Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mai 1977 Leiðréttingar og athugasemdir vegna ummæla á Alþingi mánu- daginn 2. maí. Jón Magnússon, Hávarðsstöðum: Eins og þegar er kunnugt boð- uðu þingmenn Vesturlandskjör- dæmis til fundar aö Heiðarborg sunnudaginn 1. mai kl. 15. Fund- urinn var boðaður að ósk heima- manna. Aður en fundur hófst var meiri hluti þingmanna kjördæmisins við guðsþjónustu að Leirá. 1 predikun dagsins var rætt um sannleikann og áletrun á háskóla og alþingishúsi islendinga. bessi prédikun virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá fyrsta þingmanni Vesturlands- kjördæmis, eða að hann hafi ekki Jón Magnússon. Ekki of seint við næstu kosningar Aö samþykkja aöild aö höfn ekki hiö sama og lýsa fylgi viö járnblendiverksmiöjuna skeytt um að fara eftir þeim boð- skap sem þar var fluttur. í fyrsta lagi segir hann á Al- þingi að fundinn hafi sótt um 100 manns, en stólar voru í salnum milli 130-140 og voru þeir flestir notaðir, og auk þess var eitthvað af fólki í innra anddyri, og sumt stóð fremst i salnum þegar flest var. bá segist þingmaðurinn sakna þess að ekki hafi sótt fundinn nema 40-50afþeim 179 sem undir- rituðu áskorun til þingmanna um að halda almennan fund. Þetta er heldur ekki rétt, þvi fundinn sóttu urn heimingur af þeim sem ósk- uðu eftir honum, þótt þeir væru margir þvi miður farnir, þegar atkvæðagreiðsla fór fram um til- löguna sem samþykkt var, þar sem fundurinn dróst svo fram á kvöldið. barsem þingmaðurinn segir að það sýni ekki mikinn áhuga, að fylgja málinu eftir, að vilja ekki senda 3-5 manna nefnd til Reykjavikur snemma næsta morgun, þá er ég alveg viss um að þegar Asgarðsbóndinn talar við okkur fyrir næstu kosningar, að þá skilur hann máfeta vel, hvað við eigum erfitt með að fara frá búum okkar um mesta annatima ársins, vorið.Og þar að auki höfð- um við þarna fulltrúa okkar, sem voru komnir til þess að hlýða á okkar sjónarmið og einn af þeim meir að segja úr rikisstjórninni, og þeir hefðu átt að geta komið sjónarmiðum okkar óbrengluðum til skila. 1 umræðunum á Alþingi sagði hæstvirtur iðnaðarráðherra að staðið yrði við það, að ekki yrði byggt álver við Eyjafjörð gegn vilja heimamanna, þótt ekki fá- um við að njóta sömu réttinda. Hæstvirtur iðnaðarráðherra tekur það fram í sinni ræðu, að bæjarstjórn Akraness styðji byggingu verksmiðjunnar. En hanrt minnist ekki á i umræðun- um samþykktir sem sendar voru frá: Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar, Kvenfélagasambandi Borgarfjarðar, Hvalfjarðar- strandarhreppi, Innri-Akraness- hreppi, Búnaðarfélagi Leirár- og Melahrepps, og nú siðast f vetur frá Verkalýðsfélagi Borgarness, þar sem f öllum þessum sam- þykktum var verksmiöjubygg- ingunni mótmælt. Og þetta allt var snemma á ferðinni. En þar sem iðnaðarráðherra telur, að með þvi að kjósa menn i hafnarnefnd, hafi sýslunefndar- menn og oddvitar óbeint samþykkt verksmiðjuna, þá mót- mæli ég þvi hér hvað mig snertir, og eins gerði ég það á fundinum að Heiðarborg. Þegar hafnarnefndin var kosin, var þegar búið af