Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1976. Fjögur ár Framhald af bls. 3.i uppi barniö og umleiö veröur mér ljóst aö ef þetta væri ekki hún, litur hún einmitt út einsog kona sem eiga má vonáútúr troöfullri flugvél frá Hornafiröi og Fagur- hólsmýri. Hún er með kyrfilega uppsett hár, samkvæmt tiskunni i fyrra og kápan hennar er senni- lega heimasaumuð, með kraga úr óekta skinni. Nú snúa þau frá borðinu og ég rýni á armbands- úrið og hamast við að reykja sigarettuna. — Vertu ekki aö trufla mann- inn, Guðvin minn, — segir hún og litur framan i mig með afsök- unarbrosi. Hún er meö gler- augu og þarsem ljós kemur ein- hversstaðar að, sem fellur á glerin sé ég ekki augun i henni. Ég sé einungis að hún heldur áfram að horfa á mig, löngu eftirað hún heföi átt að hafa litið annað.Hún hefur gripið i höndina á drengnum og heldur i hana stöðugt, starir á mig og sýnist vera að átta sig á einhverju. — Er þetta ekki Sæmi? segir hún loks og opnar munninn i undrun. — Jú, segi ég og þori ekki að þekkja hana strax. Ég brosi samt og er mjúkmáll, þegar ég segist einmitt heita Sæmi og nú vikur hún höfðinu litillega til og ég sé augun i henni og nú höfum viö hist aftur, — ó, guð minn góður.... — Þetta erég, hrópar hún upp- yfir sig, — ertu hættur að þekkja mig. Maðurinn hennar litur á mig forvitinn og sömuleiðis litla barnið, sem þykist svikið um at- hygli þá sem þvi ber og fer að skæla. Ég rétti fram höndina, hægt og nær án þess aö vita af þvi. — Nei, ert þetta þú, segi ég. — Já, þetta er ég, segir hún og er himinlifandi. — Hrólfur segir hún og hnippir i mann sinn, — þetta er hann Sæmi, við unnum einusinni saman. Hann heilsar mér, þrýstir hönd mina fast og kumpánlega. — Þetta er Hrólfur, maöurinn, sem ég er gift, segir hún og brosir framani manninn, sem kinkar kolli, svosem til staðfestingar þvi að rétt sé með farið. Ég veit allt um það, hann heitir Hrólfur Guðvinsson og hefur verið kennari þarna eystra i þrjú og hálft ár og sótti um skólastjóra- stöðuna i haust, en fékk ekki að þessu sinni. Hann er ættaður frá Hornafirði og er stúdent. — Ég er bara alveg hissa, segi ég og brosi. Mér liöur svo undar- lega, mikið hefur hún breystog ég, skyldi hún ekki hugsa hvaö ég hef breyst mikið... — Hva, — hvaðan kemurðu? — Við erum að koma að austan, búum þar núna, Hrólfur erað kenna.er að fara á kennara- þing hérna i bænum. — Já, einmitt... — En mikið gasaiega er gaman að sjá þig, — ertu alltaf á sama stað, ég á við uppfrá.... — Ha, nei, nei, löngu hættur. Ég átti ekki von á þessari spurn- ingu, eins augljóst og mátt hefði vera að henni yrði varpað fram, — nei löngu hættur. Ég get ómögulega sagt henni frá útkeyrslunni á oliuvörum, að ekkert hafi orðið úr mér, ekkert spennandi, — hún er þó gift manni, sem kannske verður skólastjóri, nei, ég get alls ekki sagt það. — Við erum hérna að biða eftir manni frá New York. — Ja, hérna, frá New York, segir hún og rýnir i átt til þeirra frá ráðuneytinu, þegar ég bendi. — Hvað segirðu, og vinnurðu hjá þvi opinbera, — ætlarðu á þing, eða hvað. Hún hlær snöggt og er hissa. Annars vissi ég alltaf að þú... Hún brosir og verður dálitið skrýtin, —kannske hefði ég átt að segja eitthvað annað, kannske trúir hún mér ekki, eða er hún baraað afsaka sjálfa sig, afþviað hún spurði hvort ég væri ainþá uppfrá... — Og hvað geriröu þar? Hrólfurhefur fengiöá méraukinn