Þjóðviljinn - 13.05.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 13.05.1977, Síða 3
Föstudagur 13. maí 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA — 3 r Einar Agústsson: Fiskveiömdrædur viö EBE10. júní LUNDÚNUM 11/5 — Reuter-fréttastofan hefur þaö I dag eftir Einari Agústssyni, utanrikisráðherra Islands, að ekki sé óhugsandi að nokkrum breskum togurum verði aftur hleypt inn i isiensku fiskveiði- lögsöguna, þó ekki fyrr en fiski- stofnarnir þar hefðu jafnað sig. Fréttastofan hefur einnig eftir Einari að hann telji ekki koma til greina að endurnýja fisk- veiðisamning islendinga og vesturþjóðverja um veiöar þeirra siðarnefndu á islands- miðum, ,,þvi að það væri ekki samngjarnt gagnvart bretum að ieyfa þjóðverjum fiskveiöar áfram.” Samningurinn við Einar Agústsson. vesturþjóðverja rennur út 28. nóvember. Einar Agústsson sagðist einn- ig vera svartsýnn um árangur af viðræðum sinum við þá Finn Gundelach, stjórnarnefndar- mann E f nah a gs ba nda la gs Evrópu, og Frank Judd, aöstoðarutanrikisráöherra Bretlands, sem fara eiga fram i næsta mánuði. Sagðist Einar ekki teija að ástand fiskistofn- anna á isiandsmiðum og miðum EBE gæti tiiefni til samkomu- lags um veiðihcimildir. Að sögn Rcutcr fara viðræður ncfndra tvcggja fulltrúa EBE við islcnsku rikisstjórnina fram i Reykjavik !). og 10 júni. Heljarbál i saúdi- arabískri olíulind Getur valdið neyðarráðstöfunum um oliuskömmtun TÖKIÖ, PARIS 12/5 — Eldur hef- ur brotist út i Abkak-oliulindun um, sem eru aðrar auðugustu oliulindir Saúdi-Arabiu á þurr- lendi. Japanski ambassadorinn i Saúdi-Arabiu skýrði svo frá I dag, að sex eða sjö manns, þar á meöal bretar og bandarlkjamenn, heföu farist er eldurinn kom upp I gær- kvöldi. Talsmenn Aramco, bandarisk-saúdiarabiska oliu- félagsins sem stundar þarna oliu- vinnslu, segja að 20-40 verka- menn hefðu fengið brunasár. Ekki sögðust talsmennirnir telja að eldurinn væri af völdum skæruliöa. Haft var eftir bandariska oliu- hringnum Caltex aðóttast væri að ekki yrði hægt að ráða við eldinn i bráð, og gæti það þýtt aö úr fram- leiðslunni drægi um 5 miljónir tunna á dag. Hinsvegar hafði jap- anski ambassadorinn eftir saúdi- arabiskum embættismönnum aö likur væru á að tækist að koma oliulindinni i gagnið á ný innan skamms, jafnvel innan viku. Frá Paris heyrist að Alþjóðlega orku- stofnunin (IEA) kunni að gripa til áætlunar sinnar um oliuskömmt- un I neyðartilfellum, ef eldurinn á Abkaik dragi verulega úr fram- leiðslu. Bandarikin og flest önnur kapitalisk iðnriki, þau er mest eru komin upp á oliunotkun til iðnaðar sins, eru aðilar að stofnun þessari. Neyöaráætlunin var gerð eftir oliubann Arabarikja á Vesturlöndum Í973-74 og hefur til þessa aldrei verið gripið til henn- ar. EFTA þingar í Vínarborg: Bandalag á fæti fallanda VÍN 12/5 — Forustumenn Fri- vcrslunarbandalags Evrópu (EFTA), scm þinga nú i Vinar- boi g, cru sagðir leitast við að móta nýja stefnu i efnahagsmál- um bandalagsins, sem virðist nú allmjög komið á fallanda fót. Portúgal hyggst nú ganga úr EFTA og samcinast keppinauti þcss, Efnahagsbandalagi það, að EFTA-rikin munu afnema flesta verndartolla á iðnvarningi gagnvart EBE-rikjum frá 1. júli. Evrópu. Ilanmörk og Brctland struku úr EFTA yfir i EBE þcgar árið 1973. Þessi útþensla EBE