Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mal 1977 KARL JÓNSSON kennari i Kópavogi segir frá: Huglausir lögreglumenn Ljóst er að skelfingin gripur um sig meðal lögreglunnar þeg- ar unglingar hópast i miðbæinn á vorkvöldum. Um miðnættið á föstudagskvöldinu var ég á ferð i miðbænum með þremur ung- um mönnum. Við geymdum bil- inn og gengum að hópi unga fólksins á hallærisplaninu. Þá komu þrir lögreglumenn ak- andi á „svartri mariu” inn i hóp, sem var á Austurstrætinu. Þeir óku utan i nokkra áður en þeir gátu stöðvað ökutækið. Þó stöðvaðist það vart fyrr en öku- maöurinn rykkti þvi aftur af stað og ók á einn okkar félag- anna. Hann hrökklaöist til en datt þó ekki i götuna. Kom þá einn lögreglumaöurinn fljúg- andi út úr „mariunni” greip unga manninn heljarmiklu steinbitstaki og dröslaði honum siðan inn i bilinn. Mesti hluti unga mannsins komst inn i bil- inn — en annar fótur hans var þó enn fyrir utan þegar lögreglu- mennirnir skelltu á hann hurð- inni. Seigt var i fætinum og varð iögreglumaðurinn aö gera sér- stakar ráðstafanir til að koma þessum fæti einnig inn til að geta lokað. Siðan geystist þessi glæsti flokkur islenskra lög- gæslumanna i burtu með fórnarlamb sitt. Við hinir stóðum eftir furðu lostnir. Þó bráði skjótt af okkur og við ókum upp á lögreglustöð- ina við Hverfisgötu og ræddum við varðstjóra. Sá hringdi út og suður en fann hvergi að piltur- inn hefði verið tekinn. Meðan ekki leystist úr gátunni sátum við inni á stöðinni og gátum ekki orða bundist yfir þeim ástæðu- lausa hrottaskap sem sjálfir verndarar laga og reglna sýndu að tilefnislausu. Var þá varð- stjóranum nóg boðið og fleygöi okkur út af lögreglustöðinni. Það er mikið áfall fyrir hinn almenna borgara aö verða sjónarvottur að svona vinnu- brögðum. Rétt og rangt skiptir lögreglumenn sýniiega engu máli þegar í hlut á fólk sem er innan við tvitugt. Hins vegar verður samfélagið sennilega að reyna að skilja aðstöðu lög- reglumannsins og hræðslu hans við að standa ábyrgur geröa sinna frammi fyrir öðru fólki. Allar þessar aðfarir einkennast þvi miður af hugleysi lögreglu- mannanna, sem jafnframt eru á engan hátt starfi sinu vaxnir. VlSA Iðnaðinum ekki i vil islands gróðri spillir. Grundartanga gerir skil Gunnar sundafyllir. Arnór Askelsson Állt reiðu- búið til asna- strika Vorið er komið. Svo einfalt er það. A föstudaginn var milt regn og gróandi i görðum. Hvar sem gengið var um höfuðborgina angaði mold fyrir vitum og þegar gægst var inn i garða mátti sjá fólk á fjórum fótum rótandi i moldinni. Milt vorregn. Ég gægðist inn i marga garða — svo að litið bar á: Húsmæður með misstóra rassa næstum faðmandi jörðina. Af jörðu ertu kominn og að jörðu muntu aftur verða. Og skyndilega gripur mig óstjórnleg löngun til að faðma jörðina eins og húsmæöurnar. En það er ekki hægt að láta þaö eftir sér. Liklega yrði maður álitinn geggjaður og það er of mikið fyrir smáborgaralega sál. Svona fer vorið með mann. Kenndir dýpka og öfgar vaxa. En mikið var gaman að ganga um bæinn. Á Ásvallagötu dyttaði drengur að reiðhjóli, á Bræðraborgarstig leiddust