Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mal 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyjingar og þjódfrelsis. Útgetandi:* Ctgáfufélag Þjóðviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson Ritstjórar-.Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Síöumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Prentun: Blaöaprent hf. Blíðmœli koma ekki í stað brauðs „Alþýðubandalagið bregst láglauna- fólki” er fyrirsögnin á forystugrein Tim- ans i gær. Þar reynir Þórarinn Þórarinsson, for- maður þingflokks Framsóknarflokksins að hafa uppi dylgjur um afstöðu Alþýðu- bandalagsins og Þjóðviljans til baráttu verkalýðshreyfingarinnar i yfirstandandi kjaradeilu. Þórarinn Þórarinsson veit fullvel að AI- þýðubandalagið og Þjóðviljinn styðja for- gangskröfur verkalýðsfélaganna, kröfuna um 110 þús. króna lágmarkslaun á mánuði, ekki aðeins i orði,heldur einnig á borði. Þær kröfur sem mótaðar voru á þingi Alþýðusambands islands i kjara- málunum og samninganefnd verkalýðs- félaganna hefur lýst yfir að hafi algeran forgang i yfirstandandi kjarasamningum, — þær kröfur styður Þjóðviljinn, þær kröf- ur styður Alþýðubandalagið af öllu þvi afli sem það heíur yfir að ráða. Þórarinn Þórarinsson veit lika fullvel að Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið styðja hins vegar enga þá kröfu i yfirstandandi samningum, sem ekki samrýmist megin- stefnu Alþýðusambandsins um aukinn launajöfnuð og forgangsrétt hinna lægst launuðu. Um þetta þarf ritstjóri Timans ekki að spyrja eins og álfur út'úr hól. Sjálfur hefur Þórarinn Þórarinsson a.m.k. tvivegis vitnað i Timanum til um- mæla Þjóðviljans nú á siðustu vikum um það, að fáist atvinnurekendur til að fallast á forgangskröfu verkalýðsfélaganna um verðtryggð 110 þús. króna lágmarkslaun, þá verði margvislegar aðrar lagfæringar á fyrri samningum sjálfsagt að biða betri tima. Kjaradeilan stendur i fyrsta, öðru og þriðja lagi um forgangskröfur Alþýðu- sambandsins, mótaðar á Alþýðusam- bandsþingi fyrir nær hálfu ári: Verð- tryggð 110 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði og greiðslu visitölubóta með jafnri krónutölu til allra. Það er út af þessum kröfum, sem verka- fólk hefur lagt niður alla yfirvinnu. Það er út af þessum kröfum, sem allsherjarverk- fall vofir yfir. Það þarf enginn, hvorki stjórnmálaritstjóri Timans, né nokkur annar, að láta sér detta i hug, að allsherj- arverkfall skelli á, eða yfirvinnubanni verði haldið áfram, hafi þessar forgangs- kröfur verið samþykktar. Það er ekkert annað en visvitandi bldcking hjá talsmönnum ríkisstjórnar og atvinnurekenda og málgögnum þeirra, þegar reynt er að telja fólki trú um, að þessar eða hinar sérkröfur utan almenna rammans standi i vegi fyrir samkomu- lagi. Allur sá fjarstæðukenndi málflutningur er eingöngu settur fram til að leiða athygli almennings frá þeirri bitru staðreynd að dúsbræður Geirs Hallgrimssonar i Vinnu- veitendasambandinu og dúsbræður Ólafs Jóhannessonar I Vinnumálasambandinu hafa þverneitað forgangskröfu verkalýðs- samtakanna um 40-50% hækkun lág- markslauna og verðtryggingu, en þess i stað boðið 3-4% hækkun og svo 1% upp i sérkröfurnar. Þeir hafa lika þverneitað að samþykkja að verðlagsbætur á laun verði greiddar I sömu krónutölu, öllum jafnt. Þess i stað telja þeir ófrávikjanlegt að eigi að greiða verðlagsbætur yfirleitt, þá skuli sá sem nú hefur 200 þús. i