hefur styrkt aðstöðu þess i viðskipta- málum á alþjóðavettvangi á kostnað EFTA-rikja, sem mega sin minna. Öttinn við það að EFTA kunni að hverfa alveg i skuggann af EBE hefur aukist við NIXON: Aðildarriki EFTA eru nú tsland, Noregur, Portúgal, Sviþjóð, Austurriki og Sviss, og Finnland er aukaaðili. Auk dvinandi máttar banda- lagsins er talið að eitt helsta um- ræðuefnið á ráðstefnunni, sem stendur yfir i tvo daga, verði at- vinnuleysið i Vestur-Evrópu, sem nú er meira þar en nokkru sinni áður eftir siðari heimsstyrjöld, og i EFTA-löndum, sem þó hafa mörg hver varist atvinnuleysinu betur en EBE-riki, er um miljón manna atvinnulaus, samkvæmt skráningu. Krústsjof durgur — Bresjnef staðfastur og fágaður WASHINGTON 12/5 Rcutcr - Að áliti Nixons fyrrum Banda rikjaforseta var Nikita Krústs jof, fyrrum leiðtogi Sovétrikj anna, að visu durgur, en þí mciri gáfum gæddur en eftir maður hans sem ieiðtogi so- véska kommúnistaflokksins, Leónid Bresjnef. Hinsvegar gefur Nixon Bresjnef þá eink- unn að hann sé staðfastur og fágaður leiðtogi. Haft er eftir svokölluðum áreiðanlegum heimildum að þetta muni meðal annars fram i sjónvarpsviðtali Nixons við David Frost i kvöld, öðru i röðinni. f þessu viðtali fjallar Nixon um þátt sinn á sviði utanrikis- og alþjóðamála og er þvi spáð að hann muni reyna að þakka sér umskiptin til hins betra i samskiptum Bandarikjanna og Kina, slökunarstefnuna gagn- vart Sovétrikjunum, minnkun þátttöku Bandarikjanna i Viet- nam-striðinu og frumkvæði um friðargerð i Austurlöndum nær. — Sagt er að þeir Nixon og Frost geti haft um hálfa aðra miljón dollara hvor upp úr krafsinu. 20 brunnu inni í Amsterdam AMSTERDAM 12/5 Reuter — Fjögur lik i viðbót fund- Tist í dag í brunarústum hótels í Amsterdam, sem brann til grunna fyrir fá- um dögum, og er nú vitað með vissu að 20 manns brunnu þar inni. Af átta likum, sem þegar hafa þekkst,, eru þrjú af svium og jafnmörg af argentínu- mönnum. Margir þeirra, sem fórust, voru gamalt fólk. 22 menn, sem hlutu brunasár í eldsvoðanum, eru enn á sjúkrahúsum. Erlendar fréttir í stuttu máli Callaghan sakaður um fjölskylduklíkuskap LUNDÚNUM 12/5 Reuter — James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands verður nú fyrir miklu aðkasti vegna þess að stjórn hans hefur útnefnt tengdason hans, Peter Jay, ambassador Bretlands i Bandarikjunum. t þinginu i dag veittust bæði ihalds- þingmenn og vinstrisinnaðir verkamannaflokksþingmenn að Callaghan fyrir þessa útnefningu og sökuðu hann um fjölskyldu- klikuskap. Stjórnin f'ullyrðir á móti að það hafi verið Owen utan- rikisráðherra, en ekki Callaghan, sem átti frumkvæðið að út- nefningunni. Peter Jay er fertugur að aldri, ritstjóri Lundúnablaðsins Times um efnahagsmál og hefur getið sér orðstir sem snjall sjónvarpsmaður. Sagt er að stjórninni hafi þótt vel við eiga að skipa ungan og nýmóðins mann i þessa mikilvægustu ambassa- dorsstöðu Bretlands, vegna þess að stjórn Carters þyki hafa á sér meira æskubragð en fyrri Bandarikjastjórn. Utanrikisráðherra El Salvador drepinn SAN SALVADOR 12/5 —- Her og lögregla Mið-Amerikurikisins El Salvador leitar nú ákaft banamanna utanrikisráðherra landsins, Mauricio Borgonovo Pohl, sem skæruliðar námu á brott og tóku af lifi eftir að stjórnin neitaöi kröfu þeirra um að 