Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 22
22 StÐA — ÞJOÐVILJINN — Jólablað 1976. BOLUNGAVÍK FYRIR 40 ÁRUM Ágúst Vigfússon: Til Bolungavíkur Ég réðist kennari til Bolunga- vikur við Isafjarðardjúp haustið 1934. Þótti ekki litill fengur að fá fasta stöðu i þá daga, þótt kaupið þætti ekki hátt á nútimavisu, en þaö var — að mig minnir — um 200 krónur á mánuði. Menn hafa oft spurt mig: Hvers vegna datt þér i hug aö fara á þennan útkjálkastað fyrir þessi sultar- laun? Þetta stafar af mikilli vanþekkingu á þvi ástandi, sem rikti hér á landi áratuginn 1930—1940. Almennt atvinnuleysi var I Iandinu. Þeir sem áttu heima i Reykjavik og fóru á rúmhelgum dögum niður aö höfn um morguntima gátu best sett sig inni ástandið eins og það var á þeim árum. Fjöldi manna elti verkstjórana i von um einhverja snap-vinnu sem i té yrði látin af náð. En ýmsir sárþurfandi heimilisfeður urðu frá að hverfa, dag eftir dag, án þess að fá neitt að gera. Hverfa heim i allsleysið, daprir og bitrir i huga. Hafi menn athugað þetta, skilst kannski, að það var ekki nema von að menn litu á það sem mikilsverðan feng að fá fasta stöðu, þótt launin væru ekki meiri en þetta. — Það var annars tilvilj- un og hrein hending, aö ég fór til Bolungavikur. Búið var að ráða annan kennara, en hann hætti við á siðustu stundú. Ég var gjör- ókunnur staðnum og Vestfjörðum yfirleitt. Haföi aldrei þangað komið og þekkti engan mann i þorpinu, ekki einu sinni af afspurn. Eg fór meö Gullfossi til Isafjarðar seint i október. Kom þangaö seint um kvöld i niða- myrkri og úrhellisrigningu. Þannig heilsuðu Vestfirðir mér. Ég fékk síðan far út eftir með bát næsta dag. Enn hélst sama veðr- iö: úrhellis rigning og rok. Hið ömurlegasta veöur. Vikin skart- aöi ekki sinu fegursta á móti mér, er ég kom. Mér fannst staöurinn við fyrstu sýn skuggalegur. Hrikaleg fjöll, sem mér fannst hanga yfir staðnum. Udirlendi lit- ið og allt ákaflega þröngt. Fyrstu kynni Morguninn eftir, fyrsta morguninn, sem ég dvaldi á staðn- um, var veður breytt. Nú var hið fegursta veður. Þetta var einn af þessum sólrlku, blæfögru haust- dögum, sem svo oft koma á Vest- fjörðum. Mér fannst staðurinn hafa gjörsamlega skipt um svip. Mér fannst þetta varla geta verið sami staðurinn og sá sem ég sá daginn áður. Nú fannst mér stað- urinn sérstaklega vinalegur og fagur. Um útlit þorspins, húsin og mannvirkin, var ekki sömu sögu að segja. ömurlegri húsa- kynni hafði ég ekki séð i nokkru þorpi. Þar var varla nokkurt sæmilegt hús. Þetta var samsafn af gömlum, verbúðaræflum, sem höföu verið lagfærðir dálitið, eftir þvi sem tök voru á Fyrsta fólkið sem ég kynntist þarna auk fjölskyldunnar, sem ég dvaldi hjá, en það voru Ágúst Eliasson og kona hans Valgerður Kristjánsdóttir, voru tilvonandi samstarfsmenn minir við skól- ann. Skólastjóri var Sveinn Halldórsson, en kennari Jens E. Nielsson. Auk þess kenndi Ágúst Vigfússon Guöjón Bjarnason Sr. Páll Sigurðsson sóknarpresturinn, sr. Páll Sigurösson, kristin fræöi. Skóla- húsið var gamalt timburús, aðeins tvær stofur. En þar sem kennararnir voru þetta fleiri en stofurnar, varö að búta kennslu- timann sundur. Maður byrjaði kannski klukkan 8 og kenndi þá i einn tima. Varð svo að biða I tvo eöa þrjá tima, þar til hægt var að hefja kennslu á ný. Fyrir þennan biðtima fékk maður vitanlega ekki neitt greitt. Slikt þekktist ekki þá. Fátækt og allsleysi