mánaðalaun fá um þrisvar sinnum hærri verðlagsbætur en sá sem hefur um 70 þús. á mánuði. Þá vantar vist ekki peningana hjá þessum gullkálfum. Um þetta er sá meginágreiningur, sem kjaradeilan snýst um, en ekki þessar eða hinar sérkröfur einstakra hópa, sem sum- ar eiga fullan rétt en aðrar ekki. Þórarinn Þórarinsson þarf ekki að spyrja um afstöðu Alþýðubandalagsins. Honum væri nær að spyrja um afstöðu Framsóknarflokksins. Heldur ritstjóri Timans að ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, geti komist upp með það, að þykjast styðja baráttu verka- fólks i orði, en standa þegar á hólminn kemur undir vopnum i röðum andstæðing- anna, við hlið ráðakliku Vinnuveitenda- sambandsins og Sjálfstæðisflokksins? ólafur Jóhannesson og aðrir foringjar Framsóknarflokksins munu verða að sýna lit áður en lýkur. Verkalýðshreyfingin mun ekki gefa þeim kost á að leika tveim- ur skjöldum. t fyrradag gaf stjórn SÍS fulltrúum verkalýðsfélaganna það svar, aðhún hefði alls engin boð fram að færa til lausnar kjaradeilunni. — Er þetta endan- leg niðurstaða Framsóknar og SÍS? Heldur Þórarinn Þórarinsson, að fólk sem ekki hefur 100 þús. kr. i tekjur á mánuði géti lifað á innantómu skjalli og bliðmælum formanns Framsóknarflokks- ins? Hverjir eru það, sem þykjast i orði skilja sjónarmið láglaunafólksins, en standa á borði við hlið Sjálfstæðisflokksins og Vinnuveitendasambandsins nú þegar mest á reynir? Þeirri spurningu ætti rit- stjóri Timans að svara. —k. 1. Bpurnlng: .wuiavuuui't klptlng mlfll bekk.la: 3. bakkurT ‘ lásu roinna en 2 klst. á viku eða 14,5* i lásu 2-5 klet. - - - 36,0* ’ láeu 5-10 klet. - - - ji.ojt I láeu melra en 10 klat.- - -18,5* 4. bekkur, 22 lá8u mlnna en 2 klet. á vlku efla 16, 54 lásu 2-5 klst. - - - 40,. 33 láeu 5-10 klst. - - - 29, lb láau melra en 10 klst.- - 13, 5. öekkur 25 láau mli 47 láeu 2-5 klat. 52 láau 5-10 klst. 25 lásu melra en 10 klat.- - 57.6* 3:1 wogiiKur^ Ó láeu minna en 2 klst. á vlku eöa 6,9* 48 láau 2-5 klat. - - - 56,9« 57 láau 5-10 klst. 56 lásu meira en 10 klst.- - 28,5* 27,7* Skipting milli deilfla var sem hár seglri Leaa mlnna en 2 klst.: - 2-5 klat. : - 5-10 - : - melra en 10 klst.: Málad, 14,5* nem, 40,9* - 26,0* - 18.8* - St»rðfr.d, . 13.7* 56,7* 29,0* 20,5* Sklptlng mllll kynja: Karlar; Konur: Lesa mlnna en 2 klst.: - 2-5 klst. : - 5-10 - : - meira en lo klst.: 16,0* 33.5* 26,5* 24,0* ii:§- Sklptlng eftir elnkunnum: Lesa minna en 2 klst. á viku: Elnk. 0-4 TF - 2-5 klst. á viku: - 5-10 - : - melra on 10 klst. á vlkui 53* 0* 53* -af 6 nem. Eink. 4-6 "T775®— 57,3* 26,0* 19,5* -af 166 nem. Elnk. 6-8 "T5725---- 39.8* 28,5* Í5.5*, -af 284 nem Elnk. 8-10 6, y* 36,5* 30,2* 30,0* -af 63 nem. Laiii'Ilcslir lcsa 3-5 klukkustundir á viku. Myndin sýnir niburstö&ur úr svörum vift 1. spurningu menntaskólanema um lestrarvenjur og lestr- artima utan náms- og skólatima. Metingur síðdegis- blaðanna Hafinn er undarlegur metingur milli Vísis og Dagblaösins um þaö hvort blaöiö sé útbreiddara. Bera bæði blöðin fyrir sig skoðana- kannanir. Onnur var gerö á veg- um félagsvisindadeildar Háskól- ans og sýnir hún tölur um blaöa- lestur f þremur kaupstööum á Reykjavfkursvæöinu, þó ekki 1 Reykjavik. Hin könnunin er unnin á vegum Skólablaös Menntaskól- ans f Reykjavík. Skv. fyrrnefndu könnuninni er Dagblaðiö nokkru ofar en Vísir 30% lesa Dagblaöiö en 28% Visi, en mismunurinn er litill. Samkvæmt