stjórnvöldum að samþykkja verksmiðjubygg- inguna, og eitt af þvi fáa sem ég tel jákvætt við þessar fram- kvæmdir á Grundartanga er höfnin. Þess vegna fannst mér rétt að sýslan og sveitarfélögin yrðu þar eignaraðilar. En ef eng- in verksmiðja yrði reist, þá sá ég i hendi mér að ekki yrði af hafnar- framkvæmdum, og þar með það mál úr sögunni. Einnig . sagði hæstvirtur iðnaðarráðherra i umræðunum, að ef andstaða hefði verið gegn byggingu verksmiðjunnar hefði mátt ætlast til, að einhver and- mæli hefðu borist áður en setning laga hefði verið komin á lokastig. En þá vil ég spyrja: Hefði ekki verið sama þótt fleiri andmæli hefðu verið send, en þau sem ég hefi þegar minnst á hér að fram- an, þar sem þeim virðist hafa verið stungið undir stól eða virt að vettugi, og ráðherrann minnist ekkert á þau i umræðum um mál- ið? 1 umræðunum á Alþingi kom einnig fram að hæstvirtur for- sætisráðherra taldi að óskir okk- ar um leynilega atkvæðagreiðslu um fyrirhugaða verksmiöju á Grundartanga væru of seint á ferðinni. Þá vitum við það suður-borg- firðingar. Við vorum i þetta sinn of seint á ferðinni, til þess aö njóta þeirra mannréttinda, sem talin eru sjálfsögð i öllum lýö- ræðisrikjum. Vonandi verðum við ekki of seint á ferðinni við næstu alþingiskosningar. Hávarðsstöðum 9. mai 1977, Jón Magnússon Sprunguviðgerðir og þéttingar á veggjum og þökum, steypt- um sem báruðum. Notum aðeins álkvoðu. 10 ára ábyrgð á vinnu og efni. Vörunaust sf. Símar 20390 & 24954 milli kl. 12 & 1 og eftir kl. 19:00 Stjómmálakreppa í Brasilíu: Stórþjóð stjórn- að sem herbúðum 15. april var þing BrasiIIu kallað saman eftir að hafa veriö nauðugt i tveggja vikna „frii.” Þessi meðferð á þinginu olli um- bótasinnaðri herforingjum og hinum áhrifamiklu hópum fjár- málamanna i Rio de Janciro og Sao Paulo talsverðum áhyggj- um. t þessum hópum var spurt: Er Brasilia að verða riki, sem stjórnað er eins og tröllauknum herbúðum? „Geisel segir... Geisel gerir þetta eða hitt ..Geisel ákveð- ur....” Þetta er það sem heyrist frá aðsetursstað stjórnarinnar, Brasiliuborg. Og Ernesto Geisei Brasiliuforseti er vissulega voldugur. Stjórnarskráin veitir honum samskonar vald og for- seti Bandarikjanna hefur, til dæmis. Ernesto Geisel er af þýskum ættum, og það eru lika tveir aðrir suðurameriskir ein- ræðisherrar, Banzer i Bóliviu og Stroessner í Paragvæ. Nafnið Geisel þýðir eiginlega „gisl”. Ennfremur má geta þess að Geisel er fyrsti maður af mót- mælendatrú, sem hefur á hendi forsetatign i Brasiliu, fjölmenn- asta kaþólska riki jarðar. Hann sýndi hversu voldugur hann var, þegar hann i byrjun mánaðarins sleit báðum deild- •um þingsins, öldungadeildinni og fulltrúadeildinni, og sendi þingmennina heim. I stuttu máli sagt er það, sem er á bak við þessa pólitisku kreppu, sú staðreynd, að herfor- ingjavaldið reynir að gæða stjórn sina lýðræðislegu yfir- borði, en beitir valdi sinu opin- skátt i hvert sinn og einhver tek- ur það lýðræði alvarlega. 