Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.05.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 13. maí 1977 t, nvju birgftaskemmunni. Kins og sjá má cr þctta ansi myndarlcgur gólfflötur. En þctta cr bara þriðj- ungurinn cða þar uin bil... Ljósm. gel. Guðmundur Georgsson, lœknir: Leyndi Skúli Pálsson smitsjúkdómi í 1 ár? kanna, hvort sjúkdómurinn fyrir- fyndist i fiskeldisstöðinni og þá hvar i stöðinni. Jafnframt var vatnskerfi stöðvarinnar athugað. Þegar um smitsjúkdóm er að ræða skiptir það mestu að sannprófa, hvort sjúkdómurinn er til staðar. Vænlegast til árangurs er þvi að rannsaka þá einstaklinga, sem virðast veikir. Um þennan smitsjúkdóm gildir eins og marga aðra, að ekki þarf nema litið hlutfall hinnasýktu; að sýna sjúkdómseinkenni. Til- gangurinn með athugun á dreif- ingu sjúkdómsins innan stöðvar innar svo og vatnskerfi stöðvar- innar var að kanna, hvort vera kynni að einhver hluti stöðvarinn- ar gæti talist ósýktur. 1 siðari hluta greinarinnar er það haft eftir Skúla Pálssyni að aðstæður til að greina fisksjúk- dóma hérlendis séu næsta bág- bornar og er það rétt. Hins vegar er það rangt sem sagt er fyrr i sömu grein, að ekkiséu aðstæður til að greina sjúkdóma i fiskum hér. Það gildir um suma sjúk- dóma, en ekki alla, m.a. ekki þennan. Af einhverjum ástæðum hefur það fallið niður i greininni að geta þess, að undir sjúkdómsgreining- una hefur verið rennt styrkari stoðum en svo, að hún hvfli ein- göngu á niðurstöðum innlendra „sérfræðinga”. Norskur fisksjúk- dómafræðingur dr. Tore Hástein greindi fyrstur þennan sjúkdóm i seiðum, sem send voru til hans úr fiskeldisstöð Skúla Pálssonar i fyrra. Mitt hlutverk var þvi aö- eins að staðfesta, að sjúkdómur- inn er enn i stöðinni. Virðingarfyllst, Guðmundur Georgssoi 1«. mai 1977. Hr. ritstjóri. i grein sem birtist þann 5. þessa mánaðar i blaði yöar undir fyrir- sögninni „Framhald áratuga of- sókna” gætir nokkurs mis- skilnings, sem varðar þátt minn i rannsókn á sjúkdómi þeim, sem befur stungið sér niður i fiskeldis- stöðinni i Laxalóni. 1 greininni segir, að „sér- fræðingarnir" frá Keldum, og mun þar átt við mig, þó að fleir- tala sé notuð, hafi sagt, að innan- við 20 fiskar hafi verið haldnir þessum nýrnasjúkdómi.og verður ekki í annaö ráðið af greininni, en þar sé um lokaniðurstöðu aö ræða. Sannleikurinn er sá, að vegna anna tókst mér ekki að ljúka skýrslu um þessa athugun fyrr en daginn eftir blaðamanna- fund Skúla Pálssonar og lagði hana þá fyrir Fisksjúkdómanefnd og hefur enginn annar aðili fengiö hana i hendur enn sem komið er. Þar eö oröalag, sem notað er um aðferð við sýnatöku, sem Brynjólfur Sandholt héi;aðsdýra- læknir annaðist ásamt mér er til þess fallið að gera hana tor- tryggilega, skal þaö tekið fram, að megintilgangur hennar var að Athygli vakin á Nemendaleikhúsi Nú hefur um nokkurt skeið verið starfandi svonefnt Nem- endaleikhús. Þar sýna verðandi leikarar árangur af þjálfun sinni, námi og starfi siðastliðin þrjú ár. og eru sýningar þessar lokaverkefni hópsins. Að þessu sinni hafa orðið fyrir valinu tveir einþáttungar éftir Bertolt Brecht, kennsluleikritin Úrræð- ið og Undantekningin og reglan. Um leikrit Brechts ætla ég mér ekki að fjölyrða — það hafa fjöl- margir gert áður og vafalaust af meira viti. En til þess