Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1976. ‘Breíð&kífan, þar sem Þjú á palli syngjdpfc1 Jónas Árnason, alþingismann og rifhöfuncly,: og írsk þjóðlög og kom út á haustmánuðum vonum vakið mikla athygli. Hér á eftir far kvæðanna á plötunni. „ í' M > „Tekið í blökkina" Nokkur kvæöa JónasarÁrnasonar af hinni nýju breiðskífu sem Þrjú á palli sendu frá sér nýlega Hríseyjar-Marta Hún Hríseyjar-AAarta með hárið sitt svarta var fræg fyrir kátínu forðum á síld. Og það hressti okkur alla að heyr’ 'ana kalla: „Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt! AAeira salt!" Hún Hríseyjar-AAarta aldrei heyrðist hún kvarta, þótt hún feng' ekki hænublund nótt eftir nótt. Og það hresst' okkur alla að heyr"ana kalla: „Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt! AAeira salt!" Hún Hríseyjar-AAarta AAeð hárið sitt svarta hún veiktist af hósta eitt haústið og dó. Og það hryggði okkur alla, er hún hætti að kalla: ,,Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt! AAeira salt!" En hún Hríseyjar-AAarta með hárið sitt svarta hún gat ekki legið í gröfinni kyrr. Og það hresst' okkur alla að heyr' 'ana kalla: ,,Hæ, tunnu! Hæ, tunnu.' Hæ, salt! AAeira salt!" Þó að síldin sé flúin og söltun sé búin, stendur AAarta á planinu nótt eftir nótt. Og það hressir enn alla, að heyr' 'ana kalla: ,,Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt! AAeira salt!" Þaö var hann Binni — Hver var hann þessi garpur, sem útí Eyjum bjó? Hver var hann þessi öðlingur, sem alltof snemma dó? Á góðri stund í landi, ef setið að sumbli var, hver var þá manna hressastur og hrókur alls fagn- aðar? En þegar menn tóku að ybbast og úti var f riðurinn, hver notaði þá af mestum kraf ti krepptan hnef a sinn? Hver beit á jaxlinn fastast í f rosti og norðanhríð? Hver horfði af mestri kurteisi i kvenmannsaugu blíð? Hver gladdist eins og krakki og kvað og söng og hló, er vorsólin skein á öldurnar í Eyjaf jallasjó? Já, hver var hann þessi garpur, sem útí Eyjum bjó? Hver var hann þessi öðlingur, sem alltof snemma dó? Þett’ er nóg! Þett’ er nóg! Hann AAundi á sjóinn i fyrsta sinn fór á fjórtánda árinu, lítill og mjór. Og það sem hann dró hirti húsbóndi hans og hét því að kom' 'onum þannig til manns. Viðlag: Og þá stundi AAundi: „Þett' er nóg! Þett' er nóg! Ég þoli ekki lengur að þvælast á sjó." Hjá AAunda var litið um leik eða hvíld: hann lent' eftir fermingu norður á síld og síðan á línu og siðan á net og síðan á línu og aftur á net. Og æska hans leið, og hann vann og hann vann, því vinnan hún „göfgar og bætir hvern mann." En litið var það sem úr býtum hann bar, því „blásnauð" að jafnaði útgerðin var. Hann varð af því hokinn, hann varð af því grár að velkjast á togurum þrjátíu ár. í stórsjó og ágjöf hann stóð sína pligt með sting fyrir brjósti og króníska gigt. Viðlag: Þaðvarhann Binni, þaðvarhann Binni, það var hann Binni minn í Gröf. Hver sótti jafnan fastast og setti aflamet, hvort heldur hann í sjóinn lagði línu eða net? Hver kunni bezt að varast þann vonda, krappa sjó, sem austanrokið hamslaust inn með Heimakletti sló? Og hver var það sem eittsinn rakleitt renndi sér í gegnum versta öldurótið út við Faxasker? f hífingu eitt sinn hann hentist á vír, og hurf u þar f ingur hans —tveir eða þrír. í annað sinn bobbing hann ofaná sig fékk, og eftir það haltur og skakkur hann gekk. Til f immtugs hann þraukað', en þá fékk hann slag, og það gerðist einmitt á sjómannadag: og sungið var þá, eins og sungið er enn, um særokna, vindbarða Hrafnistumenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.