tvær telpur niður götuna og gömul hjón stóðu undir húsvegg og horfðu hrifin á lauka spretta i garðinum sinum. Ég gekk hægt og lét úðann leika um enni mér. leikur. Fyrstu danssporin voru tekin hikandi og varfærnis lega en þegar sólin braust fram úr skýjum sveif maður i mjúk- um dansi með sjálfúm sér og teygaði gróandina blandaða ilmvötnum. Svona er vorið. Menn verða ástfangnir. Það æsir og tryllir. Menn sleppa sér og gera asna- strik. öðrum verður það svo yfirþyrmandi að þeir sökkva ofan i sjálfa sig og lita ekki giaðan dag. Það var komið að kvöldi þeg- ar ég gekk ofan i miðbæinn og malbikið var blátt og dimmt. Allt reiðubúið til asnastrika. —GFr Fersk moldarangan. Svo stytti upp og golu lagði inn flóann. Það var eins og við manninn mælt. Strætin fylltust af flögrandi Gunnum, Jónum, Siggum og Stinum og blóðið byrjaði að ólga og suða. Skyndi- lega var lifið eins og stór dans- ALDARSPEGILL Úr íslenskum blöðum á 19. öld þAKKARÁVARP. Um fullra 9 ára tímabil þjátist eg af BÍvaxandi þykt ebur eulla- vcikisuieinlætum, og lcitabi hjélpar til ýmsra lækna, cn til ónýtis; greindi og lækna injög á um þab, liver sjúkdómur minn væri. Loks- ins afrtbi eg á næstlibnu sumti ab fara til lieykjavíkur og kom þangab 21, dag júlim ; var cg þá þcgar svo langt lciddur at) fáir tuunu bafa ætlab ab mör væri vibroistar von þcgar þangab var komib, kom eg mbr sttax inná ejúkrabúsib, — Jafnfrauit þvi ab eg þrcifabi þar á ub sú sanna almattisliöndin sem særir, cr einnig sú, scm giæbir; fann cg berlega saunindi spakmælisins: „Tal bins vingjarna er liunangseiniur sætt fyrir sálina, og lækning fyrir bein- in, svona rcyndist nicr vcl alt vibmút þcss veglynda læknis vors dr. J. Jobnassens, er nú túkst á hendur ub lækna mig, og eptir þcssu fúr lækninga tilraun lians, sem baiin byrjati meb ébienslu 21. dag jdiinán, og liafbi lokib 16. dag ágústinán. Eptir 13 daga fúta- ferb, ab afstabinni fullri C vikna legu, var cg svo styrkur ab eg gat gcngib f kiikju uiir til andlegs fagnabar, og loksins 9. dag oklúb. byrjutl cg bcimfcrb mfna. Nú gct cg þcgar glatst vib gúta liellsu fyrir gubs dáramlegu náb, En þegar eg liorli til baka ylir binn aumlega sjúkdúmsfeiil minn fiiin cg mig kmiban lil ub lýsa yfir því. þukkbiilcga, Inersu lioll lækuLlijáip iniir gafst, og úrua vclnefndum biknl beítla og blcssunar uf bciluin bug, sjálfum lionum tll lianda og I starli liuns, og af þcssari kvöt b]artu inítis mælisl eg lil ab blab ytar, licrra iltstjúri, flytji línur þei6ur lcsendum sfnum, þeim til vcitugs belburs sem beibuiinn á. Aubunnarstöbuui dug 12. niaiz 1877, J. G. Norðlingur 1. nóv. 1877 eriendar bækur The History of Rasselas/ Prince of Abissinia. Samuel Johnson. Edited with an introduction by D.J.Enright. Penguin English Library — Penguin Books 1976. 