áhuga og litur á vixl á mig og þá frá ráöuneytinu. — Hvar er New York, spyr drengurinn og kemur mér til bjargar og nú berst að eyrum gnýr frá amerikuvélinni og verður stöðugt háværari. — Svona hitt og þetta, afræð ég að svara um siðir og gref lúk- umar f buxnavösunum, — engin sápa ræöur viö þriggja ára starf við útkeyrslu á oliuvörum. — Hún eriAmeriku ... farðu útað glugganum og sjáðu þegar flugvélin kemur. Hrólfur spyr einskis frekar en horfir á þá frá ráðuneytinu. — Þetta eru tómir ihaldsfauskar segir hann og ég hugsa mitt, — auðvitaö er hann á bandi komm- anna, einsog allir kennarar. — Þetta eru allt elskulegir menn, segi ég og yppti öxlum. — Fasistar, segir hann festu- lega og afgreiðir málið. Hakan á honum er áberandi framstæð. Ég hugsa um hvort hún sé orðin sama sinnis og hann, — sjálfsagt, kvenfólk er þannig, fylgir mann- inum í einu og öllu, — sérstaklega i skoðunum. Hún hafði heldur ekki haft neina skoðun það ég mundi, utan þá skoðun, sem allt venjulegt fólk hefur. — Hvernig iist þér á þennan litla herra Hérna, segir hún, einsog til að segja eitthvaö, þegar dráttur verður á að fleira sé sagt. Hún lyftir litla barninu uppí birt- una.svoég geti virt þaðfyrir mér og það hættir að skæla. Ég fer viðurkennandi orðum um fegurö þess, þótt þetta sé svosem ekki neittneitt, bara vanalegi skallinn og furðulostið vitsmunaleysið i augunum. — Hann heitir Hrólfur, Hrólfur Hrólfsson. — Égheldaðvið ættumaðfara að hafa okkur, áðuren þeir koma þessir amerikanar, segir maður hennar. Mig langar til aö segja að það hefði verið öðruvisi i honum hljóðið, ef það hefðu verið rúss- amir að koma með flugvél frá Siberiu. ‘— Jæja , viö skulum koma, áréttar hann og ýtir við henni. — Við erum að koma, ástin, segir hún og hagræðir fötunum á ungabarninu.„Ástin,” segir hún við hann, þennan rusta, — það stingur mig undarlega aö heyra hana auðmýkja sig svona. Sennilega er hún orðin vön af hon- um móðgunum og ókurteisi. Það er ekki að sjá að það sé mikil virðingin fyrir kvenfólkinu hjá þessum mönnum, þó þeir þykist helst vilja láta þær ráða yfir sér, þegar þeir eru að belgja sig út á prenti. A heimilum þeirra sjálfra gegnir öðru máli.... — Jæja, vertu blessaður og sæll, segir hún og flytur barnið af hægri handlegg sér og yfirá þann vinstri, tilað geta rétt mér höndina. — Erþér kalt? spyrhún, þegar hún tekur eftirhve höndin á mér titrar.Nei, mér er ekki kalt og ég bölva sjálfum mér i hljóði fyrir að hafa ekki betra vald yfir mér. — Vertu sæl. — Heilsaðu manninum Hrólfur, segir hún og réttir fram lúkuna á litla drengnum. — Vertu sæll, segi ég og tek i þessa stirðu og smáu fingur. — Þú ættir að Uta til min i kaffi, segir hún og er að leggja af stað á eftirmanni sinum. — Viðbúum.... Nei, ómögulega, ég hristi höfuðið, ómögulega, þvi ég vil ekki vita hvar hún býr eða sjá hana aftur afþviað það er ekki hægt, af einhverri ástæðu er það útilokað, það er sama og þegið, en það er svo mikð að gera þessa viku, móttökur, — og hún horfir á migogég veitekki hvað hún er að hugsa og kannske er ég svolitið feginn, þegar hún er farin. Ég heyri þau kalla á drenginn sem stendur við giuggann og mæti honum þegar ég geng i átt til þeirra frá ráðuneytinu. Einsog mig haföi grunað er hann farinn aö rigna og þarna stendur nú flugvélin mikla, — amerikufarið, hinn hatrammlegi gnýr er loks hljóðnaðurogþarsem glugginn er opinn