37 pólitiskir fangar yrðu látnir lausir i skiptum fyrir ráðherrann. Prestur nokkur fannst myrtur i höfuðborginni skömmu eftir að lik ráð- herrans fannst. og er talið að hægrisinnaðir öfgamenn hafi drepið hann i hefndarskyni fyrir ráðherrann. Morösveitir hægri- öfgamanna eru virkar I mörgum rómanskameriskum rikjum og starfa þar gjarnan i samvinnu við stjórnarvöld. Eþiópia fœr lán hjá A Iþjóðabankanum — þrátt fyrir andstöðu Bandarikjanna WASHINGTON 11/5— Bandarikin neituðu i dag að samþykkja fyrir sitt leyti að Alþjóðabankinn veitti Eþiópiu stórlán til áveitu- og vegaframkvæmda, og sagði talsmaður bandariska utanrikis- ráðunevtisins að þetta stafaði af þvi, að Bandarikio hefðu áhyggjur af mannréttindamálum i Eþiópiu. Bankinn samþykkti engu að siður að veita Eþiópiu lánin. Er þar um að ræða 25 miljón dollara lán til áveitna og 32 miljónir dollara til vegabóta. Liklegt má telja.að ástæðan til þessarar andstöðu Banda- rikjanna sé sú, að Eþiópia hefur nú slitið hermálasamstarfi við Bandarikin eftir 20 ára bandalag rikjanna á þvi sviði. 1 siðasta mánuði lokaði Eþiópiustjórn bækistöðvum fjögurra ópinberra bandariskra stofnana i Asmara, höfuðborg Eritreu, þar á meðal fjarskiptastöð. Deilur í Búlgariustjórn: Liklegum eftirmanni Sjiv kovs vikið úr áhrifastöðum VIN 12/5— Boris Vcltsév, sem talinn hcfur verið Hklcgur eftir- maður Todors Sjivkovs sem forseti Búlgariu, var i dag vikið úr öllum póiitiskum áhrifastöðum. Var honum meðal annars vikið bæði úr stjórnmálanefnd búlgarska kommúnistaflokksins og miðncfnd flokksins. Veltsév hefur vcriö i stjórnmálanefndinni siðan 1972. Þetta er að sögn mesta raskið, sem orðið hefur á æðstu stjórn Búlgariu siðan 1974, þegar þremur mönnum var vikið úr stjórn- málanefndinni. Búlgarska fréttastofan BTA sagði i tilkynningu um þetta að Veltsév væri sakaður um hentistefnu, en skýrði það ekki nánar. Kommúnistaflokkur Búlgariu hefur löngum þótt flestum kommúnistaflokkum hliðhollari Sovétrikjunum. 1 utan- rikismálum hefur Búlgaria þannig i stóru og smáu lotið forustu Sovétrikjanna, en hinsvegar farið aö ýmsu eigin leiðir i efna- hagsmálum. Bollaleggingar eru uppi um það að Veltsév og fleiri hafi verið óánægöir með stefnu Sjivkovs forseta og talið hana úrelta i mörgu, svo og stjórnaraðferðir hans, og hafi þeir talið tima til þess kominn aö endurnýja forustu flokksins. Sjivkov hefur verið æðsti valdamaður Búlgariu i meira en tvo áratugi. Filippinski herinn sakaður um pyndingar MANILA 12/5 Reutcr — Fimmtán kaþólskir biskupar hafa farið þcss á leit við Ferdinand Marcos, forseta Filippseyja, að hann láti rannsaka hvað æft sé i ásökunum þess efnis að kaþólsk kona, scm handtekin var i siðasta mánuði i Tondo, fátækraútborg skamjnt frá Manila, hafi verið pynduð. 1 mars birtu samtök kaþólskra áhrifamanna skýrslu þess efn- is, að hermenn stjórnarinnar hefðu pyndað yfir 40 manns siðast- liðið ár. Biskuparnir segjast hafa vitnisburð fyrir þvi að nefnd kona i þjónustu kirkjunnar, frú Trinidad Herrera, hafi verið látin sæta rafmagnspyndingum. Hefðu fingur hennar verið svo illa farnir eftir pyndingarnar að aðrir fangar hefðu orðið að mata hana. Stjórnarvöld Filippseyja hafa mótmælt þvi harðlega að fangar væru pyndaðir að tilhlutan þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.