31. mars héldu herforingjarn- ir hátiðlegt 13 ára afmæli valda- ránsins, sem kom þeim til valda. Daginn eftir var þinginu slitið. O Estado de S. Paulo, á- hrifamikið fremur frjálslynt en annars ihaldssamt dagblað, sagði þá i forustugrein/að her- foringjaveldið „byrjaði sitt fjórtánda ár undir þunga mar- traðar, sem stafar af misskil- inni fortið, og heldur nú áfram á vit óljósrar framtiðar.” Eftir að hershöfðingjarnir tóku völdin 1964 bönnuðu þeir þáverandi stjórnmáláflokka en komu á fót tveimur nýjum i staðinn. Annar er hlynntur stjórninni og þekktastur undir skammstöfuninni ARENA, hinn stjórnarandstöðuflokkurinn Brasiliska lýðræðishreyfingin, þekkt undir skammstöfuninni MDB. Siðustu tvö árin hefur MDB farið að taka hlutverk sitt sem stjórnarandstöðuflokks alvar- legar en flokkurinn hafði gert þangað til. Flokkurinn vann talsvert á i siðustu þingkosning- um og hefur nú yfir þriðjung þingsæta. Þrátt fyrir það hefur til þessa verið litið um tilraunir til þingumræðna i alvöru i þing- húsinu, sem byggt er i fútúrisk- um stil og stendur i Brasiliuborg miðri. Fyrir um ári varði þingið þannig þremur dögum sam'- fleytt til umræðna um mál, sem reis út af litt þekktum þing- manni stjórnarandstöðunnar. 1 ganginum úti fyrir sal fulltrúa- deildar hafði ljósmynd náðst af honum skyrtulausum. Þetta var ófyrirgefanleg synd i Brasiliu, þar sem megináhersla er lögð á formlegan klæðaburð embættis- manna. Þekktur stjórnarandstæðing- ur frá Rio, Lysanjeas Maciel, sagði i ræðu á þingi: „Við erum eins og unglingur, sem fær lán- aðan bilinn hans pabba sins i fyrsta sinn með þvi ófrávikjan- lega skilyrði, að hann megi ekki aka lengur en húsaröðina á enda.” Þetta varð siðasta þing- ræða Maciels, enda hafði hann áður ráðist á einræðisstjórnina fyrir ofbeldisaðferðir hennar og pyndingar á pólitiskum föngum. Stjórnin svipti hann þingsætinu og notaði til þess viðtæka sér- löggjöf, sem hún setti i gildi fyr- ir rúmum átta árum. Til þessarar sömu sérstöku laga greip stjórnin þegar hún rak þingið heim um hálfsmán- aöartima.MDB vildi ekki sam- þykkja frumvarp um umbætur Brasilisktbarn, veikt af næring- arskorti. Þrátt fyrir „efnahags- undur” og gifurlega auðlegð hefur brasiliska einræðisstjórn- in ekkert gert til þess að draga úr neyðinni, sem er hlutskipti mikils hluta almennings. á réttarfarinu, sem stjórnin lagði fram. Ekki svo að skilja að MDB viðurkenndi ekki nauðsyn þess að endurnýja réttarkerfið, sem er svo úrelt og seinvirkt að óviðunandi er með öllu. En stjórnin hafði ekki viljað setja i gildi að nýju svokölluðu habeas corpus-lög, sem gera ráð fyrir þvi að handtekinn maður skuli leiddur fyrir dómara skömmu eftir handtökuna. Á Norður- löndum er til dæmis I lögum að það skuli gert innan 24 klukku- stunda frá handtökunni. Flokksstjórn MDB krafðist þess af þingmönnum sinum að þeir greiddu allir atkvæði gegn lagafrumvarpinu, og það gerðu þeir og felldu þar með frum- varpið. Réttarfarsumbæturnar þýddu breytingu á stjórnar- skránni, og til sliks þarf að minnsta kosti tvo þriðju at- kvæða i þinginu. Og MDB hefur, eins og þegar hefur verið tekið fram, rúmlega þriðjung þing- sæta. Umrædd sérlöggjöf er þannig, aö stjórnin gat ekki gert frum- varp sitt að lögum án þess að senda þingið heim. Og það var það sem hún gerði.