Skólahúsið hafði verið byggt um aldamótin siöustu, að ég held. Miöaö við þær aðstæður, sem þá voru, mátti segja, að það hafi verið byggt af nokkrum stórhug og myndarskap. Þá voru engin fræöslulög eða skólaskylda. í þorpinu var raflýsing frá disel- stöð, en hvorki vantsleiðsla né skólpleiðsla. Þar varö þvi að sækja allt vatn, sums staðar all- langan spöl. Vatnsberarnir alkunnu frá fyrri tiö voru ekki alveg úr sögunni þar. Lengra er nú ekki siöan. Ég man t.d. eftir einni gamalli konu i Bolungar- vik, sem gerði ekki annað en að sækja vatn fyrir fólk. Alla daga var hún á ferðinni meö vatnsföt- urnar og grindina. Þetta var ákaflega tötralegur einstæðingur, sem bjó i kofa innarlega i þorp- inu. Þótt margir vikju vitanlega einhverju aö gömlu konunni, mun hún hafa verið ákaflega einmana. Hún var ein af þeim, sem segja mátti, og oröið hafi úti I lifinu. Það, sem ég tók fyrst eftir, eftir að ég kom til Bolungarvikur, var fátæktin, allsleysiö á öllum sviðum. Þar var jafnvel meiri fátækt en ég haföi áöur kynnst. Þetta var á verstu kreppuárunum og svo fiskaðist mjög illa. Hér voru engin merki um framfarir. Stöðnun á öllum sviðum. Ekkert hús byggt. varla að hús væri mál- að. Hreppsfélagið var næstum gjaldþrota. Enginn gat greitt neitt. Yrðu menn veikir og þyrftu að sækja um ábyrgð hreppsins til að komást á sjúkrahús, var ábyrgöin stundum ekki tekingild. Stóð i stimabraki að fá nokkuð greitt frá hreppnum. Hreppurinn átti aö greiða okkur kennurunum örlitinn hluta af laununum, að ég held 30 krónum á mánuði. Oft fék'.v maður þetta svar: þaö er ekkert til. Við getum ekkert greitt eins og er, þurfalingarnir verða að ganga fyrir. En þeir voru margir þar um þessar mundir. Likt þessu mun ástandið hafa veriö i mörgum sjávarþorpum á þessum árum. Mig furðaði oft á þvi, hafi maður I huga þetta mikla alls- leysi og fátækt, hvað börnin voru snyrtileg og hreinleg til fara. Eins var þaö meö heimilin yfirleitt. Það var furða, hvað þau gátu ver- ið vinaleg og hlýleg, þótt húsin væru hrörleg og húsgögn fábrot- in. Húsmæöurnar voru margar hverjar mjög vel verki farnar og stórmyndarlegari öllum verkum. Ég fann þaö fljótt, eftir að ég kom til Bolungavikur, að ég var kom- inn i umhverfi, sem var mér að flestu framandi. Ég hafði aldrei verið I kauptúni fyrr. En kauptúnin okkar hafa sin sér- kenni, sinar hefðir og venjur, sem þróast hafa i ártugi á sinn sér- stæða hátt. Er hér bæði um kost og löst aö ræöa. Mannfólkiö fannst mér einnig bera annað svipmót og sérkenni en ég hafði þekkt. I Hávamálum stendur: „Litilla sanda, litillá sæva, litil eru geö guma.” Aö ýmsu leyti var fólkiö þarna stórbrotið I lund og háttum. Slikt var ekki óeðlilegt. Landslag, staöhættirog atvinna hafði mótað þaö og sett á þaö sitt sérstaka mark. Atvinnan, sjósóknin hafði framkallað kjark og hörku. Hér var oft ekki um annað að gera en að duga eöa drepast. Það leyndi sér ekki, að fólkið var harögert, en einnig nokkuð óheflað og sumir nokkuð ósveigjanlegir og jafnvel rustafengnir. Samkennarar Samkennarar minir, þeir Sveinn og Jens, voru báðir fiug- gáfaðir menn, en ólikir að flestu leyti, einkum hvað alla framkomu og skapgerð snerti. Sveinn var ákaflega ör i lund, og mátti kannski segja, að hann væri stundum nokkuö óheflaður. Minnti stjórn hans stundum á skipstj. á togara, eins og þeim var lýst fyrr á timum. Skilyrðislaus hlýðni. En hinu var ekki aö leyna, að Sveinn