Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. mal 1977 WÓÐVILJINN — SIÐA 5 Norski uppfinningamaöurinn Thorbjörn Sandnes segir að sjómenn eigi i raun allan heiður af Lófót-lfnunni sem hann heldur á hér á myndinni. Bylting í línuveiðum? Lófót-línan yeiöir betur t Lófót-héraði i Noregi hafa menn undanfarin ár unnið að gerð nýrrar tegundar fiskilinu sem reynst hefur mun fisknari en sú lina sem notuð hefur verið svo til óbreytt i mörg ár. Við til- raunaveiðar hefur veiðst allt upp i f jórfalt magn á nýju linuna miðað við þá gömlu. Nýja linan er framleidd af Torbjörn Sandnes sem rekur veiðarfærafyrirtæki i Napp i Lófót. Hún er öll úr næloni og þvi mun léttari en sú gamla enda er hún hugsuð sem flotlina og að sögn tilraunamanna er auðvelt að lyfta henni af botnin- um. Veiðitilraunir meö Lófót-lin- una hófust i mai i fyrra og var á vixl sett út eitt bjóð af nýju lin- unni og eitt af þeirri gömlu. Viö fyrstu tilraun veiddust 437 þorskar á venjulega linu en 805 á þá nýju, viö aöra tilraun var munurinn enn meiri, 686 þorsk- ar veiddust á gömlu linuna en 2.552 á þá nýju. Þegar lagt var fyrir aðrar fisktegundir, ýsu, keilu og löngu, reyndist munur- inn ekki eins mikilí en þó 20- 40%. Tveir islenskir skipstjórar af Suðurnesjum, þeir Halldór Þórðarson og Gerðar Þóröarson úr Keflavik, hafa báðir reynt nýju linuna i Noregi og hér heima. Fengu þeir meö sér frá Noregi nokkur bjóð sem þeir hafa að undanförnu gert til- raunir með en þeim er ekki lok- ið. Þó liggur það fyrir að Haldór fékk við fyrstu tilraun 200 fiska á 200 öngla og i annarri tilraun fékk hann fisk á fjórða hvern öngul á nýju linunni á móti tiunda hverjum á þeirri gömlu. Menn hafa ekki enn getað gert sér grein fyrir þvi i hverju feng- sæld þessarar nýju linu er fólg- in. Þeir tina þó til atriöi eins og það að hún er svo til ósýnileg i sjónum og tekur litinn straum á sig. Einnig er nefnt aö lyktin af gömlu linunni gæti haft sin áhrif. I Noregi hefur notkun þess- arar nýju linu þegar hafist og hún nýtur æ meiri vinsælda. Vegna þess hve mjög aflinn hef- ur aukist hafa norðmenn fækkað verulega önglum án þess að afli skerðist. Er algengt aö i hverri lögnséu 3-3.500 önglar á móti 15- 18.000 sem er algengt á linuveiö- um hér við land. Við þessa fækkun öngla spar- ast margt: beita og vinnuafl, bæði við beitningu i landi sem á bátnum sjálfum. 1 Noregi eru þeitningamenn ekki nema tveir og áhöfn bátanna þrir menn. Hér á landi eru fimm á hvorum stað. Einnig styttast túrarnir þvi færri öngla þarf að afgreiða hverju sinni. A móti þessu kemur að breyta þarf spili og dráttarskífu bát- anna auk þess sem menn þurfa að temja sér litið eitt breytt vinnubrögð bæöi á landi og sjó. í frétt frá fyrirtækinu Triton sem hefur umboö fyrir Lófót- linuna segir að likur bendi til að þessi nýja uppfinning muni ger- breyta öllum aöstæðum til linu- veiða. Það er alkunna að linu- veiðar hafa dregist mjög saman hér við land og að æ erfiðara verður með hverju árinu að fá báta og mannskap til að gera út á linu. Þar sem þessi nýja lina er flotlina ætti að vera hægt að fylgja hreyfingum fisksins i sjónum betur eftir. Einnig ætti það hve linan er létt að gera minni bátum kleift að stunda linuveiðar en hægt hefur verið hingað til. Triton hefur ákveðið aö efna til kynningarstarfsemi meðal útgeröar- og sjómanna hér á landi og hefur fyrirtækið fengið Thorbjörn Sandnes til að koma hingað til lands siðari hluta þessa mánaðar. Veröur þá hald- inn kynningarfundur þar sem notkun nýju linunnar verður út- skýrð með myndum og fyrir- lestrum. Verður þessi fundur auglýstur nánar siðar en þeir sem vilja afla sér upplýsinga um Lófót-linuna geta haft sam- band við Triton, Kirkjutorgi 4 en siminn þar er 2-72-44. —ÞH Ég óttast bœði félagslega og líf- frœðilega röskun ,,Ég hef ekkert fariö leynt meö þaö, aö ég hef allan timann, frá þvl umræöur um Grundartanga- verksmiöjuna hófust, veriö and- vfgur henni. Og þaö sem ég óttast mest I sambandi viö þessa verk- smiöju er tvennt. 