heyri ég suða i henni einsog katli og heyri litla bresti, senni- lega i málmi, sem tekinn er að kólna. Ég vik mér að einum þeirra frá ráðuneytinu og spyr hvað klukkan sé, svo þau sjái að ég tilheyri þeim, en hann svarar með að kinka kolli i átt til klukk- unnar á veggnum, þvi nú hafa þeir komiðaugaá mister Craig, sem er litill og rýr og dökkur á brún og brá, — hann er dapur á svipinn, sjálfsagt vegna konu- missisins og þessa innvortis sjúk- dóms. I spegli gluggans sé ég hvar þau standa hinum megin i salnum, — kennarinn er að koma inn og hefur fengið leigubil. Ég brosi einsog sól og horfi á eftir henni þar sem hún gengur, eilitið afturrétt meö barnið i fanginu, hún er oröin þrekin um sig neðan- verða, — það eru þessi f jögur ár, þessi fjögur ár.. Þjóöviljinn hefur frá öndveröu veriö sameinandi afl vinstri manna á lslandi, hann hefur hvatt vinnandi fólk til samstööu um hagsmuni sina og hann hefur unniö aö varöstööu allra þjóölegra afla um menningar- og sjálfstæöismál. Afdrifarik voru fyrstu ár Þjóöviljans i þessum efnum. Sú róttæka hreyfing sem stóö aö stofnun blaösins þurfti aö brjótast út úr einangrun sinni og ná tengslum viö fjöldann, bæöi aö þvi er tók til stjórnmálanna i þrengri merkingu, verkalýös- máia og menningarmála. Fyrstu ár, Þjóöviljans voru þvi sérstök baráttuár fyrir sameiningu og samfylkingu, og i þeirri baráttu unnust veigamiklir sigrar. Hér á eftir veröur rifjaö upp, hvernig blaöiö beitti sér i menningar- málum á þessum árum hinna ,,rauöu penna”. Tímaritið „Rauðir pennar” kom I fyrsta sinn út áriö 1935 og síðan árlega I fjögur ár. Hópurinn i kringum timaritið stóð siðan að stofnun bókmenntafélagsins Máls og menningar sem var að koma undir sig fótunum á árunum 1937 og 1938; á rúmlega einu ári safnaðist félaginu yfir 4.000 meðlimir. Skiljanlega voru þessi tiðindi mjög fyrirferðamikil iÞjóðviljanum. Þau voru túlkuð i þeim anda þjóölegrar sameiningar sem að ofan greinir. Ritstjóri Þjóðviljans, Einar Olgeirsson, skrifar langa grein um Rauða penna i desember 1936 I tilefni af útkomu annars árgangs. Samgróið þjóðlifinu Einar segir aö þetta sé i þriöja sinn á einni öld sem „bestu skáld og rithöfunar þjóöarinnar snúa sér til hennar i samfelldum hópi til að eggja til baráttu fyrir fram- sókn og frelsi”. í hin skiptin var um aö ræða þá Fjölnismenn á 4ða áratug 19. aldar og Verðandimenn upp úr 1880. Einar segist vilja undirstrika það, „hve íslenskir Rauðir pennar eru, sem sönnun þess hve sósialisminn sem alþjóðleg stefna er samgróin islensku þjóðlffi. En rauðir pennar eru meir en boðunarrit sósialismans. Þeir eru tákn þeirrar samfylkingar sem myndast hefir um varðveislu islenskra menningarverðmæta gegn háska fasismans”. Ari siöar i umsögn um 3ja hefti Rauðra penna er þessi sam- kveiking orðin enn sterkari i huga ritstjórans: „Vinsældimar sem Rauðir pennar nú njóta eru sönnun þess, að Islensk alþýðu- menning er reiðubúin til að uppskera það sem bestu andans menn þjóðarinnar fyrr og nú hafa skapað fyrir þjóð sina alla”. Beðið um lifandi orð Mál og menning var stofnað sumarið 1937, þrem vikum eftir stofndag greindi Þjóðviljinn i fyrsta sinn frá félaginu og geröi það myndarlega: „Ahin bókelska alþýða að sjá draum sinn um góð- ar og ódýrar bækur rætast”? sagði i fyrirsögn. Greint er frá þvi að þaö séu „hinir sömu róttæku kraftar sem sköpuðu Rauöa penna og gengust