1759 komu út tvær merkilegar bækur, Candide Voltaires og Rass elas eftir doktor Johnson. I minn- ingum Boswells um ævi Johnsons segir höfundur aö ætla mætti aö um áhrif væri aö ræða, þvl ritun- um svipar um margt saman, en svo gat ekki verið, þar eð enginn tlmi gat gefist til stælingar, bæk- urnar komu út i sama mund. Johnson skrifaöi Rasselas á viku í þeim tilgangi aö greiða útfarar- kostnaö móður sinnar, sem dó um nírætt þetta ár. Höfundarlaunin voru hundrað pund, sem var tals- vert fé þá,og viö aðra útgáfu hlaut hann 25 pund til viðbótar. Bókin var fljótlega þýdd á flest Evrópu- mál. Sagan er skrifuð f þessum skemmtilega móralska og áminningarstll 18. aldar, bjart- sýni heimspekinganna er hædd og höfundarnir telja fremur ástæöu til svartsýni en bjartsýni. Vol- taire skrifar sina bók meöal ann- ars til þess að hæðast að kirkju og klerkum, en Johnson hæöir frem- ur mannlegt eöli, barnalega bjartsýnistrú manna, og beinir mönnum ef nokkuö er til yfirskil- vitlegra Ihugana. Voltaire er grimmur I gagnrýni sinni og er ánægður með eigin snilld i Candide eins og hann mátti vera, en Johnson er fjarri þvi að vera ánægður hvorki með sjálfan sig né aðra, þvi verður háð hans ekki stingandi, hann var haldinn þeirri tegund svartsýni sem stafar af tragiskri lifssýn. Johnson er al- drei ótuktarlegur i háði sinu eins og sá góði Voltaire var svo oft. Raselas er prósi um sama efni og kvæðabálkur Johnsons um „Vanity of Human Wishes”. Stils- mátinn er eins og alltaf í verkum Johnsons, skemmtilegur, læröur og siðaður, málið rennur fram lygnt og sibreytilegt og undir tifar hlýtt hjarta höfundarins. Heirhspekilegar hugrenningar persónanna eru endurómur hugarheims 18. aldar, siðuð fhug- un mennskrar reynslu án nokk- urra patent-lausna, djúp kennd fyrir llðandinni og sklrskotun til kenninga Prédikarans. Bók þessi ætti að lesast engu siður en Candide. Social Values in Classic- al Athens. Edited with an Introduction by N.R.E.Fisher. The Ancient World: Source Book. Dent 1976. Bók þessi er sett saman til þess að votta félagsleg gildi og sam- skipti manna I hellensku sam- félagi og þá einkum i Aþenu til forna. Útgefandinn hefur einkum stuðst viö þær heimildir sem votta félagshyggju f raun, meö þvl aö velja heimildir þar sem félagsleg efni eru rædd eða lýst og snerta um leið atburði lfðandi stundar. t bókinni má finna vott um tengsl manns við mann og heimildir um viðbrögð borgrikis- ins við ágengni eða viöskipti þess viöönnur borgríki eða riki. Ctgef- andinn hefur valið klausur úr ræöum, dómsskjölum og leikrit- um. og þau brot verða að nægja; þvi að engin einkabréf, dagbækur eöa minningabækur hafa varð- veist frá þessum tlmum. Gögnin sem útgefandinn notar eru þvf flestöllopinber. Bókin er vel gefin út, heimildaskrár og nótur fylgja I bókarlok og inngangur er fyrir hverjum kafla. Otgefandinn er fyrirlesari viö háskólann f Cardiff. Atvinnumiðlun LÍM er tekin til starfa Atvinnumiðlun framhalds- skólanema, sem LIM stendur fyrir, hefur nú opnað skrifstofu i Menntaskólanum við Hamrahliö (s. 82698) og er hún opin frá 9-5 daglega. Könnun sem gerð var i fyrra á atvinnuástandi fram- haldsskólanema leiddi i ljós að þá var hátt atvinnuleysishlutfall og er búist við að þaö verði sist lægra núna. Úm 4000 manns eru á þessu skólastigi og hefur atvinnumiöl- unin gert gott gagn á undan- förnum árum. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.