eru linur þessar ritaðar að vekja athygli á afar þekkilegri og skemmtilegri sýningu leikhóps- ins. Nú hefur þvi verið haldið fram að eini dómur sem leikari geti tekið mark á sé viðbrögð áhorfenda. Þetta er að minu viti ekki fjarri sanni. Ég vi! þvi hvetja alla þá, sem ennþá hafa ekki haft I sér döngun að sjá sýningu Nemendaleikhússins að drifa sig hið fyrsta. Að lokum vil ég þakka leik- hópnum fyrir afbragðs góða skemmtun og óska þeim sem i honum eru góðra stunda. Jakob S. Jónsson Skrifstofur innflutningsdeildar hafa liðlega 1.200 fermetra til sinna þarfa. Holtagaröar teknir í notkun Ný birgda- skemma SIS i gær, á lokadaginn, tók innf lutningsdeild SiS i notkun nýtt húsnæöi við Holtaveg i Reykjavík. Holtagaröar heitir nýja húsiö og lætur nærri að hér sé um stærsta hús á land- inu að ræða hvað snertir flatarmál. Samtals er gólfflötur Holta- garða. liðlega 24 þúsund fermetr- ar. A þeim fleti rúmast skrif- stofur deildarinnar, sjálf birgða- skemman, verslun fyrir alla starfsmenn SIS og tengdra fyrir- tækja, aðstaða fyrir starfsfólk sem er 135 talsins, þar með talið mötuneyti, snyrting o.fl.; i kjallaranum hefur skipadeild SIS vörulager og loks stendur til að reka kexverksmiðju i hluta hús- næðisins. Það siðastnefnda er nýjung i starfsemi SIS og er þess vænst að hún komist i gagnið und- ir haustið. Hjalti Pálsson framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar sagði við blaðamenn i gær að með'þessu nýja húsnæði skapaðist mun betri aðstaða fyrir starfsemi deildar- innar en hún var áður til húsa á tveim stöðum: i Grófinni og SIS- húsinu við Sölvhólsgötu. Að- staðan verður þó enn betri þegar kominn er viðlegukantur fyrir eitt skip rétt við vegg nýja hússins en borgin hefur heitið þvi að hann verði kominn i gagnið fyrir 1980. Innflutningsdeildin hefur star£- að jafnlengi SIS eða i 75 ár. Hún skiptist nú I sjö deildir en alls nam salan i fyrra 6.750 miljónum króna. —ÞH Svona grindum verður komið upp I allri birgöageymslunni og hefur hver vörutegund sinn ákveðna bás i þeim. Allir flutningar innanhúss fara fram á lyfturum. Abyrgðarsjóður lögmanna Aöalfundur Lögmannafélags Islands var haldinn 1. april s.l. Formaður var endurkjörinn Guð- jón Steingrimsson hrl., Hafnar- firði, en aörir i stjórn eru: Gylfi Thorlacius hrl., Hjalti Steinþórs- son hdl., Hákon Arnason hrl. og Jón E. Ragnarsson hrl. Um s.l. áramót var stofnaöur Abyrgöars jóöur lögmanna. Markmið sjóðsins er aö gera Lög- mannafélagi Islands kleift að bæta aö hluta eöa öllu leyti tjón, sem skjólstæðingar lögmanna verða fyrir vegna fjárþrots lög- manna. Féð veröur þó að hafa komist I hendur lögmanns vegna stöðu hans og aö honum hafi borið skylda til að varðveita það vegna trúnaðarskyldu sinnar sem lög- maöur. Félagar í Lögmannafélagi Is- lands eru nú 207 þar af 141 sem reka lögmannsskrifstofur eöa hafa lögmannsstörf að aðalstarfi. Vörumarkaðurinn selur ódýrt Þannig hljóðar rétt lausn á auglýsingamyndagátu Þjóðviljans þeirrar ní- undu í röðinni. Úr réttum lausnum var dregið út nafn ólafs Jónssonar, vitavarðar og þúsundþjaiasmiðs í Sval- vogum, og berast honum vonandi í hendur inn- antiðar verðlaunin fyrir getspeki sína. En sum sé; rétt lausn gátunnar er Vör u mark (m)aður inn selur ó dýr t. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.