fyrir stofnun „Heimskringlu” (forlags og bókabúðar) sem enn á ný — og i þetta sinn með auknum liösstyrk — sýna dugnað sinn og menn- ingaráhuga. Með stofnun þessa bókmenntafélags eiga að vera skapaðir möguleikar til að brjóta niður múrinn sem enn er milli rit- höfundanna og fátækrar alþýöu”, segir blaðið. Þjóðviljinn fagnar þvi mjög þegar 3000 höfðu skráð sig inn I nýja bókmenntafélagiö og segir: „Þeir sem skrifa fyrir Mál og menningu þurfa ekki aö kvarta undan þvi aö orð þeirra berist ekki til fólksins. Nú er það rithöf- uridanna að sjá til þess að orö þeirra sésvo lifandi að fólkið ekki þreytist á bókum þeirra”. Þetta var skýr kröfugerð, og segja má að hún sé rauöi þráöurinn I rit- dómum og annarri menningar- rýni blaðsins á þessum árum. Sjálfgert að leita til Kristins Starfsliö Þjóðviljans var mjög fámennt á fyrstu árum blaðsins. Mun hafa verið talið rétt að ein- beita kröftum ritstjórnar að póli- tikinni I þrengri merkingu en fá heldur fólk aö utan til þess að skrifa veigameiri greinar um Kristinn E. Andrésson: „Þar kom fram svo stór hópur rithöfunda sem ekki varö um villst aö voru ákveönir aö taka hér upp öfiuga menningarbaráttu.” bókmenntir og aðrar listir. Rit- stjórnargreinar eöa „leiöarar” um menningarmálþekktustekki i þá daga. Kristinn E. Andrésson virðist hafa verið eins konar menningar- málaráðunautur blaðsins frá upphafi. Þegar i öðru tölublaði eða l.nóvember 1936er birt viðtal við hann um útgáfustarfsemi Heimskringlu. Svarar hann ma. spurningu um þaö, hvernig Rauðir pennar hafi gengið fyrsta útkomuáriö: „Það er óhætt að fullyrða að um langan aldur hafi enginn bókmenntaviöburður hér á landi vakiö eins mikla athygli og útkoma þeirra. Þar kom fram svo stór hópur rithöfunda sem ekki varð um villst að voru á- kveðnir að taka hér upp öfluga menningarbaráttu. Og þó að Rauðir pennar hafi mætt skiln- ingsleysi hjá þröngsýnum mönn- um og f jandskap hjá þeim sem illt eitt vilja vinna, þá taka þeir hið siðara til inntekta, en hið fyrra stendur máske til bóta”. Stefnumörkun — timamót Þrem til fjórum vikum siðar ritar Kristinn Andrésson greina- flokk um „rauðu pennana, tima- mótin i islenskri bókmenntasögu 1935”. Þetta vbru mjög stefnu- markandi skrif og er freistandi að taka nokkur dæmi úr þeim: Kristinn segist spara sér að rekja aðdragandann allt aftur til Fjölnismanna, sem þó mætti, en vilja staldra við ártalið 1919. „Þá kom fram ný skáldakynslóð... Þessi skáld stinga i stúf við hin eldri. Timarnir voru aðrir. Hin nýju atvinnutæki höfðu boriö mikinn auð. Nú fannst mörgum timi til kominn að varpa af sér áhyggjunum. Davið og Stefán voru foringjar hinnar nýju kyn- slóðar... litlir boðskapsmenn heldur sungu SÍTin hjartansóö... Stefndu ekki að neinu sérstöku, engu framtiöartakmarki utan listarinnar. ABrir fóru inn á nýjar leiðir... köfuðu meira til botns i hafróti timanna. Foringjar þessara skálda voru þeir Þór- bergur Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness. Er þeir fóru að skyggnast i djúp þjóðlifsins, komu þeir auga á mótsagnir þess ogmisbresti. Þeir tóku snilld sina I þjónustu þess hlutverks að um- breyta... gerðust þeir heitir gagn- rýnendur þjóðskipulags(ins). Frá þessum mönnum liggur aðdrag- andinn til 1935. Þeir eru allan tim- ann fram til þess árs að ná dýpri og raunsærri þroska. Af þeim sem næstir eru i fylgd með þess- um skáldum ber að nefna