Þingið var rekið heim og frumvarpið var lögleitt með tilskipun frá Geisel forseta. Geisel, sem sjálfur fer með vald einræðisherra, réðist við þetta tækifæri á MDB og sakaði flokkinn um að iðka „minnihlutaeinræði.” Eftir þessa meðferð á MDB efast menn stórlega um ein- lægni stjórnarinnar til þess að auka „lýðræðið” i landinu, en þvi lofaði Geisel.er hann tók við forsetaembætti fyrir þremur árum. Hann er sá f jóröi i röðinni af hershöfðingjum, sem setið hafa á forsetastóli siðan valda- ránið var framkvæmt 1964, og hann hefur verið talinn hvað sist einræðissinnaður þessara fjög- urra. Brasiliska herforingjaveldið hefur það sérkenni að sami hershöfðinginn má ekki vera forseti nema i fimm ár. Eftir það útnefnir forusta herforingj- anna nýjan forseta, og verður kjörmannasamkunda að stað- festa útnefninguna. Sú staðfest- ing er að sjalfsögðu aðeins formsatriði. Það er harður kjarni um það bil 15 hershöfð- ingja, sem hefur i höndum sér valdið á bak við forsetann. Sá hópur er venjulega kallaður „eldhringurinn” (0 Circulo do Fogo), Alitið er að þessi hópur rykki þjösnalega i beislið, sem hann stöðugt hefur á forsetan- um, i hvert skipti og forsetinn sýnir lit á þvi að stiga fáein skref áfram. Stjórnin hafði lagt fram mjög svo hægfara tillögur um tekju- jöfnun, en ekkert hefur enn orð- ið úr framkvæmd þeirra. Þvert á móti breikkar stöðugt bilið milli glitrandi rikidæmis og aumustu fátækar. Geisel var lika með fyrirætlanir um að draga úr hinum efnahagslega ójöfnuði, sem fyrir hendi er milli suðurhluta landsins, sem er háþróaður efnahagslega og stórlega iðnvæddur, og norð- austurhéraðanna, þar sem armóður rikir. En ekki hefur heldur neitt orðið úr þvi. Hið sama er að segja um fyr- irætlanir, sem gengu út á það að takmarka athafnafrelsi alþjóð- legra stórfyrirtækja innan hins kapitaliska hagkerfis landsins. Fyrir tveimur mánuðum var Severo Gomes, verslunar- og iðnaðarmálaráðherra, rekinn úr stjórninni. Hann hafði gagn- rýnt rikisstjórnina fyrir það, að hún i mörg ár hefur leitast við að fá inn i landið erlent fjár- magn svo skiptir miljörðum i hörðum gjaldeyri. Þessi stefna, sagði Gomes, flutti ekki einung- is inn i landið erlenda tækni, heldur og erlenda stjórnarhætti i efnahags- og fjármálum, sem ekki féllu alltaf vel að brasilísk- um aðstæðum. Hann gagnrýndi það einnig að allrahanda fjöl- þjóðleg fyrirtæki skyldu hafa frjálsan aðgang að landinu — og þar hitti hann stjórnina á auman blett. Og þessvegna féll axarhöggið. Severo Gomes var þó sá af teknókrötunum i stjórn- inni, sem mest álit hafði á sér hjá þeim hluta borgarastéttar- innar, sem er i andstöðu gegn stjórninni. Hinu svokallaða „efnahags- undri” Brasiliu fylgdi gifurleg efnahagsleg framþróun árin 1969-74. Hvað umfang efnahags- llfs snerti varð landið þá það áttunda I röðinni I heiminum ut- an sósialisku rikjanna. En á þessum árum hækkuöu lika skuldir Brasiliu erlendis upp I 25 Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.