menntaskóla- könnuninni er Vfsir nokkru hærri; þtirri könnun hampar Visir aö sjálfsögöu. Ekki verður sagt aö vegur þess- ara sfödegisblaöa Ihaldsins hafi vaxiö viö þennan meting', enda er hvorug þessara kannana mark- tæk um landið I heild: Þær sýna I besta lagi rétta mynd af lestri dagblaöa á umræddum svæöum ög í einum framhaldsskóla lands- ins. Meira segja þær ekki. Hvað ér „lestur”? bandi viö þessar kannanir; ekki er vist að fólk segi alltaf 100% rétt til um blaðalestur sinn þegar svo er spurt. I könnun MR var tam. spurt: Hve oft lestu hvert dag- blaö? a) oftar en 5 sinnum i viku, b) 2-4 sinnum f viku, c) sjaldnar en 2 sinnum I viku? Hvaö þýöir „lestur” I þessu tiiviki? Lauslegt yfirlit? Skoðun fyrirsagna? Lest- ur á iþróttasiöunni einni? Lestur og skoöun á myndasögunum ein- um? Liklegast er aö fólk kalli það „lestur” I skoðanakönnunum af þessu tagi aö þaö nái aö sjá blöðin alloft eöa aö þau séu keypt reglu- lega á heimilum viökomandi. Vist er aö þaö krefst ekki mikils „lest- urs” aö vera áskrifandi aö dag- blaöi eins og slödegisblööunum. Þjóöviljinn er hins vegar gefinn út til þess að fólk nenni aö lesa hann, gefinn út handa þvi fólki sem vill upplýsingu, fræöslu um staöreyndir. „Lestur” alls 2-10 tíma á viku Samkvæmt könnun MR viröist hver nemandi lesaaö jafnaöi 1,9 blöö daglega (oftar en 5 sinnum I viku). Þaö er mikill blaöalestur og væri fróölegt aö vita hve mikl- um tima þetta fólk ver aö jafnaöi til blaöalesturs — eöa lesturs yfir- leitt. Svo vel vill til aö I sama Skólablaöi MR er einmitt aö finna fróölegar upplýsingar um al- mennan lestur nemenda. Þær eru byggöar á annarri skoöanakönn- un, sem Visindafélag Framtiöar- innar f Menntaskólanum I Reykjavik geröi. Þátttakendur I þessari könnun voru 540 en 448 I fyrrnefndu könnuninni. Samkvæmt könnun Vlsindafé- lagsins segist obbinn af nemend- um verja 2-10 stundum af fritima sinum — utan skóla- og náms- tima — á vikutil lestrar eöa tæp- lega klukkustund á dag eöa svo. Þessi tlöindi er vert aö hafa I huga I sambandi viö dagblaða- lesturinn, og ennfremur: Yfirleitt verja aöspuröir tlma sinum til þess aö lesa bækurum margvis- legustu efni. Niðurstaöan veröur þvl sú aö blaöa iestursé ekki mik- iö tiökaöur meöal aöspuröra. Og sjálfsagt eru þeir ekki einir á báti, líklega gefa svör þeirra nokkuö rétta mynd af þvi sem al- mennt er rikjandi. Þó er liklegt aö „fullorönir” lesi meira af dag- blöðum en yngsta fólkið. Þaö er þvi augljóst aö niöur- stöður skoöanakannana vekja fleiri spurningar en þær svara og þaö er eölilegt, ekkert er erfiöara aö færa i tölfræðibúning en hin margvislegu blæbrigöi á skoöun- um almennings. Um skoðana- kannanir Þetta leiöir aftur hugann aö þvi hvort ekki er oröin nauösyn aö setja reglur um framkvæmd skoöanakannana hér á landi. Öhæfa er aö einkafyrirtæki taki slikt aö sér eins og komst á dág- skrá fyrir nokkr. vikum er fyr - irtæki eitt bauöst til þess aö taka aö sér skoöanakannanir fyrir fyr- irtæki og félagasamtök. Eölileg- ast væri aö almenningur heföi yf- irstjórnina, þ.e. meö þvi aö trún- aöarmenn hans, t.d. þingkjörnir, stýri stofnunum sem framkvæmi skoðanakannanir. Til dæmis mættihugsa sér að slfk „stofnun” eöa nefnd heföi þaö hlutverk einn- ig að fylgjast með upplagi dag- blaðanna, en sem kunnugt er eru engar reglur til um slikt hér á landi. —s. Annað ber og aö varast i sam-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.