hina gáfuðu presta og rithöfunda, Gunnar Benediktsson og Sigurð Einarsson. Næstir i spor þessara rithöfunda allra koma svo skáld eins og Jóhannes úr Kötlum Halldór Stefánsson o.fl. Þessir menn þroskast allir i ákveöna stefnu, eignast sviðaðar skoðanir á lifi og list, hafa náð þeim þroska og þeirri markvisi 1935, að þeir koma þá fram sameinaðir i einu átaki með sterkum liðsauka. Það átak er Rauöir pennar”. Forystuskáld þjóðarinnar Þessari skilgreiningu Kristins á aödragandanum fylgir siðan nán- ari greinargerð um helstu höf- undana og er þábyrjað á Halldóri Gunnar Benediktsson: „Gáfaður prestur og rithöfundur.” Laxness. „Halldór sneri sann- leiksleit sinni að lifstilveru mann- anna...Nú skildi hann til fulls hjartaslög þjóðar sinnar, vonir hennar, óskir og takmark. Nú eignast Halldór nýtt og voldugt hlutverk: að vekja þessar óskir þjóðar sinnar til nýrrar fyllingar. 1 „Sjálfstæðu fólki” kemur Hall- dór Kiljan Laxness fyrst fram sem ákveöinn brautryöjandi, vit- andi um hlutverk sitt og stefnu sem forystuskáld Islensku þjóð- arinnar, er beri sögulega ábyrgð á þvi, hvaða stefnu lifsbarátta hennar tekur”. Sá sem á undan fór Um Þórberg segir Kristinn • ma.:„Snemma hafði hann hneigst til gagnrýni á þjóöfélagið og séð meinsemdir þess. Sem djúpur hugsuður komst hann að þeirri niðurstöðu, að sósialisminn væri það eina skipulag, sem mönnum væri sæmandi aö búa við. Þennan boðskap flutti Þór- bergur af krafti snilldar og sann- færingar strax I „Bréfi til Láru”. En Þórbergur var hér á undan sinum tima... Við förina til Sovét- rikjanna glæðast lifsvonir Þór- bergs að nýju, hugur hans frjóvgast og lifsskoðanir hans skýrast og festast. „Rauða hættan” er engin venjuleg ferða- saga heldur staðfesting margra ára reynslu og hugsunar... Hún heimtar breytta sögu, nýja sögu, er timamótaverk”. trtsýn sósialismans blasti við Kristinn skrifar um þroskasögu Jóhannesar úr Kötlum: „Eins og mikill hluti þjóöar- innar lifði hann fram tö 1930 drukkinn af þjóðlegum hátffi- leika, I margvíslegUm hugrænum blekVjngum, sem kostaö hefir mikið átak aö slita af sér. En veruleikinn hjálpaði þar drjúgum til. Hann kom með staöreyndir inn I lif þjóðarinnar og skáldsins svo harkalegar, að skýjaborgir hrundu. 1 staðinn fyrir fylling óska, kom kreppan, atvinnuleysi, stéttastrið, jafnvel götubardagar. Með hverju árinu sá skáldið dýpra i andstæður timanna. Hver ljóðabók Jóhannesar ber vitni um fyllri þroska. Meö hverri þeirra slitur hann af sér fleiri fjötra blekkinganna, þar til útsýni sósialismans blasir við fyrir augum hans. Þá eignast skáldið nýjan skilning á aðstöðu sjálfs sin, hverjum atburði, allri sögu þjóöar sinnar. Þennan nýja skiln- ing birtir „Samt mun ég vaka” „1935)” Ekki eins og sumir hinna Sfðasti hlekkurinn i höfundar- | festi Kristins var Halldór Stefánsson: „Mannifinnsteins og hannhafi frá byrjun veriö kjörinn til þess að vera skáld verkalýðs- hreyfingainnar. Hann ber frá upphafi sterkt mót hennar, eins og nútimalegastur allra þessara höfunda. Undir hálf-kaldranalegu yfirbragði ber hann viðkvæma mannúð, eins og tákn þeirrar bar- áttu sem verkalýðurinn heyir, með hörðum aðferðum, I þjónustu dýpstu mannúðar. Manni finnst eins og Halldór hafi ekkert þurft að yfirvinna til þess að verða skáld þessarar stefnu, engin gönuskeið hlaupið, eins og sumir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.