var afburöa kennari. Einn sá allra snjallasti, sem ég hefi kynnst á minum 40 ára kenn- araferli. Fór þar saman brenn- andi áhugi, leiftrandi skýr hugs- un, ótrúlegur dugnaður og mikill metnaður. Ég held, að fáum nemendum hafi leiðst i timum hjá Sveini, enda var hann óþreytandi að búa út verkefni og reyna að gera kennslustundirnar liflegar og skemmtilegar. Var furða, hvað honum tókst að fylgjast vel með öllum nýjungum I kennslu- málum. Þrátt fyrir þetta er þvi ekki að leyna, aö ég haföi ýmis- legt út á manninn aö setja, eins og gerist og gengur, enda er vist enginn algjör. Þaö var vani Sveins að miöa kennsluna við þá lökustu. Fyrr var ekki hætt við neitt en reynt hafði verið til þrautar, hvort hægt væri að troða þvi inn i þá minnst gefnu. Hann var vanur að marg- endurtaka sömu setning- una. Varð þetta aö föstum vana hjá honum. Jens Nielsson var skarpgreind- ur maður og einstakt prúömenni i allri framgöngu. Hann var það sem kallaö er fjölgefinn. Sama á hverju hann snerti. Það var eins og öll verk lékju i höndum hans. Hann skrifaöi t.d. það vel, aö fáir komust lengra i þeirri list. Hann var einnig einstaklega söngvinn. En þaö, sem mest var um vert, var gerð mannsins og framkoma öll. Ég tel, að hann hafi veriö hug- sjónamaöur. öllu, sem til fram- fara horfði og mannheilla, lagði hann liö ótrauður. Hann var um árabil forystumaður I félagsskap templara, og vann þar mikiö og gott starf. En stúkufélagsskapur- inn haföi mikil og góð áhrif í þorp- inu. Sá félagsskapur haföi, auk aðalmálefnisins: að berjast gegn áfengisneyslu, stutt ýmis fram- faramál, haft t.d. forgöngu um byggingu samkomuhúss og haft að nokkru forystu i leiklistar- málum i upphafi. Þar höföu einn- ig fjölmargir hlotið sina fyrstu æfingu i félagsstörfum, æfst i - mælskulist o.fl. Félagsskapurinn átti þvl láni að fagna, aö ýmsir áhrifamenn i þorpinu studdu hann dyggilega. Jens var enginn hávaðamaður. 1 eðli sinu var hann ákaflega hlédrægur. En allt, sem hann lét frá sér fara, var ein- staklega skýrt, hnitmiöað og rök- fast. Ég man oft eftir þvi á fund- um, þegar deilt var fast, og eng- inn virtist sjá neinar leiöir til samkomulags. Jens hafði ekki tekiö neinn þátt I umræöunum. Sat i ritarasæti, eins og hann geröi oft, þvi að hann var I flest- um félögum kosinn ritari. Allt i einu kvaddi hann sér hljóðs og sagði : Mér hefur nú dottið I hug að koma hér með tillögu. Ég veit nú ekki, hvernig mönnum þykir hún.” Endirinn varð oftast sá, aö tillagan var samþykkt. Menn skildu sáttir. Jens hafði tekist að koma með málamiðlun, sem flestir féllust á. Glöggur og greindur maöur sagöi eitt sinn um þátttöku Jens i félagsmálum: „Ég held ég hafi aldrei vitað Jens standa upp á fundi nema til að út- skýra.” Þráttfyrir þetta var Jens umdeildur maöur i Bolungavik. Þaö var ekki alveg út i bláinn aö einn vinur hans haföi aö eink- unnarorðum i ræöu, sem hann flutti I kveðjuhófi, er Jens fluttist frá Bolungavik: „Islendingar einskis meta alla sem þeir geta. Þótt hér væri nokkuö sterkt að orði kveðið var þó um allt of mik- inn sannleik að ræöa.Afstaöa Jens til ýmissa mála kom við marga. Þrátt fyrir allt hæglætið, vissu allir, að þaö munaði um hann. Þvi réöu vitsmunir og raunhyggja mannsins. Ekki var heldur að efa, að hann kvikaði ekki frá þvi, sem hann taldi rétt. Einkum mun afstaöa Jens til verkalýðsmál-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.