælana. Svo væri það nú upp og ofan hversu vélarnar entust lengi; sumir sögðu sjötiu aðrir sextiu: og Gaui púst sagði þær entust bara fjörutiu... þá færi allt að gefa sig. Og nýsprautaður... af- hverju er hann það???.. hefur eitthvað komið fyrirhann... hefur hann lent i veltu?? Hafði hann skoðað vélina... var komið i hana endaslag??? Ha? endaslag, spurði Guð- vefur... hann vissi það ekki. Hvað var þetta endaslag... hvernig getur maður séð það? Og hver spurningin rak aðra uns Guðvefur var orðinn kol- ruglaður. Hvað átti hann að gera, hann vissi ekkert um þetta. Reyndar vildi hann kaupa alla bila sem hann hafði skoðað. Þeir voru allir svo góðir sögðu sal- amir. Þeir þekktu sögu bilsins, einsog þeir sögðu... vissu allt um hann. Hirðusamir eigendur að Svagen, já svagen var þaö og ekkert annaö. Smásaga eftir Þórö Kristinsson * .. ..............—é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.