1 fyrsta lagi óttast ég þá mengun sem af henni mun stafa og haft getur ófyrir- sjáanlcgar afleiöingar fyrir lifriki þessa blómlega landbúnaöarhér- aðs, sem Borgarfjöröurinn er og þá einkum og sér i lagi nærsveitir viö verksmiöjuna. Og eins óttast ég aö verksmiðjan muni valda hér mikilli félagslegri röskun, sem hafa mun áhrif á land- búnaöinn”. — Það er séra Jón Einarsson prestur i Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, sem segir þetta, þegar við spurðum hann hvað það væri sem hann óttaðist mest i sambandi við fyrirhugaða járnblendiverk- smiðju að Grundartanga, en Jón hefur allt frá þvi fyrst var fariö aö tala um járnblendiverksmiðju á Grundartanga verið henni and- vigur, og Séra Jón heldur áfram: Raforkuveröiö „Fyrir utan þessi tvö atriöi koma mörg fleiri, sem fá mig til að vera andvigan verksmiöjunni þótt hin tvö fyrst nefndu séu mikilvægustu að minum dómi. Ég get tilnefnt að mér finnst fyrir neðan allar hellur að verksmiöjan skuli eiga aö fá raforku á 16 sinn- um lægra verði en bændur hér um slóðir. Hér inni Hvalfirði er rekiö gott fyrirtæki, Hvalur h.f., sem um áratuga skeið hefur séð hundruöum manna fyrir atvinnu yfir sumarið, tugum manna i 9 mánuði og mörgum allt árið. Þetta fyrirtæki veröur að greiöa minnsta kosti 4 sinnum hærra verö fyrir raforku, en járnblendi- verksmiðjan þarf að gera þegar hún tekur til starfa. Ég sætti mig ekki viö það aö islenskur land- búnaður, iðnaöur og fiskiðnaður skuli ekki fá aö sitja við sama borð og erlendir auðhringir, sem hér fá að reka verksmiöjur, einir eða til helminga á móti islending- um. Þá fæ ég heldur ekki betur séö en að við séum að lenda inni vita- hring. Ráðamenn segja að for- senda byggingu raforkuvera sé stóriöja til aö nýta rafmagniö, sem þýðir aö I hvert sinn sem byggt er raforkuver, þá verði að fylgja einhverskonar stóriðja. Þetta tel ég vera afar hættulega þróun og er henni andvigur. Byggðaröskun „Þaö sem ég óttast i sambandi við byggöaröskun er, að menn hér i nærsveitum svo til leggi niður kúabúskap og að þar með dragi mjög úr mjólkurframleiöslu. Þar sem allir flutningar á mjólk hér um slóðir eru kostaðir sameigin- lega af bændum, mun þetta koma afar illa við þá sem áfram hafa kúabú og veröa þá að standa und- ir enn dýrari flutningskostnaði. Þá er manni sagt af þeim sem til þekkja i nágrenni stóriðjuvera i nágrannalöndunum að þetta sé þróunin. Bændur hætti kúabú- skap fyrst en haldi áfram með nokkrar kindur en fái sér vinnu i verksmiðjunum. Siðan fækka þeir einnig kindum uns þeir hætta al- veg og landbúnaöur leggst niður i nærsveitum þessara stóriðju- vera. Röskun lífríkis „Þá komum viö aö menguninni. Hvaða áhrif kemur þessi verk- smiðja til með að hafa á lifriki Hvalfjaröarins og sveitanna i kringum hann? Ég er ekki að segja að viö sem nú erum á miðj- um aldri lifum það að sjá skemmdir frá þessari verk- Séra Jón Einarsson prestur I Saurbæ smiðju, en hvaö eftir 20 til 50 ár? Höfum við leyfi til að leyfa rekst- ur sliks fyrirtækis, sem kannski eyðir lifriki stórra svæða? Hvað á að gera við þau úrgangsefni sem frá verksmiöjunni koma? Viö höfum ekki fengiö fullnægjandi svör viö þeirri spurningu. Rætt vid séra Jón Einarsson prest aö Saurbæ á Hvalfjaröar- strönd Og svo ofan á allt annað kemur yfirlýsing frá Þjóöhagsstofnun um að ef verksmiöjan hefði veriö tekin til starfa á siðasta ári hefði oröið hundruö miljón króna tap á verksmiöjunni. Það kemur sum sé i ljós aö þessi verksmiöja er ekki eins hagkvæmt fyrirtæki og af var látiö þegar samið var um hana, fyrst við Union Carbide og siðan Elkem. Hlynntur perlusteinsverk- smiðju „A sama tima og veriö er að semja um erlenda stóriöju hér á landi, berst islenskur iðnaður i bökkum. Hvers vegna byggjum viö ekki islenskar verksmiöjur, svo sem perlusteinsverksmiöju, ég lýsi stuðningi við hana. Þar er um islenskt fyrirtæki að ræða, sem vinnur úr innlendu hráefni. Hvers vegna byggjum við ekki verksmiðjur til að fullvinna sjávarafurðir? Þess i stað er veriö aö semja um byggingu verksmiðju, sem erlendir aðilar hafa undirtökin i. Þeir eiga aö sjá um öflun hráefn- is, sem er flutt inn frá útlöndum og þeir eiga aö sjá um sölu á af- urðunum. Þeir fá að flytja hingað inn efni til að vinna i þessari verksmiðju fyrir hlægilega ódýra raforku. A sama tima er islensk- ur iðnaður settur hjá og situr ekki viö sama borð hvað orkuverö snertir. Lýðræðið fótum troðið — Og svo var óskum ykkar um atkvæöagreiðslu i héraði um mál- ið neitað? „Já, þvi miður og þar með tel ég að lýöræðið hafi verið fótum troðið. Iðnaðarráðherra segir það við eyfiröinga að þar veröi ekki reist álver nema meirihluti ibúa þar sé þvi meðmæltur. En hér hjá okkur virðist þaö ekki skipta máli hvað ibúarnir segja. Þó skrifuöu 179 af 200 sem til náðist undir lista þar sem óskað var eftir atkvæða- greiðslu heimamanna um málið. Hér hefði i raun átt að fara fram atkvæðagreiðsla fyrir tveimur árum. Þá finnst mér broslegt að heyra það frá rikisstjórninni að héðan hafi engin mótmæli heyrst. Þeir sem voru á Leirárfundinum fyrir 2 árum þurftu ekki að vera i neinum vafa um hug ibúanna. Þá hefur Búnaðarsamband Borgar- fjaröar, Verkalýðsfélag Borgar- ness, og almennir hreppsfundir lýst yfir andstööu við járnblendi- verksmiðjuna. Breytt áfstaða heilbrigðis- eftirlitsins „Þá kemur þaö og fram nú, aö Heilbrigöiseftirlit rikisins kemur nú fram með aöra skoöun á mál- inu en var á Leirárfundinum fyr- ir 2 árum. Þar ofan á bætist að fjölmargir þingmenn hafa fyrir- vara á samþykkt málsins og fleiri en áður. Sum sé aö ýmislegt það hefur komið fram sem fær menn til að efast um réttmæti bygging- ar þessarar verksmiðju. Hvers vegna ætti þá fólkið hér um slóðir ekki llka að efast og þeir sem áö- ur voru verksmiðjunni hlynntir, skipta um skoöun. Þaö hafa fjöl- margir gert. Þá finnst mér þaö einnig sýna veikleikamerki að máliö skuli hafa verið að veltast I þinginu i allan vetur en afgreiðslu þess svo hraðað i gegnum þingið á siöustu dögum þess og þá sagt að málið sé komið svo langt að ekki verði aftur snúið. Þar með tel ég að margir þingmenn hafi hreiniega verið knúnir til aö samþykkja það. Nei, það ber allt að sama brunni með þessa verksmiðju. Það væri nær aö hætta viö hana og nota það fé sem i hana á að fara til að byggja upp verksmiðj- ur til að fullnýta fiskafurðir okk- ar, grasmjölsverksmiöjur og annan iðnaö sem tilheyrir land- búnaöi. Hvað halda menn að mætti byggja margar slikar verksmiðjur fyrir það fé sem fara á i járnblendiverksmiðjuna? Múrarameistari getur bætt við sig nýbyggingum, pússn- ingu, flisalögnum og viðgerðum. Upplýsingar i simum 20390 & 24954 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 19.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.